Morgunblaðið - 04.07.1998, Page 22
I slagtogi við
fískimenn og
félagsverur
Sunnudagsmorgunn í Stokkhólmi ber
22 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
þess merki að Svíar eru félagsverur,
eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að
er hún hjólaði um borgina.
UNNUDAGSMORGUNN
í Stokkhólmi einkennist
i^^%meðal annars af því að bíll-
^»_^inn stendur Svíum næst.
Árla morguns og fram eftir morgni
sjást fjölskyldur víða vera að hlaða
bílinn til að halda út úr borginni.
Aðrir halda inn í miðborgina til að
njóta þess sem hún hefur upp á að
bjóða, hvort sem er garðar eða
stangveiði.
Fluguveiðar í
stórborginni
Á Strömbron hefur veiðimaður
fengið smá titt á öngulinn, „sik“,
sem er ferksvatnsfiskur. „Þetta er
nú lítið til að mynda,“ segir hann.
„Það hefur ekki veiðst vel undan-
farið.“ Eitthvað annað en 29
punda laxinn, sem hann veiddi
1981, enda birtust þá myndir af
honum í blöðunum, segir hinn
stolti veiðimaður. Og eins er hann
veiddi 18 kílóa aborra 1993. Veiði-
maðurinn heitir Danilo, „eins og
Danilo greifi i Kátu ekkjunni,"
segir þessi hýri Júgóslavi, sem
flutti fyrir rúmum tuttugu árum
til Svíþjóðar.
Danilo bendir út í ána, þar sem
fluguveiðimaður stendur langt úti.
Það eru víðar laxveiðiár en í
Reykjavík. I Stokkhólmi veiðist
lax í miðbænum og veiðileyfin
kosta ekki neina tugi þúsunda,
heldur eru fyrir félaga í sportveiði-
klúbbi, útskýrir Danilo veiðimað-
ur. „Hér eru frjálsar veiðar," segir
hann „og svo geta menn vigtað
fiskinn á vigtinni, sem hangir við
ána.“ En í dag tekur hann illa og
Danilo býr sig undir að hjóla heim
áleið.
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
HANS von Essen með dætur sínar og vinkonu þeirra.
borginni til að komast í grænkuna.
Frá Strandvagen liggur brú út í Dj-
urgárden, myndarlega eyju þarna í
skerjagarðinum og á sunnudags-
morgni er stríður straumur gang-
andi, hjólandi og rúllandi fólks á
öllum aldri yfir brúna. Næst borg-
inni eru mörg söfn og Skansinn,
skemmtigarður borgarbúa, en
lengra frá er jurtagarðurinn í Ros-
endal, sem er kapítuli út af fyrir
sig.
I litlu dalverpi er grasgarður
með útilistaverkum, en uppi á hæð-
inni eru gamaldags gróðurhús og
stór garður með stólum og borðum.
I einu gróðurhúsanna er ein frá-
bærasta matsala borgarinnar. Vel
fyrir hádegi er röðin orðin löng við
hlaðborðið. Afgreiðslustúlkan segir
að á svona sunnudegi selji þeir um
500 diska með salötum og öðrum
veigameiri réttum. Enginn hefur
Frá glæsiíbúðum
í grænkuna
Nú liggur leiðin út með
Strandvágen, einni fínustu
götu borgarinnar. Úr glæsi-
legum húsum frá því á síð-
ustu öld er útsýni yfír breið-
götuna með trjám og út á
eyjamar í borgarfætinum.
Þarna eru nokkur hundrað
fermetra íbúðir, sem kosta
nokkra tugi íslenskra
milljóna. Háaloftin voru
ekki íbúðahæf, þegar
húsin vora byggð, en
hafa verið innréttuð
undanfarin ár og út úr
þeim framkvæmdum
koma eftirsóttar uppaí-
búðir.
RIS ASTÓR krukka gleður Stokkhólmsbúar
augað í jurtagarðinum. þurfa ekki að fara út úr
Aldrei dreymir mig
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Mynd/Kristján Kristjánsson
EIN ég vaki drauma mína.
IÐULEGA þegar ég hitti mér
ókunnuga karlmenn og draumar
berast í tal, þá hefja þeir mál sitt
um drauma á þá leið að þá dreymi
aldrei neitt, en konur þeirra
dreymi hins vegar mikið og
draumar séu eiginlega bara ragl.
Þegar ég geng svo á þá, kemur í
ljós að þá dreymir en þeir muna
bara suma drauma og kannski sé
eitthvað að marka drauma eftir
allt saman, að minnsta kosti trúa
konurnar á þá. Þessar yfirlýsing-
ar vekja hugann um tilfinningar
karlmanna og tengsl þeirra við
eigið sjálf, en eins og allir vita era
íslenskir karlmenn víðfrægir fyrir
að kunna ekki/geta ekki tjáð til-
finningar sínar, en fara í hnút,
þumbast við eða beita afli þegar á
reynir. Þó era menn að þroskast
og þar geta draumamir fleytt
þeim fram og uppfært þá eins og
sagt er til betri vegar. En draum-
amir gera kröfur til manna um
vilja til verka og getu til að tengj-
ast innra sjálfinu og þar með sín-
um innra manni, eitthvað sem
ætti að vera jafn sjálfsagt og fót-
bolti en virðist sett hjá af all-
mörgum karlmönnum. Draumur-
inn er eins og lýsisflaska með
japönsku letri, hann gefur mönn-
um sýn á sjálfið, tilfinningamar
og viljann sem heldur flestum
okkar á floti í lífsins sjó, draumur-
inn opnar dyrnar til skilnings á
hvötum, löngunum og þrám sem
oft eru óútskýrðar og dorma í hafi
tilfinninganna innan um önnur
óútkljáð innri mál sem bíða færis
að ná yfirborðinu, til að verða
sýnileg í draumnum og skiljanleg
í vökunni á íslensku.
Draumur „H.S.“
Mig dreymdi að ég var á leið í
sumarbústað ásamt þremur
ókunnuglegum manneskjum. Á
leiðinni fékk ég á tilfinninguna að
við værum ekki á réttri leið því
bróðir minn átti bústaðinn svo
leiðina átti ég að þekkja en gerði
ekki. Eg steig út úr bílnum en
datt þá fram af hengiflugi; ég náði
þó að hanga á brúninni í grastó,
en þarna var allt grasigróið, og
krafsa mig upp. Þar sem ég hékk
þama og var um það bil að missa
alla von (ferðafélagarnir og bíllinn
horfinn) sá ég út undan mér svart-
an hest sem virtist vera á syllu
fyrir neðan mig. Þá datt mér í hug
að fyrst hann væri þama hlyti mér
að vera óhætt að stökkva niður til
hans og freista þess að finna leið
þaðan. Þá reis hesturinn upp á aft-
urfæturna og studdi sig við klett-
inn/grasið við hliðina á mér. Hann
horfði á mig og ég fann að hann
vildi mér eitthvað og að ég gat
treyst honum. Svo ég lét mig
gossa niður, lenti vel og túlkaði
það úr augum hestsins að hann
vantaði hjálp. Hann var með eitt-
hvað í hægra auganu sem hann
vildi losna við. Ég strauk fingrin-
um yfir augað og náði einhverju úr
því. Þá gekk hann af stað og vildi
að ég kæmi með. Hann leiddi mig
að ókunnu húsi en þar var gamall
kærasti minn. Það var komið kvöld
og við sváfum (ég og gamli
kærastinn) í sama herbergi en
hvort í sínu rúmi. Daginn eftir vor-
um við stödd í stofunni og þar var
móðir hans og hélt á tíu mánaða
gamalli stúlku sem ég vissi að var
dóttir hans. Hún rétti honum
bamið sem teygði hendurnar til
mín. Ég varð hissa en tók hana og
gekk að borðstofuborðinu, á því
stóð stór kaktus og áður en ég
vissi af hafði hún gripið með báð-
um höndum um kaktusinn. Hún
vældi aðeins en mér krossbrá og
fór með hana til hans og bað hann
að líta á hana. Mér til skelfingar
var hún öll í nálum sem stungist
höfðu í gegnum hendumar á
henni. Eg tíndi þær úr. Þá gekk ég
inn í eldhús og staðnæmdist við
lágan vask og horfði út um glugg-
ann. Hann kom á eftir og spurði
hvað ég væri að hugsa. Ég sagði
að hér væri örugglega gott að búa
(þetta var lítið þorp). Já, sagði
hann, hér var gott að alast upp og
svo er alltaf auð lóð hér við hliðina
sem hægt er að byggja á. Hann
tók í hönd mína og kyssti á hana.
Ég tók utan um hann, kyssti hann
á kinnina og sagði að það væri gott
að hitta hann aftur.
Ráðning
Draumar eru til aðstoðar og
leiðbeiningar, að opna manni sýn á
hulda þætti og skilning á því ferli
sem maður hefur ratað í. Þetta
gerir draumurinn til þess að við
kveikjum meðvitað á þeim mögu-
leikum sem bjóðast svo við getum
fetað rétta leið án þess að lenda í
gömlum upplifunum og falla í not-
uð för.
Draumur þinn er persónulegur
(bústaðurinn sem bróðir þinn átti)
og táknin í honum vísa til erfið-
leika. Sumarbústaðurinn (þú) og
ferðin vísa til ferðar þinnar í lífinu
sem virðist óljós og tilviljana-
kennd (ekki á réttri leið), áfang-
arnir breytast í vonleysi (steig út
úr bílnum) og við blasir tóm
(hrapaðir fram af hengiflugi), en
þú hefur með verndara sem gera
sitt (þrír ferðafélagar).
Þama skiptir draumurinn um
gír því þú ákveður að snúa vörn í
sókn og sigrast á erfiðleikum
(svarti hesturinn, tákn orku), þér
gengur vel (lenti vel) og þér opn-
ast ný sýn (hesturinn var með eitt-
hvað í hægra auga sem þú fjar-
lægðir) á tilveruna og líf þitt. Þessi
opnun leiðir hug þinn til fyrri tíma
(gamli kærastinn) og þeirrar
ánægju sem þú þá naust (samvistir
ykkar) og þú sækist nú eftir. En
sú vellíðan breyttist að því er virð-
ist í mikinn sársauka (barnið/þú
fékk kaktusnálar í sig) sem þú vilt
ekki að endurtaki sig. Svo lýkur
draumnum á þá lund að þegar
fyrrnefndu ferli ljúki bíði þín auð
lóð að reisa hús hamingjunnar á.
• Þeir lesendur sem vi(ja fd
drauma sína birta og ráðna sendi
þá með fullu nafni, fæðingardegi
og ári ásamt heimilisfangi og dul-
nefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaði
Kringlunni I
103 Reykjavik