Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 26

Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 26
Sláttuorf il hesta úrvoi Léttir störf og fjölgar frístundum •Veúfrá 14.900 kr. • Afí 0,8 til 2,5 hestöfí Eigum hörkutæki fyrir erfiðustu aðstæðurnar VETRARSÓL Hamraborg 1-3 (norðanmegin) Kópavogur • Sími 564 1864 lóMMfMWIHlffli 26 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN 25 mynd- diskar 25. september ÚTGÁFA á mynddiskum heldur áfram af krafti og í haust bætist bunki við í safnið. Þá gefur Warn- er kvikmyndarisinn 25 titla sem koma út 25. september og hyggst framvegis gefa út átta til tíu titla mánaðarlega. Af titlunum sem koma út í haust má nefna Conspiracy Theory, Contact, Addicted to Love, Unfor- given, The Fugitive og Batman. Á meðal diskanna er kvikmyndin um Michael Collins og henni fylgir ríf- lega fimmtíu mínútna þáttur um Collins úr breska ríkissjónvarpinu. Á diskunum verður íslenskur texti, auk þess sem hægt er að velja um texta á þýsku, sænsku, dönsku, norsku, finnsku, spænsku og enskumeðal annars en alls verður hægt að velja texta við 19 tungumál. Einnig verður hægt að velja enskt, spænskt eða þýskt tal- mál, en mynddiskar eru þess eðlis að hægt er hafa mynd talsetta með átján mismunandi tungumálum og allt að 32 mismunandi textum. Böggur í vefþjóni Microsoft ÞAÐ Á ekki af Microsoft að ganga; ekki er bara að Explorer vafri fyr- irtækisins sé undir sífelldri smásjá heldur komst í hámæli í gær bögg- ur í vefþjóni fyrirtækisins. Með því að nýta sér hann geta óprúttnir komist í upplýsingar sem þeim eru alls ekki ætlaðar, til að mynda upplýsingar um tengingar við gagnagrunn, IP-tölur og jafnvel notendaheiti og leyniorð. Eftir því sem fram kemur í frá- sögn fréttaþjónustunnar Wired má komast í grunnupplýsingar á vef- þjónum sem keyra Aetive Server síður, svonefndar ASP-síður með því að skeyta ::$DATA aftan við heiti viðkomandi síðu. Með því móti getur tölvuþrjótur hugsan- lega komist yfir upplýsingar um skipanimar sem liggja á bak við síðuna, til að mynda skrárkerfi netþjónsins, tengileiðir og jafnvel aðgangs- og leyniorð. ASP-tækni Microsoft byggist á því að síðurnar eru búnar til jafn- óðum og beðið er um þær, sem auðveldar viðhald viðkomandi vefj- ar og gerir til að mynda kleift að breyta upplýsingum eða útlitá á fljótlegan hátt. Vefþjónninn sækir upplýsingar í ýmsar áttir þegar hann er að setja saman síðuna, iðulega meðal annars í gagna- grunn og ef aðgangsheimild þarf til að komast í þann grunn er hætt við að komast megi yfir upplýsing- arnar. Vefþjónninn skilur ::$DATA-skipunina sem boð um að senda ekki bara viðkomandi síðu heldur einnig gögnin sem þjónninn notar til að búa hana til. Ekki er þó hægt að komast yfir leynilegar eða bakgrunnsupplýsingar á öllum ASP-síðum, það fer eftir uppsetn- ingu og útgáfu vefþjónsins, en að sögn á þetta við um útgáfu 3.0 og 4.0 af vefþjóninum. Samkvæmt leiðbeiningum Microsoft er réttur frágangur á leyniorðum og aðgangsheitum að geyma þau í sérstakri skrá á vef- þjóninum sem ekki er aðgengileg óviðkomandi. Microsoft hefur þegar brugðist við með leiðbeiningum um hvernig komast megi hjá villunni, en ekki er að vænta endurbóta á vefþjón- inum fyrr en næstkomandi þriðju- dag. Fyrr á árinu dreifði Microsoft endurbættri útgáfu af Explorer vafra sínum vegna álíka öryggis- vanda. ennsla á lunardiskum kvæmlega í blússkalann og til- brigði við hann en það er jafnframt stærsti gallinn við forritið. í kynn- ingu segir að kennd séu öll helstu stílbrigði í tónlist, m.a. rokk, sveitatónlist, blús, dans, grugg og popp, sú er þó ekki raunin því að- eins eru kennd nokkur grip við hverja stefnu og tóndæmin eru síst til fyrirmyndar. Dans- og teknótóndæmin eru reyndar svo afleit að ólíklegt er að tónsmiður- inn hafi yfirleitt hlustað á þannig tónlist, einnig eiga gruggtóndæm- in fátt skylt með þeirri gerð tón- listar. Frumleika skortir alveg í flest tóndæmi og þó að það komi í sjálfu sér ekki að sök þegar tækniatriði eru æfð þá spillir það fyrir tónlist- arþroska nemandans. Nemandi er einnig lítt hvattur til að leika af fingrum fram að öðru leyti en að blanda saman stöðluðum tækniæf- ingum á mismunandi hátt. Útskýr- ingin liggur líklegast í þvi að forrit- ið er bandarískt og ber þess auðvit- að merld, t.d. er sagt í upphafi að mikilvægt sé að kynna sér tólf takta blús vel því hann sé ávallt leikinn þegar hljómsveit kemur saman í fyrsta sinn. Gagnlegt fyrir byrjendur Eigi að síður getur Play Guitar Like a Pro reynst afar gagnlegt fyrir byrjendur og þá sem vilja æfa tæknihliðina, einkum ef alvöru kennsla er ekki fyrir hendi. AJlt viðmót er mjög eins og áður sagði þægilegt og auðvitað hentugt að hafa tóndæmi, raddkennslu og myndbönd við höndina í einum pakka. Þá er ónefndur möguleikinn á því að tengja gítarinn beint við hljóðkortið með meðfylgjandi milli- stykki, gítarinn er hægt að stilla með sýndarstillitæki og leika með tóndæmum gegn um sýndargít- armagnara. Þótt ekkert komi í stað kennslu með reyndum kennara þá ætti eig- andi forritsins, með natni og þolin- mæði, að geta staðið á gólfinu ásamt átta öðrum og lýst færni sinni á meðan sá tíundi skiptir um peruna. AÐ SÖGN þarf tíu gítar leikara til að skipta um ljósaperu, einn skiptir . um peruna en hinir standa á gólfinu fyrir neðan og lýsa því hvað þeir geti miklu betur. Það hefur alla tíð þótt fínt að eiga raf- magnsgítar og ekki verra að kunna á hann. En það hefur einnig oft orðið ljón í vegi verðandi snillinga að kunna ekki á gripinn. Til eru ýmsar leiðir til þess að læra á gít- ar, ótal kennslubækur eru til, myndbönd og geisladiskar og svo einkakennsla sem auðvitað er besta leiðin til að læra. Nú hefur svo bæst við enn ein kennsluað- ferðin, gítarkennsla á margmiðlun- ardiskum. Kennslupakkinn Play Guitar Li- ke a Pro, spilaðu á gítar eins og fagmaður, sem fengist hefur í Rín, hefur að geyma bók, tvo hijóðdiska og tvo margmiðlunardiska. Á margmiðlunardiskunum er að fínna flestar þær upplýsingar sem eru í bókinni og á hljóðdiskunum svo þeir eru í raun nóg. Notandinn þarf Pentium tölvu, hljóðkort, gítar og grunnenskukunnáttu auðvitað þar sem allur texti og tal er á ensku. Uppbygging forritsins er mjög aðgengileg, þegar það er opnað kemur upp á skjáinn glymskratti með ýmsum valmöguleikum, kynn- Það er feng- ur í sjálfu sér að eiga raf- magnsgítar og ekki verra að kunna á hann. Gísli Árnason kynnti sér gít- arkennslu á margmiðlunar- diskum. ingu, hægri handar tækni, vinstri handar tækni, nöglinni, gítarum- hirðu o.s.frv. I upphafi er best að byrja á kynningunni og láta svo forritið leiða sig í gegn um kennsl- una þátt fyrir þátt. Forritið kennir á hefðbundinn hátt stillingu strengja, samhengi nótna og fingrastöðu, kennslu- glugginn sjálfur sýnir gítarháls þar sem nóturnar eru táknaðar sem punktar merktir sem ýmist eftir TAB kerfinu eða hefðbundna nótnakerfínu, auk þess eru gefnir ýmsir möguleikar, hægt er að sjá tóndæmin sem nótnaútskrift og flest er hægt að prenta út. Tón- dæmin er hægt að yfirfæra í MIDI þótt þau hljómi mun betur leikin af alvöru hljóðfærum. í flestum til- fellum er rödd sem fer yfir grunn- atriðin og svo eru nákvæmari út; listanir skrifaðar fyrir neðan. í sumum tilfellum fylgja myndbönd sem sýna tæknihliðarnar en þau geta verið mjög gagnleg, oft er erfitt að orða flókna fingratækni svo mun þægilegra er að geta skoðað myndskeiðin eins oft og til þarf. Byggt á blússkalanum og sveitatónlist Kennslan byggist að langmestu leyti á blússkalanum vinsæla í 4/4 og sveitatónlist, farið er mjög ná- Nettölva frá Corel NETTÖLVAN hefur ekki ná þeim vinsældum sem ætlað var, bæði er að einkatölvur hafa lækkað meira í verði en nokkur gat vænst og svo hitt að net- tölvur hafa ekki náð inn í fyrir- tækin að ráði. Enn eru menn þó að reyna að búa til markað fyrir nettölv- ur og í vikunni kynnti hugbún- aðarfyrirtækið kanadíska Corel tölvu sem það kallar NetWind- er DM og er ekki síst merkileg fyrir það að hún keyrir á Lin- ux-stýrikerfinu. Sumir hafa gert því skóna að fyrir nettölvuvinum vaki það eitt að losa heljartök Microsoft og Intel á tölvuheiminum, en gjarnan eru fyrirtækin nefnd í sömu andránni og þá uppnefnd Wintel. NetWinder gæti svo sem rennt stoðum undir það því hún notar ekkert sem tengja má risunum tveimur; stýrikerfið er RedHat Linux 4.2 með Corel-viðbótum, ör- gjörvinn er 275 MHz StrongARM RISC, minni er ýmist 32 eða 64 MB eftir ósk kaupanda, innbyggð í vélina eru tvö Ethernet-tengi, lOBa- seT og 10/100BaseT, rað- og hliðtengi, 2 MB skjákort, 16 bita 44 KHz hljóðkort með víð- ómsinngangi, innbyggðum hljóðnema og hátalara og NTSC/PAL tengi, en einnig er innbyggð hreyfimyndaupptaka og afspilun svo fátt eitt sé talið. Lyklaborð og mús fylgir, en enginn skjár. Tölvan er hávaxin og mjó- slegin, um 30 cm á hæð og 18 cm á breidd, en þykktin er ekki nema um 6 cm. Herlegheitin kosta mismikið eftir því hversu stóran disk menn vilja hafa í vélinni, eða allt frá um 49.000 með 810 MB diski upp í um 60.000 með 3,2 GB diski. Þeir sem nota ekki disk, láta sér netið nægja, borga fyrir um 39.000 kr. Begrrer to Adv&ocea Inferactiva Guitar Wttfi PisyPro 's revckjtiarmy Dynamic Leaming Methoa CD-ROMs 1 & 2 PLAYPRO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.