Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 31

Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 31 FNT asÉÉlí Reuter tn forsætisráðherra Pakistans, kveðj- : Boston fyrr á þessu ári. Vigdís Finn- tisráðherra Póllands, fylgjast með. Og törf ætti samtakanna og tók Malcolm Frasier, fyrrum forsætisráðherra Astralíu, við af honum. Vigdís segir að nú sé svo komið að þær konurnar séu orðnar að tengilið Inter-Action við Harvard-háskóla, sem sé glæsilegt. „Það ornar kven- hjartanu. Þeii’ tóku okkur eins og stórhöfðingjum enda miklir öndveg- ismenn. Þeir eru aftur á móti óheppnir með það að þeir settu sam- tökunum þá reglu í upphafi, 'að ein- ungis einn frá hverju landi gæti tekið þátt. Nú til dags eldast menn svo vel að fulltrúi Bretlands er Callaghan lá- varður, svo dæmi sé nefnt. Það eru yfirleitt tvær eða fleiri kynslóðir for- sætisráðherra, sem ekki komast að í bili. Ég tel líklegt að þeir muni breyta reglunum. Við erum ekki með slíkar reglur heldur erum fegnar hverri konu sem fer í forsætisráð- herrastól," segir Vigdís. Aðspurð segist hún ekki geta gi’eint mun á áherslum þeirra og karlanna. „Þeir karlarnir hafa eytt miklum tíma á síðustu árum í að búa til sk. ábyrgðarsáttmála, eða „Charter of Responsibility, sem er sniðinn til að standa til hliðar við mannréttindasáttmálann. A því sviði má segja að þeir séu að vinna að sömu málum og konur. Þeir kalla á ábyrgð andspænis samfélaginu. Mannréttindi fyrst og fremst en einnig ábyi’gð. Spurningunni hvort ég eigi að gæta bróður míns er svar- að játandi. Öðruvísi næst ekki árangur, öðruvísi verða endalausir árekstr- ar. Þetta eru fullorðnir menn með geysilega reynslu og þekkingu- og það var unun að hlusta eru með mjög lík Aukin um- ræða um leið- togastörf a þá. Þeir áhugamál og metnað og konur. Það er að segja áherslu á ábyrgð, frið, mannúð og að reyna að komast að samkomu- lagi. Lýðræði er að gera samkomu- lag um að þannig sé málum hagað. Það er margt líkt með skyldum." Liswood segir áherslumuninn kannski ekki liggja í gmndvallarat- riðum heldur hvernig menn nálgist vandamálin. Tekur hún dæmi af Ma- deleine Albright er oft gangi öðruvísi til verks en karl í svipaðri stöðu. Þá sé hugsanlega annað einkenni að í efnahagsmálum hugsi konur gjarnan einnig út frá áhrifum aðgerða á smæstu efnahagslegu einingu samfé- lagsins, fjölskylduna. Þær velti ekki einungis fyrir sér hinum stórum stærðum heldur áhrifum á fólk. Þegar Vigdís er spurð hvernig samtökin geti náð til kvenna segir hún að það sé fyrst og fremst með því að konurnar séu sýnilegar. „Við vitum að ef einhver veit af okkur þá er það þeim geysilegur styrkur. Ég segi oft að það nægi mér að konur í Afríku, sem búa við kúgun, viti af mér og að ég hugsi til þeirra. Þær dreifa því síðan svo langt sem þær ná til annarra kvenna. Ég hugsi til þeirra og sé að reyna að vinna að þeirra hag. I framtíðinni sé ég fyrir mér að það verði talið sjálfsagt, við háskóla almennt, að hafa þessa námsgrein innan stjórnmálafræðinnar og einnig innan lögfræðinnar. Og um leið og það verður sjálfsagt sem námsgi'ein þá fer viðfangsefnið að verða sýni- legra. Núorðið er talið sjálfsagt að tala um leiðtogastörf sem slík. Það eru ótal bækur að spretta fram þar sem sérfræðingar skrifa um leiðtoga, leiðtogahæfileika, leiðtogagetu og framkvæmdamátt leiðtoga. Það er efni sem skrifað hefur verið um í æ ríkara mæli á síðustu 10-15 árum. Það líður ekki á löngu þar til að kon- ur fara að koma þar mjög við sögu. Þegar þær hafa lært sérstaklega til verka fara þær að treysta sjálfum sér. Þar vill Harvard gegna forystu- hlutverki og það er glæsilegt að það skuli vera Harvard því að hann er virtur háskóli um allan heim. En getur sú staðreynd að ekki er lögð áhersla á kvenréttindi sem slík af hálfu ráðsins leitt til andstöðu meðal hópa kvenna að mati Vigdísar? „Þvert á móti, það eru aðrar konur sem setja kvennabaráttuna á oddinn. Það er skýrt á öllu okkar fasi og framgöngu að við erum ekki í „kvennabaráttu" heldur stöndum við hlið karla til að tala um sömu mál og þeir. Ég held að það sé mjög rétt af- staða. Ég myndi ekki vilja vera að þessu annars. Ég er það sannfærð um að það er fyrst og fremst vinátta karla sem vinnur þann framgang sem konur vilja en þeim er ekki al- veg ljóst ennþá hvemig þeir eiga að fara að því.“ Mikill munur er á aðstöðu kvenna eftir heimshlutum og menningar- svæðum. Vigdís segir að allir hafi gi’íðarlegar áhyggjur af menningar- múrum er haidi konum niðri og séu ekkert annað en fordómar. „Konan gefur mannverunni líf og verndar hið unga líf. Það er ótrúlegt að það skuli hafa þróast að gera konur að óæðri verum. Það er mikið til um- ræðu að reyna að dreifa þekkingu, því það er þekking sem brýtur niður fordóma." Hún segir að í fyrstu sé mikilvægt að gera konur sýnilegri í leiðtoga- störfum þar sem fréttum er dreift og þær komast til skila. I viðtölum við konur úr ráðinu, er birtust í bandarískum blöðum í tengslum við fundinn í Boston, kem- ur ítrekað fram sú skoðun að konur í leiðtogastörfum séu dæmdar og metnar á öðrum grundvelli en karlar. Vigdís segir það vilja loða við að kon- um sé ekki fyrirgefið allt líkt og körl- um. „Það er grunnt á því að segja sem svo: ,já, hún er kona“ en ekki: ,jú, hann tók vitlausa ákvörðun". Karlar eru ekkert fullkomnir frekar en kvenfólk. Það er staðreynd. Þetta er hins vegar svo rótgróið í huga fólks að það tekur langan tíma að uppræta það. Stundum þarf að setja niður útsæði á nýjum stað til að uppræta arfann í gamla kálgarðinum. Sam- tökin eru að uppræta fordóma með því að tala ekki aðeins um ástand kvenna heldur ástand heimsins rétt eins og karlar, en undir umræðuna um ástand heimsins fellur auðvitað bág staða kvenna víða á byggðu bóli. Við ræðum fjármál og heimsmál án þess kannski að finna lausnir frekar en karlai’. En málin eru þó rædd og við dreifum sjónarmiðum okkar áfram í samtölum og ég verð vör við að við erum virtar. Við höfum þegar eignast virðingu þeirra sem hugleiða þessi mál.“ Viðamikil sýning Smithsonian á 1.000 ára afmæli fundar Ameríku Morgunblaðið/Jim Smart SIGURGEIR Steingrímsson aðstoðarforstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, Dr. William W. Pitzhugh forstöðumaður heimskautastofnunarinnar við Smithsonian og Lilja Árnadóttir deildarstjóri hjá Þjóðminjasafni Islands. Sigurgeir og Lilja eru fulltrúar menntamálaráðuneytisins í fimmtán manna hópi sérfræðinga sem kemur að undirbúningi sýningar Smithsonian stofnunarinnar í Washington D.C. Þörf á að fræða almenn- ing um víkingana í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna árið 2000 mun Smithsonian-stofnunin í Bandaríkjunum halda viðamikla sýningu sem tileinkuð verður upphafí og sögu vesturferða norrænna manna. Arna Schram ræddi m.a. við Dr. William W. Fitzhugh yfirmann hjá Smithsonian. UNDIRBÚNINGUR að fyrir- hugaðri sýningu Smithsoni- an-stofnunarinnar um landa- fundi víkinganna hefur nú staðið yfir í rúmt ár, að sögn Dr. Willi- ams W. Fitzhugh forstöðumanns heimskautastofnunarinnar við Smith- sonian. Stefnt er að því að opna sýn- inguna í Náttúrufræðisafninu í Was- hington D.C. hinn 15. apríl árið 2000, en þar mun hún standa í nokkra mán- uði eða út desember. Síðan er ætlunin að flytja sýninguna í tvö eða þrjú ár á milli nokkuiTa staða í Norður-Amer- íku. Upphaf verkefnisins, segir Fitz- hugh, má rekja til þess að fulltrúar norrænu sendiráðanna í Norður-Am- eríku fóru þess á leit við hina þekktu Smithsonian-stofnun í Bandaríkjunum fyrir nær einu og hálfu ári að safnið stæði fyrir sýningu um sögu víking- anna í tengslum við landafundahátíð- ina í Vesturheimi árið 2000. Fulltrúar Smithsonian tóku vel í hugmyndina, að sögn Fitzhugh, og hafa þeir þróað hana enn frekar undanfarið ár í sam- ráði við hóp sérfræðinga frá Banda- ríkjunum, Kanada, Norðurlöndunum og Skotlandi. Saman mynda þessir sérfræðingar og fulltrúar stjórnvalda í hverju landi fyrir sig fimmtán manna undirbún- ingshóp sem vinnur að skipulagningu sýningarinnar. Hver aðili í nefndinni heldur tengslum við safnverði og aðra sérfræðinga í sínu heimalandi og sér um söfnun gagna og upplýsinga. Þannig fer undirbúningurinn fram í öllum fyrrgreindum löndunum. Sigur- geir Steingrímsson aðstoðarforstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússonar og Lilja Árnadóttir deildarstjóri hjá Þjóðminjasafni íslands eru fulltrúar menntamálaráðuneytisins í undirbún- ingshópnum, en þau sjá um að safna saman íslensku framlagi til sýningar- innai’. Að sögn Sigurgeirs, mun það að stórum hluta byggjast á þeim rituðu heimildum sem Islendingar skráðu og varðveittu um ferðir sínar og annarra norrænna manna til Norður-Ameríku og þeirri vitneskju sem lesin verður úr þeim um það þjóðfélag sem hér mynd- aðist. „En einnig munu íslenskir forn- gripii’ og fornleifarannsóknir vai’pa Ijósi á þessa sögu sem og rannsóknir sem gerðar hafa verið á veðurfari og náttúru Islands,“ segú’ Sigurgeir í samtali við Morgunblaðið. Vinna við undirbúning sýningarinn- ar er komin vel á veg og segir Fitzhugh að sýningin verði sú fyrsta sinnar tegundar i Norður-Ameríku. Á henni er ætlunin að segja ítarlega frá lífsháttum víkinganna, uppruna þeirra, sögu, siglingum og landnámi í Vestur- heimi. „Ibúar Norður-Ameríku hafa löngum heillast af víkingum þótt þeir viti afar lítið um þá,“ segir Éitzhugh. „I huga margra eru víkingar dularfull- ir bardagamenn sem sigldu til Norðui’- Ameríku fyrir nær þúsund ái’um en í augum sumra eru þeir bara nafnið eitt. í mesta lagi nafn á fótboltaliði eða teiknimyndahetjum. Það er því sann- arlega þörf á því að fræða almenning í Norðui’-Ameríku um víkingana,“ segir Fitzhugh og bætir því við að það sé einmitt þess vegna sem honum finnist þetta verkefni spennandi. Fitzhugh segir frá því að fulltrúar Smitshonian-stofnunarinnar hafí með sýningunni séð fram á gott tækifæri til þess að fræða almenning í Norður- Ameríku um líf, tækniþekkingu og trúarbrögð víkinganna og segja þeim ennfremur frá rannsóknum á fornum menningarminjum, veru þeirra í Norður-Ameríku og seinni tíma hlut- um eins og Kensington steininum, sem haldið hefur verið fram að væri verk víkinganna. „Einnig gefst færi á að segja hina raunverulegu sögu um fund Norður-Ameríku og samskipti víkinga við frumbyggja þar,“ bætir Fitzhugh við. Hann skýrir frá því að sýningunni verði skipt í þrjá mismunandi hluta, þannig að sýningargesth’nir byrji á því að skoða fyrsta hlutann en endi á þriðja hlutanum. í fyrsta hlutanum verður sagt frá heimalöndum víking- anna, fjölskyldum þeirra, trú og frá- sögnum af þeim í íslenskum fornsög- um. I öðrum hlutanum verður sagt frá ferðum þeirra yfii’ Norður-Atlantshaf- ið, til íslands og landnáminu þar og á Grænlandi. Og í þriðja hlutanum verð- ur fjallað um sjóferðir Leifs Eiríks- sonar og fund „Vínlands hins góða“. Þar verður einnig sagt frá tilraunum til landnáms í Norður-Ameríku og samskiptum norrænna manna við frumbyggja. Og loks frá endalokum byggðai’ norrænna manna á Græn- landi. Þá verður lögð áhersla á að tengja við söguþráð sýningarinnar vit- neskju um áhrif búsetu manna á nátt- úru og gróðurfar á norðlægum slóðum sem og áhrif náttúrunnar á lífsskilyrði manna á fyrri tímum. Stuðst við persónur úr íslenskum fornsögum Fitzhugh leggur áherslu á að sýn- ingin verði gerð aðgengileg og skemmtileg og segir að til þess verði til dæmis stuðst við frásagnir af per- sónum í íslensku fomsögunum. Þá verði til að mynda á sýningunni eftir- líking af víkingaskipi, ýmsir dýrgripir frá víkingatímanum, vopn og verjur, rúnastaftr og smíðisgripir sem fundist hafa við fornleifauppgröft. Fæstir þessara muna hafi áður verið til sýnis í Norður-Ameríku. Fitzhugh bendir ennfremur á að í tengslum við sýninguna verði haldin málþing um víkingana og málefni þeim tengd. Auk þess verði gefin út ít- arleg sýningarbók og jafnvel þýðingai’ á ensku á þeim ritum sem til eru um þetta efni. Þá verði komið á gagnvirkri heimasíðu um verkefnið á Netinu, svo fátt eitt sé nefnt. Eins og fyrr segir hefst sýningin í Washington D.C, en síðan verður farið með hana um nokkrar borgir í Norð- ur-Ameríku, þar á meðal til New York, Chicago og Ottawa. Auk þess er í undirbúningi minni gerð af sýning- unni, þar sem færri upprunalegir sýn- ingargripir verða, en aðallega byggt á myndum og frásögnum. Sú sýning er hugsuð þannig að hún henti minni sýningarstöðum í Norður-Ameríku. Fitzhugh segir að þessi útgáfa sýning- arinnar eigi hugsanlega eftir að koma til einhverra Norðurlandanna og jafn- vel hingað til lands. Ekki bara blóð- þyrstir víkingar Að sögn Fitzhugh er víkinga-sýn- ingin verkefni upp á fjórar milljónir dollara, en stór hluti hennar verður kostaður af Norrænu ráðherranefnd- inni og Smithsonian-stofnuninni sjálfri. Þá segir Fitzhugh að ýmis einkafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að fjármagna hluta sýningarinnar og býst hann við því að hægt verði að ganga endanlega frá fjármögnum verkefnisins innan þriggja mánaða. Norræna ráðhen-anefndin, hefur að sögn Fitzhugh, mikla trú á þessu verkefni og sér það sem tækifæri til að fræða Norður-Ameríkumenn um tengsl norrænnar menningar við sögu Norður-Ameríku. Fitzhugh leggur að sama skapi áherslu á menntunargildi sýningar- innar og segir að með henni verði hægt að fræða milljónir manna víða um Norður-Ameríku um menningar- arfleifð Norðurlandabúa. Þar með verði hægt að auka skilning Norður- Ameríkuinanna á sögu síns eigin lands. Fitzhugh ítrekar að lokum áhuga íbúa í Norður-Ameríku á vík- ingum en segir um leið að það sé mik- ilvægt að brjóta upp þá stöðnuðu ímynd að víkingar hafi ávallt verið blóðþyrstir stríðsmenn, sem farið hafi ránshendi um Evrópu og stundað þai- sjórán og strandhögg. Þeii’ hafi einnig verið annað og miklu meira en það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.