Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
190. TBL. 86. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Jeltsín biður þjóð sína um stuðning við ríkisstjórnarskipti
Hvergi hvikað frá
efnahagsumbótum
Moskvu. Reuters.
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti
bað í gær þjóð sína um stuðning eft-
ir að hafa rekið forsætisráðherrann
Sergej Kíríjenkó og skipað Viktor
Tsjemomyrdín aftur í embættið.
Háttsettur embættismaður í
Kreml sagði að efnahagsumbætur,
sem vestrænir lánardrottnar hafa
náið eftirlit með myndu halda áfram
eins og ekkert hefði í skorizt, en lík-
legt væri að „talsverðar breytingar"
yrðu á því hvernig þeim væri hrint í
framkvæmd.
Jeltsín skipaði Kíríjenkó og ríkis-
stjórn hans að taka pokann sinn á
sunnudaginn, eftir fjóra mánuði við
stjórnvölinn. í gær bað hann þingið
að staðfesta Tsjernómyrdín sem
forsætisráðherra í því skyni að
reyna að endurvekja stöðugleika á
fjármálamörkuðum Rússlands eftir
miklar sveiflur og hremmingar á
undanförnum mánuðum.
„Meginmarkmiðið er að leyfa
engin skref afturábak, að viðhalda
stöðugleika. Núna þurfum við á
þekktum þungavigtarmönnum að
halda. Ég álít reynslu og vægi
Tsjernómyrdíns skipta sköpum,"
sagði Jeltsín í sjónvarpsávarpi í
gærmorgun. „Ég bið þingmenn,
héraðsleiðtoga og alla borgara
Rússlands að sýna mér skilning og
að styðja ákvörðun mína. Aðstæður
dagsins í dag eru ekki tíminn fyrir
langar umræður,“ sagði hann.
Samsijórn með
stjórnarandstöðu?
Tsjernomyrdín hóf viðræður um
myndun nýrrar ríkisstjórnar og
virtist opinn fyrir því að koma til
móts við kröfur stjómarandstöð-
unnar um að sem flest stjórnmálaöfl
fengju aðild að stjóminni. Þrátt fyr-
ir áeggjan Tsjemómyrdíns til ráð-
herra Kíríjenkó-stjórnarinnar um
að þeir sætu áfram fyrst um sinn
tilkynnti Borís Nemtsov, einn helzti
frammámaður frjálslyndra, að hann
hefði sagt af sér ráðherraembætti.
Lét hann svo um mælt að eins og
ástandið væri í Rússlandi núna væri
of erfltt að hrinda nokkram umbót-
um í framkvæmd.
Annar nafntogaður umbótasinni,
Anatolíj Tsjúbajs, spáði því að á
næstu vikum gæti Rússland þurft
að ganga í gegn um meiri hættur á
efnahagssviðinu en það hefði þurft
að reyna hingað til.
„Örlög landsins ráðast af því
hvort hinni nýju ríkisstjórn takist
að yfirstíga þessar hættur,“ sagði
Tsjúbajs, sem stýrir alþjóðlegum
skuldasamningum Rússa.
Umheimurinn tók þessum nýj-
ustu tíðindum af stjómmálasviðinu í
Rússlandi með tiltölulegu jafnaðar-
Litlar líkur sagðar á vopnahléi í Kongó
Angóla sendir
Kabila liðsauka
Reuters
AFGANSKIR karlar, stuðningsmenn talebana, flykktust út á götur Kabúl-borgar í gær til þess að mótmæla
flugskeytaárás Bandaríkjanna á meintar bækistöðvar hryðjuverkamanna í Khost í Afganistan.
Samtök Arabaríkja álykta um árásir Bandaríkjamanna
SÞ rannsaki vettvang
Goma, Kinshasa. Reuters.
UPPREISNARMENN er berjast
gegn áframhaldandi forráðum
Laurents Kabilas, forseta Lýðveldis-
ins Kongós (áður Zaire), sögðu í gær
að litlar líkur væru á vopnahléi „svo
lengi sem Angóla og Zimbabve halda
áfram að styrkja heri sína í landinu,"
að því er Bizima Karaha, leiðtogi upp-
reisnarmanna, tjáði Reuters í gær.
Ríkisstjórn Angóla staðfesti í op-
inberri tilkynningu í gær að hún
hefði sent Kabila liðsauka í barátt-
unni við uppreisnarmenn. Aður
Einrækta
hundinn
Lundúnum. Reuters.
AUÐKÝFINGUR frá Texas hefur
samið við líffræðirannsóknastofu,
sem sérhæfir sig í einræktun
(klónun), um að hundurinn hans
verði einræktaður gegn fimm
milljóna dollara greiðslu, um 360
millj. kr. Frá þessu var greint í
fréttaþættinum Newsnight á BBC
í gær.
Rannsóknastofan, sem er við
A&M-háskóIann í Texas, hefur
þegar fengið nokkrar frumur úr
hundinum, sem heitir Moliy og er
kynblendingur úr collie og scháf-
er-hundi. Hafa vísindamennirnir
tvö ár til að búa til tvífara hunds-
ins. Haft var eftir forstöðumanni
rannsóknastofunnar, Mark West-
husin, að búast mætti við því að
fleiri auðmenn, sem þætti vænt
um gæludýrin sín, myndu vilja
fara að dæmi hins hundelska
Texasbúa.
höfðu íbúar í angólsku hólmlendunni
Cabinda greint frá því að lest skrið-
dreka, brynvagna og þéttsetinna
herflutningabíla hefði farið yflr
landamærin til Kongó í gær.
Angólska liðsaukanum var ætlað
að koma aftan að hersveitum upp-
reisnarmanna. Um svipað leyti hófst
stórskotaliðsorrusta skammt sunnan
við höfuðborgina Kinshasa. Sagði
fréttaritari Reuters bardagann geisa
um 30 km suður af borginni, en ekki
var ljóst hvort uppreisnarmenn
hefðu hafið árás eða um hefði verið
að ræða gagnárás kongóskra og
zimbabvískra hersveita er verja höf-
uðborgina fyrir sókn uppreisnar-
mannanna.
Óttast að átökin breiðist út
Kabila hefur sakað Rúanda og Úg-
anda um að veita uppreisnarmönn-
um, sem era af ættbálki tútsa, lið í
baráttu þeirra við Kongóstjórn. Rík-
in tvö neita því að herir þeirra séu
innan landamæra Lýðveldisins
Kongós, en segja jafnframt að af ör-
yggisástæðum kunni þau að láta til
sín taka ef Zimbabve og Angóla
hætti ekki að veita stjórn Kabilas lið.
Uppreisnin hófst í austurhluta
landsins 2. ágúst sl. en breiddist
fljótt út til vesturhlutans. A sunnu-
daginn kváðust uppreisnarmenn
hafa tekið þriðju stærstu borg lands-
ins, Kisangani, en svo virtist sem
stjórnarhernum hefði tekist að
stöðva sókn uppreisnarmanna til
Kinshasa.
Styrjöldin í Kongó hefur leitt til
spennu milli annarra Afríkuríkja og
hefur Nelson Mandela, forseta Suð-
ur-Afríku, og Robert Mugabe, for-
seta Zimbabve, lent saman vegna
þess.
Kaíró, Quctta og Islamabad. Reuters.
SAMTÖK Arabaríkjanna hvöttu ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í
gær til að senda fulltrúa sína þegar
til Súdan til að leita vísbendinga í
rústum AI Shifa-verksmiðjunnar,
sem Bandaríkjamenn skutu
stýriflaugum á í síðustu viku, og
sannreyna þannig staðhæfingar
súdanskra stjórnvalda um að alls
ekki hefði verið um framleiðslu á
hráefni í efnavopn að ræða í verk-
smiðjunni. Bandaríkjastjórn sagðist
í gær mundu íhuga samstarf við
formlega rannsóknarnefnd á vegum
SÞ á árásinni á verksmiðjuna.
Súdansstjórn kallaði sendiherra
sinn í Lundúnum heim í gær vegna
Reuters
BORIS Jeltsín bað Rússa f sjón-
varpsávarpi að sýna ákvörðun-
um sfnum skilning.
geði í gær. Stjórnmálaleiðtogar í
Bandaríkjunum, Þýzkalandi og öðr-
um helztu iðnríkjum heims lögðu
áherzlu á nauðsyn áframhaldandi
umbóta í Rússlandi til að ná stjórn á
efnahagsöngþveitinu sem ríkir 1
landinu, en flestir virtust líta svo á
að Tsjemómyrdín stæði fyrir stöð-
ugleika, mitt í öngþveitinu.
Skipun Tsjemómyrdíns gerði þó
lítið til að bæta stöðu rúblunnar.
Gengi hennar féll enn frekar í gær.
■ Skipan Tsjernómyrdíns/20
stuðnings stjórnvalda í Bretlandi við
aðgerðir Bandaríkjamanna, auk
þess að fara fram á það við Breta að
þeir kölluðu sendiherra sinn heim
frá Kartúm.
I yfírlýsingu Samtaka Arabaríkja,
sem komu saman til neyðarfundar í
gær að ósk Súdana, sagði að þau
teldu árásir Bandaríkjamanna á
landsvæði Súdans árás á fullveldi
ríkisins. Var lýst yfir fullum stuðn-
ingi við súdönsk stjórnvöld.
Mustafa Osman Ismail, utanríkis-
ráðhema Súdans, sagði jafnframt er
hann yfirgaf Bagdad, höfuðborg
fraks, eftir fjögurra daga heimsókn,
að súdönsk stjórnvöld gætu vel sætt
Lockerbie-tilræðið
Réttað skuli
yfir sakborn-
ingum í Haag
New York. Reuters.
BREZK og bandarísk stjórnvöld
hafa náð samkomulagi um að leyfa
að réttarhöld fari fram í Haag í
Hollandi en að skozkum lögum yfir
tveimur Líbýumönnum, sem grunað-
ir era um aðild að sprengitilræðinu
sem grandaði bandarískri Boeing
747-farþegaþotu yfir skozka bænum
Lockerbie fyrir tæpum áratug. Kofi
Annan, framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna, var í gær falið að
fylgja málinu eftir og hann beðinn
um að færa Líbýustjóm bréf og
fylgiskjöl, sem kveða m.a. á um
hvernig framsal hinna granuðu beint
til Hollands gæti átt sér stað.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, skoraði á Lí-
býumenn að sættast á þessa lausn,
en þarlend stjórnvöld hafa neitað að
framselja sakborningana nema að
því tilskildu að réttarhöldin færu
fram á hlutlausu svæði.
Samtals 270 manns létust - 259
um borð og 11 á jörðu niðri - þegar
sprengja sprakk í flugvél Pan Am-
flugfélagsins á leið frá Lundúnum til
New York haustið 1988.
sig við að Jimmy Caríer, fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna, færi fyr-
ir bandarískri rannsóknarnefnd.
Stýriflaug finnst í Pakistan
Stjórnvöld í Pakistan greindu frá
því í gær að ein af bandarísku
stýriflaugunum sem skotið var að
Khost í Afganistan á fimmtudag
hefði fundist í heilu lagi í afskekkt-
um hluta Balúkistan-héraðs í suð-
vestur-Pakistan og hyggjast
Pakistanar leggja fram formleg
mótmæli hjá SÞ vegna lofthelgis-
brots.
■ Talebanar segja/22