Morgunblaðið - 25.08.1998, Side 10
10 ÞRIÐ JUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Launavísitala opinberra starfsmanna hefur
hækkað meira en á almennum markaði
Fjögurra prósentu-
stiga munur á
fimmtán mánuðum
Vísitölur neysluverðs og launa
Kaupmáttur launa hefur vaxið hröðum
skrefum síðustu misserin og ekki er útlit
fyrir annað en að framhald verði á þeirri
þróun næstu mánuðina. I samantekt
Hjálmars Jónssonar kemur þó fram að
blikur kunni að vera á lofti.
LAUNAVÍSITALA hefur hækkað
um 14% undanfarið tæpt hálft ann-
að ár eða frá því hafist var handa
um gerð heildarkjarasamninga á
vinnumarkaði í fyrravor. Á sama
tímabili hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 2,4% og þegar litið er
auk þess til skattalækkana ríkis-
stjómarinnar um síðustu áramót
um 1,9 prósentustig lætur nærri að
kaupmáttur launa hafi aukist al-
mennt um 12-13% á þessu tímabili
samkvæmt þessum mælingum.
Launahækkanimar era nokkuð
mismunandi eftir einstaka stéttum,
eins og gengur og nokkru munar á
launaþróun á almennum markaði
annars vegar og hjá opinberum að-
ilum hins vegar. Þannig mælir
launavísitala Hagstofunnar 12%
hækkun frá fyrsta ársfjórðungi
1997 til annars ársfjórðungs í ár á
almennum markaði, en 16% hækk-
un hjá opinberam starfsmönnum
og bankamönnum á sama tímabili.
Munurinn er 4 prósentustig og era
þó ekki komin inn áhrif vegna
samninga við hjúkranarfræðinga
um mitt þetta ár í kjölfar uppsagna
þeirra eða áhrif vegna ákvarðana
kjaranefndar að undanfómu, svo
dæmi séu tekin.
2,4% hækkun vísitölu
neysluverðs
Þessi launaþróun og kaupmáttar-
aukning era verulega umfram það
sem reiknað var með við gerð kjara-
samninganna í fyrravor, en þá töldu
margir að farið væri fram á ystu nöf
í launahækkunum og lengra en
samræmdist stöðugleika í efnahags-
lífinu til lengri tíma. Launakostnað-
arauki vegna kjarasamninganna var
talinn nema um 6-7% að meðaltali á
síðasta ári og til viðbótar hækkuðu
laun um 4% um síðustu áramót.
Verðlagsáhrif kjarasamninganna
hafa hins vegar orðið miklu minni
en reiknað var með við gerð þeirra
og enn sem komið er hefur vísitala
neysluverðs einungis hækkað um
2,4% frá gerð kjarasamninga og
nánast staðið í stað allt þetta ár. Þar
veldur mestu verðhjöðnun síðustu
tveggja mánaða, en hún hefur kom-
ið mjög á óvart og er ekki í takti við
þær spár sem gerðar höfðu verið
um þróun verðlags á þessu ári.
Rekstrarafkoman lakari
í ár en í fyrra
Ýmsar og misvísandi skýringar
era nefndar í þessum efnum, auk
þess sem menn era ekki sammála
um þá þróun sem vænta megi,
einkum þegar lengra er litið fram í
tímann. Sumir segja að möguleikar
efnahagslífsins á framleiðniaukn-
ingu hafi verið stórlega vanmetnir
og þróunin síðustu mánuðina sýni
það, auk þess sem milliuppgjör fyr-
irtækja sem birst hafa að undan-
fórnu sýni yfirleitt vel viðunandi
afkomu fyrirtækja og að launa-
hækkanirnar hafi ekki verið teknar
af hagnaði þeirra. Efnahagslífið
hafi verið í stakk búið til að mæta
þessum kostnaðarhækkunum án
þess að velta þeim út í verðlagið.
Margvíslegar breytingar á efna-
hagsumgerðinni síðasta áratuginn,
eins og hvað varðar opnun fjár-
magnsmarkaða, aðildina að Evr-
ópska efnahagssvæðinu og fieira
séu að skila sér í auknum mæli inn
í íslenskt efnahagslíf. Þessar breyt-
ingar hafi skilað sér í virki-i sam-
keppni á markaði hér innanlands
sem haldi aftur af hækkunum.
Launavísitala
helstu launþegahópa
Arsfjórðungsleg,
1. ársfjórðungur 1990 = 100
■ l Þarallaun áalm. markadi l
II-----1----1-----1----------1-----1
I II
11998
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands Islands, sagði að í þessu
samhengi yrðu menn að hafa hug-
fast að á þessum umrædda tíma
féllu til tvær háar launahækkanir á
tólf mánaða tímabili. Almennt talað
þætti ekki gott að hækka laun mik-
ið meira en 3-4% á hverju ári og
samningsaðilar hefðu verið sam-
mála um að það væri samrýman-
legt vextinum í efnahagslífinu.
Aðspurður hvort þróunin undan-
farið sýndi ekki að samningsaðilar
hefðu vanmetið möguleika efna-
hagslífsins til framleiðniaukningar,
sagði Hannes, að það sem væri að
koma virkilega á óvart væri verð-
lagsþróunin á sama tíma og kostn-
aður væri að aukast jafnmikið og
raun bæri vitni. Verðlagsþróunin
hlyti að þýða þegar þessi bylgja
hnigi, sem hefði borið okkur uppi
að undanförnu, yrði samkeppnis-
staða fyrirtækjanna erfiðari en ella
og hagnaðurinn minni, því óneitan-
lega væri hlutur launanna í verð-
mætasköpuninni að aukast.
Hannes sagði aðspurður að stór
hluti þess hagnaðar sem milliupp-
gjör fyrirtækja hefðu sýnt að und-
anfórnu væri til kominn vegna fjár-
magnsliða. Mörg hver nytu fýrir-
tækin góðs af hækkandi gengi
krónunnar og arðs af hlutabréfa-
eign, en sjálf rekstrarafkoman
hlyti að vera lakari í ár en í fytTa.
Doktorspróf í hagfræði
•MAGNÚS Harðarson hag-
fræðingúr lauk hinn 25. maí sl.
doktorsprófi í hagfræði frá Yale
háskólanum í
Bandaríkjun-
um. I ritgerð
Magnúsar er
leitað skýr-
inga á því
hvers vegna
árstíðasveiflur
framleiðslu í
iðnaði era eins
stórar og raun
ber vitni. Þær virðast stangast á
við hina hefðbundnu forsendu
hagfræðinnar að framleiðslu-
kostnaður sé stighækkandi.
Þessari forsendu er einnig oft
hafnað í tölfræðilegum prófum. I
ritgerðinni er sú tilgáta sett
fram að ástæða þessa sé sí-
breytileg samsetning framleiðsl-
unnar. Tilgátunni er lýst í ein-
fóldu fræðilegu líkani. Hún er
studd með vísan í rannsókn sem
höfundur gerði á ýmsum fyrir-
tækjum í iðnaði. Áð auki er sýnt
fram á að þegar breytingar
verða á samsetningu framleiðsl-
unnar þá sé hætt við að tölfræði-
legt mat sem styðst við heildar-
framleiðslutölur gefi til kynna að
framleiðslukostnaður sé stig-
lækkandi jafnvel þegar hann er í
raun stighækkandi.
Leiðbeinendur Magnúsar vora
William C. Brainard og Truman
Bewley, prófessorar í hagfræði
við Yale háskólann.
Magnús er fæddur hinn 14.
febrúar 1966. Hann lauk stúd-
ensprófi frá Verzlunarskóla
íslands vorið 1985. Haustið 1986
hóf hann nám í hagfræði við
Macalester College í Banda-
ríkjunum og lauk þaðan B.A.
prófi vorið 1988. Veturinn 1988-
1989 stundaði hann frekara nám
við sama skóla, en haustið 1989
hóf hann framhaldsnám við
Yale háskólann. Árin 1991-1993
annaðist hann aðstoðarkennslu
við skólann. Magnús er sonur
Steinunnar H. Yngvadóttur
húsmóður og Harðar Einars-
sonar hrl.
Magnús rekur fyrirtækið
Ekonimika ehf. - hagfræðiráð-
gjöf ásamt Páli Harðarsyni.
„En það er nánast einstakt, að það
sé í einhverju þjóðfélagi hægt að
hækka laun og launakostnað um á
annan tug prósenta og fá nánast
verðhjöðnun á sama tíma, „ sagði
Hannes.
Hann sagði að því kæmi það
honum ekki á óvart þó einhverjar
hækkanir ættu eftir að koma fram
þó síðar yrði. Hins vegar valdi auk-
in samkeppni og opnun markaða
hér að verðmyndunin lúti öðram
lögmálum en áður. Kostnaðarverð-
bólga stjórni ekki lengur verðlags-
þróuninni heldur verði verðmynd-
unin meira á grandvelli markaðs-
aðstæðna hverju sinni.
Aðspurður um hvernig útlitið
framundan sé segir Hannes, að
fjárlög næsta árs verði kosninga-
fjárlög, þ.e. fjármálastefna ríkisins
verði aðhaldslítil á næsta ári. Til
viðbótar sé skattastefnan til þess
fallin að örva eftirspurnina. „Við
eram með mikla kaupmáttaraukn-
ingu og við eram með meiri umsvif
í þjóðarbúskapnum en samrýmist
stöðugleika til lengri tíma. Við er-
um með geysilegan viðskiptahalla
og mjög hátt vaxtastig. Þetta er
ekki heppileg blanda. Við hefðum
þurft að auka aðhaldið í ríkisfjár-
málum frá því sem nú er, annað-
hvort að hækka skatta eða draga
útgjöld saman, en það sem er ger-
ast er að skattar eru að lækka og
útgjöldin að vaxa. Það hlýtur að
leiða til áframhaldandi og kannski
vaxandi spennu á vinnumarkaði
með þeim afleiðingum að launa-
hækkanir verði meiri en samrým-
ist stöðugleika til langs tíma og
verðbólguhættan getur farið vax-
andi. Þó mælingarnar sýni að
menn geti hallað sér aftur í stóln-
um núna veldur þetta spennu sem
hlýtur að brjótast út í einhverri
verðbólguskriðu, þó síðar verði,“
sagði Hannes.
Hann sagði að vegna þessa hefði
VSÍ hvatt til þess að sölu ríkis-
bankanna yrði flýtt til að auka
þjóðhagslegan spamað og almenn-
ingi yrði gefinn kostur á að eignast
hlut í þeim með hagstæðum kjör-
um og með afborgunarskilmálum
og slá þannig á eftirspurnarþensl-
una.
Álagning hlýtur að
hafa lækkað
Friðrik Már Baldursson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði að
ekki væri einfalt að skýra verðstöð-
guleika undanfarinna mánuða í
Ijósi þeirra kostnaðartilefna sem
atvinnulífið hefði tekið á sig í
kjarasamningum. Fram til síðasta
vors hefði hækkað gengi krónunn-
ar stuðlað að því að halda verðlags-
hækkunum í skefjum. Innflutn-
ingsverðlag hefði verið að þróast
með hagstæðum hætti auk þess
sem álagning sérstaklega á inn-
fluttan varning hlyti að hafa lækk-
að. Það gilti einnig um innlendar
vörar síðustu mánuðina, en fram til
síðasta vors hefði skipting Hag-
stofunnar á milli innflutnings og
innlends verðlags sýnt töluvert
meiri breytingu á þeim hluta vísi-
tölunnar heldur en á innfluttu vör-
unum eða tólf mánaða hækkun á
bilinu 4-5%. Samkeppni frá inn-
flutningum sæi síðan til þess að
innlendi varningurinn lækkaði, auk
þess sem framleiðniaukning hér á
landi væri töluvert mikil og meiri
en í samkeppnislöndunum.
Friðrik sagði að sú harða sam-
keppni sem hér ríkti á markaði
væri örugglega komin til að vera.
Þá væri alveg ljóst að gengisstefn-
an setti því ákveðin takmörk hvað
gengi krónunnar gæti hækkað.
Vonandi yrði síðan framhald á
framleiðniaukningunni hér á landi,
en það væri mjög erfitt að treysta
á það. Framleiðni vinnuaflsins
hefði aukist um 2,5-3,5% á ári hér á
landi í samanburði við 1,5-2,0% í
flestum nágrannalöndunum.
Friðrik benti á að hluta skýring-
arinnar á þessari þróun mætti leita
í þeim breytingum sem gerðar
hefðu verið á efnahagsumgjörðinni
á liðnum áram og þeim framfara-
sporam sem þá hefðu verið stigin.
Eflaust værum við að uppskera nú
í ríkari mæli ákvarðanir sem þá
hefðu verið teknar hvað snerti opn-
un hagskerfisins, aðildina að Evr-
ópska efnahagssvæðinu og fleira,
en allt stuðlaði þetta að auknu að-
haldi í efnahagslífinu og virkari
samkeppni.
Bifhjólaslys í Hafnarfirði
ÖKUMAÐUR bifhjóls lærbrotn-
aði eftir árekstur við fólksbifreið
á gatnamótum Fjarðarhrauns og
Hólshrauns í Hafnarfirði í gær.
Ökumaður bifreiðarinnar hugðist
taka vinstribeygju þvert á akst-
urstefnu bifhjólsins, en tók ekki
eftir hjólinu fyrr en það skall á
bifreiðinni með fyrrgreindum af-
leiðingum.