Morgunblaðið - 25.08.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 25.08.1998, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 H MORGUNBLAÐIÐ > Eldur í gömlu húsi á Isafírði Reykskynjari vakti hjón með tvö börn SÍÐLA aðfaranætur sunnudagsins kom upp eldur í húsinu Aðalstræti 32 á ísafirði, sem er meira en ald- argamalt timburhús með nýlegri álklæðningu. í húsinu eru fjórar íbúðir og voru tvær þeirra mann- lausar. Eldurinn kom upp í mann- lausri íbúð á neðri hæð en reyk- skynjari í íbúðinni þar fyrir ofan vakti fjölskylduna sem þar bjó. íbúi í annarri íbúð á neðri hæð varð einskis var og trúði ekki að eldur væri í húsinu og þurfti lög- reglan að fara með hann út ásamt hundi hans. Harðræði í fangelsi í Króatíu Á efri hæðinni bjuggu Jovan Popovic, 33 ára, og Zeljka kona hans, 28 ára, ásamt tveimur dætr- um, sex og þriggja ára. Er þau vöknuðu var mikill reykur í íbúð- inni og stigagangurinn fullur af reyk, þannig að ekki mátti tæpara standa að þau kæmust út á nær- klæðunum með börnin. Popovic-fjölskyldan kom til ísa- fjarðar í fyrri flóttamannahópnum frá Júgóslavíu árið 1996 og varð fyrst þeirra fjölskyldna til þess að festa kaup á eigin húsnæði. Jovan Popovic sætti á sínum tíma miklu harðræði í fangelsi í Króatíu og hefur ekki náð sér enn, en hann vinnur nú í Skipasmíðastöðinni á ísafirði. Eldurinn mun hafa komið upp í kæliskáp eða lögnum á bak við hann. Það bjargaði miklu, að allir gluggar voru lokaðir þannig að eldurinn fékk litla næringu og veð- ur var mjög stillt. Ibúðin þar sem eldurinn kom upp er ónýt og íbúð Popovic-fjölskyldunnar mikið skemmd. LANDIÐ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson. JOVAN og Zeljka Popovica ásamt dætrunum Milanka og Jovana, sem eru þriggja og sex ára. Á innfelldu myndinni eru hjónin í eldhúsi íbúðar sinnar, en talsverðar reykskemmdir urðu þar. Tveimur árum áður en fjölskyldan kom til Islands bjargaðist hún úr eldsvoða og missti heimili sitt, þegar hús þeirra varð fyrir sprengjuárás. i I ' í c ( I i i Sjóstangamenn komu með hnúfu- bak að landi fundu hnúfubakinn þar sem þeir voru að leika sér á sjóstanga- veiðum. Hvalurinn var greini- lega nýlega dauður því hann var alveg óskemmdur og engin lykt komin af honum. Dýrið sem var karlkyns og um 8 metra langt er greinilega ungt því full- orðin dýr verða allt að 17-19 metra löng. Birgir Stefánsson og Drop- laug Olafsdóttir, starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar, komu síðan og létu draga hnúfubak- inn upp í fjöru þar sem þau tóku sýni úr honum og mældu hann í bak og fyrir. Voru þau ánægð með sýnin sem þau náðu vegna þess hve nýdauður hnúfubakur- inn var. Ekki vildu þau segja neitt um dánarorsök en sögðu þó að það fyrsta sem þeim dytti alltaf í hug væri að siglt hefði verið á það. Þau telja að dýrið hafl ekki verið eldra en ársgam- alt þegar það dó og jafnvel að það hafí enn verið á spena hjá móður sinni. Töldu þau þennan livalreka mjög merkilegan þar sem þetta er einungis í annað sinn sem Hafrannsókn fær svo marktæk sýni úr hnúfubak við fsland. Fnykurinn fældi forvitna frá Margir Iögðu leið sína á bryggjuna og í fjöruna til að skoða hnúfubakinn og fylgjast með þegar þau Birgir og Drop- laug voru að taka sýnin, meðal annars úr maga dýrsins. Flestir færðu sig þó frá eftir að kviður- inn var opnaður því þá gaus upp mikill fnykur af gasi sem hafði safnast í kviðarholið. Sumir þeir eldri töldu þó að þetta væri ekki verra en að keyra Hvalfjörðinn í gamla daga þegar hvalstöðin var upp á sitt besta. Að sögn kunnugra hefði vel mátt hirða spik og kjöt af hnúfu- baknum en það var ekki gert þar sem enginn veit hvers vegna hann dó. Skagaströnd. Morgunbladid. HNÚFUBAKUR fannst á reki á Húnafíóa skammt fyrir norðan Skagaströnd að kvöldi 21. ágúst. Var hvalurinn dreginn til hafnar á Skagaströnd og þar var hann skoðaður af starfsfólki Hafrann- sóknarstofnunar. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar tóku sýni úr dýrinu og eru þau talin hin merkustu enda aðeins í ann- að sinn sem stofnunin fær sýni úr hnúfubak. Það voru þrír menn á trill- unni Benni Olafs HUIO sem Skráning í síma 511-1600 ii WIGUUSTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B. ■ 105 Reykjavtk Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með ert þú komin(n) ( samband við fjölda leigjenda. Skráðu íbúðina núna áður en hún losnar og komdu I veg fyrir að hún standi auð og arðlaus. í ú I f Í i M € i ( i i í I I í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.