Morgunblaðið - 25.08.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 25.08.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 41 MINNINGAR STEFAN DARRI FJELDSTED + Stefán Darri Fjeldsted fædd- ist 27. apríl 1998. Hann lést vöggu- dauða á heimili sínu þann 17. ágúst síð- astliöinn. Móðir hans er Ingibjörg Alma Fj. Júlíusdóttir, f. 13.10 1978, dóttir Júiíusar Ólafssonar, f. 21.9 1957 og Sæ- mundu Fjeldsted Númadóttur, f. 16.3 1961. Bróðir Stefáns er Júlíus Örn fjeld- sted, f. 2.2 1995. Útför Stefáns Darra fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. tíðinni". Það er ég viss um. Þú hefur lokið þín- um tOgangi í lífínu og frænka veit að englarnir passa þig. Eg veit að þú hugs- ar fallega og brosir til okkar og hjálpar okk- ur með öllum fallegu minningunum um þig. Elsku litla ljósið mitt, ég veit að þú ert hamingjusamur og ert kominn á fallegan stað. Það veitir mér huggun. Þessi litli sálmur er handa þér, Elsku litli molinn hennar langömmu sinnar. Litli sólargeisl- inn sem gafst mér svo mikið með þínu yndislega brosi og fallegu aug- unum. Það er svo yndislegt að eiga þessar fallegu minningar og stund- irnar sem við áttum saman. Eg mun geyma þær og varðveita í hjarta mínu um ókomna tíð. Það var dásamlegt að fá að vera með þér og passa þig og halda þér í faðmi mínum. Elsku molinn minn, ég veit að guð geymir þig og passar hjá sér. Jesú bróðir besti, bamavinur mesti. Æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Eg elska þig allt til enda verald- ar. Þín langamma. Til þín moli minn. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: aó falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem heíúr vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst, og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og litil böm, sem aldi-ei verða menn. Þakka þér litli vinur minn fyrir allar yndislegú stundirnar sem ég fékk að eiga með þér. Fallegar minningar um þig og fallega brosið þitt gefa mér meir en orð fá lýst. Guð geymi þig. Ég elska þig- Þín frænka, Sæma. Elsku fallegi moli minn, það er ósköp sárt að sjá á eftir litlum, yndislegum dreng sem gaf okkur öllum svo mikið með hlýja brosinu sínu, fallegu augunum og svo innilegri glaðværð. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar amma þín sagði mér að þú værir farinn frá okkur var hvað það þurfti alltaf lítið til að fá þig til að hlæja. Oft var nóg að senda þér eitt lítið bros og segja „góðan daginn moli minn“. Það er mér líka ofarlega í minni hvað þú varst duglegur og manna- legur í einu og öllu. Ekki vildirðu drekka úr pela. Það var mikið skemmtilegra að drekka úr glasi. Svo þegar maður ætlaði að leggja þig niður í ömmustólinn þinn þá tókstu það ekki í mál, heldur vild- irðu fá að sitja uppréttur. Og þá helst í fanginu á mömmu eða ömmu og geta lagt hendurnar á borðið. Það var alltaf svo hlýlegt að koma í heimsókn og heyra þig vera að hjala og spjalla á þinn skemmtilega hátt um heima og geima. Maður spyr hver tilgangurinn með þessari sorg sé og svarar á móti, „litli molinn okkar, þú hefur komið til okkar til að veita okkur yndislegar og hamingjuríkar stund- ir með þér og þú hefur farið frá okkur aftur til þess að styrkja okk- ur og kenna okkur eitthvað sem á eftir að láta gott af sér leiða í fram- Hvívarþessibeðurbúinn barnið kæra þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan „kom til mín“, kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Litli engillinn minn, frænka elsk- ar þig svo mikið. Minningarnar um þig geymi ég í fallegasta hluta hjarta míns. Guð geymi þig, þín Ólöf. Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að Uf og heilsu gafstu mér. Nú sest ég upp því sólin sldn, hún sendir Ijós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður. Elsku barn. Þú sem brostir svo blítt, varst svo heilbrigður, fallegur og yndis- legur ertu nú farinn. Ég man þegar þú komst í heim- inn, hvað hún mamma þín var stolt af litla drengnum sínum sem var svo duglegur og sterkur. Hún sýndi þig, litla dýrgripinn sinn, með aug- un full af ást. Þú vai'st svo mikil persóna alveg frá byi'jun, þú vildir strax verða stór, gera alla hluti um leið. Þú byrjaðir að borða aðeins tveggja vikna gamall og svo vildir þú ekki liggja heldur bara sitja með fullt af púðum í kringum þig og horfa á allt sem gerðist í umhverfinu. Við sem eftir lifum hugsum til þín með ást, söknuði, gleði og hjart- að fullt af fallegum minningum og vitum að þú ert á góðum stað sem ákveðið var frá byrjun að væri þitt heimili. Því kveð ég þig, litli dreng- ur, og veit að þú ert óhultur. Elsku Ingibjörg, Júlíus og fjöl- skylda, Guð gefí ykkur styrk á þessum erfiðu tímum, ég hugsa alltaf til ykkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ,virstmigaðþértaka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir. FRETTIR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SKEIÐSPRETTIRNIR eru hans ær og kýr enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Logi Laxdal enn og aftur á toppnum í skeiðinu með sigurlaunin á vekringnum Freymóði frá Efstadal. Stórmót sunnlenskra hestamanna Logi Laxdal skeið- meistari ársins LOGI Laxdal tryggði sér skeið- meistaratitlinn öðru sinni í lok fimm daga stórmóts sunnlenskra hesta- manna á Gaddstaðaflötum á sunnu- dag. Vann Logi í skeiðmeistara- keppni bæði í 150 og 250 metrum og sýndi svo ekki verður um villst að hann er fremstur skeiðreiðai-manna um þessar mundir enda heimsmeist- ari í greininni. Logi lagði sjö spretti á jafn mörgum hrossum og skiluðu öll hrossin heilum spretti án þess að stökkva upp sem sýnir vel snilli hans í að taka hross til kostanna. Mótið var eitt stærsta mót að um- fangi en dómar hófust á miðvikudag í síðustu viku. Keppt var í öllum grein- um innan hestamennskunnar og var mikið lið hesta og manna mætt til leiks. Þar á meðal voru knapar og hestai' í fremstu röð. Einnig voru á annað hundrað kynbótahross metin. Nánar verður sagt frá mótinu í hestaþætti á miðvikudag. VERÐANDI Brian Traey leiðbeinendur, ásamt Fannýju Jónmundsdóttur. Nýir leiðbeinendur Brian Tracy námskeiða á Islandi I SUMAR hefur staðið yfir þjálfun fimm nýrra leiðbeinenda Brian Tracy námskeiða á Islandi. Hingað til hefur Fanný Jónmundsdóttir, um- boðs- og yfirumsjónarmaður Brian Tracy námskeiða á Islandi, séð alfar- ið um þessi námskeið. Leiðbeinend- urnir munu starfa sjálfstætt með Innsýn sf. Brian Ti'acy International á Islandi. I lok ágúst bætast við fimm nýir leiðbeinendur sem ásamt Fannýju munu halda Phoenix námskeiðið: Leiðin til hámarksárangurs, út um allt land. Brian Tracy er höfundur Næstsíðasta kvöld- gangan í Viðey NU LÍÐUR að mánaðamótum, er skipulagðri dagskrá í Viðey lýkur. Sól er nokkuð farin að lækka á lofti og þvi þurfa tvær síðustu kvöldgöngur sumarsins að hefjast kl. 19.30. I kvöld verður gengið um Vest- ui'eyna. Farið verður með Viðeyj- ai-ferjunni úr Sundahöfn á áður nefndum tíma. Gengið verður frá kirkjunni, framhjá Klausturhól, um Klifið, Kattarnefið á Eiðinu og yfir á Vesturey. Þetta er ein skemmtilegasta gönguleiðin í Viðey, margt að sjá og mikil saga. Þai'na eru t.d. Áfangar, listaverk R. Serra, sem verður kynnt sér- staklega í þessari ferð. Einnig eru þarna steinar með áletrunum frá 1810-1842. Gangan tekur um tvo tíma. Fólk er minnt á að klæða sig eftir veðri, sérstaklega er áríðandi að vera vel skæddur. Gjald er ekki annað en ferju- tollurinn kr. 400 fyrir fullorðna og ki'. 200 fyrir börn. Ljósmyndasýningin í Viðeyjar- skóla verður lokuð virka daga þessarar viku, en síðustu sýning- ardagarnir verða um næstu helgi. Grillskálinn er opinn, einnig hjólaleigan og hestaleigan sem og veitingahúsið í Viðeyjar- stofu bókarinnar Hámarksárangur, sem út kom á íslensku ekki alls fyrir löngu. Brian Tracy er höfundur Phoenix námskeiðsins en námskeiðið er ár- angur margra ára rannsóknarstarfs á árangri og velgengni um allan heim. Þetta er námskeið í mann- rækt, sjálfstyrkingu og öllu sem við- kemur mannlegum samskiptum. Þátttakendur Phoenix námskeiða læra allt sem þarf' til að ná árangri og skara fram úr. Námskeiðin eru ætluð einstakling- um, fyrii'tækjum og stofnunum. Kynningarfundur verður haldin á Hótel Loftleiðum í byrjun septem- ber, þar sem námskeiðið verður kynnt svo og nýir Brian Ti-aey leið- beinendm-. Verðandi Brian Tracy leiðbein- endur eru: Helgi Sigurjónsson, Jóna Björn Sætran, Margrét Svavarsdótt- ir, Rósa Traustadóttir og Sonja Garðarsdóttir, auk Guðrúnar H. Valdimarsdóttur sem hefur verið starfandi með Fannýju. Kí ktu á mig stundum kem ég á óvart! Huliðsheim- ar Hafnar- fjarðar ERLA Stefánsdóttir sjáandi hefur verið með hugleiðsluferðir um hul- iðsheima Hafnai'fjarðar í samvinnu við Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum í sumar. Síðasta ferð sumarsins er í kvöld þriðjudagskvöldið 25. ágúst. Farið er undir leiðsögn Erlu á nokkra staði í lögsögu Hafnarfjarðar eftir því sem andinn blæs henni í brjóst. Þátttakendur fá í hendur kort af huliðsheimum Hafnarfjarðar sem ferðamálanefnd Hafnarfjarðar lét útbúa fyi’ir nokkrum ánim í sam- vinnu við Erlu. Farið verður með rútu kl. 19 frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði og tekur ferðin u.þ.b tvo tíma. Skráning er í Upplýsingamið- stöðinni. -------------- Æfingaflug Flakkferða FLAKKFERÐIR eru samstarfs- verkefni Samvinnuferðar-Landsýn- ar, Eurocard, Landsbanka Islands og Jafningafræðslunnar. Um er að ræða ferðir fyrir fólk á aldrinum 16- 25 ára sem er reiðubúið að skemmta sér án vímuefna á góðu verði. Félagsskapurinn er öllum opinn á þessu aldursbili ef fólk er reiðubúið að virða hugsjónina um vímulausar ferðir. Næst á dagskránni er óvenjulegt æfingaflug, i kvöld þriðjudagskvöld 25. ágúst og Geisla-klukk eða „Laser Tag“, (3 leikir 900 krónur), fóstudag- inn 28. ágúst á miðnætti. Nánari upplýsingar og skráning í Hinu Húsinu einnig www.aretic.is /flakk. £UMENIA\ femttyrjp - erm EUMENIA Euronova þvottavél • 3 kg af þvotti • vinduhraði 600 snún./mín. eða 800 snún./mín. • mál 67 x 46 x 45 cm Verð frá kr. 59.900 stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.