Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 50

Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ pssfgii FÓLK f FRÉTTUM I I MIKIL stemmning ríkti þau kvöld sem Tina söng á Álafoss föt bezt. Sænsk stjarna í Mosfellsbæ SÆNSKA söngkonan Tina Stenberg kom til íslands um daginn og söng þá þrjú kvöld í Mosfellsbæ^ á kaffi- og veit- ingahúsinu Alafoss föt bezt. Tina þessi á sér skemmti- lega sögu, en það var í sept ember á síðasta ári sem Stig Anderson, heilinn á bak við Abba, sá hana í svæðissjónvarpi. Hann fékk strax áhuga á að gera plötu með henni, og Tina, sem áður hafði ein- ungis samið eitt lag, er nú farin að semja og hljóðrita með helsta og besta tónlistarfólki Sví- þjóðar. Breiðskífan „Treat me Fair“ kom út í maí og hún hefur vakið mikla athygli. Lagið „Mess Me Up“ er mjög vinsælt og Tina er tíður gestur í spjallþáttum. Þessi 22 ára kona semur alla sína tónlist sjálf og segir heima- bæ sinn gefa sér mest- an innblástur. Bærinn Slagnás er nyrst í Sví- þjóð í villtri náttúrinni, nálægt norsku landa- mærunum. Tina þykir einnig mjög falleg og varð hún þriðja í keppninni um tit- ilinn Ungfrú Svíþjóð fyr- ir nokkrum árum. Eftir það hefur hún unnið þó nokkuð fyrir sér sem fyr- irsæta, og það ætti að reynast henni vel á leið- inni upp á stjörnuhimininn. Breiðskífan hennar Tinu kemur út á Islandi í haust, og það væri vonandi að hún kæmi aftur að syngja fyrir vini sína Mosfellingana og aðra áhugasama um þessa fallegu sænsku hæfileika- konu. ^tþa^-^nna^ TlNASt „otW-Myn^nSvav-sson Vnníhjörtu I | I j ( ( STEFÁN Marshall, Guðjón Ingi Viðarsson, Hjörvar Freyr Iljörvarsson og Sveinn Jóhannsson sátu heillaðir af söngkonunni fögru og tónlist hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.