Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Ráðist á pizzu- sendil PIZZUSENDILL frá Dóm- ínós-pizzum við Ananaust í Reykjavík varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í fyrr- inótt að í stað þess að taka við greiðslu fyrir heimsenda þjónustu eins og venja er til, var ráðist á hann með táragasi er hann kom með pizzuna. Sendlinum var veitt íyrirsát við húsið, sem er í Bygggörðum, og tókst árásar- aðilanum að ræna hann veski hans sem í voru um 10 þúsund krónur. Engin lýsing er á árásaraðila sem tókst að kom- ast undan eftir árásina. Lög- reglu var tilkynnt um atburð- inn kl. 1.44 og er málið til rannsóknar hjá rannsóknar- deild lögreglunnar í Reykja- vík. Arekstur • • í Onund- arfírði ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á sjúkrahúsið á Isaflrði í gær með eymsli í baki eftir árekstur tveggja bift-eiða við gatnamótin í Breiðadal í Ön- undarfirði. Þá var tíu ára gamall drengur fluttur fótbrotinn með sjúkrabifreið á slysadeild Borgarspítalans eftir að hafa dottið af hjóli sínu í undir- göngum hjá Garðaskóla við Vífilsstaðaveg skömmu eftir hádegi í gær. Malbikað í sólinni Talstöðvarnar eru plássfrekar ÞÓTT kólnað hafí í veðri undan- farið hefur sólin verið dugleg að láta sjá sig. Það fer þó ekki fram hjá neinum að haustið nálgast óðfluga og sumrinu er að ljúka. Sumarverkum borgarstarfs- manna lýkur einnig brátt, enda farið að kólna verulega. Menn- irnir á myndinni virtust þó ekki fínna fyrir haustkulda í hitanum sem lagði frá malbikinu er þeir voru að malbika við Elliðavatn nýlega. PÓST- og fjarskiptastofnunin hefur auglýst eftir eigendum talstöðva og annarra tækja, sem eru í vörslu stofnunarinnar. Var skorað á eig- endur að koma og sýna fram á eign- arrétt sinn á tækjunum og fá þau afhent. Gústaf Arnar, forstöðumað- ur Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að fáeinir tugir tækja séu í vörslu stofnunarinnar og vegna þess hversu mikið pláss þau taki, vill stofnunin losna við þau sem fyrst. Hann segir að eigendur flestra tækjanna hafí lagt þau inn hjá stofnuninni á sínum tíma til að losna við starfrækslugjald, sem er um 2.400 krónur á ári. Litlar líkur eru til að eigendur sæki tækin aftur þar sem flest þeirra eru orðin göm- ul og mörg ný komin í staðinn á markaðinn. Að þremur mánuðum liðnum áskilur stofnunin sér rétt til að ráðstafa tækjunum hafí þeirra ekki verið vitjað. Sjónvarpstæki lenti í ævintýrum á leið frá Danmörku Lagði af stað með Samskipum en kom heim með Eimskipi PÉTUR Jónsson tónlistarkennari endurheimti í síðustu viku sjón- varpið sitt sem týndist þegar hann flutti heim frá Danmörku fyrir tveimur árum. Það sem þyk- ir einkennilegt við þetta sjón- varpshvarf er að Pétur samdi við Samskip um að flytja búslóðina heim, en sjónvarpið kom heim með Eimskipi og hefur verið í vörugeymslu Eimskips í tvö ár, á meðan Pétur og starfsmenn Sam- skipa hafa leitað að tækinu dyr- um og dyngjum í vöruskemmum á íslandi og í Danmörku. Pétur kom heim haustið 1996 frá Danmörku að loknu námi. Hann samdi við starfsmenn Sam- skipa um að flytja búslóðina heim og buðust þeir til að senda bfl eftir búslóðinni og flytja hana niður á hafnarbakka. Þegar hann viljaði um búslóðina eftir að hann var kominn heim kom í ljós að sjónvarpið vantaði. Hann kvartaði að sjálfsögðu við Sam- skip og var gerð ítarleg leit að tækinu og m.a. kannað hvort það hefði verið flutt til Akureyrar, en þangað hélt skipið frá Reykjavík. Ekkert bólaði á sjónvarpinu. Pét- ur lét grennslast fyrir um sjón- varpið í Danmörku, en án árang- urs. Pétur var að sjálfsögðu ósáttur við þessa niðurstöðu. Samskip bentu hins vegar á að sjónvarpið hefði aldrei verið afhent fyrir- tækinu heldur sendibflafyrirtæk- inu sem tók að sér að flytja það niður á liöfn. Sendibflstjórinn kvaðst hins vegar hafa farið með sjónvarpið og alla búslóðina til Samskipa eins og um hefði verið rætt. Pétur sagðist því á endanum hafa sætt sig við að hafa tapað sjónvarpinu. Það hefði því komið sér verulega á óvart þegar hann fékk nýlega bréf frá Tollstjóran- um í Reykjavík þar sem hann er beðinn um að innleysa vöru og ef það sé ekki gert innan 10 daga verði henni eytt. Þegar að var gáð reyndist þarna vera komið sjónvai’pið sem búið var að leita svo mikið að. Pétri var gert að greiða um 20 þúsund krónur fyr- ir að fá sjónvarpið afhent. Pétur sagði að í ljós hefði kom- ið að sjónvarpið liefði verið flutt frá Danmörku með Eimskipi og væri búið að vera í vörugeymslu þess í Reykjavík síðan 4. septem- ber 1996. Hvers vegna Eimskip blandaðist inn í flutning á búslóð- inni kvaðst hann enga skýringu hafa á. Þess má geta að nokkrum mánuðum síðar strandaði skipið sem flutti sjónvarpið til landsins og stór hluti farmsins eyðilagð- ist. Skipið hét Víkartindur. Morgunblaðið/Ásdís PÉTUR var ánægður með að hafa endurheimt sjónvarpið sem var tvö ár á leiðinni heim á Hávallagötuna. Athugasemdir Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns um gagnagrunnsfrumvarpið íslenska ríkið kann að verða bótaskylt gagn- vart sérleyfíshafa ÍSLENSKA ríkið kann að verða bótaskylt gagnvart handhafa sér- leyfis til gerðar miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði, að því er fram kemur í minnisatriðum Ragn- ars Aðalsteinssonar hæstaréttarlög- manns vegna frumvarps til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem hann tók saman að beiðni Rann- sóknaráðs Islands. I minnisatriðunum segir að verði frumvarpið að lögum eins og það liggi fyrir nú sé líklegt að á það muni reyna fyrir dómstólum á næstu árum hvort slík lög bijóti gegn stjómar- skrá, EES-rétti eða öðrum réttar- reglum sem lögin víki ekki til hliðar. Reynist lögin ógild að hluta kynni ís- lenska ríkið að verða bótaskylt gagn- vart sérleyfishafanum. Engin ákvæði um útboð í minnisatriðunum eru gerðar at- hugasemdir við ýmis önnur atriði frumvarpsins. Meðal annars er á það bent að í frumvarpinu sé ekki að finna nein ákvæði um útboð, auglýs- ingar eða mat á umsækjendum um sérleyfi og megi því víst telja að fyr- irhugað sé að veita viðtöku einni fyr- irfram skilgreindri umsókn. Það kunni að brjóta í bága við þær út- boðsreglur sem gildi á EES-svæðinu og þurfi það gaumgæfilegrar könn- unar við, en vísast sé að taka afstöðu til þessa með skýrum og skilmerki- legum hætti í frumvarpstextanum. Þá sé óhjákvæmilegt að skilgreina nánar sldlyrði fyrir framlengingu eða endurveitingu sérleyfisins. Þá telur Ragnar að óhjákvæmilegt sé að afla sérfræðiálits um þá af- stöðu að ákvæði frumvarpsins brjóti ekki í bága við stjómskipunarreglur og alþjóðlegar reglur um friðhelgi einkalífs og birta það. Bent er á að skilgreining hugtaksins ópersónu- greinanlegar upplýsingar virðist ófullnægjandi og gerðar eru athuga- semdir við fleiri óskilgreind hugtök í frumvarpstextanum. Þá er vitnað til alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi, en samkvæmt 15 gr. 3. mgr. þess samnings takist samningsríkin á hendur „að virða það frelsi sem óhjákvæmilegt er til vísindalegra rannsókna og skapandi starfa“. Segir að enda þótt þessi samningur hafi ekki verið lögleiddur hér á landi séu ákvæði hans tvímæla- laust bindandi réttarregla hér á landi, en ákvæði frumvarpsins kunni að takmarka eða setja frelsi þessu skorður með þeim hætti að í bága fari við meginregluna. Einnig segir að í greinargerð sé með öllu ófullnægjandi athugun og rökstuðningur fyrir þeh-ri staðhæf- ingu að enginn eigi upplýsingar sem hafi markaðsgildi. Fram verði að fara lögfræðileg athugun á úrlausn- arefninu. Bent er á að setja verði skýrar lagareglur um heimild heil- brigðisyfirvalda til aðgangs að grunninum og öryggisráðstafanir. „Tryggt verður að vera að svo sam- andregnar og viðamiklar upplýsing- ar verði ekki notaðar af ríkisvaldinu í öðru skyni en fyrirhugað er. Fyrir því er alþjóðleg reynsla að tilhneig- ing er til að nota upplýsingar á miklu víðtækari hátt, þegar þær á annað borð eru fyrir hendi, en til var ætl- ast. Lögregluyfirvöld munu t.d. ef- laust sækjast eftir aðgangi að upp- lýsingum í þágu rannsóknar saka- mála,“ segir meðal annars. Að lokum segir: „Athugasemdum þessum er einkum ætlað að vekja at- hygli á því hve stórt gagnagrunns- málið er í sniðum og hve dýi-keypt hver mistök munu reynast íbúum landsins. Ekki verður aftur snúið ef þau mistök gerast að utanaðkomandi tekst að komast yfír hin skráðu gögn með viðeigandi ættfræðiupplýsing- um og öðrum upplýsingum. Eftir því sem gögn eru dýrmætari og eftir því sem fleiri hafa að þeim aðgang því ríkari er hættan á því að leitað verði efth’ ólöglegum aðgangi að upplýs- ingagrunninum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.