Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 47 FÓLK SSSól í Sundahöfn? TVÖFALDUR geisladiskur kemur út með SSSól í október. Annar diskurinn verður svo- kallaður bestulagadiskur með eldra efni sveitarinnar ásamt tveim- ur til þremur nýjum lögum. Á hinum diskinum verða upptök- ur af tónleikum og ýmislegt annað efni sem ekki hefur komið út áður. Ennfremur er unnið að heimildamynd um sveitina, en ekld hefur verið ákveðið hvenær hún kemur út eða hvort hún verður sýnd í sjónvarpi eða fer beint á mynd- band. En hvað ætla þeir félagarnir að vera lengi að? „Ég held við séum bara rétt hálfnaðir," seg- ii' Helgi Björnsson, söngvari SSSólar. „Það er vinsælt að nefna Stones í þessu sam- bandi,“ bætir hann við. Lýkur ferlinum þá með risatónleikum í Sundahöfn? „Já, ætli það ekki,“ svarar Helgi og hlær. Húllumhæ Norðlendinga SÍÐUSTU helgina í október verður haustfagnaður Akur- eyringa í félagsheimili Kópa- vogs. „Þá verður mikið húllum- hæ,“ segir Jakob Örn Haralds- son í Akureyrarvinafélaginu. „Við erum búnir að fá fullt af skemmtikröftum sem eiga ætt- ir að rekja norður." Hann segir að vorfagnaður- inn hafí tekist afbragðsvel „en einhverra hluta vegna hélt fólk að þetta yrði hvorki nef né rass þannig að það mættu aðeins tæplega tvö hundruð manns. Hins vegar ætla þeir allir að mæta aftur og taka sína nán- ustu með“. Logi Einarsson verður veislustjóri og á meðal þeirra sem skjóta upp kollinum verða Rögnvaldur gáfaði og húfurn- ar, Hermann Arason trúbador, Karl Öi-varsson, Raggi sót, Bjarki Tryggvason „I sól og sumaryl" og fleiri og fleiri. En mætir sendiheiTann? „Sendiherrann hélt þrumandi ræðu síðast og það tókst mjög vel,“ segir Jakob. „Hann heimtaði að fá að vera með á öllum Akureyrarkvöldum sem eftii’ væru þannig að ég reikna fastlega með því.“ Djöflaeyjan til New York DJÖFLAEYJAN verður frum- sýnd í Japan í nóvember og fer Friðrik Þór Friðriksson þangað í lok október til að kynna myndina. Þá verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum annað hvort í nóvember eða janúar. „Við verðum yfirlitssýningu 14. til 18. nóvember á öilum leiknum myndum Friðriks Þórs á hátíð sem heitir „The Hamptons" í New York til að undirbúa jarðveginn," segir Anna María Karlsdóttir. „Þetta er mjög virt hátíð hjá kvikmyndagerðarmönnum í Bandaríkjunum og til marks um það má nefna að sérstakur ráðgjafi hátíðarinnar er Steven Spielberg. Þetta verður til að undirbúa jarðveginn fyrh' al- menna dreifingu á Djöflaeyj- unni í Bandaríkjunum.“ FÓLK í FRÉTTUM Fergie ekki í hnapphelduna FRÉTTIR breskra slúðurblaða um að Sarah Ferguson, hertogaynja af York, væri á leið í hnapphelduna með ítölskum greifa virðast vera úr lausu lofti gripnar ef marka má viðbrögð Fergie. Eiginkona og fyrrverandi sambýl- iskona gi'eifans Gaddo della Gherai'- desca gi'eindi breskum slúðurblöðum frá því að hún hefði í hyggju að skilja við eiginmann sinn svo hann gæti gifst Söruh Ferguson. „Þessai' full- yi-ðingar era alveg út í loftið og gjör- samlega tilefnislausar,“ sagði tals- kona hertogaynjunnar af þvi tilefni. Ferguson, sem er 39 ára og skildi við Andrés Bretaprins árið 1996, hefur sést allnokkrum sinnum und- anfórna mánuði I félagsskap ítalska greifans sem sagður er vellauðugur. Þá hefur hún dvalið í leyfum, ásamt dætram sínum sínum Eugenie og Beatrice, á heimili greifans. Þau hafa bæði harðlega neitað því að þau stæðu í ástarsambandi. Áðeins væri um vináttu að ræða. Meist- alltaf m gítarinn ALEXI Lalas hefur gert það gott undanfarin ár á knatt- spyrnuvellinum en það er tón- listin sem færir honum lífsfyll- inguna. „Ég lít á sjálfan mig sem skemmtikraft hvort sem ég sparka í bolta eða spila á gítar,“ segir hann. „Ég ferðast alltaf með gítarinn." Lalas, sem kunnur er fyrir rautt geithafursskegg, er einn þekktasti knattspyrnumaður Bandaríkjanna. Hann gaf ný- lega út þriðju breiðskífu sína, Ginger, sem kemur út 15. sept- ember. Hún er léttari en þungarokksplöturnar sem hann hafði áður sent frá sér og er henni stefnt á breiðari mark- hóp. Lalas, sem er 28 ára, ólst upp í Detroit og hélt upp á Bítlana og Rolling Stones en einnig þung- arokkssveitirnar Rat, Poison, Kiss og Van Halen. „Mig dreymdi alltaf um að verða rokk- stjarna, en það sama er ekki að segja um knattspyrnuna. Ég datt inn í hana.“ annn kvaddur JAPANIR kvöddu mikilhæfasta leikstjóra sinn, Akira Kurosawa, á sunnudaginn var. Meira en 35 þúsund aðdáendur og gestir komu að minningarat- höfninni, sem haldin var í kvikmyndaveri Kurosawa í Yoko- hama. Boðsgestir voru fjögui' þúsund og söfnuðust þeir saman inni í kvik- myndaverinu. MinningaiTæða um meistarann var flutt í „gullna herberginu" þar sem ein fræg- asta mynd leik- stjórans, „Ran“, var kvikmynduð. George Lucas, sem hefur sagt að Stjörnustríðs- myndir sínar séu undir áhrifum frá Kurosawa, sendi skeyti þar sem hann kallar Kurosawa „einn af sönnum meisturum kvikmyndalistar- innar“. Kurosawa lést í síðustu viku, 88 ára að aldri. STÓR andlits- mynd af Akira Kurosawa er fyrir ofan altari sem ber skrín með jarðnesk- um leifum hans. Morissette í tónleikaferð Helgarferð til Prag 16. okt. frá kr. 29.960 Beint feiguffug Föstudags morgunn til sunnudagskvölds Við seljum nú síðustu sætin til þessarar fegurstu höfuðborgar Evrópu í beina leigufluginu okkar hinn 16. október næst- komandi. Hér kynnist þú borg sem var menningarhjarta Evrópu í árhundruð og gamli bæjarhlutinn á engan sinn lfka í heiminum í dag. Notaðu þetta einstaka tækifæri og kynnstu Prag með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Þú getur valið um 3 eða 4 stjömu hótel og spennandi kynnisferðir með far- arstjórum Heimsferða. Bókaðu strax og tryggðu þér síðustu sætin Verð kr. 29.990 Verð kr. 39.990 ALANIS Morissette byrjar tón- leikaferðalag um Bandaríkin 11. október til að kynna væntanlega breiðskífu sína „Supposed For- mer Infatuation Junkie“. Moris- sette mun halda 12 tónleika í 12 borgum og verður það upphitun fyrir risatónleikaferð hennar um Bandaríkin eftir áramót. Nokkur eftirvænting er eftir nýju efni frá Morissette enda seldist síðasta breiðskífa hennar „Jagged Little Pill“ í 16 milljónum eintaka. Morissette semur fjögur lög upp á eigin spýtur á nýju plöt- unni og 13 lög með upptökustjór- anum Glen Ballard, sem sijórnaði einnig upptökum á síðustu plötu hennar. Nýja breiðskífan kemur út 3. nóvember. Flugsæti til Prag fyrir fullorðinn með sköttum. M.v. 2 í herbergi Quality Hotel, flug, gisting, ferðir til og frá flug- velli, íslensk fararstjóm, skattar. Islenskir fararstjórar Kynnisferðir Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.