Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ (Ö)SAMTÖK Iðnaður án stóriðju ■ ■■ IÐNAOARINS .... ... . __ ., ' At\r\e> Ur milliuppgjori 30. juni 1998 Fyrirtæki í framleiðslu sem áttu 15,4% af veltu greinarinnar frá jan. til júní 1997 Rekstrarreikningur jan.-júní 1998 1997 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 8.058 7.970 1,1% Rekstrargjöld 7.640 7.310 4,5% Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 419 660 Fjármaqnsqjöld -230 -176 Hagnaður af relulegri starfsemi 189 483 Fyrir tjármagnsliði 5,2% 8,3% -3,1 Af reglulegri starfsemi 2,3% 6,1% -3,7 Treinum okk- ur góðærið „REKSTRARNIÐURSTOÐUR fyrri hluta árs 1998 valda von- brigðum... Þessu veldur einkum mikil og áframhaldandi verðsam- keppni, jafnt við innlenda sem er- lenda framleiðendur. Sterk staða íslensku krónunnar og innlendar kostnaðarhækkanir, einkum launa- hækkanir, hafa skekkt samkeppn- isstöðuna gagnvart erlendum keppinautum,“ segir í nýlegri fréttatilkynningu iðn- fyrirtækis vegna milli- uppgjörs þess í ár. Versnandi afkoma í iðnaði Þótt afkoma og fjár- hagsstaða séu að sönnu mjög mismunandi milli fyrirtækja í iðnaði fer vart milli mála að þeg- ar á heildina er litið fer afkoma þeirra hrað- versnandi. Þetta sýna niðurstöður af- komukönnunar sem Samtök iðnaðarins gerðu nú á dögunum. Könnunin tók til fyrir- tækja í iðnaði, utan stóriðju og byggingarstarfsemi, og voru þau samtals með rúmlega átta millj- arða veltu á fyrstu sex mánuðum ársins sem ætla má að sé um 15% af veltu í þessum hluta iðnaðarins. Helstu niðurstöður eru þær að rekstrargjöld vaxa svo mikið um- fram veltu að tvær af hverjum þrem krónum sem fyrirtækin höfðu í hagnað í fyrra eru nú horfnar. Það, sem er að gerast, er vel þekkt: Hækkandi launakostnaður, hátt gengi íslensku krónunnar og háir vextir vega að samkeppnis- stöðu og markaðshlutdeild inn- lends samkeppnisiðnaðar. Fyrir- tækin róa lífróður á móti þessum straumi þenslunnar. Framleiðni hefur vaxið hratt en það dugir ekki til. Fyrirtækin taka á sig kostnað- arhækkanir eins og þau geta. Framlegð dregst saman og hagn- aður minnkar. Kostnaðarhækkanir og gengisþróun birtast í versnandi samkeppnisstöðu. Ósýnileg verðbólga Frá því í mars í fyrra hafa inn- lendar vörur í vísitölu neysluverðs hækkað um 5,1% en innfluttar vör- ur hafa lækkað í verði um 4,1%. Opinberar tölur um 2,4% verð- bólgu á þessu tímabili og spár um 2% verðbólgu milli ára 1997-1998 eru því villandi. I reynd er inn- lenda verðbólgan mun meiri en þar kemur fram. Hún er nefnilega greidd niður með lækkandi verði á innflutningi. Okkar fyrirtæki í iðn- aði og þjónustu, sem eiga í óheftri samkeppni, verða við þessar að- stæður undir og tapa markaðshlut- deild. Það er þenslan sem veldur þess- ari óheillaþróun. Erlend fjárfest- ing kyndir undir samhliða því að verð sjávarafurða á erlendum mörkuðum og auknar veiðiheimild- ir dæla fjánnagni inn í hagkerfið. Ljóst er að hagkerfið er að ofhitna. Seðlabankinn hækkar enn og aftur vexti til að sporna gegn þenslunni en slík hrossalækning dugar iðnað- inum skammt því að sterkari króna og hærri vextir gera ekkert annað en spilla enn frekar sam- keppnisskilyrðum hans. Aukinn sparnaður Hvað þarf að gera? Það er samdóma álit allra þeirra sem um málið fjalla að til þess að takast á við þá miklu hættu sem stafar af þenslunni er brýnast að auka þjóð- hagslegan sparnað. Aukinn sparnaður leið- ir til minni eftirspurn- ar sem aftur dregur úr spennu í hagkerfinu og þar með úr kostnaðar- hækkunum. Aukinn sparnaður vinnur þannig gegn verðbólgu og skapar grundvöll fyrir lægri vexti og hagstæðara gengi fyrir at- vinnureksturinn í landinu. Allt eru Okkur liggur lífíð á, segir Sveinn Hannesson, að ná fram auknum sparnaði til að uppsveíflan endi ekki með efnahagslegri kollsteypu. þetta þættir sem hafa úrslitaáhrif á samkeppnisstöðu og markaðs- hlutdeild iðníyrirtækja. Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að til þess að sparnaður nægi til þess að fjármagna fjárfestingu landsmanna, sem er í mjög viðun- andi ástandi um þessar mundir og svipuð því sem gerist í okkar helstu viðskiptalöndum, þyrfti þjóðhagslegur sparnaður að aukast á þessu ári um 24 milljarða króna eða um nálega fjórðung. Draga saman í opinberum rekstri - greiða niður skuldir Skólabækurnar segja að stjórn- völd eigi við þessar aðstæður að auka þjóðhagslegan sparnað með því að auka sparnað hins opinbera, halda útgjöldum í skefjum en nýta auknar tekjur sem koma inn vegna góðærisins til að greiða niður skuldir. Versnandi samkeppnis- og markaðsstaða iðnfyrirtælg'a segir okkur að stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr þenslunni. Al- þingiskosningar eru framundan og reynslan sýnir að þá hættir stjórn- Sveinn Hannesson völdum sérstaklega til að taka hagstjórnina vettlingatökum. Ut- litið er því ekki gott hvað þetta varðar næstu mánuði. Það fyrsta og oft eina, sem opin- berir aðilar gera til þess að sporna gegn þenslu, er að fresta opinber- um framkvæmdum. Slíkt getur skilað tímabundnum árangri en getur líka snúist upp í andhverfu sína þegar slík frestun verður ein- ungis til að stytta framkvæmda- tímann og gera framkvæmdir óhagkvæmari. Vandi okkar er ekki of mikil fjárfesting heldur of mikil neysla. Fjárfesting hér á landi er nú svipað hlutfall af þjóðartekjum og gerist og gengur meðal þróaðra þjóða eða um 20%. Ef við drög- umst aftur úr á þeim vettvangi, eins og við raunar gerðum á fyrri hluta þessa áratugar, kemur það niður á tækniþróuninni og tekju- möguleikum framtíðarinnar. Sparnaður einkaaðila Við verðum að auka sparnaðinn. Stjórnvöld verða að ýta eftir föng- um undir sparnað einkaaðila sam- hliða því að auka eigin sparnað eða draga úr eigin umframeyðslu. I bréfi, sem Samtök iðnaðarins sendu ráðherrum og raunar öllum þingmönnum í september í fyrra, eru stjórnvöld hvött til þess að ýta undir aukinn sparnað einkaaðila, sem er hinn hluti þjóðhagslega sparnaðarins, með skattalegum hvötum. Þarna þarf að bjóðast sveigjanleiki og valfrelsi til þess að gera sparnað að vænlegri kosti fyrir einstaklinga, svo sem í formi hlutabréfakaupa, viðbótarlífeyris- sparnaðar og/eða greiðslna á hús- næðissparnaðarreikninga upp að ákveðinni fjárhæð árlega. Haldbærar rannsóknir skortir um það hvernig við getum helst ýtt undir aukinn sparnað sem við þurfum svo sárlega á að halda. Ein leiðin eru skattalegir hvatar. Onn- ur er þvingaður sparnaður eða ein- hvers konar skyldusparnaður um- fram núverandi lífeyrissparnað. Þriðja leiðin er að hraða einkavæð- ingu. Fjórða leiðin er að breyta skiptingu skattbyrðarinnar milli fyrirtækja og heimila og minnka millifærslur. Varla er hægt að hugsa sér verðugra eða brýnna verkefni en að skoða hvaða leið er vænlegust í þessum efnum. Okkur liggur lífið á að ná fram auknum þjóðhagsleg- um sparnaði til að þessi uppsveifla endi ekki með efnahagslegri koll- steypu eins og allar hinar í sögu ís- lenska lýðveldisins. Slíkar koll- steypur í samkeppnisstöðunni hafa langtímaáhrif. Þeir vaxtarbroddar í iðnaði og þjónustu, sem við höf- um séð vaxa upp á undanförnum árum, verða þá rifnir upp með rót- um og reynslan sýnir að það tekur mörg ár að vinna upp það efna- hagslega tjón sem af því hlýst. Höfundur er framkvæmdnsljóri Samtaka iðnaðarins. (Greinin er endurbirt vegna tækni- legra mistaka í vinnslu.) Háþrýstingur og nýrnasj úkdómar Magnús Runólfur Böðvarsson Pálsson OF hár blóðþrýst- ingur er eitt algeng- asta heilbrigðisvanda- mál á íslandi sem og annars staðar á Vest- urlöndum og er al- gengasta ástæða ávís- unar lyfja. Of hár blóðþrýstingur hjá fullorðnum einstak- lingum er oftast skil- greindur sem viðvar- andi blóðþrýstingur yfir 140/90. Lengi hef- ur verið vitað að ómeðhöndlaður há- þrýstingur leiðir með tímanum til lífshættu- legra sjúkdóma í heila, hjarta og nýrum. Oftast fylgja háþrýstingi engin einkenni og sjúkdómurinn hefur því verið nefndur „hinn þögli drápari“. Or- sakir hækkaðs blóðþrýstings eru í flestum tilvikum óþekktar en finn- ast þó hjá 5-10% sjúklinga og eru Greining og með- ferð háþrýstings er, að mati Magnúsar Böðvarssonar og Run- ólfs Pálssonar, ríkur þáttur í starfí nýrna- sérfræðinga. nýrnasjúkdómar og sjúkdómar í slagæðum nýrna meðal þeirra al- gengustu. Mikilvægt er að greina þessa sjúkdóma þar sem stundum má lækna háþrýstinginn með til- tölulega einföldum aðgerðum. Há- þrýstingur hefur tilhneigingu til að vera ættgengur og beinast rann- sóknir nú að því að finna erfðavísa sem tengjast sjúkdómnum. Grein- ing og meðferð háþrýstings er rík- ur þáttur í starfi nýrnasérfræð- inga. Á 30 ára afmæli blóðskilunar á Islandi er kjörið að staldra við og velta fyrir sér skaðlegum áhrifum háþrýstings á nýrun og þeim með- ferðarúrræðum sem völ er á. Háþrýstingur og nýrnasjúkdóm- ar: Hvað veldur - hver heldur? Nýrnasjúkdómur af völdum há- þrýstings er ein af algengustu or- sökum nýrnabilunar á Vesturlönd- um og hefur farið vaxandi þrátt fyrir aukna og bætta meðferð há- þrýstings. Mest er aukningin með- al aldraðra. Ýmsar ástæður geta legið að baki en líklegt er að skýr- ingin tengist stórlækkaðri dánar- tíðni af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma á síðustu áratugum, sem að miklu leyti má rekja til fram- fara í greiningu og meðferð hækk- aðs blóðþrýstings. Þessir sjúkling- ar lifa því lengur og virðist þá hættara við að fá nýrnasjúkdóm. Háþrýstingur er einnig algengur fylgifiskur nýrnasjúkdóma af ýmsu tagi og er álitið að hann eigi stóran þátt í hnignun á nýrnastarf- semi hjá slíkum sjúklingum. Nýrnasjúkdómur getur því ýmist verið orsök eða afleiðing háþrýst- ings og oft getur verið erfitt að greina þar á milli. Nýrnaverndandi lyíjameðferð við háþrýstingi Þótt ekki sé til lækning við nýrnasjúkdómi af völdum háþrýst- ings er hægt að sporna við honum með kröftugri meðhöndlun hins hækkaða blóðþrýstings og þannig má oft hægja á framvindu nýrna- bilunar. Völ er á fjölda blóðþrýst- ingslækkandi lyfja en sá lyfja- flokkur sem gagnast best sjúkling- um með nýrnasjúkdóm eru lyf sem hafa hamlandi áhrif á renín- angíótensín-aldósterón-kerfi (ACE-hemlar og angíótensín II viðtækja-blokkar). Margt bendir til að þessi lyf verndi nýrun gegn skaðlegum áhrifum háþrýstings. Vísbendingar eru um að svokallað- ir kalsíum-blokkar kunni einnig að hafa nýrnaverndandi áhrif. Breyt- ingar á lífsstíl, s.s. megrun, salts- nautt fæði, hæfileg líkamsþjálfun og stöðvun reykinga, eru að sjálf- sögðu mikilvægar eins og hjá öðr- um sjúklingum með háþrýsting. Framtíðarmarkmið Þótt náðst hafi góður árangur í baráttunni við háþrýsting er end- anlegt takmark að uppgötva allar orsakir hækkaðs blóðþrýstings, því það gæti leitt til meðferðar sem kemur í veg fyrir þann mikla skaða sem hlýst af þessum sjúk- dómi. Höfundar eru sérfræðingar í lyf- lækningum og nýrnasjúkdómum. Utflutningsráði svarað I BLAÐAGREIN nýlega um málefni Ut- flutningsráðs Islands tók ég af handahófi tvö dæmi um starfsaðferðir Útflutningsráðs sem ég og ýmsir aðrir útflytj- endur teljum ekki sæma opinberri stofn- un eins og Útflutnings- ráði íslands. Ég þekki fleiri dæmi og það sama gera fjölmargir útflytjendur innan Samtaka Verslunarinn- ar-FÍS. Framkvæmdastjóri Útflutningsráðs sendir frá sér athugasemdir við annað dæmið af þessum tveimur í blaða- grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þar gefur framkvæmda- stjórinn í skyn að Út- flutningsráð hafi nán- ast tekið við fyrirmæl- um, þó því verði seint trúað, frá aðila í Taiw- an við undirbúning komu viðskiptasendi- nefndar þaðan nýlega. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera athuga- semdir við einkaheim- sóknir og hverja er- lendir gestir, sem til íslands koma, heim- sækja. En þegar óskað er aðstoðar opinberrar Einar stofnunar sem hefur Guðbjörnsson því hlutverki að gegna að kynna útflutning frá Islandi með almennu kynningarstarfi án þess að gert sé upp á milli ein- stakra fyrirtækja þá eru þessi * Utflutningsráð verður að varast, segir Einar Guðbjörnsson, að fara inn á sam- keppnis- og sölusvið sem er viðfangsefni fyrirtækjanna. vinnubrögð, eins og framkvæmda- stjórinn lýsir þeim sjálfur, með öllu óásættanleg. Útflutningsráð er ekki ferðaskrifstofa heldur þjón- ustustofnun allra íslenskra útflytj- enda. Hinu dæminu, um japönsku sendinefndina, kýs hann að svara ekld. Islendingum er nauðsynlegt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.