Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐFRÍÐUR * STEFÁNSDÓTTIR tGuðfríður Stefánsdóttir fæddist á Brenni- stöðum í Borgar- hreppi 27. septem- ber 1932. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 7. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Anna Pálmey Hjartar- -^dóttir, f. 29.1. 1910, og Stefán Jónsson, f. 25.10. 1909, d. 24.5. 1981. Hálf- systkini Fríðu sam- mæðra eru Áslaug Sæunn, f. 22.8. 1936, og Hjörtur Pálmi, f. 6.12. 1937. Fríða ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, þeim Pálmínu Sigríði Guðmunds- dóttur og Hirti Þorvarðarsyni á Litla-Fjalli í Borgarhreppi, til fímm ára aldurs, en þá lést afi hennar. Fluttist Fríða þá með ömmu sinni til Reykjavík- ur. Sjö ára fluttist Fríða til föð- ur síns að Brennistöðum þar sem hún átti heimili þar til hún fór á Héraðsskólann á Laugar- vatni haustið eftir að hún fermdist. Að loknu námi stundaði Fríða verslunarstörf í Reykjavík. Hinn 26. júlí 1954 giftist Fríða Erlendi Sveinssyni, f. 6.8. 1932, lögreglumanni í Reykja- vík. Það sama ár keyptu þau jörðina Akrakot á Álftanesi þar sem heimili þeirra var alla tíð eða þar til Fríða missti heilsuna snemma árs 1982. Fríða og Erlendur eignuðust fjögur börn og helgaði Fríða sig uppeldi þeirra. Þau eru: 1) Þorgerður lög- fræðingur, f. 16.11. 1954. Hennar mað- ur er Kristján Skúli Sigurgeirsson lög- fræðingur, f. 29.3. 1951, og eiga þau tvo syni, Erlend Kára, f. 19.9. 1982, og Friðrik Gunnar, f. 15.9. 1989. 2) Júlíana Brynja kenn- ari, f. 17.2. 1956, gift Guðbirni Björnssyni lækni, f. 20.8. 1949, og eiga þau tvær dætur, Þórunni, f. 27.6. 1988, og Júlíu, f. 30.11. 1992. 3) Sveinn lög- reglumaður, f. 18.1. 1960, kvæntur Soffíu Sæmundsdótt- ur myndlistarmanni, f. 25.5. 1965, og eiga þau soninn Er- lend, f. 6.5. 1988. 4) Hugborg Pálmína leikskólasérkennari, f. 11.4. 1968. Hún var gift Gunn- laugi Marinóssyni, f. 22.6. 1966, og eiga þau tvær dætur, Agnesi Fríðu, f. 28.11. 1986, og Ásthildi, f. 8.10. 1993. Unnusti Hugborgar er Einar Sigurjóns- son matreiðslunemi, f. 29.6. 1969. títför Fríðu fer fram frá Bessastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á fegurstu dögum þessa hausts, 4ltþegar sólin sendir síðbúna geisla á frjósama jörð og börnin eru að hefja skólagöngu sína, barðist tengdamóðir mín hetjulegri baráttu fyrir lífí sínu. Eins og laufín sem feykjast smám saman af trjánum í haustvindinum fjaraði líf hennar út á þessum fallegu dögum. Hægt, en örugglega. Á eftir fínnst manni eins og þögnin ein ríki og í hugann koma tvö orð, friður og frelsi. Friður frá þjáningunum og frelsi andans sem svo lengi var fjötraður, En í þögn- inni búa líka minningarnar sem þó eru ekki mínar en eru hér allt í kring. Falleg mynd á vegg af fal- legri konu með andlitsfallið sem minnir mig á annað andlit sem er -^mér svo kunnugt. Fallega lagaðar hendur sem halda um mínar þegar ég heimsótti hana, hlýjar og gott að halda um. Líf hennar á Álftanesinu, sem þá var sveit, erilsamt en þó alltaf tími fyrir alla og gott að setj- ast í kaffí hjá henni Fríðu. Nætur- hrafn eins og ég, Ijós í glugga á Akrakoti seint á nóttu. Þá er friður, þá er kyrrð. Sjávarniður ef vel er hlustað og einstöku fugl á ferð. Og svo á einum degi er ekkert eins og áður. Orlögin grípa hastarlega í taumana. Arin líða. Þegar ég kom til sögunnar hafði hún verið veik um nokkurn tíma. Ég kynntist því ekki þeirri Fríðu en þó fínnst mér ég þekkja hana. Þannig vil ég muna __.hana. Logar ljós í öðrum glugga. Nóttin er yfir, kyrrðin er alger. Dagsverkinu er lokið. Friður. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ég fór oft í heimsókn til þín á sjúkrahúsið og við spjölluðum sam- an og fengum okkur eitthvað gott. Oft leið þér illa, amma mín, en nú líður þér vel hjá Guði. Hin ianga þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, nú allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Bless, amma mín. Þín Þórunn. Elsku amma Fríða, nú ert þú farin frá okkur. Ég hefði viljað kynnast þér betur, elsku amma mín, en nú ertu heilbrigð og líður vel. Elsku amma mín, ef þú bara vissir hvað ég sakna þín mikið. Mér fannst alltaf svo gaman að heimsækja þig. Það var svo gaman þegar ég fór í heimsókn til Svenna og Soffíu og labbaði að fjörunni og sá Akrakot. Þá hugsaði ég alltaf til þín, elsku amma mín. Mér fannst þú alltaf vera svo falleg og yndis- leg. Það var svo gaman þegar ég kom að heimsækja þig á spítalann en það var því miður í seinasta skipti sem ég sá þig á lífi. En nú ert þú í himnaríki hjá Guði og líður vel, amma mín. Amma mín ég elska þig. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gerðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Hötók.) Þitt barnabarn Agnes Fríða. Blessuð sé minning Guðfríðar Stefánsdóttur. Soffía. Elsku amma mín. Núna ertu dáin og farin til Guðs, ég veit að Guð og englarnir passa þig alltaf. Þú varst orðin veik þegar ég fæddist og þvi náði ég ekki að kynnast þér þegar þú varst frísk, eins og þegar mamma var lítil, en hún er búin að pegja mér fullt af gömlum og falleg- um sögum af þér frá þeim tíma. Með fáum orðum langar mig að minnast gamallar vinkonu, Fríðu Stefáns, eins og hún var yfirleitt kölluð. Fríða og móðir mín heitin, Guðrún Ásdís, voru æskuvinkonur frá Stokkseyri. Lífshlaup þeirra átti sér ýmsa snertifleti; þær fluttu á sama tíma til Reykjavíkur og samgangur fjölskyldna þeirra var töluverður. Á fyrstu búskaparárum foreldra minna bjuggum við hjá tengdafólki Fríðu úti á Álftanesi. Eftir að við fluttum í Kópavoginn, á Suður- brautina, heimsóttum við hvert annað og ég minnist góðra æsku- stunda á Álftanesinu í góðu yfír- læti hjá Fi'íðu, eiginmanni hennar Erlendi Sveinssyni og krökkunum. Fríða veiktist alvarlega fyrir tæpum tveimur áratugum. Á þeim tíma auðnaðist mér einungis einu sinna að heimsækja hana, hefði vissulega viljað gera það oftar. Það er erfitt oft á tíðum að sætta sig við gráglettin örlögin, m.a. Fríðu - að þurfa að berjast við erfið veik- indi í þann langa tíma sem raunin varð. En góðar minningar hjálpa okkur að sættast við orðinn hlut. Þótt nú sé orðið langt um liðið frá því að ég hitti Fríðu síðast á ég skýrar minningar um hana. Fríða var greind kona og góðhjörtuð, með skopskynið í góðu lagi. Það var yfirleitt líf og fjör þegar hún heimsótti okkur, og ávallt var gott að sækja hana og fjölskyldu hennar heim. Við Helga biðjum Fríðu Guðs blessunar og sendum eftirlifandi fjölskyldu hennar hugheilar samúðarkveðjur. Sturlaugur Þorsteinsson. Á meðan hún var og hét var þessi kona eins og samofin náttúrunni við flæðarmálið á Álfta- nesi. Síðan var eins og hún hyrfi í jöklana í lifanda lífi - rétt eins og Úa, sem hverfur sjónum við rætur Snæfellsjökuls. I rúm sextán ár varð það hlutskipti hennar að vera í „hömrum girtri eyðiey" hugarvíls og annarra veikinda. Hún hét Guðfríður Stefánsdóttir og hefur verið rúmlega tvítug þeg- ar hún flutti ásamt eiginmanni sín- um, Erlendi Sveinssyni, bóndasyn- inum á Grund á Álftanesi, á næstu jörð sem var Akrakot. Þau eign- uðust fjögur börn og er Þorgerður vinkona mín frumburður þeirra. Fríða, eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp hjá móður sinni á Stokkseyri en faðir hennar hafði verið stórbóndi í Borgarfirðinum og var hún eini afkomandi hans. í Akrakoti bjó Fríða í tæp þrjátíu ár eða þar til hún veiktist alvarlega í ársbyrjun 1982 og var vistuð á Arnarholti upp frá því. Akrakot stendur í fjörukambin- um á Álftanesi vestan við Bessastaðatjörn með útsýn yfir Skerjafjörð. Á meðan Fríða bjó þar var gestkvæmt í Akrakoti. Vinir og ættingjar komu akandi frá Reykjavík til að fá kaffisopa hjá Fríðu. Hún var fádæma vinsæl og átti að vinum ólíkasta fólk. Ég var unglingur þegar ég kynntist henni og upptekin af öðru en að sundurgreina ástæðurnar fyrir þessum vinsældum. En ég skynjaði strax hugblæinn í kring- um þessa konu og að ástæðan fyrir því að fólk kom í Akrakot var ekki eingöngu liður af sunnudagsrúnt- inum. Heimilið var fábrotið - og húsmóðirin laus við tildur og til- gerð. Það var alltaf staður og það var alltaf stund hjá Fríðu. Þótt það séu liðnir næstum tveir áratugir síðan ég kom í Akrakot er andrúmsloftið í kringum Fríðu enn ferskt í minni og hún ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Fríða var stór kona í tvennum skilningi - augun stór, gráblá og svolítið útstæð, andlitið hrukku- laust alla tíð og hún var með spékoppa. Röddin var hlý og eitt af blæbrigðum hennar var kátínan - þótt sinnið hafi stundum verið hel- tekið og djúpar öldur ætt yfír sál- arlífið. Það var hlið sem ég aðeins heyrði af en varð aldrei áskynja. Ég sé hana fyrir mér í eldhúsinu í Akrakoti úti við grýtta fjöruna yst á nesinu. Draugar hins forna höfuðbóls, Bessastaða, blanda geði við dökkt hafrótið sem stundum gengur yfír norðurhlið hússins. Þar situr Fríða - í miðdepli - mitt á milli sögunnar og náttúrunnar, í gamla fjósinu sem Akrakot eitt sinn var. Ekki hafa afturgöngur truflað þessa jarðbundnu konu en í endurminningunni eru þær alls staðar á sveimi í þessu sögulega umhverfi. Höfuðsmenn konungs frá miðöldum, hin ástríðufulla Apollonia Schwartzkopf, gamlir amtmenn og ógæfusamt útigangs- fólk, sem skelfist gapastokkinn. Hann stóð víst einhverstaðar aust- an megin þar sem húsið nú er. En Fríða brosir bara út í annað. Þarna úti á nesinu eru veðurg- uðirnir miklu miskunnarlausari en í bænum, þegar þeir láta til sín taka. En heimilið hennar Fríðu, í nágrenni við vitann, er uppljómað, hlýtt og notalegt. Stundum fáum við að hvolfa bolla, snúa honum þrjá hringi yfir höfðinu og blása í hann. Ef okkur liggur mikið á fær bollinn að þorna á hellunni á elda- vélinni og síðan grandskoðar Fríða hann. Hún veltir þessu fjöreggi á milli handanna, framtíðin öll veltur á því hvað hún segir en táknin í bollanum eru alltaf túlkuð manni í vil. Það streymir frá henni öryggi og velvild. Þarna situr hún, oft í einhverjum slopp, gjarnan aðeins tilhöfð, með lakkaðar neglur eða nýja eyrnalokka. Svipurinn er glettinn, hún er spakráð, skynug pg óspör á hrós. Hún er sígefandi. I návist Fríðu er gott að vera ung- lingur. Frá Akrakoti fór maður með minningar í farteskinu sem aldrei gleymast. Af konu sem var ekki orðin fertug en var á sama hátt og umhverfið sem hún bjó í - djúp og merkileg. Hún var frjáls, laus við hlekki lífsgæðakapphlaupsins og þurfti ekki að slá af heilindum sín- um. Hún sóttist ekki eftir vegtyll- um en lagði meira upp úr trausti í samskiptum við annað fólk. Hún var ekki að vasast í þessu fyrir sjálfa sig. Hún talaði við okkur, um okkur en aldrei til okkar og sjaldnast um sig sjálfa. Þessi íslenska kona, samgróin umhverfi sínu, með svolitið þétta og veðurbarða nær- veru - engin hofróða en samt svo flott - rifin upp með rótum og dæmd til útlegðar úr mannfélaginu í tæp sautján ár. Það var eins og hún gengi í björg en eftir sat ein- hver ára, óljós grunur um að hún hafí verið forvitri og hún hafi jafn- vel vitað hvað biði hennar og þess vegna skilið svo margt. Það eru nú rúm sextán ár síðan Þorgerður hringdi til mín til Boston til að segja mér af örlögum móður sinnar. Hún átti von á sínu fyrsta barni og fyrsta barnabarni foreldra sinna. En Fríða átti aldrei eftir að verða í stakk búin til að njóta þess eða eðlilegs fjölskyldu- lífs upp frá því. Hún var fjörutíu og níu ára gömul þegar hún yfirgaf Akrakotið fyrir fullt og allt og yngsta dóttirin ekki enn búin að slíta barnsskónum. Líf hennar eftir það var líkast endalausri einangrun - stundum með sjálfri sér en oftast í svartnætti og kvöl. Þessi kraft- mikla og gjafmilda manneskja var njörvuð niður við mjótt stofnan- arúm, í litlu herbergi, fjarri öllu því sem henni var kært. Barnabörnin þekkti hún vart að öðru leyti en sem myndir á náttborðinu. Eina til- breytingin var að sitja í hæg- indastól einhverjar stundir dags- ins. Öll þessi ár fór Þorgerður til hennar eftir langan vinnudag, frá litlum börnum, oft akandi í gler- + Þórdís Eiríksdóttir fæddist á Gunnarsstöðum í Skeggjastaðahreppi í N-Múla- sýslu 28. september 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 8. september. Hún amma Dísa er horfín yfir í annan heim. Fvi'ir hana, ferðalúin sem hún var, er það betri heimur. Og þar hefur hann Máni okkar örugglega tekið á móti henni, dill- andi skottinu sínu gula. Við systurnar sáum ömmu Dísu ekki nógu oft, því að á milli okkar var hálft Island. Þeim mun oftar spjölluðum við saman í síma. í huga okkar er mynd af ömmu Dísu hvílandi sig í sófanum í stof- hálku og dimmu á Kjalarnesvegin- um. Hún kom með karton af sígar- ettum, og stundum nýja peysu, varalit eða ilmvatn. Rétt eins og Þorgerður Egilsdóttir kom með söl til föður síns, Egils Skallagríms- sonar - var Þorgerður Erlends- dóttir bjargvættur móður sinnar. Eins veik og Fríða var þekkti hún alltaf dóttur sína - löngu var horf- inn gáskinn úr röddinni en fegin- leikinn og væntumþykjan var auðheyrð þegar hún heilsaði henni. Og nú þegar Þorgerður hringir til mín, hingað til Lundar, og segir mér að mamma hennar hafi verið að skilja við - „án þess að hafa nokkurn tíma fengið tækifæri til að kveðja," eins og hún orðaði það - rifjast upp fyrir mér kvöld við fjöruna á Ægisíðu fyrir tveimur ár- um. Við Þorgerður stóðum og horfðum út á Álftanesið á fögi'U vetrarkvöldi. Hún rifjaði upp eitt skipti þegar skólabíllinn komst ekki út að Akrakoti í mestu vetrar- hörkum til að sækja hana í barna- skólann á Álftanesinu. Fríða fór þá í vaðstígvélin og úlpuna og sagðist myndu skutla henni á traktornum. Það var ekki hennar stíll að tvínóna við hlutina. Þorgerður vildi frekar hætta í skóla en að koma þangað í traktor með mömmu sína við stýrið. Ég veit ekki hvor hafði sitt fram með traktorinn - það var örugglega engin málamiðlun. Þor- gerður veit nú það sem mamma hennar vissi að lífið snýst ekki um að eiga og eignast heldur að vera og verða. Fríða er loks laus úr Iangvarandi prísund. Sautján ára einsemd að baki. Um leið leysist úr læðingi áralöng sorg og söknuður barna og eiginmanns en þeim tilfinningum hafa þau hingað til ekki getað veitt útrás. Þessi tími hefur verið þeim öllum ei-fiður, sérstaklega fyrstu árin. Þau gerðu það sem í þeirra valdi stóð. I huga mínum er Fríða nú aftur komin út á Álftanes - í hóp þeirra sem sett hafa svip á staðinn um aldir. Eitt er víst að tilfinningin yrði önnur að fara meðfram fjörunni um dimma nótt nú en áð- ur._ Ég þakka Fríðu fyrir ógleyman- legar stundir. Og bið Guð að gefa henni góða heimferð. Herdís Þorgeirsdóttir. Fallin er frá ein af okkar gömlu góðu félagskonum, Guðfríður Stefánsdóttir frá Akrakoti. Okkur langar að minnast hennar Fríðu, sérstaklega vegna þess að hún var sönn kvenfélagskona og heiðurs- kona, sem starfaði fyrir félagið okkar af mikilli fórnfýsi og smitaði hinar af vinnugleði og félagsanda. Fríða var ritari félagsins í mörg ár og þegar krafta og heilsu þraut var hennar sárt saknað. Við minnumst hennar með þakklæti og hlýju. Fjölskyldu Éríðu og öðrum aðstandendum hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h.Kvenfélags B essastaðahrepps, Svanhvít Jónsdóttir, formaður. unni heima á Lambstekknum. Við stóðum gjarnan við sófann á meðan og létum dæluna ganga og mátti þá einu gilda hvort amma svaraði eða ekki. Hún nennti að hlusta. Kannski hlustar hún enn á skvaldrið í okkur á milli þess sem hún og Máni fara saman í göngu- ferðir, létt í spori. Elsku amma Dísa, það er erfitt fyrir litlar stúlkur að sætta sig við að eiga ekki eftir að sjá þig framar í þessari tilveru. Við áttum aðeins örfá ár saman áður en þú varst hrifin burt, en minninguna um þig tekur enginn frá okkur. Bless, elsku amma. Katrín og Valdís. ÞORDIS EIRÍKSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.