Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 43 S BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Konan mín er ekki flippari! Athugasemd vegna skrifa Braga Asgeirssonar Frá Halldóri Baldurssyni: EIGINKONA mín er ekki flippari þó annað mætti lesa úr gagnrýni Braga Ásgeirssonar á sýningu Sig- ríðar Ólafsdóttur í Morgunblaðinu 11. september 1998. Ekki hef ég mikið út á þá gagnrýni að setja, enda var hún bæði jákvæð og sanngjörn að því leyti er sneri að sýningunni. En það er niðurlag greinarinnar sem undrar mig. Par segir Bragi að eftir fullgilt listnám til ársins 1992 hafí „átakalítið flipp og hópefli dagsins ásamt hvers konar léttvægum gjörn- ingum orðið ráðandi". Getur það verið að hér sé verið að lýsa gjörðum eiginkonu minnai', sem fram til þessa dags hefur sinnt köll- un sinni af stakri samviskusemi með einkasýningum í Gallerí Greip 1994, sýningarsalnum við Hamarinn 1996 ásamt þeirri sem nú stendur yfir (lýkur 13. sept.)? Einnig hefur Sig- ríður tekið þátt í fjölda samsýninga. Engri þó sem ég minnist sem sér- staklega flippaðrar. Enda uppskar hún sex mánaða starfslaun Reykja- víkurborgar 1997 í samræmi við það. Ef þessi flipplausi og átakamikli listferill nægir ekki til að sanna mál mitt get ég bætt við að Sigríður rak á umræddum árum í samvinnu við aðra Listaskólann og sýningarsalinn við Hamarinn 1995-97 og starfaði við safnaleiðsögn á Árbæjarsafni og á Kjarvalsstöðum. En þetta eru bara naktar stað- reyndh', getur verið að umrædd lýs- ing á ferli Sigríðar sé ályktuð út frá persónu hennar? Varia. Sigríður gengur snyi-tilega til fara (dragta- týpan) og hefur ávallt ástundað þá hegðun sem best er samboðin stað og stund. Að minnsta kosti þegar ég sé til. Hafí einhver orðið vitni að öðru þá bið ég hann vinsamlega að hafa samband. En eitt skal ég viðurkenna. Það vai' dálítið flippað af henni konu minni að fæða okkur tvo stráka í sumar og átt> um við þó einn fyrir, fæddan í upphafi hins meinta flipptímabils. Það er fer- lega flippað að standa í þessum barn- eignum þegar maður er listamaður og þarf helst að halda kastljósinu stöðugt að sér til að verða ekki létk vægui’ fundinn, en skrattakollinn - það er ekki átakalaust. HALLDÓR BALDURSSON, teiknari. Leggjum björgunar- bátasjóði S.V.F.Í lið Frá Arthuri Bogasyni: TIL MARGRA ára hefur Slysa- varnafélag íslands barist fyrir því að björgunarskip verði staðsett í öllum landshlutum. Vorið heilsaði landan- um ærið misjafnlega, en þess verður engu að síður minnst með því að þá náðist loks þetta langþráða mark- mið. Björgunai-skipin boða byltingu í öryggismálum sjómanna og þá ekki síst þeirra er minnstu fiskiskipunum róa. Undanfarin fímm ár hafa sjóbjörg- unarsveitir sinnt u.þ.b. 1500 útköll- um, eða um 300 á ári. Þau eru ófá mannslífin sem þær hafa bjargað. Nauðsyn björgunarskipanna er því ótvíræð. Með komu þeirra er þó aðeins hálfur sigur unninn. Enn á eftir að tryggja fjárhagslegan rekstrar- grundvöll skipanna og því stendur Slysavarnafélagið nú fyrir lands- söfnun til styrktar björgunarbáta- sjóði félagsins. Þrátt fyrir að öll séu skipin mönnuð sérþjálfuðum sjálf- boðaliðum er rekstrarkostnaður þeirra gífurlegur. Áætlanir gera ráð fyrir að árlegur rekstrarkostnaður hvers skips nemi á bilinu 3-5 milij- ónir króna. Þetta er málefni sem varðar okkur öll. Saga þjóðarinnar er rammlega hnýtt hafínu og svo mun verða um alla framtíð. Sagan sannar hversu áhættusöm störf sjómannsins eru og því hlýtur að vera miklu til fórnandi að byggja og staðsetja öflugt net björgunartækja umhverfís landið. Eitt af einkennum íslensks samfé- lags er hversu dýrmætt mannslífið er okkur. Nú er lag fyi'ir hvert og eitt okkar að leggja lóð á þá vogar- skál. Slysavarnafélagið leitar um þessar mundir til fólks um land allt eftir fjárhagslegum stuðningi við málefnið. Ég hvet landsmenn alla að taka þátt í þessu þjóðþrifamáli. Með sam- hentu átaki getum við tryggt björg- unarskipunum rekstrargrundvöll um ókomna tíð. ARTHUR BOGASON, formaður Landssambands smábátaeigenda ÁRVIK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Allt efni sern birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Dýraglens r HetLA TÍ/WAHUAt \ HU6SA é<5 UAA I//1HDA- < ; AA'AL HBlMSitUS.., ) L,is m'ihötufwrf )H£jlAt Ti/VAHH J ( J/U6SA é<5 UM i \ \/EE>&.IO ) 2SA4/N. ) YFtH OJS.U | þADlþmrjA I B6 ho/sf/ or\ f /WK/E> A ) Grettir Tommi og Jenni /)/e nancUrog k’ríséln,J&nas og 'eg ottium qZ borðo, uió ÍTtvðtf ^ , v v, ■? f CPCf L\ jjkkur i/iój ob Q t fore/dntiA /n'crgóðraz Ferdinand 1 U 4 © 1998 Unfted Feature Syndicate, Inc. 7-8 ! ! 4 60TTA 5AVE THEOl'THROWIN' ARM,MANA6ER.. ílÉlJlt “* ' - rT- - Ég verð að hlífa handleggsgarmin- uni, syóri...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.