Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 33" GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM GRETAR Unnsteinsson skólastjóri við vígslu Unnsteinslundar 21. júní 1998. YFIRLITSMYND af Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Skólahúsin fyrir miðju, gamli skólinn til hægri. Ævintýrið á Reykjum Stórhugur og metnaður skólastjóranna hefur einkennt starfíð í Garðyrkjuskólan- um í Reykjum. Sigurður Steinþórsson heimsótti skólann fyrr í sumar, en tilefnið var vígsla dálítils trjálundar til minningar um Elnu og Unnstein Olafsson, fyrsta skólastjóra Garðyrkjuskólans. SUMARDAGINN fyrsta ár hvert hefur Garðyrkjuskóhnn á Reykjum í Ölfusi „opið hús“ til að kynna starf- semi sína, og til þess koma í seinni tíð allt að 10.000 gestir. Ekki hef- ur skólinn alltaf átt slíku fylgi að fagna, né garðyrkja og garð- yrkjumenntun mætt jafnmiklum skilningi og nú, enda hefur við- gangur skólans á síð- ustu áratugum verið næsta ævintýralegur. Vafalaust er það mikið því að þakka hve hepp- inn skólinn hefur verið með stjórn- endur, fyi-st Unnstein Ólafsson sem stýrði skólanum frá stofnun hans vorið 1939 til dauðadags 1966, og síðan eftinnann hans Grétar Unnsteinsson, sem þá tók við stjórninni. Því Unnsteinn og Grét- ar reyndust vera réttir menn á réttum tíma: Unnsteinn hinn eld- legi brautryðjandi en Grétar fastur fyrir, skipulagður og næmur á kröfur tímans um menntun garð- yi-kjufræðinga. Unnsteinn var 26 ára þegar hann tók við skólanum, fyrstur fs- lendinga til að hljóta háskóla- menntun í garðyrkjufræðum, og frá þeim degi helgaði hann líf sitt Garðyrkjuskólanum og íslenzkri garðyrkju. Það þrotlausa og ákafa uppbyggingarstarf var enginn dans á rósum, enda féll Unnsteinn frá langt fyrir aldur fram, rúmlega fímmtugur. A þeim tíma var Grét- ar, sonur Unnsteins og Elnu konu hans, 25 ára og hafði nýlokið fram- haldsnámi í garðyrkjufræðum í Danmörku, og varð úr að hann tók við skólanum. Síðan hefur Grétar, engu síður en faðir hans áður, unnið þrot- laust að framgangi skólans og íslenzkrar garðyrkju, svo sem sjá má á árangrinum. Því skrifa ég þessa grein, að ég heimsótti Reyki fyrr í sumar og þótti þá svo mikið til um skólann og það starf sem þar er unn- ið, að ég get vart orða bundizt. Tilefnið var vígsla dálítils trjá- lundar til minningar um Elnu og Unnstein Ólafsson, fyrsta skólastjóra Garð- yrkjuskólans. Við sem þangað var boðið notuðum tækifærið til að skoða okkur um í fylgd Grétars skólastjóra, í mínu tilviki var það í fyrsta sinn í tæpa hálfa öld. Því skólinn og ég erum næstum jafn- aldra, og á sokkabandsárum okkar beggja á 5. áratugnum var ég iðu- lega á sumrin þarna fyrir austan, í bústað sem fjölskyldan átti. Mér er Unnsteinn afar minnisstæður frá þeim tíma, fullur af stórhug og ákafa og húnvetnsku fjöri. Enda voru mikil umsvif á Reykjum, kýr og svín auk garðyrkjuframleiðslu utan gróðurhúsa og innan því skól- inn varð að bæta sér upp rýrar fjárveitingar til að geta dafnað og vaxið. Sumardvölum mínum á Reykjum lauk kringum 1950, og síðan hef ég varla komið þangað. En svo stórkostlegar framfarir og breytingar hafa orðið á þessum tíma að næstum ekkert er líkt og var. Mest áberandi við fyrstu sýn er sú breyting - nánast þylting - sem orðið hefur á Islandi á allra síðustu ái-atugum: hve grænt allt er orðið um borg og bý, og yfírleitt Sigurður Steinþórsson snyi’tilegt líka. Því skóg- og trjá- rækt hefur tekið heljarstökk áfram, á Reykjum sem annars staðar, og ein meginástæða þess mikla árangurs er einmitt aukin menntun og kunnátta trjáræktar- manna sem komið hafa upp kvæn- um og tegundum sem henta lofts- laginu. Þar á Garðyrkjuskólinn sinn stóra þátt, því tilraunastarf- semi af ýmsu tagi er meðal megin- þátta í starfseminni. Og skólinn sjálfur er í nýjum húsum. I gamla daga var hann í tveimur timburskálum sem reistir höfðu verið árið 1930 fyrir berkla- sjúklinga sem leituðu heilsubótar í hveraleir og -gufum. Nú er annar skálinn löngu horfinn en hinn verð- ur safnhús um sögu Reykja, ís- lenzkrar garðyrkju og nýtingar jarðhita í ylrækt, svo og upplýs- ingastöð um náttúrufar svæðisins. Árið 1961, tæpum aldarfjórðungi eftir stofnun skólans, var hafízt handa um að byggja nýtt skólahús sem nú er e.k. kjarni staðarins. Þá byggingu hannaði Hrafnkell Thor- lacius arkitekt að forsögn Unn- steins, og þykir hún með frumleg- ustu skólahúsum landsins. Eg man vel að Jónas Jónsson, afi minn, sem var mikill vinur Unnsteins og stuðningsmaður, óttaðist dálítið að franskmenntuð framúrstefna frænda hans Hrafnkels og stór- hugur og hugmyndaauðgi Unn- steins mundu enda í vitleysu en það fór á annan veg eins og allir geta séð, þ.á m. 10.000 gestir í opnu húsi á ári hverju. Miðpunktur hússins er tæplega 1.200 fermetra gróðurskáli með 6 metra háu gagn- sæju þaki þar sem vaxa margvísleg tré og runnar, en út frá honum geisla álmur með kennslustofum, heimavist, matsölum og skrifstof- um. Þótt húsið sé ekki fuUbyggt enn - Þjóðarbókhlaðan tók 23 ár frá skóflustungu til vígslu - hefur það hið mesta aðdráttarafl til hvers konai- funda- og samkomuhalds. Annað hús skoðuðum við og engu ómerkara - þó ekki frá sjón- arhóli húsagerðarlistar - sem er nýtt og einstætt tilraunagróðurhús sem brátt verður tekið í gagnið, þar sem hita, raka og birtu er stýrt af tölvum í mörgum klefum. Var að heyra að skólastjóri byndi miklar vonir við þá starfsemi sem þar er fyrirhuguð, enda sér nú fyrir end- ann á langri baráttu við að koma þessu húsi upp. Annarri hugmynd lýsti hann, sem lengra er í að verði að veruleika: að koma upp e.k. tækniminjasafni í íslenzkri garð- yrkju. Þegar Garðyrkjuskólinn var stofnaður voru handverkfæri notuð til allra hluta og hestar höfðu það hlutverk sem dráttarvélar fengu síðar. Þessum verkfæram hefur verið haldið til haga á Reykjum þótt þau úreltust, og mun fara vel á því að þau verði til sýnis í þessari miðstöð garðyrkju í landinu. Fyrir fáum áratugum var lítið um trjágróður í hlíðum og við ræt- ur Reykjafjalls nema rétt í kring- um sumarbústaði, en nú teygja sig vöxtulegir skógar hátt upp í hlíð- arnar. Arið 1986 var samþykkt deiliskipulag af allri Reykjatorf- unni sem ríkið keypti fyrir 100.000 ki’. árið 1930 vegna jarðhitans, og auk Garðyrkjuskólans era Ölfus- borgir byggðar á því landi. Á þeim uppdrætti, sem við skoðuðum, eru staðsett mikil gi’óðurhús og önnur mannvirki, svo og tilrauna- og ræktunarsvæði vegna kennslu og rannsókna Garðyrkjuskólans, en þar er einnig að fínna skógarlundi, tjarnir, göngustíga og hvaðeina sem glatt getur útmstarfólk, enda era lendur Garðyrkjuskólans nú þegar vinsælt útivistarsvæði. Garð- yrkja í víðri merkingu, eins og hún er stunduð á Reykjum, tekur nefni- lega ekki síður til fagurs umhverfís fyrir sálina heldur en hollra mat- væla fyrir líkamann. Allt þetta, sem ég nú hefi nefnt, þótti mér bera vitni stórhug og metnaði skólastjórans fyrir hönd íslenzki’ar garðyrkju og mennta- stofnunar hennar, sem hann hefur gefið alla starfskrafta sína, eins og faðir hans á undan honum. En þó þótti mér sem háskólamanni og fyrrverandi forseta raunvísinda- deildar HI jafnvel ennþá meira koma til þess innra starfs sem fram fer í þessum tiltölulega litla skóla: síðan 1967 hefur námsbraut- um fjölgað úr einni í fimm; ylrækt- arbraut, garðplöntubraut, skrúð- garðyrkjubraut, blómaskreyting- arbraut og umhverfisbraut. Stöðug endumýjun þessa náms með tilliti til nýjunga og síbreytilegra þarfa atvinnulífsins er tryggð með starf- semi fræðslunefnda fyrir hverja braut sem í sitja fulltrúar frá hin- um ýmsu félagasamtökum garð- yrkjunnar og stofnunum landbún- aðarins auk annarra sem talið er að málið varði. Og endurmenntunar- námskeið hafa gegnt sívaxandi hlutverki við skólann allar götur síðan 1985, þannig að árið 1997 vora haldin um 50 slík námskeið með á annað þúsund þátttakendur. Þá heldur Garðyrkjuskólinn uppi formlegu samstarfi við fjölda er- lendra garðyrkjuskóla, garðyrkju- háskóla, tilraunastöðva og félaga- samtaka. Á þeim tæpum 60 áram sem liðin era frá stofnun Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum hefur allt breytzt á Islandi, meðal annars flest það sem hefur með innlenda garðyrkju að gera, svo sem afstaða þjóðarinnar til grænmetisneyzlu, skógræktar, umhverfis og skraut- blóma. I þein-i þróun hefur hlutur Garðyrkjuskólans verið ólítill, þótt margt fleira hafi komið til, og vit- anlega margir fleiri lagt hönd á plóg við skólann en skólastjóramir tveir. Þegar fyrstu tuttugu kandi- datamir voru útskrifaðir frá skól- anum árið 1941 var garðyrkja nán- ast óþekkt á Islandi sem atvinnu- grein; flestir þeirra stofnuðu garð- yrkjustöðvar eða unnu á annan hátt að garðyrkju og gerðust þannig sjálfir útbreiðslumenn hinnar nýju atvinnugreinar. Síðan þá hefur skólinn útskrifað um 600 garðyrkjufræðinga og kannanir sýna að um 80% þeirra vinna við greinina með einhverjum hætti. Ævintýrið sem hófst á Reykjum með stofnun Gai'ðyrkjuskólans heldur áfram, og nú er fimmtíu manna árgangur að hefja nám við skólann, hinn stærsti til þessa. Brautryðjandinn Unnsteinn mátti eins og að líkum lætur takast á við margháttaðan skilningsskort og erfiðleika, og tæpast hefur starf Grétars alltaf verið dans á rósum. Hins vegar hafa velunnarar Garð- yrkjuskólans og stjómenda hans ævinlega mátt sín meira þegar vandkvæði hafa steðjað að, og með- al þeirra velunnara hafa, að sögn Grétars, verið allir landbúnaðar- ráðherrai’ frá 1939. Höfundur er jarðfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. llagnarsson Bikarúrslitin um næstu helgi 3 Fjórðu umferð Bikarkeppni BSÍ er lokið. Urslit leikja urðu þessi: Baldur Bjartmarsson-Arraannsfell/ Sævar Þorbjömsson 59-112 Háspenna/Jón Hjaltason-Garðsláttuþj. Norð- urlands/Stefán Stefánsson 73-97 Nýherji/ísak Öm Sigurðsson-Eimskip/ Stefán Kalmansson 163-50 Marvin/Öm Amþórsson-Landsbré£í Bjöm Eysteinsson 101-94 í undanúrslitunum, sem verða spiluð í Þönglabakkanum laugar- daginn 19. sept. kl. 11.00, spilar sv. Ánnannsfells við sv. Nýherja op^~ sv. Marvins við ^ Garðsláttuþj. Norðurlands. Urslitaleikurinn verður síðan sunnudaginn 20. sept. og hefst kl. 11.00. Leikirnir verða sýndir á ramma og áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna í Þöngla- bakkann um helgina. Aðgangur ókeypis. Helztu mót vetrarins Mótaskráin 1998-1999 er komin út og hefur verið send til félag- anna. Mótaskrána er einnig að fínna á heimasíðunni http://www.is- landia.is/— isbridge. Helstu breyt- ingar á mótum vetrarins era að einmenningurinn verður spilaður föstudag og laugardag og minning^ armót Einars Þorfinnssonar á Sel- fossi verður 3. okt. 19. -20. sept. Bikarkeppni BSÍ, undanúrslit og úrslit. 10.-11. okt. Islandsmót í tvímenn- ingi opinn flokkur, undanúrslit. 16. -17. okt. Islandsmót í einmenn- ingi- 18. okt. Ársþing BSI. 31. okt.-l. nóv. íslandsmót í tví- menningi, opinn flokkur úrslit. 7.-8. nóv. Islandsmót eldri og yngri spilara í tvímenningi. 20. nóv. Samnorrænn tvímenning- ur. 21. -22. nóv. Islandsmót kvenna í tvímenningi. 30. -31. jan. Islandsmót í para- sveitakeppni. 12.-15. feb. Bridgehátíð BSÍ, BR og Flugleiða. 27.-28. feb. Islandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni. 5.-7. mars Islandsmót í sveita- keppni, opinn flokkur - undanúr- slit. 31. mars-3. apríl Islandsmót í sveitakeppni, opinn flokkur - úr- slit. 17. -18. apríl Islandsmót í paratví- menningi. A 22. -23. maí Kjördæmakeppni BSI. Skráning er hafin í fýrstu mót vetrarins á skrifstofunni. S: 5879360. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 8. sept. spiluðu 28 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Sæmundur Bjömss. - Magnús Halldórss. 383 Garðar Sigurðsson - Baldm- Ásgeirsson 372 Þórarinn Amason - Þorleiíur Þórarins. 369 Jón Stefánsson - Alfreð Kristjánss. 3361 Lokastaða efstu para í A/V: Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 3§þ. Guðm. Á Guðmundss. - Stígur Herlufsen 355 Helga Helgadóttir - Július Ingibergss. 339 HeiðurGestedóttir-ÞorsteinnSveinsson 336 Meðalskor 312. Á fóstudaginn var spiluðu 20 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Magnús Halldórss. - Sæmundur Bjömsson253 Ingunn Bemburg - Elín Jónsdóttir 244 Oliver Kristóferss. - Rafn Kristjánss. 240 Lokastaðan í A/V: Albert Þorsteinss. - Alfreð Kristjánss. 302 Bjöm Hermannss. - Sigurður Friðþjófss. 254 BaldurÁsgeirsson-GarðarSigurðsson 240 Meðalskor 216. ^ Bridsfélag Kópavogs Vetrarstarfið hefst nk. fimmtu- dagskvöld, 17. september, með eins kvölds tvímenningi. Spilað verður sem fyn- í Þinghóli, Hamraborg 11, og hefst spilamennskan kl. 19.45. Keppnisstjóri er Hermann Lára^ son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.