Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 33" GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM GRETAR Unnsteinsson skólastjóri við vígslu Unnsteinslundar 21. júní 1998. YFIRLITSMYND af Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Skólahúsin fyrir miðju, gamli skólinn til hægri. Ævintýrið á Reykjum Stórhugur og metnaður skólastjóranna hefur einkennt starfíð í Garðyrkjuskólan- um í Reykjum. Sigurður Steinþórsson heimsótti skólann fyrr í sumar, en tilefnið var vígsla dálítils trjálundar til minningar um Elnu og Unnstein Olafsson, fyrsta skólastjóra Garðyrkjuskólans. SUMARDAGINN fyrsta ár hvert hefur Garðyrkjuskóhnn á Reykjum í Ölfusi „opið hús“ til að kynna starf- semi sína, og til þess koma í seinni tíð allt að 10.000 gestir. Ekki hef- ur skólinn alltaf átt slíku fylgi að fagna, né garðyrkja og garð- yrkjumenntun mætt jafnmiklum skilningi og nú, enda hefur við- gangur skólans á síð- ustu áratugum verið næsta ævintýralegur. Vafalaust er það mikið því að þakka hve hepp- inn skólinn hefur verið með stjórn- endur, fyi-st Unnstein Ólafsson sem stýrði skólanum frá stofnun hans vorið 1939 til dauðadags 1966, og síðan eftinnann hans Grétar Unnsteinsson, sem þá tók við stjórninni. Því Unnsteinn og Grét- ar reyndust vera réttir menn á réttum tíma: Unnsteinn hinn eld- legi brautryðjandi en Grétar fastur fyrir, skipulagður og næmur á kröfur tímans um menntun garð- yi-kjufræðinga. Unnsteinn var 26 ára þegar hann tók við skólanum, fyrstur fs- lendinga til að hljóta háskóla- menntun í garðyrkjufræðum, og frá þeim degi helgaði hann líf sitt Garðyrkjuskólanum og íslenzkri garðyrkju. Það þrotlausa og ákafa uppbyggingarstarf var enginn dans á rósum, enda féll Unnsteinn frá langt fyrir aldur fram, rúmlega fímmtugur. A þeim tíma var Grét- ar, sonur Unnsteins og Elnu konu hans, 25 ára og hafði nýlokið fram- haldsnámi í garðyrkjufræðum í Danmörku, og varð úr að hann tók við skólanum. Síðan hefur Grétar, engu síður en faðir hans áður, unnið þrot- laust að framgangi skólans og íslenzkrar garðyrkju, svo sem sjá má á árangrinum. Því skrifa ég þessa grein, að ég heimsótti Reyki fyrr í sumar og þótti þá svo mikið til um skólann og það starf sem þar er unn- ið, að ég get vart orða bundizt. Tilefnið var vígsla dálítils trjá- lundar til minningar um Elnu og Unnstein Ólafsson, fyrsta skólastjóra Garð- yrkjuskólans. Við sem þangað var boðið notuðum tækifærið til að skoða okkur um í fylgd Grétars skólastjóra, í mínu tilviki var það í fyrsta sinn í tæpa hálfa öld. Því skólinn og ég erum næstum jafn- aldra, og á sokkabandsárum okkar beggja á 5. áratugnum var ég iðu- lega á sumrin þarna fyrir austan, í bústað sem fjölskyldan átti. Mér er Unnsteinn afar minnisstæður frá þeim tíma, fullur af stórhug og ákafa og húnvetnsku fjöri. Enda voru mikil umsvif á Reykjum, kýr og svín auk garðyrkjuframleiðslu utan gróðurhúsa og innan því skól- inn varð að bæta sér upp rýrar fjárveitingar til að geta dafnað og vaxið. Sumardvölum mínum á Reykjum lauk kringum 1950, og síðan hef ég varla komið þangað. En svo stórkostlegar framfarir og breytingar hafa orðið á þessum tíma að næstum ekkert er líkt og var. Mest áberandi við fyrstu sýn er sú breyting - nánast þylting - sem orðið hefur á Islandi á allra síðustu ái-atugum: hve grænt allt er orðið um borg og bý, og yfírleitt Sigurður Steinþórsson snyi’tilegt líka. Því skóg- og trjá- rækt hefur tekið heljarstökk áfram, á Reykjum sem annars staðar, og ein meginástæða þess mikla árangurs er einmitt aukin menntun og kunnátta trjáræktar- manna sem komið hafa upp kvæn- um og tegundum sem henta lofts- laginu. Þar á Garðyrkjuskólinn sinn stóra þátt, því tilraunastarf- semi af ýmsu tagi er meðal megin- þátta í starfseminni. Og skólinn sjálfur er í nýjum húsum. I gamla daga var hann í tveimur timburskálum sem reistir höfðu verið árið 1930 fyrir berkla- sjúklinga sem leituðu heilsubótar í hveraleir og -gufum. Nú er annar skálinn löngu horfinn en hinn verð- ur safnhús um sögu Reykja, ís- lenzkrar garðyrkju og nýtingar jarðhita í ylrækt, svo og upplýs- ingastöð um náttúrufar svæðisins. Árið 1961, tæpum aldarfjórðungi eftir stofnun skólans, var hafízt handa um að byggja nýtt skólahús sem nú er e.k. kjarni staðarins. Þá byggingu hannaði Hrafnkell Thor- lacius arkitekt að forsögn Unn- steins, og þykir hún með frumleg- ustu skólahúsum landsins. Eg man vel að Jónas Jónsson, afi minn, sem var mikill vinur Unnsteins og stuðningsmaður, óttaðist dálítið að franskmenntuð framúrstefna frænda hans Hrafnkels og stór- hugur og hugmyndaauðgi Unn- steins mundu enda í vitleysu en það fór á annan veg eins og allir geta séð, þ.á m. 10.000 gestir í opnu húsi á ári hverju. Miðpunktur hússins er tæplega 1.200 fermetra gróðurskáli með 6 metra háu gagn- sæju þaki þar sem vaxa margvísleg tré og runnar, en út frá honum geisla álmur með kennslustofum, heimavist, matsölum og skrifstof- um. Þótt húsið sé ekki fuUbyggt enn - Þjóðarbókhlaðan tók 23 ár frá skóflustungu til vígslu - hefur það hið mesta aðdráttarafl til hvers konai- funda- og samkomuhalds. Annað hús skoðuðum við og engu ómerkara - þó ekki frá sjón- arhóli húsagerðarlistar - sem er nýtt og einstætt tilraunagróðurhús sem brátt verður tekið í gagnið, þar sem hita, raka og birtu er stýrt af tölvum í mörgum klefum. Var að heyra að skólastjóri byndi miklar vonir við þá starfsemi sem þar er fyrirhuguð, enda sér nú fyrir end- ann á langri baráttu við að koma þessu húsi upp. Annarri hugmynd lýsti hann, sem lengra er í að verði að veruleika: að koma upp e.k. tækniminjasafni í íslenzkri garð- yrkju. Þegar Garðyrkjuskólinn var stofnaður voru handverkfæri notuð til allra hluta og hestar höfðu það hlutverk sem dráttarvélar fengu síðar. Þessum verkfæram hefur verið haldið til haga á Reykjum þótt þau úreltust, og mun fara vel á því að þau verði til sýnis í þessari miðstöð garðyrkju í landinu. Fyrir fáum áratugum var lítið um trjágróður í hlíðum og við ræt- ur Reykjafjalls nema rétt í kring- um sumarbústaði, en nú teygja sig vöxtulegir skógar hátt upp í hlíð- arnar. Arið 1986 var samþykkt deiliskipulag af allri Reykjatorf- unni sem ríkið keypti fyrir 100.000 ki’. árið 1930 vegna jarðhitans, og auk Garðyrkjuskólans era Ölfus- borgir byggðar á því landi. Á þeim uppdrætti, sem við skoðuðum, eru staðsett mikil gi’óðurhús og önnur mannvirki, svo og tilrauna- og ræktunarsvæði vegna kennslu og rannsókna Garðyrkjuskólans, en þar er einnig að fínna skógarlundi, tjarnir, göngustíga og hvaðeina sem glatt getur útmstarfólk, enda era lendur Garðyrkjuskólans nú þegar vinsælt útivistarsvæði. Garð- yrkja í víðri merkingu, eins og hún er stunduð á Reykjum, tekur nefni- lega ekki síður til fagurs umhverfís fyrir sálina heldur en hollra mat- væla fyrir líkamann. Allt þetta, sem ég nú hefi nefnt, þótti mér bera vitni stórhug og metnaði skólastjórans fyrir hönd íslenzki’ar garðyrkju og mennta- stofnunar hennar, sem hann hefur gefið alla starfskrafta sína, eins og faðir hans á undan honum. En þó þótti mér sem háskólamanni og fyrrverandi forseta raunvísinda- deildar HI jafnvel ennþá meira koma til þess innra starfs sem fram fer í þessum tiltölulega litla skóla: síðan 1967 hefur námsbraut- um fjölgað úr einni í fimm; ylrækt- arbraut, garðplöntubraut, skrúð- garðyrkjubraut, blómaskreyting- arbraut og umhverfisbraut. Stöðug endumýjun þessa náms með tilliti til nýjunga og síbreytilegra þarfa atvinnulífsins er tryggð með starf- semi fræðslunefnda fyrir hverja braut sem í sitja fulltrúar frá hin- um ýmsu félagasamtökum garð- yrkjunnar og stofnunum landbún- aðarins auk annarra sem talið er að málið varði. Og endurmenntunar- námskeið hafa gegnt sívaxandi hlutverki við skólann allar götur síðan 1985, þannig að árið 1997 vora haldin um 50 slík námskeið með á annað þúsund þátttakendur. Þá heldur Garðyrkjuskólinn uppi formlegu samstarfi við fjölda er- lendra garðyrkjuskóla, garðyrkju- háskóla, tilraunastöðva og félaga- samtaka. Á þeim tæpum 60 áram sem liðin era frá stofnun Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum hefur allt breytzt á Islandi, meðal annars flest það sem hefur með innlenda garðyrkju að gera, svo sem afstaða þjóðarinnar til grænmetisneyzlu, skógræktar, umhverfis og skraut- blóma. I þein-i þróun hefur hlutur Garðyrkjuskólans verið ólítill, þótt margt fleira hafi komið til, og vit- anlega margir fleiri lagt hönd á plóg við skólann en skólastjóramir tveir. Þegar fyrstu tuttugu kandi- datamir voru útskrifaðir frá skól- anum árið 1941 var garðyrkja nán- ast óþekkt á Islandi sem atvinnu- grein; flestir þeirra stofnuðu garð- yrkjustöðvar eða unnu á annan hátt að garðyrkju og gerðust þannig sjálfir útbreiðslumenn hinnar nýju atvinnugreinar. Síðan þá hefur skólinn útskrifað um 600 garðyrkjufræðinga og kannanir sýna að um 80% þeirra vinna við greinina með einhverjum hætti. Ævintýrið sem hófst á Reykjum með stofnun Gai'ðyrkjuskólans heldur áfram, og nú er fimmtíu manna árgangur að hefja nám við skólann, hinn stærsti til þessa. Brautryðjandinn Unnsteinn mátti eins og að líkum lætur takast á við margháttaðan skilningsskort og erfiðleika, og tæpast hefur starf Grétars alltaf verið dans á rósum. Hins vegar hafa velunnarar Garð- yrkjuskólans og stjómenda hans ævinlega mátt sín meira þegar vandkvæði hafa steðjað að, og með- al þeirra velunnara hafa, að sögn Grétars, verið allir landbúnaðar- ráðherrai’ frá 1939. Höfundur er jarðfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. llagnarsson Bikarúrslitin um næstu helgi 3 Fjórðu umferð Bikarkeppni BSÍ er lokið. Urslit leikja urðu þessi: Baldur Bjartmarsson-Arraannsfell/ Sævar Þorbjömsson 59-112 Háspenna/Jón Hjaltason-Garðsláttuþj. Norð- urlands/Stefán Stefánsson 73-97 Nýherji/ísak Öm Sigurðsson-Eimskip/ Stefán Kalmansson 163-50 Marvin/Öm Amþórsson-Landsbré£í Bjöm Eysteinsson 101-94 í undanúrslitunum, sem verða spiluð í Þönglabakkanum laugar- daginn 19. sept. kl. 11.00, spilar sv. Ánnannsfells við sv. Nýherja op^~ sv. Marvins við ^ Garðsláttuþj. Norðurlands. Urslitaleikurinn verður síðan sunnudaginn 20. sept. og hefst kl. 11.00. Leikirnir verða sýndir á ramma og áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna í Þöngla- bakkann um helgina. Aðgangur ókeypis. Helztu mót vetrarins Mótaskráin 1998-1999 er komin út og hefur verið send til félag- anna. Mótaskrána er einnig að fínna á heimasíðunni http://www.is- landia.is/— isbridge. Helstu breyt- ingar á mótum vetrarins era að einmenningurinn verður spilaður föstudag og laugardag og minning^ armót Einars Þorfinnssonar á Sel- fossi verður 3. okt. 19. -20. sept. Bikarkeppni BSÍ, undanúrslit og úrslit. 10.-11. okt. Islandsmót í tvímenn- ingi opinn flokkur, undanúrslit. 16. -17. okt. Islandsmót í einmenn- ingi- 18. okt. Ársþing BSI. 31. okt.-l. nóv. íslandsmót í tví- menningi, opinn flokkur úrslit. 7.-8. nóv. Islandsmót eldri og yngri spilara í tvímenningi. 20. nóv. Samnorrænn tvímenning- ur. 21. -22. nóv. Islandsmót kvenna í tvímenningi. 30. -31. jan. Islandsmót í para- sveitakeppni. 12.-15. feb. Bridgehátíð BSÍ, BR og Flugleiða. 27.-28. feb. Islandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni. 5.-7. mars Islandsmót í sveita- keppni, opinn flokkur - undanúr- slit. 31. mars-3. apríl Islandsmót í sveitakeppni, opinn flokkur - úr- slit. 17. -18. apríl Islandsmót í paratví- menningi. A 22. -23. maí Kjördæmakeppni BSI. Skráning er hafin í fýrstu mót vetrarins á skrifstofunni. S: 5879360. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 8. sept. spiluðu 28 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Sæmundur Bjömss. - Magnús Halldórss. 383 Garðar Sigurðsson - Baldm- Ásgeirsson 372 Þórarinn Amason - Þorleiíur Þórarins. 369 Jón Stefánsson - Alfreð Kristjánss. 3361 Lokastaða efstu para í A/V: Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 3§þ. Guðm. Á Guðmundss. - Stígur Herlufsen 355 Helga Helgadóttir - Július Ingibergss. 339 HeiðurGestedóttir-ÞorsteinnSveinsson 336 Meðalskor 312. Á fóstudaginn var spiluðu 20 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Magnús Halldórss. - Sæmundur Bjömsson253 Ingunn Bemburg - Elín Jónsdóttir 244 Oliver Kristóferss. - Rafn Kristjánss. 240 Lokastaðan í A/V: Albert Þorsteinss. - Alfreð Kristjánss. 302 Bjöm Hermannss. - Sigurður Friðþjófss. 254 BaldurÁsgeirsson-GarðarSigurðsson 240 Meðalskor 216. ^ Bridsfélag Kópavogs Vetrarstarfið hefst nk. fimmtu- dagskvöld, 17. september, með eins kvölds tvímenningi. Spilað verður sem fyn- í Þinghóli, Hamraborg 11, og hefst spilamennskan kl. 19.45. Keppnisstjóri er Hermann Lára^ son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.