Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÓKASALA í ágú Rðð Var Tltill/Hðfundur/Útgefandi 1 PANORAMA ÍSLAND/ Páll Stefánsson/lceland Review. 2 AMAZING ICELAND Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM/Texti: Helgi Guðmundsson. Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið 3 HÍBÝLIVINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning. 4 ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Á ýmsum tungumálum/ steindór Steindórsson frá Hlöðum/lslenska bókaútgáfan. 5 ÍSLAND, EYJAN HLÝJA í NORÐRIÁ ýmsum tungumálum/Texti: Torfi H. Tulinius. Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið. 6 MEISTARINN OG MARGARÍTA/ Míkhaíl Búlgakov/Mál og menning. 7 ANDSÆLIS Á AUÐNUHJÓLINU/ Helgi Ingólfsson/Mál og menning. 8 FRÖNSK-ÍSLENSK/ÍSLENSK-FRÖNSK ORÐABÓK/ Þór Stefánsson/ Orðabókaútgáfan. 9 HRAFNKELSSAGA FREYSGOÐA//Vaka-Helgafell. 10-11 SALKA VALKA/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell. 10-11 LÍFIÐ í JAFNVÆGI/ Bob Greene og Oprah Winfrey/PP forlag. Einstakir fiokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDP SKÁLDVERK 1 HÍBÝLI VINDANNA/BöðvarGuðmundsson/Mál og menning. 2 MEISTARINN OG MARGARÍTA/ Míkhaíl Búlgakov/Mál og menning. 3 ANDSÆLIS Á AUÐNUHJÓLINU/ Helgi Ingólfsson/Mál og menning. 4 HRAFNKELSSAGA FREYSGOÐA//Vaka-Heigafeii. 5 SALKA VALKA/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell. 6 ÍSLANDSKLUKKA/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell. 7 LIFSINS TRE/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning. 8 TÍMAÞJÓFURINN/ Steinunn Sigurðardóttir/Mál og menning. 9 BREKKUKOTSANNÁLL/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell. 10 SNORRA-EDDA/ Snorri Sturluson/Mál og menning. ÍSLENSK OG ÞÝPD LJÓÐ 1 HÁVAMÁL/ /Vaka-Helgafell. 2-3 EDDUKVÆÐI/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/Mál og menning. 2-3 SPÁMAÐURINN/ Kalil Gibran/lslendingasagnaútgáfan. 4-5 ÁSTARLJÓÐ DAVÍÐS STEFÁNSSONAR/ Davíð Stefánsson/Vaka-Helgafell. 4-5 GIMSTEINAR LJÓÐ 16 HÖFUNDA/ Ólafur Haukur Ármannson valdi efni/Hörpuútgáfan. ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- QG UNGLINGABÆKUR 1 ÞRÍR LITLIR GRÍSIR//Bókaútgáfan Björk. 2 ANNA GETUR ÞAÐ/ /Bókaútgáfan Björk.. 3 TINNABÆKUR ÝMSIR TITLAR/ Hergé/Fjöivi ehf. 4 ÚLFURINN OG SJÖ KIÐLINGAR/ Richard Scarry/Bókaútgáfan Björk. 5 STÚFUR//Bókaútgáfan Björk. 6 ÍSLENSKU DÝRIN/ Halldór Pétursson/Setberg. 7-8 KARÍUS OG BAKTUS/Thorbjörn Egner/Thorvaldsen félagið. 7-8 PALLI VAR EINN í HEIMINUM/JensSigsgaard/BókaútgáfanBjörk. 9 STAFRÓFSKVER/ Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn/Forlagið. 10 ÞRÍHJÓLIÐ HANS STEBBA/ Pnina Moet-Kass og Lorna Tomai/Bókaútgáfan Björk. ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 PANORAMA ÍSLAND/ Páll Stefánsson/lceland Review. 2 AMAZING ICELAND Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM/ Texti: Helgi Guðmundsson. Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið 3 ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM/ Steindór Steindórsson frá Hlöðum/íslenska bókaútgáfan. 4 ÍSLAND, EYJAN HLÝJA í NORÐRIÁ ýmsum tungumálum/ Texti: Torfi h. Tulinius. Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið. 5 FRÖNSK-ÍSLENSK/ÍSLENSK-FRÖNSK ORÐABÓK/ Þór Stefánsson /Orðabókaútgáfan. 6 LÍFIÐ í JAFNVÆGI/ Bob Greene og Oprah Winfrey/PP forlag. 7-8 ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG ÆVINTÝRI Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM//lceland Rev. 7-8 ENSK-ÍSLENSK SKÓLAORÐABÓK/ Jón Skaptason ritstýrði/Mál og menning. 9 LANDSCAPES Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM/ Texti: Sigurgeri Sigurgeirsson. Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið. 10 ENSK-ÍSLENSK/ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ Sævar Hilbertsson ritstýrði /Orðabókaútgáfan. Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bóksala stúdenta v/Hringbraut Penninn-Eymundsson, Austurstræti Eymundsson, Kringlunni Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík KÁ, Selfossi Samantekt Félagsvísíndastofnunar á sölu bóka á sölu bóka I ágúst 1998 Unniö fyrir Morgunblaðið, Féiag Islenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson SJONFYRIRBRIGÐI S JÓNFYRIRBRIGÐI Ljósmynd/Bragr Ásgeirsson Fyrir- brigði MYNPLIST Kambur/ llangárval lasýslu LJÓÐRÆN HUGMYNDAFRÆÐI ÓLAFUR ELÍASSON Opið alla daga nema miðvikudaga til 4. október. Aðgangur ókeypis. Á FÁUM árum hefur hinn ungi innsetningalistamaður Ólafur Elí- asson, f. 1967, skotið öllum íslenzk- um og flestum dönskum starfs- bræðrum sínum ref fyrir rass um athygli í listheiminum. Á ekki að- eins við um sýningaframkvæmdir sem eru margar og velskipulagðar, heldur einnig greinar í markaðsrit- um listarinnar. I vor birtu þrjú leið- andi mánaðarrit í Bandaríkjunum, Art Forum, ARTnews og Freeze, greinar um ljósa listamanninn frá norðrinu, sem á einstæðan hátt léki með höfuð- skepnurnar vind, vatn, ljós og eld. Þá koma ýmsar eftirfar- andi upplýsingar úr grein er birt- ist í Weekend- avisen í Kaup- mannahöfn, helgina 28. ágúst-3. september, sem ásamt þrem lit- myndum í miðjum menningarkálf- inum tekur 3/4 úr heilli síðu, sem að auki er helmingi meiri að umfangi en almennt gerist um hérlend dag- blöð. Það er ekki ónýtt að lesa af- rekalista Ólafs, sem lauk námi frá listakademíunni í Kaupmannahöfn 1985. Fyrir skömmu hlotnuðust honum 200.000 krónur sænskar úr sjóði Edfranska Stiftelsen, og föstudaginn 7. september opnaði hann sýningu í listasafninu í Árós- um, við hlið málarans Per Kirkeby, frægasta núlifandi myndlistar- manns Danmerkur. Þarlendir minnast þess nú veglega að Kirke- by varð sextugur á dögunum m.a. með útgáfu fjögurra bóka! Seinna í mánuðinum tekur Olafur þátt í Tví- æringnum í Sydney, einnig sýningu í Rooseum í Malmö, þarnæst verð- ur hann fulltrúi Danmerkur á Tví- æringnum í Sao Paulo, sem opnað- ur verður 2. október, þann níunda sama mánaðar verður það Varsjá og hinn sautjánda tekur hann þátt í samstarfsverkefni með þrem öðr- um listamönnum á MoMA í New York og loks verður hann með einkasýningu á safni í Leipzig 8. nóvember, er þó ekki allt talið upp. Olafur er fæddur á Islandi, alinn upp í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Þar fyrir birtist hann á lista- sviði, sem íslenskur nemandi á listakademíunni í Kaupmannahöfn, þarnæst sem íslenzkur listamaður með íslenzkt nafn og skýrar vísanir til íslenzkrar erfðavenju í náttúru- list. Og þó leggur hann áherslu á, að hann sé ekki náttúrulistamaður né náttúrumaður fyrir þá sök. „Það er ekki einungis upprunaleiki nátt- úrunnar og hið grófa sem ég hef áhuga á. Eg leita ekki eftir neinu upprunalegu. Menningarlandslagið í Danmörku hefur jafn mikla þýð- ingu fyrir list mína. Það er sam- hengið og andstæðurnar, rannsókn- in á því sem verður til þegar nátt- úran mætir menningunni, sem tek- ur huga minn fanginn." Olafur er ljósasta dæmið sem við eigum um listamann sem kann að markaðssetja sig og gerir það á yf- irvegaðri hátt en nokkur sem ég þekki til, þannig komast hvorki Erró né Louise Matthíasdóttir með tærnar þar sem hann hefur hælana. En Ólafur er vel að merkja af- kvæmi annarra tíma, nýrra og gjör- ólíkra viðhorfa á listavettvangi. Hann ferðast ekki um með málverk eða höggmyndir, sendir ekki fullbú- in verk hingað og þangað heldur mótar innsetningar á staðnum, þar sem allt samanlagt umhverfíð, úti og inni, er þátttakandi í gjörningn- um. Allt sem Ólafur tekur sér fyrir hendur einkennist af skipulagi og aga, hann vísai’ til þess að þegar skipamiðlarinn Onassis kenndi bömum sínum frumþætti viðskipta, var ráð hans öðru fremur að þau skrifuðu hjá sér nöfn allra þeirra sem þau umgengjust hverju sinni, þarmeð hefðu þau vísi að sambönd- um til að byggja á. „Sambönd eru mikilvæg, listheimurinn er í raun og veru ekki sérlega stór, þannig rekst maður iðulega á sama fólkið á söfnunum. Smátt og smátt fer mað- ur að þekkja alla.“ Ólafur hefur vinnustofu í Berlín Mitte, sem um þessar mundir er miðstöð rannsókna og uppstokkana ungra í myndlist, listrænna gjörn- inga af öllu tagi. Skondið að þeir fara fram í hverfí sem var fyrrum stjómsetur Alþýðulýðveldisins, sem mest hataðist við núlistir vest- ursins og taldi þeim stjómað af haukunum í Pentagon (!), gott ef Stasi hafði ekki aðsetur þar einnig. Hverjum skyldi hafa dottið þessi þróun í hug fyrir aðeins áratug eða svo? En sem að líkum lætur er list- sköpun Ólafs ekki háð vinnustof- unni, er ekki staðbundin í þá veru, heldur getur hann fengið hugmynd- ir hvar sem er og útfært þær á staðnum. Svona eins og rithöfundur sem sækir föng í lifanir allt um kring á ferðum sínum og safnar þeim í eitt brennigler. Þó getur ein hugmynd verið ávöxtur mikillar vinnu og djúprar íhugunar og þannig er Ólafur oftar en ekki með 4-5 hugmyndir í takinu samtímis. Vinnur að einu afmörkuðu verkefni í nokkra daga, leggur það svo til hliðar og það getur liðið langur tími, jafnvel heilt ár áður en inn- setningin er fullmótuð. Sýnishorn listar Ólafs rataði hingað á Kjarvalsstaði fyrr á árinu og var bæði um inni- og útilistaverk að ræða, en sýningin í litla fallega listhúsinu að Kambi helgast frekar af hinni ljóðrænu hlið sköpunarferl- isins. Um er að ræða bláleita ljós- myndaröð sem nefnist: „Leitað að heitu vatni í landi Gunnars Arn- ars“. Og hver sem alvaran er að baki vatnsleitinni, er um afar ljóð- rænan og heimspekilegan gjörning að ræða er fer fram um hávetur og ber í sér vísanir til lands og nýs landnáms. Með sérstökum útbúnaði við einn gluggann, eins konar dýpt- arsjá, er gesturinn þarnæst leiddur inn í heim ófreskra sjónfyrirbrigða, ýmissa óvæntra skynjana á náttúr- unni og umhverfinu. Það er vel þess virði að sveigja út á afleggjarann að Kambi og skoða sýningu hins metnaðarfulla, stjórn- sama og skipulagða unga lista- manns, ekki spillir að akstursleiðin er hin fegursta. Bragi Ásgeirsson Ólafur Elíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.