Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður SPRON 52 milljónir króna ^^BJBJB^BBBB Sparisjóður Reykja- J&JB BJB B víkur o g nágrennis Úr árshlutauppgjöri 1. janúar til 30. júní Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 833,8 651,9 +28% Vaxtagjöld 537,6 355,7 +51% Hreinar vaxtatekjur 296,2 296,2 0% Aðrar tekjur 260,2 162,4 +60% Hreinar rekstrartekjur 556,4 458,6 +21% Önnur gjöld 444,0 343,8 +29% Framlög í afskriftarreikning 45,7 25,4 +80% Skattar 14,9 27,4 ■46% Hagnaður tímabilsins 51,8 62,0 ■16% Efnahagsreikningur 30/6 '98 31/12 '97 Breyling \ Eignir: | Milljónir króna Sjóður og kröfur á innlánsstofnanir 1.910,0 1.935,3 ■1% Útlán 10.264,1 9.964,2 +3% Markaðsverðbréf og eignarhi. í fél. 4.742,3 5.596,1 -15% Aðrar eignir 601,4 536,9 +12% Eignir samtals 17.517,8 18.032,5 ■3% Skuldir og eigid fé: 338,2 1.088,4 ■69% Skuldirvið lánastofnanir Innlán 12.512,6 10.895,1 +15% Lántaka 2.578,7 4.083,1 ■37% Aðrar skuldir 128,6 171,3 -25% Reiknaðar skuldbindingar 352,8 336,0 +5% Víkjandi lán 349,8 254,0 +38% Eigiðfé 1.257,1 1.204,6 +4% Skuldir og eigið fé samtals 17.517,8 18.032,5 ■3% Framkvæmdastjóri Norð- vesturban dalagsins hættir vegna ágreinings HAGNAÐUR af rekstri SPRON á fyrstu sex mánuðum ársins nam um 52 m.kr. eftir skatta samkvæmt árshlutareikningi fyrirtækisins. I fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að hagnaðurinn svari til þess að arðsemi eigin fjár SPRON hafi verið 8,8% sem er 0,8% hærra en rekstraráætlun ársins 1998 gerii' ráð fyrir. Samkvæmt tilkynningunni hafa innlán aukist um 1.617 m.kr. eða um 15% fyrstu sex mánuði ársins og voru 12.512,65 m.kr. hinn 30. júní sl. Útlán námu 10.264,1 m.kr. og höfðu aukist um 3% frá áramótum. Eigið fé fyrirtækisins nam fyrstu sex mánuði ársins 1.257,1 m.kr. Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum námu 296,2 m.kr. sem er sama fjárhæð og fyi'stu sex mánuði ársins 1997. I fréttatilkynningunni segir að rekstur SPRON á fyrri hluta þessa árs hafi einkennst af auknum umsvifum og miklum fjárfestingum vegna breytinga á húsnæði og nýjum tölvu- og afgreiðslukerfum. Starfsmönnum hafi fjölgað vegna nýrrar starfsemi sem m.a. miðar að aukinni markaðssókn og þá hafi ýmsar skipulagsbreytingar verið gerðar í fyrirtækinu, segir í fréttatilkynningunni. Miklar framkvæmdir og fleiri viðskiptavinir Stjórnendur SPRON eru ánægðir með niðurstöðutölur rekstrar- og efnahagsreiknings og áætlanir gera ráð fyrir að afkoman í lok ársins verði enn hagstæðari. Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri segir útkomuna vera í samræmi við áætlanir. „Við gerðum ráð fyrir miklum kostnaði á tímabilinu. Við stöndum í miklum framkvæmdum, við erum bæði að stofna ný svið og höfum verið að byrja með nýja starfsemi. Einnig höfum við fjárfest mikið í tölvu- og hugbúnaði. Á móti þessu kemur að mikil aukning er á tekjuhliðinni og við höfum bætt við okkur mörgum nýjum viðskiptavinum," sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um útlitið það sem eftir lifir árs segir hann það gott þó að samkeppni verði áfram mikil. „Afleiðing harðnandi samkeppni kemur fram í því að vaxtamunur heldur áfram að minnka og það gerir kröfur til fyrirtækja um að halda betur á spöðunum og skila betri árangri, bæði í afkomu- og markaðsmálum.“ KOLBEINN Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri Norðvesturbanda- lagsins hf., hefur sagt upp störfum. Ástæður uppsagnarinnar eru, að sögn Kolbeins, ágreiningur við sláturhússtjóra Sláturhússins á Hvammstanga, sem er eitt þriggja sláturhúsa innan bandalagsins, auk þess sem persónulegar ástæður spila inn í uppsögnina. Kolbeinn mun halda áfram störfum þangað til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn. Kolbeinn segir ákvörðun sína hafa verið tekna í fullu samráði og sátt við stjóm félagsins. Kolbeinn hefur verið fram- kvæmdastjóri félagsins frá stofnun þess, eða síðan í ágúst í fyrra þegar fjögur sláturhús sameinuðust í einu félagi. HLUTHAFAFUNÐUR Boðað er til hluthafafundar í Vaka hf. og verður hann haldinn í húsnæði félagsins að Ármúla 44 í Reykjavík, fimmtudaginn 24. september 1998 og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum, þ.a. stjórn verði veitt heimild . til hlutafjáraukningar. 2. Önnurmál löglega upp borin. Dagskrá fundarins ásamt endanlegum tillögum, liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, viku fyrir hluthafafund. Vaki hf. ÁRMÚLI 44 - 108 REYKJAVÍK - ÍSLAND SÍMi: 568 0855 - FAX: 568 6930 - E-MAIL: VAKI®VAKI.IS / Bankaráð Búnaðarbanka Islands hf. * Oskað eftir hluta- fjárútboði í ár BANKARÁÐ Búnaðarbanka ís- lands hf. ákvað á fundi sínum í gær að óska eftir því við viðskiptaráð- herra að haldinn verði hluthafa- fundur í bankanum til að ákveða út- boð nýs hlutafjár. Bankaráðið vill stefna að því að auka hlutafé bank- ans á þessu ári og gætu þá hluta- bréf í bankanum að nafnverði um 600 milljónir komið á markaðinn í nóvember. Ríkisstjórnin markaði þá stefnu að nýtt yrði heimild Alþingis til útgáfu nýs hlutafjár í Landsbanka Islands og Búnaðarbankanum. Sala bréfa í Landsbankanum stendur yfir og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnai' kemur fram að útgáfa hlutabréfa í Búnaðarbankanum eigi að verða í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Búnaðarbankinn hefur undirbúið hlutafjárútboð og skráningu bank- ans á Verðbréfaþing Islands og eft- ir fund í gær óskaði bankaráðið formlega eftir því við viðskiptaráð- herra, sem fer með atkvæði eina hluthafans, ríkissjóðs, að boðað verði til hluthafafundar til að ákveða útboð. Pálmi Jónsson, for- maður bankaráðs, segir að bankinn vaxi stöðugt og auka þurfi eigið fé hans til þess að vöxturinn geti hald- ið áfram. Annars sé hætta á að eigið fé fari undir lögboðin mörk. Dreifð sala Ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að útboði hlutafjár í Búnaðarbankanum. Pálmi segir að með ályktun bankaráðsins hafi ver- ið send greinargerð þar sem bent er á helstu atriði sem máli skipta. Það sé síðan eigandans og viðsldptaráð- herra sem fulltrúa hans að taka við- eigandi ákvarðanir. í stefnumörkun ríkisstjórnarinn- ar eru sömu markmið sett um sölu hlutabréfa í Búnaðarbankanum og Landsbankanum. Hlutabréfin verða því seld starfsmönnum á gengi sem svarar til innra virðis bankans um síðustu áramót og síðan til almenn- ings í dreifðri sölu á gengi sem enn hefur ekki verið ákveðið. Hlutafé í Búnaðarbankanum er nú 3,5 milljarðar kr. Útboðið verður væntanlega miðað við að ríkið eigi áfram 85% hlutafjár í bankanum. Það þýðir að seld verða hlutabréf að nafnvirði rúmlega 600 milljónir kr. Hugbúnaðarfyrirtækið Softis Semur við HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Softis undirritaði í síðustu viku þjónustusamning við finnska fyrir- tækið Compupro. Þá gekk félagið einnig frá langtímasamningi við Pharmapartners frá Hollandi fyrr í sumar. Sigurður Björnsson, fram- kvæmdastjóri Softis, segir erfitt að meta slíka samninga til fjár, það fari einfaldlega eftir fjölda notenda í framtíðinni, en telur ljóst að þeir hlaupi á tugum milljóna króna á næstu árum. Hann segir samning- ana afar þýðingarmikla með tilliti til þess að þeir koma til með að auð- velda allt markaðsstarf erlendis í framtíðinni, ekki síst í ljósi þess að umrædd fyrirtæki eru þæði í fremstu röð í heimalöndunum: Compupro „Compupro hefur sérhæft sig í við- skiptahugbúnaði og er félagið í far- arbroddi á því sviði í Finnlandi. Hoilendingarnir hins vegar, sem starfa í heilsugeiranum, hafa einnig náð góðum árangri og munu m.a. nota hugbúnað frá Softis við flutn- inga á sjúkraskýrslum." Sigurður segir báða samningana hafa verið nokkuð lengi í burðarliðn- um. Tvö ár hafi liðið frá því viðræður hófust af alvöru við Finnana þar til gengið var frá samningnum á fóstu- dag og svipaðan tíma hafi tekið að komast að samkomulagi við Hollend- ingana. Nú sé hins vegai' ákveðinn ís brotinn og það góða orð sem fer af erlendu samstarfsaðilunum ætti að gera Softis auðveldara fyrir á er- lendum vettvangi í framtíðinni. Hafin sala á iMac frá Apple HAFIN er sala á iMac, nýju einkatölvunum frá Apple, á Is- landi. Nýlega var fyrsta tölvan afhent en iMac er til sölu í versl- un Nýherja. Þótt ACO hafi tekið að sér söluumboð Apple á íslandi mun Nýherji halda áfram sölu og þjón- ustu á tölvubúnaði sem byggist á MacOS stýrikerfinu, eins og fram hefur komið. „Djarft útlit iMac tölvunnar þarf ekki að koma á óvart því það er ekki í fyrsta sinn sem Apple Computer kemur fram með nýjungar og óhefðbundið út- lit. Þótt útlitið sé óvenjulegt er hér samt um að ræða öfluga tölvu, búna öllu því sem krafist er af öflugri heimilistölvu, svo sem 233MHz G3 örgjörva, 4GB hörð- um diski, 56 hraða mótaldi, ethernetkorti og innbyggðum stereóhátölurum,“ segir í frétta- tilkynningu frá Nýheija. iMac tölvan kostar 129.900 kr. hjá Nýherja. Á myndinni sést Sveinn Orri Tryggvason, verslunarsljóri Ný- heija, afhenda Valdimari Sigur- jónssyni fyrstu iMac tölvuna. Sig- urjón aðstoðar föður sinn við tölvukaupin. Hreyfing á hlutabréfum ÚA HLUTABRÉF í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. fyrir um 45 millj- ónir kr. skiptu um hendur á Verð- bréfaþingi í gær. Var það lang- mesta sala í einu félagi þann dag- inn. Viðskiptin með hlutabréf í ÚA fóru aðallega fram í tveimur stór- um sölum, 13 og 16 milljónir kr. Gengi bréfanna breyttist lítið, loka- gengi dagsins var 5,2% sem er um 1% hækkun frá síðasta söludegi. Þá varð 2,9% hækkun á gengi hlutabréfa Islandsbanka. Úrvals- vísitala Aðallista Verðbréfaþings hækkaði um 0,24% í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.