Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 41 \ Málstofa um skrán- ingu hand- ritatexta STOFNUN Árna Magnússonar á Islandi og Det arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn standa fyrir málstofu um notkun SGML- staðals (Standard Generalised Mark-up Language) og sérstakrar viðbótar við hann TEI (Text Encod- ing Initiative) við uppskrifth’ texta úr handritum laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. september. Mál- stofan verður haldin í Tæknigarði og hefst kl. 9.15 á laugardag. Mál- stofan fer fram á ensku. Fjölda þátttakenda verður að takmarka vegna plássleysis. Málstofan er liður í sameiginlegu verkefni stofnananna að undirbún- ingi stafrænnar skráningai’ og myndatöku handritasafns Árna Magnússonar og annarra handrita í eigu stofnananna og uppsetningu rafræns textabanka þar sem upp- skriftir handrita yrðu varðveittar. Árnastofnanirnar ásamt Bodleian- bókasafninu í Oxford fengu á þessu ári styrk úr Rafael-áætlun Evrópu- bandalagsins til þess að halda þrjár málstofur um afmarkaða þætti sem snerta þetta verkefni og er þetta önnur málstofan sem haldin er. Fyrr á árinu var haldin málstofa í Oxford þar sem fjallað var um staf- ræna skráningu handrita. Meðal þeirra sérfræðinga sem koma að utan til málstofunnar eru Lou Bumard, forstöðumaður Humanities Computing Unit við Oxford-háskóla en hann er einn af höfundum og annar af tveimur aðal- ritstjórum TEI P3 Guidelines; Hoyt N. Duggan prófessor við Virginíu- háskóla og forstöðumaður Society for Early English and Norse Elect- ronic Texts Project en hann vinnur nú ásamt fleirum að stafrænni fræðilegri útgáfu á enska miðalda- kvæðinu Piers Plowman. Merrilee Proffitt frá Bancroft-bókasafni Kaliforníu háskóla í Berkeley kem- ur einnig til málstofunnar, en hún er verkefnisstjóri Digital Scriptori- um-verkefnisins sem ætlað er að opna aðgengi að handritum frá mið- öldum og endurreisnartímanum sem eru í eigu háskólanna í Berkley og Columbia. SOFFÍA Brands og Birgitta Engilberts eigendur snyrtistof- unnar. Ný snyrtistofa í Arbæ BIRGITTA Engilberts og Soffía Brands, snyrtifræðingar, hafa opn- að Nudd- og snyrtistofu Birgittu og Soffíu að Brúarási 1 í Árbæ. Snyrtistofan býður upp á andlits- meðferðir, m.a. Cathiodermie, ávaxtasýrur og Aromatic jurtameð- ferð, vaxmeðferðir, rafmagnshár- eyðingu o.fl. Einnig bjóða þær nudd og fótaaðgerðir en Birgitta er jafn- framt nuddari og fótaaðgerðafræð- ingur. Birgitta og Soffía vinna með Gu- inot snyrtivörur og No Name förð- unarvörur við fyrsta flokks aðstæð- ur í nýju húsnæði í Brúarásnum. Fiskur númer 20.000 VEIÐI hefur verið góð í Reynisvatni fyrir of- an Reykjavík í sumar og á dögunum veiddist 20 þúsundasti fiskur- inn á árinu. Það var Guðmundur Siguijónsson, sem físk- inn veiddi. Var hann jafnframt fiskur núm- er 72.742, sem upp úr vatninu kemur síðan veiði hófst þar árið 1993. Vatnið er opið allan ársins hring og á veturna er veitt í gegnum ís. Á myndinni er Guð- mundur Siguijónsson (t.v) ásamt Ólafí Skúla- syni, rekstraraðila vatnsins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ráðstefna um menn- ingu og náttúru SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla ís- lands stendur fyrir ráðstefnu helgina 18.-20.september um umhveríis- og náttúruvernd undir heitinu Náttúru- mál, ráðstefna um menningu og nátt- úru. Ráðstefnan verður haldin í Há- tíðarsal Háskóla Islands, á annarri hæð Aðalbyggingarinnar, og hefst föstudaginn 18. september kl. 13. „Fyrirlesarar verða nítján talsins, þar af tveir erlendir gestir, þau Allen Carlson, prófessor í heimspeki við Alberta-háskóla og einn virtasti fræðimaður heimsins á sviði náttúru- fagurfræði, og Anne Brydon, mann- fræðingur og lektor við University of Westem Ontario, sem m.a. hefur rannsakað tengsl hvalveiða við þjóð- erniskennd og sjálfsmynd okkar ís- lendinga. Aðrir fyrirlesai’ar eru: Að- alsteinn Ingólfsson, Bjai-ni Jónsson, Gísli Pálsson, Gunnar Kristjánsson, Helga Ki-ess, Hjördís B. Hákonar- dóttir, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Jón Á. Kalmansson, Ólína Þorvarðai’dótt- ir, Páll Imsland, Róbert H. Haralds- son, Salvör Jónsdóttir, Siguijón B. Hafsteinsson, Soffía Auður Birgis- dóttir, Sveinn Yngvi Egilsson, Þor- vai’ður Árnason og Þóra Ellen Þór- hallsdóttir," segir í fréttatilkynningu. Jafnframt segir: „Náttúrumál er sjáfstætt framhald ráðstefnunnai’ um Náttúrusýn sem Siðfræðistofnun gekkst fyrir haustið 1993 og er eink- um skipulögð til að hvetja fræði- menn úr ólíkum greinum til frekari rannsókna á hinum margbreytilegu tengslum manns og náttúru. Ráð- stefnunni er jafnframt ætlað að skapa vettvang þar sem fræðimenn og almenningur geta komið saman og skipst á skoðunum um það hvern- ig náttúran skiptir okkur máli. Við- fangsefnum Náttúrumála mætti í hnotskurn lýsa með eftirfarandi spurningum: Hvers eðlis eru náttúrulögmálin? Hvernig tengjast lögmál náttúrunn- ar og lagasetningar manna? Hver eru helstu álitamálin í samskiptum manns og náttúru? Á náttúran sér einhvern málsvara í samfélagi manna? Er náttúran mállaus? Er náttúran vandamál? Hvemig mótar tungutakið sýn okkar til náttúrunn- ar? Getum við nálgast náttúruna óháð tungumálinu? Eru tungu okkar og hugsun engin takmörk sett gagn- vart náttúrunni? Hvernig má hugsa sér sáttmála milli manns og náttúm? Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Fullt þátttökugjald, þ.e. fyrir alla þrjá dagana, er kr. 1.000 en kr. 500 ef aðeins er ætlunin að sitja einn dag ráðstefnunnar.“ AFMÆLI BENT A. KOCH Bent A. Koeh, fyrr- verandi aðalritstjóri og núverandi formað- ur „Grænseforen- ingen“, Landamærafé- lagsins, verður sjötug- ur í dag, 16. septem- ber. Af því tilefni verð- ur félagið með mót- töku eða opið hús hon- um til heiðurs á morg- un, 17. september. Bent A. Koch lét af störfum sem mikils metinn aðalritstjóri og forstjóri Fyens Stift- stidende 1996 og hafði þá verið í fremstu röð danskra- blaðamanna í meira en mannsald- ur. Ohætt er að segja, að hann sé einn af þeim mönnum, sem hafa sett svip á sína samtíð. Hann tók þátt í andspymuhreyfmgunni á dögum síðara stríðs og það var því ekki undarlegt, að hann skyldi hefja sinn blaðamennskuferil hjá Morgenbladet, sem Dansk Samling gaf út á sínum tíma. Þaðan hvarf hann fljótlega eða 1948 til Kristeligt Dagblad þar sem hann starfaði í 31 ár. Varð hann aðalrit- stjóri þess 1960. Bent A. Koch fékk snemma áhuga á íslandi og ís- lenskum málefnum, ekki síst þeim, sem enn voru óuppgerð eftir að Is- land varð sjálfstætt ríki 1944. Sem ritstjóri gerði hann blaðið sitt að sérstöku baráttutæki fyrir því, að handritunum yrði skilað og Islend- ingai- telja, að hann hafi átt stóran þátt í því hve farsællega það mál leystist en fyrstu handritin voru af- hent 1970. ' Ári síðar fór Bent A. Koch frá litla blaðinu sínu til að takast á við það stóra verkefni að vera aðalrit- stjóri og forstjóri Ritzau-frétta- stofunnar þar sem hann lagði mikla áherslu á að auka þjónustuna við dönsk dagblöð og útvai’p. Byggði hann upp ritstjórnina og færði í nútímahorf þessa gömlu fréttastofu, sem tók til starfa í stríðinu 1864. Sem yfirmaður fréttastofunnar gat hinn alþýðlegi og samfélagslega sinnaði Koch ekki skrifað neina leiðara en í því efni fann hann sér annan vettvang, blaðamannafélagið gamla í Kaup- mannahöfn, Kjobenhavns Jouma- listforening, þar sem hann varð formaður og blés í nýju lífi sem Den Danske Publiscistklub. Var hann að vísu ekki oft 1 ræðustóln- um sjálfur en sá til þess, að aðalleikararn- ir í hinni opinberu um- ræðu hittu blaðamenn- ina augliti til auglitis. Koch, þetta höfuð- borgarbarn, fluttist til Óðinsvéa 1982 en þá vantaði Fyens Stift- stidende mann, sem gæti komið því á rétt- an kjöl eftir áralangan ólgusjó. Bent A. Koch var maðurinn. Á sama tíma og hann réðst í dýra tilraun með sjón- varpsrekstur, kom blaðinu fyrir í nýjum húsakynnum og breytti því úr síðdegisblaði í morgunblað óx því stöðugt ásmeg- in. Það er einkennandi fyrir Koch sem blaðamann, að hann hafði ávallt vakandi auga með því, sem miður fór hjá stéttinni. Hann átti þátt í stofnun blaðanefndarinnar og sat í henni frá upphafi 1964 til 1997 að því undanskildu, að hann var aðeins ritari hennar á Ritzau- áranum, frá 1971 til 1982. Var hann í stjórn dönsku blaðasamtak- anna frá 1989 til 1996. Handrita- málið leiddi til þess, að hann var skipaður formaður í handrita- nefndinni 1957 og hann hefur ár- um’ saman verið í stjórn Dansk-ís- lenska félagsins. Vegna áhuga síns á norrænu samstarfi tók hann mikinn þátt í stofnun Norður-evr- ópska alþýðháskólans Snoghoj og var stjórnarformaður hans og síð- an í aðalstjórn Norræna félagsins 1973-85. Bent A. Koch er meðal annars formaður í minningarstofn- un Kaj Munks, félagi frá 1966 í stjórnarskrárnefnd þingsins og í safnaðarstjórn dómkirkjunnar í Óðinsvéum. Allt frá unga aldri hefur Bent A. Koch tekið mikinn þátt í landamæramálinu, sem svo er kall- að. Á sjötta áratugnum var hann félagi í Front og Bro og hefur gefið út nokkrar bækur um Suður-Slés- vík. Hefur hann verið í aðalstjórn landamærafélagsins, Grænseforen- ingen, frá 1961 til 1968 og aftur frá 1973. 1994 var hann kjörinn for- maður og hefur lagt sig fram um að tryggja, að félagið styðji áfram danska minnihlutann í Suður-Slés- vík með ráðum og dáð. Gunnar Rytgaard. Unglingakór Grafarvogskirkju hlaut Máttarstólpann Morgunblaðið/Jðn Svavarsson GUÐRUN Ágústsdóttir aflienti Áslaugu Bergsteinsdóttur, stjórnanda Unglingakórs Grafarvogskirkju, peningaverðlaun og viðurkenningarskjal, Máttarstólpann. Að baki Áslaugu standa nokkrar kórstúlknanna. Glæsileg frammi- staða a al- þjóðlegu kóramóti UNGLINGAKÓR Grafarvogs- kirkju var afhentur Máttar- stólpinn á Grafarvogshátíð síð- astliðinn laugardag. Þetta var í fyrsta sinn sem Máttarstólp- inn er afhentur en hann er við- urkenning sem veitt er ein- staklingi eða hóp í Grafarvogi sem náð hefur árangri á sviði listsköpunar, í íþróttum eða öðru menningarstarfi. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður hverfísnefndar Grafarvogs, afhenti Áslaugu Bergsteins- dóttur, stjórnanda kórsins, viðurkenningarskjal og 200 þúsund króna peningaverðlaun, auk þess sem kórfélagar fengu viðurkenningarskjöl ineð nöfnum sínum áletruðum. í kórnum eru 25 stúlkur og hafa þær flestar sungið saman frá ái-inu 1992, þegar kórinn var stofnaður og hét þá Bama- kór Grafarvogskirkju. Haustið 1996 var honum svo skipt í eldri og yngri deild og varð þá Ung- lingakórinn til. I ávarpi sínu sagði Guðrún að kórinn hefði unnið frábært starf á undan- förnum ámm og sérstaklega hefði frammistaða stúlknanna verið glæsileg á alþjóðlegu kór- amóti í Barcelona á liðnu sumri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.