Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 3S^ MINNINGAR ASLAUG GÍSLADÓTTIR + Áslaug Gísla- dóttir fæddist á Torfastöðum í Grafningi hinn 17. ágúst 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 8. september. Fagur var morg- unninn á sjónum og ekki lítið yndi að fylgj- ast með faðmlögum sólargeislanna og hinnar létt svífandi öldu, sem myndaðist við stefni skipsins. Ég naut enn frekar útsýnis og mögu- leika til að fylgjast nánar með á kortum í brúnni og horfði hugfang- inn á þessa opinberun á dýrð sköpunarinnar. Síminn hringdi. Eftir mér var spurt. Dóttir mín bar mér þau tíðindi, að vinkona ágæt og náinn samstarfsmaður í Bústaðasókn um árabil væri látin. Ég þakkaði henni fyrir að láta mig vita. Tók síðan aftur til við fyrri iðju að sjá samspil sólarljóss og hafs við sterklegt stefni Brúarfoss og annars konar öldugang í kjölfarinu og rekja mátti Iangt til baka. En nú birtust myndir þar sem fyrr hafði aðeins mátt greina himin og haf með tilbrigðum sólargeisl- anna. Ég sá Áslaugu fyi’ir mér og rakti framlag hennar til þess að sýna, að ekki gæti sköpunin aðeins vakið hrifningu, þegar fagurt þætti allt, heldur væri það ætlunarverk höfuðs sköpunarinnar, mannsins, að gera gott betra og bæta þar úr, sem þörf væri fyrir. Og það hafði Áslaug Gísladóttir svo sannarlega gert. Ég get ekki rifjað upp, hvar leiðir okkai- lágu fyrst saman. En víður ramminn spannar ungan söfnuð í út- hverfi borgarinnar, þar sem leitast var við að gera kirkjuna lif- andi og máttuga í því að koma til móts við þarfir fólks, um leið og boðuð var trú á hinn upprisna Drottin í orði og helgri messugjörð. Og þarfnast vitanlega hvort um sig hins til þess að gera mynd sanna. I þessari þjónustu í anda kærleikans haslaði Áslaug sér völl. Fyrst var það við að aðstoða frú Jóhönnu Cortes, sem líknaði öldruðum, sem nutu ekki lengur mýktar yngri ára og þurftu á að- stoð að halda við að snyrta fætur og huga að nöglum á tám. En Ás- laug var ekki aðeins hinn fúsi að- stoðarmaður, sem tók niður pant- anir og gaf kaffi fyrir eða eftir að- gerðir, eftir því sem á stóð, heldur þurfti hún einnig að leita eftir húsnæði fyrir þessa þjónustu. Eng- in fannst kirkjan og ekki var neitt það til, sem ber hið tígulega nafn lifandi merkingar í heitinu safnað- arheimili. Þennan vanda leysti hún alla tíð. Og það var ekki síður gleði- efni þeirra, sem gátu veitt aðgang að vistarverum til þessarar þjón- ustu, en þeirra stallsystra sjálfra og þeirra sem nutu aðstoðar þeirra. Slík var þakkarkenndin vegna hinna góðu verka. Þykir mér reyndar ekki ólíklegt, að hið lifandi bros Áslaugar hafi einnig komið við sögu, en í því fólust þau einkenni góðleikans, að andlit hennar sjálfr- ar Ijómaði ekki aðeins fyi-ir áhrif þess, heldur náði einnig til þeirra, sem þessi túlkun ljúfs geðs beind- ist að og vermdi. En miklum áfanga var náð, þeg- ar kirkjan hafði verið smíðuð. Vígsla hennar var slík hátíð í hverf- inu, að til annars viðburðar varð vart jafnað. Ekki dugði þó kirkjan sjálf til þess að leysa allan vanda. Én slíkur var skilningur Áslaugar á hinu tvíþætta verkefni krkjunn- ar, að þjónustu og boðun, að hún féllst meir en fúslega á það, þegar tímamót voru í byggingarsögu veg- legs húss, að það yrði hinn kirkju- legi hluti ætlaður helgihaldinu, sem hefði forgang. Safnaðarsalir yrðu að bíða og þar með þá líka aðstaða fyrir þjónustu við fætur aldraðra. En eins og ég vissi, þegai’ ég talaði máli þess, að kirkjan sjálf hefði forgang, þá var þess ekki langt að bíða, að safnaðarheimilið gæti hýst hina ýmsu þætti öflugs kirkjulegs starfs. Og þegar svo var komið; að til fleiri sviða varð litið, var Áslaug enn í forystu þess félagslega starfs, sem öldi-uðum var boðið tU á miðvikudögum í safnað- arheimili sínu í Bústaðakirkju. Hún fékk sannarlega góðar konur með sér svo aðhlynningin mætti vera sem víðtækust og farvegir gleðinn- ar greiðir. Kökur voru bomar fram og kaffið ilmaði. Handavinnan vakti aðdáun og leikni þeima, sem þar löðuðu fram list ágæta. Og mun á engan hallað, þótt nafn Magdalenu Sigurþórsdóttur sé hér eitt nefnt. Svo var hún áhugasöm og listræn og sótti miðvikudagssamverumar lengur en hún raunvemlega megnaði til þess að líta eftir þeim verkum, sem vom komin vel á veg samhliða því að örva á stundum stirðar hendur til frekari iðju. Litir vom einnig látnir setja sinn svip á alls kyns diska og dregla. Og ekki má gleyma þeim klið, sem barst frá fjölmörgum spilaborðum, þar sem hjúin whist og bridge réðu ríkjum. En um það vomm við Áslaug sammála eins og flest annað, að ekki dygði að bjóða aðeins til þess, sem fíngur laða fram, frjór hugur eflir og góðar veitingar. Það mátti finna víðar. Við vildum tengja starfið kirkjusalnum handan veggj- arins og í því skyni og vegna al- hliða þjónustu við skapara himins og jarðar var frá fyrstu stundu gert hlé á allri iðju og bollaskvald- ur í eldhúsi þagnaði, er ég gekk í ræðupúlt, las úr helgu orði og flutti hugvekju, sem endaði í bæn. Þykir mér enn gott að hugsa til þess og hjálpuðu sólárgeislar við öldugang frá stefni hins styrka Brúarfoss við þá upprifjan, er ég sagði Áslaugu eitt sinn, að nú gæti ég ekki mætt næsta miðvikudag. Eg væri bundinn af öðm og fengi því ekki breytt. Hún yrði að taka þessa þjónustu að sér líka. Ég? sagði hún í mikilli undrun og trúði vart eigin eyram. Til annars hafði hún verið fús og ekki talið neitt eft- ir sér, en þetta var allt annars eðl- is. En við ræddum málið og þó ekki lengi. Hún lét undan í þessu sem öðm, er til góðs leiddi, og gerði hlutverki sínu skil með prýðilegum sóma. En mikið sagði hún mér á eftir, að hún hefði titrað og varla ætlað að komast upp í ræðupúltið, hvað þá rödd næði að hafa áhrif á hátalara. En svo styrktist hún í þessu, svo sem öðra því, sem hún hefur sinnt Guði til dýi’ðar og systram og bræðram til heilla, og gerði prestshlutverkinu einnig góð skil og fléttaði þannig saman þræði, er við rekjum til systranna Mörtu og Maríu. Fleiri myndir birtust við skips- síður og breytti engu, hvort heldur var horft eftir stjórnborða eða bak- borða. Alls staðar mátti greina í samspili hafs og sólar brosið henn- ar Áslaugar, sem var þó ekki nema. einn túlkunarmáti alhliða þjónustu við hann, sem í upphafí skóp, en fól okkur engu að síður svo að bæta við og fegra, að miðaði í átt til þeirrar fullkomnunar, sem hann einn ræður þó yfir. Ég harmaði að geta ekki fylgt Áslaugu Gísladóttur og kvatt hana í kirkjunni okkar, sem kennd er við Bústaði. En ég get ekki látið hjá líða að tjá þakkir mínar og mikla aðdáun á þessari sterku konu, sem þó bjó yfir þeirri mildi, sem hlýtt bros túlkar betur en annað. Við Ebba minnumst margra stunda og þyrfti langt mál til að gera öllu skil. En í þökk felum við Aslaugu Gísladóttur góðum Guði og biðjum henni og kærum dætr- um með fjölskyldum þeirra bless- unar hans og forsjár. En um leið og þessi orð era fest á blað finnst mér eins og hún hvísli að mér sjálf, eða era þetta áhrif frá því að ég sé enn sólbjartan hafflöt, þar sem líta mátti úr brúnni það sem beið stefn- is, um leið og siglingaleiðin að baki var skoðuð, að einni bæn megi þó ekki gleyma. Sú er fyrir því starfi, sem henni var svo hugleikið, og þeim, sem að því ganga og í kær- leika sínum minna á brautryðjand- - ann, Áslaugu Gísladóttur. Ólafur Skúlason. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skila- frestur sem hér segir: í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast íyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir bh-t- ingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er úti-unninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR + Sigríður Ragnarsdóttir fæddist á Hrafnabjörgum í Lokinhamradal í Arnarfirði 13. september 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 7. september. Slæmai’ fréttir berast hratt. Mánudaginn 31. ágúst bárust þær fréttir hingað til Danmerkur að Sigriður á Hrafnabjörgum væri látin. Fyrir rúmum 19 árum komum við tvær óharðnaðar stúlkur, 13 og 16 ára, að Hrafnabjörgum sem kaupa- konur. Við efuðumst aldrei um að við væram velkomnar hjá þeim systkinum Sigiáði og Guðmundi og fundum strax að þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að okkur liði sem best. Fyrir óharðnaða unglinga skipta samferðamenn miklu máli, því að á þeim tíma mótast persónu- leikinn mest. Sigga var okkur góð fyrirmynd með sínum ákveðnu skoðunum, jákvæða lífsviðhorfi og hreinskilni. Hún kom alltaf fram við okkur sem jafningja, gerði kröfur til okkar við vinnu en var þó alltaf sanngjörn og gerði enn meiri kröfur til sjálfrar sín. Við lögðum því metnað í að leysa störf okkar sem best af hendi, ekki síst vegna þess að Sigga kunni þá list að leiðbeina með jákvæðri gagnrýni og hrósa þegar vel var gert. Þessi einfaldi lífsmáti; án raf- magns, hitaveitu og annarra lífsþæginda, kenndi okkur nægju- semi, sjálfsbjargarviðleitni og að taka tillit til umhverfisins. Við telj- um okkur heppnar að hafa fengið reynslu af gömlu vinnubrögðunum sem eru að hverfa á öld tækninnar, því það eru ekki margir af okkar kynslóð sem hafa reynt það að rifja og raka með hrífu, skilja mjólk, strokka smjör og búa til skyr. Elsku Sigga, við erum stoltar af því að hafa fengið að kynnast þér og þökkum fyrir það veganesti sem þú gafst okkur út í lífið. Við vottum aðstandendum Sigríð- ar okkar innilegustu samúð. Dísa-María Egilsdóttir og Fanney Magnúsdóttir. Ég kom fyrst að Hrafnabjörgum sumarið 1973, þá 11 ára gamall. Þetta var framandi staður að koma á fyrir ungan dreng úr höfuðborg- inni. Enginn vegur, ekki rafmagn eða heitt vatn og stór hluti tún- anna sleginn með orfi og ljá. Árið eftir kom vegur í hlað og tún voru sléttuð. Heimilið var fjölmennt á þessum árum því yfir sumarið voru þar tíu til tólf manns, þar af fjórir sem voru heimilisfastir allt árið um kring. Þarna sá ég Sigríði á Hrafnabjörgum í fyrsta sinn. Á þessum árum vann Sigga fyrst og fremst úti við í hinum ýmsu verk- um því að Kristín móðir hennar sá um inniverkin að miklu leyti. Sigga var harðdugleg, ósérhlífin og ham- hleypa til allra verka. Hún vildi að hlutirnir gengju hratt og vel fyrir sig og þoldi engan roluskap. Hún var skapmikil og hreinskilin, stundum um of fannst manni. Að þessu leyti breyttist hún aldrei þótt krafturinn minnkaði eilítið með árunum. Á aðeins fjórum ár- um missti hún móður, dóttur og bróður og stóð allt í einu uppi ein haustið 1981. Þetta var mjög erfitt tímabil í lífi Siggu en hún vildi ekki bregða búi heldur hélt ótrauð áfram og var einbúi á Hrafna- björgum allt til æviloka, eða í 17 ár. Hún hafði alltaf sumarfólk í vinnu en var ein alia veturna, utan tvo vetur en þá hafði hún vetrar- mann. Hún las og hlustaði mikið á útvarp alla tíð og útvarpið var hennar tengiliður við umheiminn í einverunni á veturna. Hún fylgdist afar vel með fréttum og var betur að sér í hinum ýmsu málum en flestir aðrir enda bráðgreind og stálminnug. Eitt sagði hún mér sem sat í mér alla tíð. Hún sagðist alltaf reyna að gera sér dagamun 12. desember, en sá mánaðardagur var einmitt fæðingardagur Hall- veigar dóttur hennar sem lést úr hvítblæði árið 1979, aðeins 23 ára að aldri. Mig setti hljóðan og hugs- aði margt, hún fleira. Síðar sá ég hana oft fyrir mér sitjandi á þess- um degi, aleina í sorginni í skamm- deginu á þessum afskekkta stað. Sigga var ekki mikið gefin fyrir að fara á mannamót seinni árin en hún hafði mjög gaman af að fá heimsóknir og naut sín mjög vel á meðal vina og ættingja. Það var átakanlegt að horfa upp á þessa kraftmiklu og hraustu konu missa heilsuna og verða ósjálfbjarga á aðeins tveimur árum. Það var henni mikils virði að geta verið á Hrafnabjörgum yfir sauðburðinn nú í vor þrátt fyrir mikið heilsu- leysi. Það gat hún með dyggri að- stoð góðra vina. Sigga átti ekki aft- urkvæmt í dalinn sinn eftir að hún fór þaðan í byrjun júní. Innst inni vissi hún það, en hélt í vonina um að komast heim á ný allt fram und- ir það síðasta. Ég horfi til allra áranna í daln- um með söknuði því Sigga og Lok- inhamradalur hafa verið óaðskilj- anlegur hluti af lifi mínu svo lengi. Nú er Sigga ekki lengur til staðar og búskap að ljúka á Hrafnabjörg- um. Ég er þakklátur Siggu og öllu því fólki sem ég kynntist þar og veit að veran á Hrafnabjörgum hefur þroskað mig og auðgað líf mitt. Ég og fjölskylda mín kveðj- um Siggu með söknuði og trega. Blessuð sé minning hennar. Skarphéðinn Garðarsson (Batti). + Hjartkær fóstra mín, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugar- daginn 12. september. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Viðar Guðlaugsson, Kristjana I. Svavarsdóttir, Birna Viggósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar og bróðir, JÓN THOR HARALDSSON sagnfræðingur, Reynimel 72, lézt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 14. september. Steinunn Stefánsdóttir, Stefán Jónsson, María Kristín Jónsdóttir, Jóhannes Jónsson, Ragnheiður Guðrún Haraldsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN HJÖRDfS ÞÓRÐARDÓTTIR, Arnarsmára 2, Kópavogi, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 10. september, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 17. septemberkl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Vilhjálmur Ólafsson, Birna Þóra Viihjálmsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Ólafur Svavar Vilhjálmsson, Sigrún Steingrímsdóttir, Þórður Örn Vilhjálmsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Sigurlaug Vilhjálmsdóttir, Ágúst Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.