Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 34
154 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Rúnar Einarsson, Ragnar Páll Einarsson, Sverrir Einarsson, Elín Guðrún Einarsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir, Norma Einarsdóttir og fjölskyldur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON, Smáraflöt 16, Garðabæ, andaðist mánudaginn 14. september síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Valgerður Guðlaugsdóttir, Guðlaugur Hallgrímsson, Herdís Rut Hallgrímsdóttir, Grétar Guðmundsson, Hallgrímur S. Hallgrímsson, Helga Bachmann, Óli S. Hallgrímsson, Halldóra Matthíasdóttir og barnabörn. t Elskulegur bróðir okkar, EIRÍKUR EIRÍKSSON, Kirkjuvegi 12, Keflavík, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 13. september, verður jarðsunginn frá Steggjastaðakirkju, Bakkafirði, laugardaginn 19. septem- ber kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, systkyni. t JÓHANNES SIGURÐSSON frá Siglufirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, mánu- daginn 14. september sl. Útförin auglýst síðar. Aðstandendur. t Við sendum innilegar þakkirtil allra þeirra sem sýndu fjölskyldu okkar samúð og hlýhug við andlát og útför, INGIBJARGAR MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR fyrrverandi bókavarðar, Keldulandi 11, Reykjavík. Grettir Gunnlaugsson, Þuríður Ingimundardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Kristín Pálsdóttir, Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir, Sveinn Björnsson. Þökkum samúð og hlýju við andlát og útför SÓLVEIGAR MÁRUSDÓTTUR, Minni Reykjum, Fljótum. Þórarinn Guðvarðarson og aðstandendur. KRISTÍN MARKÚSDÓTTIR + Kristín Markús- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1914. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 9. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Markús Sigurðsson frá Fagurhóli í Landeyjum, f. 4.11. 1878, d. 30.10. 1957, og Sigríður Helga- dóttir frá Helga- stöðum á Stokks- eyri, f. 18.12. 1879, d. 11.5. 1968. Systkini Kristínar voru: 1) Hermannía SigiTður Anna, f. 5.11. 1901, d. 19.5. 1995, 2) Markúsína Sigríður, f. 25.4. 1904, d. 14.2. 1996, 3) Helga, f. 31.1. 1906, 4) Gunn- þórunn, f. 30.10. 1915, 5) Árni Byron, f. 13.8. 1918, d. 2.2. 1921, 6) Alda, f. 1.7. 1920. Kristín fluttist ásamt fjöl- skyldu sinni þegar hún var fjögurra ára til Hafnarfjarð- ar og þaðan 1925 til Reykjavíkur. Hún vann við bókband í mörg ár. Um tutt- ugu ára skeið vann hún við bókhald hjá Timburversluninni Völundi. Síðar starf- aði hún sem verslun- arstjóri í Iðnskóla- búðinni. Hún var ógift og bamlaus en bjó ásamt aldraðri móður sinni á heim- ili systur sinnar, Oldu, og manns hennar, Eggerts Theodórssonar. Kristín starfaði árum saman sem leiðtogi í KFUK, bæði í Reykjavík og á Akureyri, og í sumarbúðum KFUK í Vindás- hlíð. Utför Kristínar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Kristín Markúsdóttir er ein sú vandaðasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var komin fast að sjö- tugu þegar leiðir okkar lágu saman, þá var hún virðuleg eldri kona sem bjó heima hjá tengdaforeldrum mínum tilvonandi. I upphafi okkar kynna kom hún mér reyndar frem- ur undarlega fyrir sjónir, sagði margt skrýtilegt og kátlegt, vii'kaði dálítið ör og gaumgæfði allt mitt at- ferli vandlega. Eg hugsaði með sjálfum mér að þessi virðulega kona væri sennilega eitthvað skrýt- in og ekki kyn þótt hún hefði aldrei gifst. Parna skjátlaðist mér hrapal- lega - það var allt önnur mann- eskja sem reyndist búa að baki persónunni „Stínu frænku“ en mér virtist við fyrstu sýn. Það mun hafa verið geðshræring sem réð hinum öru viðbrögðum hennar þegar henni varð ljóst að ég kynni að hrifsa augastein hennar og systurdóttur úr föðurgarði, sem reyndar varð raunin síðar. Mér kemur í hug lítið atvik sem segir meira um hjartalag Kristínar Markúsdóttur en langar lofræður. Skömmu eftir að ég kom fyrst inn á heimili hennar og Öldu og Egg- erts, verðandi tengdaforeldra minna, fór ég til náms á Italíu um nokkurra mánaða skeið. Eitt sinn fékk ég tilk'ynningu um að ég ætti sendingu á pósthúsinu frá Islandi. Eg sótti pakkann, þrammaði með hann heim og opnaði hann. í ljós komu dagblöð að heiman, sannur hvalreki Islendinga í útlöndum eins og þeir kannast við sem reynt hafa. En ekki var öll sagan sögð, milli blaðanna glitti í eitthvað og viti menn, það voru seðlar! Tugir þúsunda líra sem komu sér vel því það gekk á farareyrinn jafnt og þétt. Eg leit á umbúðirnar, það var enginn sendandi tilgreindur. Eg hugsaði sem svo að unnusta mín vildi koma mér á óvart með óvænt- um glaðningi og ég hringdi í hana og þakkaði fyrir sendinguna, en hún kannaðist ekki við neitt. Þá bárust böndin að Stínu frænku og gat hún ekki þrætt fyrir pakkann. Þarna var henni lifandi lýst og hún kom svo sannarlega á óvart. Hún hafði meira að segja fyrir því að fara í banka og ná í gjaldeyri og senda mér hálfókunnugum mann- inum, lét ekki nægja að senda mér blöðin. Þannig manneskja var Kristín Markúsdóttir, hún hugsaði fyrst um samferðamenn sína, síðan um sjálfa sig. Hún skilur eftir sig göfugt fordæmi sem aðrir geta sannarlega tekið sér til eftir- breytni. Hræsni og tilgerð átti hún ekki til í sínu fari, hún sagði sína meiningu og var sjálfstæð og sterk kona. Hún unni góðum bókmennt- um, hafði næman og vandfýsinn smekk. Auk þess var hún góður bókbindari og eftir að hún hætti störfum sneri hún sér af miklum krafti að því að binda inn bækur fyrir vini og vandamenn. Kristín var einstaklega næm á fólk og henni lét vel að umgangast börn, hún umgekkst þau eins og jafningja sína og kunni alltaf ein- hverja skemmtilega leiki að fara í svo börnum leiddist aldrei í návist hennar. Eg er þakklátur fyrir að hafa kynnst Kristínu Markúsdótt- ur. Hún reyndist mér og fjölskyldu minni afskaplega góð og elskuleg kona, hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að gera okkur lífið skemmtilegra og bærilegra. Hún var trúuð kona og heiðvirð og valdi að ganga með Kristi hér á jörð. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörn Sigurmundsson . Eg átti því láni að fagna að alast upp með móðursystur minni sem reyndist mér ekki aðeins góð frænka heldur hin besta vinkona. Þegar ég var barn var hún komin yfir fimmtugt en engu að síður alltaf tilbúin að gera eitthvað skemmtilegt og óvenjulegt með mér. Við áttum stundum stefnumót niðri í bæ þegar hún var búin í vinnunni og fórum þá á kaffihús að fá okkur heitt súkkulaði. Eg man ekki hvað ég var gömul en ég var nógu lítil til að þykja þessar ferðir ævintýralegar. Stundum bauð hún mér og vinkonum mínum með sér í bíó eða við hjóluðum saman upp í Öskjuhlíð. Og jafnvel þegar við vor- um ekki að gera neitt sérstakt var bara svo gaman að tala við hana. Hún mundi svo margt og hafði góða frásagnargáfu og gat sagt mér sög- ur af ættingjum okkar, lífs og liðn- um; stundum sagði hún mér frá afa mínum sem lést áður en ég fæddist. Hún hafði mikla ánægju af börn- um og var gædd þeim sjaldgæfa eiginleika að geta verið eins og ein af börnunum en þó leiðtogi þeirra. I fjölskylduboðum var algengt að við krakkamir lokkuðum Stínu frá full- orðna fólkinu sem sat inni í stofu fram í eitthvert herbergi þar sem hún var reiðubúin að fara með okk- ur í alls konar leiki. Þegar ég kom til sögunnar hafði hún árum saman starfað í barna- og unglingastarfi KFUK og hélt því áfram löngu eftir að ég var komin á fullorðinsaldur. Henni fannst hún þá eiginlega vera orðin of gömul en gat bara ekki neitað sér um þessa ánægju. Við áttum yfirleitt mörg sameig- inleg áhugamál og mér fannst ég geta talað við hana um hvað sem var. Hún var menntuð kona í besta skilningi þess orðs, alveg óviðkom- andi skólagöngu og prófgráðum, hafði áhuga á bókmenntum og tón- list án þess þó að telja sig hafa nokkurt vit á slíku. Hún var lífsglöð og alltaf tilbúin að gera sér daga- mun, hvort sem það fólst í því að fara í bíó, í leikhús, á myndlistar- sýningu eða tónleika. Að sækja kirkju og fundi í KFUK var hins vegar það sem hún taldi til lífsnauð- synja. Stína frænka mín átti marga vini og kunningja og myndaði auðveld- lega ný tengsl við fólk. Hún hafði sterkan persónuleika og ákveðnar skoðanir en var opin fyi'ir hug- myndum og röksemdum annarra. Það sem ég held að hún hafi átt erf- iðast með að þola var hrokafull framkoma. Hún var sjálf hógvær, prúð og víðsýn og hvers kyns hroki og ofstæki var henni fjarri skapi. Þegar ég eignaðist sjálf börn kom það af sjálfu sér að Stína frænka varð félagi þeirra og vinur. Hún hafði lag á að sameina það sem var skemmtilegt og uppbyggilegt. Hildur dóttii' mín á góðar minning- ar um það þegar þær fóru saman í „skólaleik“ sem reyndist hinn ágætasti undirbúningur undh- grunnskólann. Þegar ég ákvað að fara til náms til Þýskalands og varð að fara ein með dóttur mína vantaði mig auðvitað einhverja aðstoð. Þá var Stína boðin og búin að koma með mér, ef það gæti orðið mér að gagni eins og hún sagði, jafnvel þótt hún væri sjálf komin á áttræð- isaldur. Það rifjaðist upp fyrir henni að hún hafði haft áform um það einhvern tíma fyrir stríð að fara til náms til Þýskalands ásamt vinkonu sinni en ekkert orðið úr því og var alveg tilbúin að líta á þetta ferðalag sem eins konar uppbót á því. Það er óhætt að segja að frænka mín hafi haldið vinsældum sínum meðal barna til æviloka því að þegar ég var að ræða við fimm ára son minn um daginn um það að nú væri Stína dáin og hvað það væri mikill missir fyrir okkur öll, varð honum að orði: „Já, hún var skemmtilegust,“ og ég held að hann hafi ekki aðeins átt við í fjölskyld- unni heldur bara yfirleitt. Dauðinn er dapurlegur og það er sárt að skilja við þá sem manni hef- ur þótt vænst um, en andspænis dauðanum gerir maður sér þó bet- ur en nokkru sinni grein fyrir því hvers virði lífið er. Eða eins og seg- ir í einni af skáldsögum Halldórs Laxness: „Að hafa misst það sem maður elskaði heitast, ef til vill er það hið sanna líf, eða að minnsta kosti, sá sem ekki skilur það, hann veit ekki hvað það er að lifa og það sem verra er, hann kann ekki að deyja.“ Stína frænka mín talaði stundum opinskátt um eigin dauða og fannst að það ætti ekki að vera feimnismál að lífi okkar hér á jörð eru takmörk sett. Trúin á Guð var að hennar mati það dýrmætasta sem hún átti og fyrir henni var það að lifa í Jesú nafni jafn sjálfsagt og eðlilegt og að deyja í Jesú nafni. Hallgrímur Pétursson hóf eitt erfiljóða sinna á þessari mynd sem var honum mjög kær. Mér finnst hún eiga vel við núna: Oft hressir mína hrelldu sál huggunarsamlegt Jesú mál, segjandi ljóst við sína: Réttlátir munu svo sem sól sú er uppljómar veraldarból skært í Guðs ríki skína. Margrét Eggertsdóttir. „En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég hef gjört herrann Drottin að athvarfi mínu.“ (Sálmur 73,28). Kristín móðursystii' mín hlaut þetta vers þegar hún gerðist félags- kona í KFUK, ung að árum. Það varð uppáhaldsversið hennar allt hennar líf. Henni varð það svo kært að hún lifði eftir því eins og öllum er kunnugt, sem henni kynntust. Hún helgaði frelsara sínum og Drottni líf sitt allt, þar var ekkert undanskilið. Hún lifði sannarlega nálægt Guði. Hjarta hennar var dýnnætur fjársjóður sem auðgaði alla þá sem umgengust hana. Hún átti svo auðvelt með að gefa öðrum. Henni var miklu eðlilegra að gefa heldur en að eignast sjálf. Það gladdi hana að gleðja aðra hvort heldur sem gjöfin var keypt í versl- un eða uppörvun og hvatning var veitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.