Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 50
‘50 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK f FRÉTTUM ROLLING Stones er að vinna að lokaundirbúningi fyrir nýja breiðskífu sem kemur út 16. nóvember og nefnist „No Security". Lögin á plöt- unni voru tekin upp á tónleikaferðalagi sveit- arinnar „Bridges To Ba- bylon“ og þar á meðal eru lög sem aldrei hafa verið gefin út áður. Tvö laganna sem aldrei hafa verið gefin út í hljóm- leikaútgáfu nefnast „Sister Morphine" og „Memory Hotel“. Tón- leikaferðalagi Stones lýkur í Istanbúl 19. sept- ember næstkomandi. MYNDIN af Gunnari Hrafnssyni og Ray Brown með bassa Gunnars á milli sín. þyrfti að fara heim og æfa mig meira,“ sagði Gunnar. „Síðan kom upp í hugann að ég myndi aldrei þrífa bassann aftur,“ sagði Gunnar og bætti við hlæjandi að eftir að Ray Brown hefði tekið í höndina á sér væri ljóst að sá handleggur yrði vafinn í plast- poka þegar hann færi í bað. En hann bætir við á alvarlegri nótum: „Ég hef haft dálæti á Ray Brown alla mina tíð. Hann er ein af goðsögnum djassbassaleikara og hefur haft gífurleg áhrif. Hann er einn af þessum stóru guðfeðrum hljóðfærisins. Ég var ekki einn um það að vera djúpt Einbeitingin Ieynir sér ekki í svip fjármála- ráðherrans. Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ spil- aði Tríó Ray Browns fyrir ís- lenska djassáhugamenn í Is- lensku Óperunni og í dómi Vern- harðs Linnets í Morgunblaðinu í gær segir að tónleikarnir hafi verið „heimsklassadjass“ enda uppselt á tónleika goðsagn- arinnar Ray Browns löngu fyrir tónleikana. Merkilegt er að Ray Brown spilaði ekki á sinn eigin bassa á tón- leikunum, heldur fékk lánaðan Gunnars Hrafnssonar bassaleikara, eins stjórnenda Jazzhátíðar Reykjavíkur. Þegar Gunnar er spurður hveiju það sæti segir hann að Ray Brown hafi lent í ógöngum með bassann á leiðinni til lands- ins. Þegar hann kom til Islands og opnaði hljóðfæratöskuna kom í ljós að hljóðfærið hans var möl- brotið. „Það er stórmál fyrir hljóð- færaleikara að missa hljóðfærið sitt rétt fyrir tónieika," segir Gunnar. „Þú þekkir þitt hljóð- færi til hlítar, og það er mjög erfitt að spila á annarra manna hljóðfæri án þess að fá tíma til að kynnast því.“ Hins vegar var tíminn naumur, og Ray Brown prófaði tvö hljóðfæri áður en bassi Gunnars varð fyrir val- inu. „Að fara upp á svið með algjörlega óþekkt hljóðfæri í höndunum og spila eins og engill er ekki á færi nema bestu manna. Og Ray Brown sýndi þarna og sannaði að hann er snillingur," segir Gunnar. En hvernig skyldi Gunnari hafa liðið þegar hann sá Ray Brown handleika bassann sinn uppi á sviði á tónleikunum? „Fyrsta tilfinningin var sú að ég Morgunblaðið/Jón Svavarssi snortinn á þessum frábæru tón- leikum. Friðrik Theódórsson, kynnir hátíðarinnar, lýsti því í kynningunni hversu sérstök til- finning það væri að hitta Ray Brown sem hefði verið í uppá- haldi frá því hann keypti sér sinn fyrsta bassa fyrir 42 árum.“ Þegar Gunnar er spurður hvort hann muni ekki geyma myndina af þeim Ray Brown á góðum stað segir hann glaðlega að hann hafi einmitt sagt eigin- konunni að nú yrði hann að fá rammann utan af brúðkaups- myndinni til að prýða myndina. „Ég hef myndina náttúrulega uppi á vegg, svo ég geti yljað mér við minningarnar þegar ég æfi mig á bassann." Fékk lánað hljóðfæri THEO Waigel, þýski fjár- „ m ál a ráð h e rrann og formaður systurflokks kristilegra demókrata (CSU), sést hér munda bolt- ann af miklu öryggi í herbúð- um þýska fótboltaliðsins TSV 1860 í Miinchen hinn 10. septem- ber sl. Fjármálaráðherrann kom við hjá knattspyrnuliðinu á kosninga- ferðalagi sínu um Bæjaraland. Stutt er til kosninga og stjórnarflokkarnir ' hafa átt á brattann að sækja í kosn- ingabaráttunni, en hugsanlega get- ur fimur fótaburður fjármálaráð- herrans fangað athygli kjósenda. Ekki fylgir sögunni hvort Waigel hyggst breyta um starfsvettvang og snúa sér alfarið að boltanum ef kosningamar ganga ekki flokknum í hag. RAY BROWN Á ÍSLANDI LEIKINN MEÐ KNÖT' INN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.