Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 56
NIVEA ÍMnrgnmM&ifrÍtJi Drögum næst 24. september JÍÍL HAPPDRÆTTI jSjgrjJj HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Farþegaþota nauðlenti á Calgary-flugvelli _ + . Tveir Islending- ar meðal farþega HESTAMENNIRNIR Sigurbjörn Bárðarson og Axel Omarsson voru meðal farþega í Boeing 767-far- þegaþotu frá flugfélaginu Martinair sem varð fyrir vélarbilun og neydd- ist til að nauðlenda skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Calgary í Kanada á mánudagskvöld. „Hann sagði að þeir hefðu heyrt mjög háa sprengingu meðan þeir voru á flugi og séð eld í hreyfli," sbgir Þórunn Bergsdóttir, eigin- kona Axels, en hún talaði við hann í síma í gærdag. Samkvæmt frétt í alnetsútgáfu dagblaðsins Calgary Herald neydd- ust flugmennirnir til að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar eftir sprenginguna. Fjölmargt fólk á jörðu niðri heyrði hvellinn og sá eld leggja frá væng vélarinnar. Einn farþeganna sagði í viðtali við blaðið að hann hefði aldrei orðið hræddari á ævinni. Annai- sagðist hafa heyrt flugfreyjurnar biðja bænir meðan á ósköpunum stóð. I um tíu mínútur var ljóslaust í farþegarýminu. Eftir hálftíma tókst áhöfninni að lenda þotunni og gekk það vel þó að sprungið hefði á þremur dekkj- um. „Þeir sögðu að fólk hefði verið rólegt um borð, en samt hrætt vegna þess að nýlega varð annað flugslys við Nova Seotia og það ímyndaði sér að það sama væri að gerast aftur,“ segir Þórunn. Sigurbjörn og Axel voru á heim- leið frá stórri hestasýningu í Cal- gary. Vegna verkfalls flugmanna í Kanada gátu þeh- ekki farið til Minneapolis í Bandaríkjunum og þaðan til Islands eins og til stóð, heldur urðu að taka vél sem var á leið til Amsterdam. Af sömu orsök- um hafði ferðalagið til Kanada orð- ið mun lengra en ella. Að sögn Þórunnar vonuðust þeir Sigurbjörn og Axel eftir að komast til Islands í dag með Flugleiðavél frá Amsterdam. Sjómenn eru hinir mestu bókaormar BÓKLESTUR sjómanna hef- ur aukist svo um munar síð- ustu árin og svo virðist sem sjómenn nýti frívaktir sínar í auknum mæli til lesturs. Skýringar á þessari auknu bókhneigð kunna að vera margar en svo virðist sem sjómenn séu ögn leiðir á myndbandaglápi og vilji fjöl- breyttari afþreyingu. Með aukinni sókn á fjarlæg mið hafa sjóferðir lengst til muna og þess vegna aukast kröfur sjómanna um afþrey- ingu og tómstundir um borð í skipunum. Samkvæmt upp- lýsingum frá bókasöfnum á helstu útgerðarstöðum Iands- ins voru útlán til skipa í mik- illi lægð um miðjan níunda áratuginn en þá var mynd- bandið einmitt að ryðja sér til rúms. Utlán hafa hins vegar aukist á ný og náðu hámarki árið 1994 en þá var útrás ís- lenskra fiskiskipa á fjarlæg mið að hefjast að einhveiju marki. Bókaverðir víða um land eru sammála um að sjómenn séu bæði mikið og vel lesnir. Þeir vilji fjölbreytt lesefni, spennu- og ævisögur séu sí- vinsælar meðal þeirra, en einnig sé talsvert lesið af fræði- og fagurbókmenntum. ■ Íslenskir/C3 íslenzk ljóð í fyrsta sinn á kín- versku SAFN íslenzkra ljóða á kínversku er komið út í Kína; með 178 ljóðum eftir 37 skáld og er það í fyrsta skipti, sem íslenzk Ijóð eru gefín út á kínverskri tungu. Bókin var kynnt á fundi í Peking. Tíminn og vatnið heitir íslenzka ljóðasafnið. Dong Jiping þýddi ljóð- in úr ensku. Sigurður A. Magnús- son rakti á fundinum tildrög bókar- innar, sem eru þau, að Dong Jiping kynntist á háskólabókasafninu í Iowa í Bandaríkjunum íslenzkum ljóðum í enskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Hann hreifst svo af ljóðunum, að hann varð sér úti um eintak af bókinni og heimkominn ákvað hann að sækjast eftir leyfi til að þýða ljóðin og gefa út á kín- versku. ■ íslenzk ljóð/6 Brúin yfir Gígju fullgerð NÝJA brúin yfir Gígju er nú full- búin og verður formlega opnuð á morgun að viðstöddum sam- gönguráðherra, vegamálastjóra -eg fulltrúum verktaka sem eru Armannsfell og undirverktakar. Reynir Gunnarsson hjá Vega- gerðinni á Höfn upplýsti Morg- unblaðið í gær um að síðustu handtökin við frágang garða og fleira hefðu verið unnin nú í vik- unni. Byi-jað er að rífa bráða- birgðabrúna, sem notuð var á meðan. -------------- Harður árekstur við Sæbraut MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Súðar- vogs í Reykjavík í gær klukkan rúmlega 18. Sendibifreið og strætis- vagn skullu saman, en umferðarljós á gatnamótunum voru ótengd. Öku- maður bifreiðarinnar fótbrotnaði og khppa varð hann úr bflnum. Sendi- R'reiðin var jafnframt óökufær og var hún fjarlægð með kranabifreið. Morgunblaðið/Emil Þór Nærri eitthundrað íslenskir hluthafar í Manchester United Hafa næstum því tvö- faldað fjárfestingu sína HÁTT í hundrað íslenskir aðdáendur enska fót- boltaliðsins Manchester United, sem keyptu í því hlutabréf skömmu fyrir áramót, hafa nærri tvöfaldað fjárfestingu sína. Þeir sem stærsta hluti eiga geta nú selt bréfín með um 700 þús- und króna hagnaði. Hlutabréfaeigendurnir fengu fyrir skömmu senda tilkynningu um að vegna tilboðs BSkyB- sjónvarpsstöðvar auðjöfursins Roberts Mur- dochs í félagið stæði þeim til boða annaðhvort að selja bréfin með 65-70% ávöxtun eða að eignast hlutabréf í sjónvarpsstöðinni í skiptum fyrir þau. Svo gæti þó farið að enn meira fengist fyrir hlutina því bandarískt verðbréfafyrirtæki hefur lagt fram um 10% hærra tilboð í fótboltafélagið. „Verðbréfastofan keypti talsvert af hluta- Mögulegt að kaupa hlut í fleiri félögum bréfum í Manchester United fyrir jólin vegna þess að við fundum fyrir áhuga frá stuðnings- mönnum fyrir að eiga, þó ekki væri nema 10-20 þúsund króna hlut,“ segir Jafet Olafsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar. Fjárfestu fyrir 10-200 þúsund krónur Þeir sem fjárfestu með milligöngu fyrirtæk- isins keyptu hluti fyrir á bilinu 10-200 þúsund krónur. Jafet segist þó vita af fáeinum öðrum fjárfestum sem keyptu á vegum breskra verð- bréfafyrirtækja, þar af voru 2-3 sem eignuðust um milljón króna hlut. Stjórn Manchester United hafði samþykkt að ganga til viðræðna við Murdoch áður en tilboð- ið frá bandaríska fyrirtækinu kom fram. „Ef allh- stóru hluthafarnir samþykkja tilboð Mur- dochs þá liggur ekki annað fyrir hinum minni en að beygja sig undir það,“ segir Jafet. „Ef yf- ir 80% hluthafa samþykkja svona tilboð er minnihlutinn neyddur til að selja.“ Jafet segir að íslenskir hluthafar séu enn að velta fyi’ir sér hvað þeir ætli að gera, en enginn hafi selt hlut sinn ennþá. „Menn hafa hringt og spurst fyrir um þetta, og það verður söknuður hjá mörgum ef þeir neyðast til að selja.“ Jafet segist íhuga að bjóða upp á hlutabréf í fleiri fótboltaliðum, meðal annars séu bréf í Newcastle og Bolton á markaði í Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.