Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 1
213. TBL. 86. ÁRG.
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Ásdís
Góðir vinir á Austurvelli
Meira en hundr-
að er saknað
eftir ferjuslys
MEIRA en 150 manna var saknað í
gær eftir að ferja sökk í stormi og
stjórsjó ekki fjarri Manila, höfuð-
borg Filippseyja. I gærmorgun
hafði tekist að bjarga 294 mönnum.
Ferjan, „Princess of Orient“, var
mjög stór, næstum 14.000 tonn, en
lagði úr höfn á sama tíma og felli-
bylurinn Vicki fór yflr Luzon,
stærstu eyjuna. Sjóslys eru tíð við
Filippseyjar en mesta slysið varð
1987 þegar ferjan „Dona Paz“
rakst á olíuskip. Þá fórast 4.386
manns.
„Mér fannst ég vera að upplifa
Títanik-slysið,“ sagði Jerry Cabr-
era, yfirmatreiðslumaður á ferj-
unni, en honum var bjargað úr
sjónum í þyrlu. „Vatnið streymdi
inn, skipstjórinn réð ekki lengur við
neitt og skipið seig rólega í kaf.“
Farida Faisal, tveggja barna
móðir, var enn grátandi þegar
björgunarmenn komu með hana til
lands. Hún hafði gripið börnin sín,
fjögurra og ellefu ára, þegar ferjan
lagðist á stjórnborða en missti af
þeim þegar þau fóru í sjóinn.
Óskiljanlegt slys
Ferjan var flaggskip útgerðar-
innar, Sulpicio Lines, sem einnig
átti „Dona Paz“. Var hún ein sú
stærsta og hraðskreiðasta í land-
inu. Finnst mörgum með ólíkind-
um, að jafnstórt skip skuli hafa
sokkið. Veðrið vai- að vísu slæmt en
þó varla hægt að tala um fái-veður.
Tölum ber ekki alveg saman en vit-
að var, að eitthvað á sjötta hundrað
manna var um borð að áhöfn með-
talinni.
Sænskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag
Svigrúm fyrir spenn-
andi niðurstöður
Stokkhólmi. Morgunblaðið.
„GOTT hjá þér,“ sagði gleiðbros-
andi Göran Persson forsætisráð-
herra í ljósum frakka með leður-
kraga, þegar Margot Wallström,
flokkssystir hans og félagsmálaráð-
herra, lýsti því yfír á útifundi í mið-
borg Stokkhólms i gær, að hún ætl-
aði að kjósa jafnaðarmenn í kosn-
ingunum í dag. I allan gærdag voru
vegfarendur í bæjum og borgum
innan um frambjóðendur og slagorð
þeirra. „Ég er mjög bjartsýnn,"
fullyrti Carl Bildt, leiðtogi Hægri-
flokksins, á tali við nokkra blaða-
menn eftir síðustu kappræður
flokksformannanna á föstudags-
kvöldið.
Skoðanakannanir benda til, að
litlu muni á hægri- og vinstrivængn-
um en niðurstaða þeiraa tíu pró-
senta kjósenda sem ákveða sig síð-
ustu sólarhringana gæti ráðið úr-
slitum.
„Vinstriflokkurinn er eini flokk-
urinn með konu og allsgáðan alka
sem leiðtoga." Með þessari kraft-
miklu kynningu hóf Gudrun Schym-
an flokksleiðtogaumræðurnar í
sjónvarpinu. „Við erum margar
konurnar, sem höfum mátt þola að
vera nauðgað og misþynnt," fullyrti
hún og sýndi barmmerki, krónupen-
ing, sem sneitt hafði verið úr til að
sýna að konur hefðu 20 prósentum
lægri laun en karlar. Svía skorti
ekki fé, heldur réttlátari skiptingu
þess var boðskapur hennar.
Hægri flokkarnir réðust hart að
Schyman fyrir óábyrga afstöðu til
skulda ríkissjóðs og sama gerði al-
varlegur Persson, sem talaði um
réttlátara samfélag. Þótti hann ann-
ars daufur í umræðunum. Bildt og
Alf Svensson, formaður kristilegra,
stjarna kvöldsins ásamt Schyman,
undirstrikuðu að þeir stefndu ekki
að niðurskurði, heldur betri þjón-
ustu með minni tilkostnaði og
stjórn.
Vegfarendur með rósir í hendi
og slagorð í eyrum
Formenn stóru flokkanna fóru á
sjö mílna skóm um landið í gær, til
að geta lokið baráttunni í stærstu
borgum og bæjum með útifundum.
í miðborg Stokkhólms mátti sjá
marga með rósir, merktar jafnaðar-
mönnum.
„Treystið á þá sem hafa reynst
traustsins verðir hingað til,“ sagði
Persson á útifundi í Stokkhólmi um
hádegisbil í gær. „Þið sneruð við
blaðinu í afstöðunni til Evrópusam-
bandsins og leidduð Svíþjóð inn í
ESB,“ sagði grátklökk ung stúlka.
„Hvernig á ég að geta treyst því að
þið gerið ekki það sama í aðild að
myntbandalaginu?"
„Þarf allt fólkið að ákveða sig á
kjördag?" spurði lítil stelpa mömmu
sína undrandi og fyrir Persson er
ákvörðun kjósenda nokkurt
áhyggjuefni, því þetta eru fyrstu
kosningar hans sem flokksfor-
manns. Bildt heyr nú fjórðu baráttu
sína og hugsanlega þá síðustu. Ef
flokkurinn kemst ekki í stjórn þykir
óvíst að hann bíði eftir tækifæri í
önnur fjögur ár. Ákvörðun kjósenda
í dag gæti því haft margvíslegar af-
leiðingar þegar til lengdar lætur.
■ Fortíðardraumar/6
Illa farið
með Mikka
og féiaga
París. The Daily Telegraph.
MIKKI Mús, Andrés Önd og
aðrar teiknimyndafígúrar -
eða í það minnsta þeir starfs-
menn Disneylands-skemmti-
garðsins í
París sem
bregða sér í
hlutverk
þeirra -
hafa farið
fram á
aukna vernd
gegn áköf-
um krökk-
um sem á hverjum degi sparka
í fígúrurnar og klípa.
A beiðni starfsmannanna
rætur sínar að rekja til atburða
er áttu sér stað 20. ágúst síð-
astliðinn þegar öiyggisverðir
urðu að fylgja Mikka Mús og
Mínu, vinkonu hans, í öruggt
skjól eftir að vinnudagur
þeirra hafði gerst meira en lítið
sársaukafullur.
Var í framhaldinu ákveðið að
rita til frönsku vinnumálastofn-
unarinnar, sem tryggja á að
réttindi starfsfólks séu í heiðri
höfð á vinnustað.
Fulltrúar Disneylands segja
að ekkert fyrirtæki, sem hafl
starfandi hjá sér tíu þúsund
manns, geti algerlega komið í
veg fyrir að „vinnuslys" eigi
sér stað.
Hyde bauð
afsögn
HENRY J. Hyde, formaður dóms-
málanefndar bandarísku fulltrúa-
deildarinnar, bauðst til að segja af
sér í síðustu viku þegar fréttir birt-
ust um framhjáhald hans á sjöunda
áratugnum. Kom þetta fram í
Washington Post í gær.
Fréttin um Hyde olli heilmiklum
úlfaþyt í þinginu og sökuðu
repúblikanar Hvíta húsið um að
reyna að draga æru hans niður í
svaðið en það er dómsmálanefndin,
sem metur hvort rétt sé að höfða
mál á hendur Bill Clinton, forseta
Bandaríkjanna, íyrir meinsæri í
Lewinsky-málinu.
Talsmaður Newt Gingrieh, eins
helsta leiðtoga repúblikana og for-
seta fulltrúadeildarinnar, sagði, að
með því að bjóðast til að segja af sér
hefði Hyde sýnt heiðarleika sinn í
verki enda hefði ekki komið til mála
að fallast á það.
Hold og
blóð Islendinga
á vogarskálum