Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 33 , STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞARFT FRAMTAK I UMHVERFISMÁLUM SÖLUMIÐSTÖÐ hrað- frystihúsanna hefur gefið út bækling á ensku til stuðn- ings umhverfisstefnu sinni, sem samþykkt var fyrr á ár- inu. Umhverfisstefna SH tek- ur mið af ábyrgum fiskveið- um og veiðistjórnun, heil- næmi afurða og gæðastjórn- un við framleiðslu þeirra og hagkvæmri notkun og eigin- leikum umbúða. Bæklingnum mun verða dreift til kaupenda sjávarafurða víða um heim. Fyrirtækið kappkostar að selja aðeins afurðir úr fiski- stofnum sem nýttir eru á sjálfbæran og ábyrgan hátt og afla upplýsinga um það hvort viðskipti þess með af- urðir frá erlendum framleið- endum samræmist þessari stefnumörkun. Þá hyggst SH gæta þess að stuðla ekki að framleiðslu eða sölu á afurð- um úr tegundum í útrýming- arhættu eða úr vernduðum stofnum. Fyrirtækið skil- greinir ábyrgar veiðar og vinnslu þannig að allur afli sé nýttur á hagkvæman hátt og að hlutur vinnslu hráefnis til manneldis verði aukinn. SH leggur áherzlu á að tryggja hollustu og heilnæmi afurða sinna og hyggst jafn- framt leggja áherzlu á hag- kvæma notkun umbúða og taka þær fram yfir aðrar sem unnt er að endurvinna. Mótun umhverfisstefnu ein og sér er til fyrirmyndar og mættu fleiri íslenzk útflutn- ingsfyrirtæki þar taka sér Sölumiðstöðina til fyrirmynd- ar. Nú hefur fyrirtækið jafn- framt lagt í mikla vinnu og kostnað við að safna vísinda- legum upplýsingum um fisk- veiðistjórnun og vistfræði hafsins við Island til að styðja stefnu sína og útskýra hana fyrir erlendum við- skiptavinum. Eins og Friðrik Pálsson, forstjóri SH, segir í inngangi bæklingsins, hefur þetta ekki verið gert áður á Islandi og um brautryðjanda- verk er að ræða. Þetta er sér- staklega hrósvert og ætti að skapa SH sterkari stöðu í samkeppninni á alþjóðlegum markaði. Framtak SH er ekki sízt mikilvægt vegna aukinnar áherzlu margra stórra kaup- enda sjávarafurða á að þær séu umhverfisvænar og veið- arnar stundaðar með ábyrg- um og sjálfbærum hætti. Samstarf öflugra umhverfis- verndarsamtaka og fiskkaup- enda um svokallaðar um- hverfismerkingar, sem eiga að tryggja að sjávarafurðir séu umhverfisvænar, hefur verið áhyggjuefni margra hér á landi vegna hættunnar á að þar verði dæmt út frá röng- um eða ófullnægjandi upplýs- ingum um ástand og stjórnun fiskveiðiauðlinda hér við land. Stundum virðist sem alþjóð- leg umhverfisverndarsamtök telji alla fiskistofna ofveidda eða í útrýmingarhættu. Framtak SH stuðlar að því að eyða misskilningi og auka þekkingu á íslenzkum sjávar- útvegi og er því í raun öllum, sem flytja út íslenzkar sjáv- arafurðir, til framdráttar. MYNDBAND OG PÓLITÍK A* kvörðun dómsmálanefnd- ar fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings um að sýna opin- berlega myndbandsupptöku af yfirheyrslu Kenneth Starr og hans manna yfir Clinton, Bandaríkjaforseta, vegna sambands hans við Monicu Lewinsky sýnir, að nú er ekki lengur um að ræða leit þings- ins að sannleika heldur mark- vissa viðleitni repúblikana til þess að nota ástarsamband forsetans við unga stúlku gegn honum í pólitískum til- gangi. Með opinberri birtingu á skýrslu Starr, sem mörgum þótti nóg um, hafa allar nauð- synlegar upplýsingar verið lagðar fyrir bandarísku þjóð- ina til þess að hún geti mynd- að sér skoðun á málinu. Með því að ganga lengra og sýna þessi myndbönd og birta frekari og nákvæmari lýsing- ar á sambandi forsetans og Monicu Lewinsky er augljós- lega stefnt að því að auð- mýkja forsetann sem mest og þar með veikja hann pólitískt. Birting á þessum viðótar- gögnum er ekki nauðsynleg til þess að almenningur fái að vita sannleikann. Hann liggur nú þegar fyrir. Það er augljóst, að stjórn- málamenn og fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru helteknir af þessu máli og hafa raunar verið frá því að grunsemdir vöknuðu um samband forset- ans og stúlkunnar. Utan Bandaríkjanna ofbýður fólki sú áherzla, sem lögð er á að ræða þetta mál í algerum smáatriðum. Engin ástæða er til að ætla annað en að um- ræðum sem þessum verði haldið áfram í Bandaríkjun- um. Það þýðir hins vegar, að enginn er óhultur um einkalíf sitt, sem á annað borð tekur þátt í stjórnmálum. Banda- rískir fjölmiðlar og stjórn- málamenn eiga eftir að verða uppteknir af kynferðismálum fleiri stjórnmálamanna en forsetans, ef svo fer fram sem horfir. JÓNAS Á MAGN- aða guðstrú sína sam- eiginlega með Birni Gunnlaugssyni eins og hún birtist í Njólu. Hún er eins og fyrr- nefndar prédikanir Jónasar færðar til bundins máls. Hendur guðs smíðuðu alheiminn og sólirnar / ganga sína leið / sem þú, drottinn býður / en samt manst þú, guð eftir jörðinni og okkur mönnum og stjómar lífi okkar eins og segir í þessum vísuorðum: gleði og htyggða skundar skeið að skipun þinni lýður. Og ennfremur, Óhultar en áin Rín út í ratar sæinn gjörvallt flytur gæzkan þín, guð, í dýrðar æginn. Forsjónin ávörpuð eins og vernd- andi en stjómsamur vinur á bænum. Hann hefur í hendi sér velferð þeirra sem undir hánn heyra og-til hans sækja og gleymir því ekki, það er náttúmvísindamaður sem hér talar. Einn helzti stærðfræðingur iandsins, gullverðlaunahafí. Skáld- skapurinn að vísu ekki stór í sniðum né ýkja rismikill en gefur samt næga vísbendingu um þær hug- myndir sem Björn Gunnlaugsson miðlaði nemendum sínum í Bessa- staðaskóla, þar á meðal Jónasi Hallgrímssyni. Þessi afstaða var ríkjandi viðhorf í skól- anum; þar var rúm fyrir guðdóminn. Honum hafði ekki verið byggt út eins og síðar varð þegar efa- semdarmenn létu til sín heyra og afstaða til efnisheims- ins öll í endurskoðun með því guð- leysi sem síðar einkenndi boðskap og stefnur, bæði í vísindum ög stjómmálum og þá ekki síður í bók- menntum þegar raunsæisstefna Brandesar varð allsráðandi um skeið. Jónas hefur þó líkastil ekki kynnst kveðskap Björns Gunn- laugssonar að neinu ráði fyrren 1842 þegar Njóla var fyrst prentuð, en þá þegar varð efni hennar langt- um vinsælla en ætla mætti af skáld- skapargildi einu sama. Hlýtur það að vera til vitnis um tíðarandann og umhverfí Jónasar. Guðstrúarleg afstaða var raunar einkennandi þáttur í ljóðlist allra helztu skálda íslenzkra á þessu skeið, svo að ekki er hægt að tala um að Jónas hafí skorið sig úr eða haft sérstöðu að þessu leyti. En guðstrú hans er honum eiginlegri en öðrum skáldum án þess unnt sé að skýra nákvæm- lega hvað í því felst. Guðstrú hans er, það er allt og sumt. Hún er eins og súrefni sem við lifum á án þess ástæða sé til að fjalla um það sér- staklega. Það er ósýnilegt eins og tilhneigingin til trúar eða tilfinning trúaðs manns fyrir guðdómnum. Bjami Benediktsson sagði mér að hann hefði komizt í snertingu við guðdóminn og eilífðina þegar hann var einhveiju sinni á gangi einn með sjálfum sér á Þingvöllum, en gat ekki skýrt það nánar. Óskýran- leg reynsla er einatt mikilvægust. Enginn trúmaður snertir guðdóm sinn með sama hætti og annar. Ekkert er persónulegra en trú okk- ar eða trúleysi. Enginn stendur andspænis guði eins og raunvem- legri fyrirmynd en upplifir þó ná- vist hans. Við snertum aðra mann- eskju með auganu án þess snerta hana og samt er snerting augans áþreifanlegasta upplifun sem ég þekki. En engir tveir menn sjá með sama hætti. Þannig leitar Hallgrím- ur Pétursson til Krists þegar Jónas Hallgrímsson snýr sér beint til al- föður, áreynslulaust. Það er að ég hygg helzti munurinn á þessum tveimur miklu trúarskáldum. Flest annað eiga þeir sameiginlegt, ekki sízt það viðhorf sem birtist í kvæði Sveinbjöms Egilssonar, Ei glóir æ á grænum lauki, en þar segir með- al annars, guð það hentast heimi fann, það hið stríða blanda blíðu; allt er gott, sem gjörði hann. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 19. september FYRIRHUGAÐ kosn- ingabandalag Alþýðu- flokks, Alþýðubanda- lags, Þjóðvaka og Kvennalista hefur fallið svo rækilega á prófinu með þeirri stefnuyfirlýs- ingu, sem kynnt var fyr- ir nokkram dögum að spyrja má, hvort kosningabandalagið hafi nokkra möguleika á að ná sér á strik eftir þessa misheppnuðu framsetningu á sameiginlegum stefnumál- um. Og jafnframt er ljóst, að möguleikar annarra aukast að sama skapi í næstu kosningum. Stefnuskráin opinberaði ótrúlegt þekk- ingarleysi á gmndvallaratriðum í utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar. Hún sýndi, að höfundar hennar og forystumenn kosn- ingabandalagsins, sem hljóta að hafa lesið skjalið yfir áður en það var birt, þekktu ekki einföldustu atriði í varnarsamningi ís- lands og Bandaríkjanna. Hún sýndi jafn- framt, að þessir aðilar virðast ekki hafa fylgzt með þeim grundvallarbreytingu, sem orðið hefur á starfsemi Atlantshafs- bandalagsins á þessum áratug. í stefnuyfir- lýsingunni er enn talað um Atlantshafs- bandalagið í sama tón og Aiþýðubandalags- menn og aðrir vinstri menn gerðu fyrr á ár- um, þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Eftir lok kalda stríðsins og fall Varsjár- bandalagsins hefur Atlantshafsbandalagið verið að breytast í eins konar öryggiskerfi allra Ewópuríkja. Nánast öll ríki í Evrópu leita nú inngöngu í Atlantshafsbandalagið utan Rússland. En jafnframt er samstarf bandalagsins og Rússlands orðið ótrúlega náið. I Brussel starfar nú stór hópur rúss- neskra embættismanna og varla er hægt að ganga um ganga í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins án þess að heyra rúss- nesku talaða. Það er eins og forystumenn kosningabandalagsins geri sér enga grein fyrir þessari gi-undvallarbreytingu á hlut- verki og stöðu Atlantshafsbandalagsins. Til þess er nú horft til að leysa alvarleg vanda- mál, sem upp koma í einstökum ríkjum Evrópu eða þeirra í milli eins og t.d. í fyrr- um lýðveldum Júgóslavíu. Það á að vísu eft- ir að koma í ljós, hvernig Atlantshafs- bandalaginu gengur að rækja þetta nýja hlutverk en það er gersamlega út í hött að tala um það eins og gert er í málefnaskrá vinstra bandalagsins að „framtíðarmark- miðið hlýtur samt að vera að Island geti staðið utan hernaðarbandalaga“. Framtíðarmarkmiðið er auðvitað að byggja Atlantshafsbandalagið upp, fjölga aðildarríkjum þess, m.a. með aðild Eystra- saltsríkjanna og efla styrk þess til að takast á við vandamál af því tagi, sem upp hafa komið í Júgóslavíulýðveldunum á síðustu árum. Og styrkja jafnframt tengslin við Rússland, sem enn er því miður alvarlegur óvissuþáttur í öryggismálum Ewópui'íkja. Þekkingarleysi forystumanna vinstri flokkanna á grandvallaratriðum varnar- samningsins við Bandaríkin er að sjálf- sögðu alvarlegt mál um leið og röng með- ferð staðreynda sýnir óvönduð vinnubrögð. En jafnframt er sá kafli málefnaskrárinnar, sem fjallar um vamarliðið, vísbending um, að forystumenn kosningabandalagsins fylgist ekkert frekar með því, sem er að gerast á því sviði en á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins. Með breyttum aðstæðum í heimsmálum hefur að sjálfsögðu verið dregið úr viðveru Bandaríkjamanna á Islandi. Umtalsverð fækkun hefur orðið í varnarliðinu eins og allir vita. Það er alltaf álitamál hversu langt skuli ganga í þeim efnum og innan Banda- ríkjahers eru uppi mismunandi sjónarmið um það eins og búast má við. Hitt er alveg ljóst, að frá sjónarhóli okkar íslendinga skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi lands og þjóðar. I heimi nútímans eru komnar upp nýjar hættur, sem ekki voru til staðar, þeg- ar vamarsamningurinn var gerður fyrir tæpri hálfri öld. Samtök hryðjuverkamanna era gífurlega öflug víða um heim og hafa yf- ir ótrúlegum fjármunum að ráða. Ef enginn vamarviðbúnaður væri á Islandi væri auð- velt fyrir slík samtök að taka land og þjóð i gíslingu. Það sér hver maður hvers konar vígstaða það væri fyi-ir hryðjuverkamenn. Þar að auki er þróunin í Rússlandi því miður ískyggileg og þær björtu vonir, sem menn gerðu sér fyrir nokkrum ámm eru nú að breytast í vaxandi svartsýni. Rússland er ríki í upplausn og enginn veit hvað við tekur. En Rússland er enn annað öflugasta kjarnorkuveldi heims. Við slíkar aðstæður verðum við Islend- ingar að tryggja öryggi okkar. Það verður ekki betur gert en með varnarsamningi okkar við Bandaríkin. Hins vegar er ekki ólíklegt, að við verðum að taka á okkur meiri ábyrgð og skyldur en við höfum gert og það verður líka að teljast eðlilegt. Bandaríkjamenn munu áreiðanlega setja fram þau sjónarmið, að við verðum sjálfir að greiða stærri hluta þess kostnaðar, sem leiðir af vörnum landsins. Og hví skyldum við ekki gera það? Það er mikill munur á efnahag íslenzku þjóðarinnar nú eða fyrir hálfri öld, þegar varnarsamningurinn var gerður. Við höfum efni á því að taka á okk- ur hluta þess kostnaðar, sem af því leiðir að viðhalda varnarviðbúnaði á Keflavíkurflug- velli og eigum að gera það. Við búum líka yfir meiri þekkingu á þessum málum en áð- ur. Ungir Islendingar hafa numið hernað- arfræði í öðrum löndum og hlotið þar þjálf- un. Landhelgisgæzlan er öflugi-i en hún var. Þetta tvennt; öflugri landhelgisgæzla og sérmenntaðir menn á þessu sviði, gerir okkur kleift að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum. Þjóðin getur með réttu gert kröfu til stjómmálaflokkanna um framtíðarsýn um þessi mikilvægu mál í stað þess að sjá framan í gamlar lummur á borð við þær, sem vinstra bandalagið er að bera á borð. Það hefur ríkt ákveðið óvissuástand í kjöl- far loka kalda stríðsins. Mönnum hefur reynzt erfitt að átta sig á hver þróunin yrði í Evrópu. En sú mynd er að skýrast. Atl- antshafsbandalagið er að verða að öryggis- kerfi allra Evrópuríkja og aðrar hættur eru komnar til sögunnar, sem valda því, að það væri óðs manns æði að tryggja ekki öryggi lands og þjóðarinnar með afdráttarlausum hætti. Það mun hins vegar kosta okkur fjármuni í stað þess, að við höfum því miður haft tekjur af veru varnarliðsins hér síð- ustu 47 árin. Þann kostnað er sjálfsagt að við tökum á okkur enda skapar það líka meira jafnræði í samskiptum okkar og Bandaríkjamanna. Kosningabandalag vinstri flokkanna stefnir að því að verða annar stærsti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar. Það væri hins vegar grafalvarlegt mál, ef stjórnmálasam- tök með svo ábyrgðarlausa fortíðarstefnu í utanríkis- og öryggismálum kæmust í þá aðstöðu. Örlar ekki á nýrri hugsun ÞEKKINGARLEYS- ið og ábyrgðarleysið í utanríkis- og öryggis- málum í málefnaskrá vinstri flokkanna kom satt að segja mjög á óvart en þó ekki síður sú staðreynd, að það örlar hvergi á nýiri hugsun í innanlandsmálum. Þegar horft er til þeirrar þróunar, sem orðið hef- ur hjá mið- og vinstri flokkum í nálægum löndum hefði mátt búast við, að vinstra bandalagið hefði gengið í smiðju til þeirra í hugmyndaleit en svo virðist ekki vera. Mikið hefur verið talað um að Tony Bla- ir, forsætisráðherra Breta, hafi umskapað brezka Verkamannaflokkinn og hreinsað út úr stefnuskrá hans drauga úr fortíðinni. Sagt hefur verið að stuðningsmenn Clint- ons í Demókrataflokknum hafi leitazt við að leggja nýjan grundvöll að stefnu demókrata þar. Hið sama hefur verið sagt um Schröder, kanslaraefni jafnaðarmanna í Þýzkalandi. Margt bendir að vísu til, að þessar breyt- ingar séu meiri í orði en á borði. Raunar má segja, að Blair hafi lagt undir sig hluta af málefnasviði brezkra íhaldsmanna eða hrakið þá lengra til hægri og þannig náð til miðjufylgis í brezkum stjórnmálum. Clint- on og hans menn hafa haft uppi ákveðna til- burði til að breyta stefnunni í bandarískum stjómmálum og þá fyrst og fremst á þann veg að rétta hlut millistéttar og hinna verst settu gagnvart efnafólki þar í landi. Það hefur reynzt erfitt að festa hendur á nýrri stefnu í málflutningi Schröders í kosninga- baráttunni í Þýzkalandi. Eitt eiga þessir menn þó sameiginlegt. Þeir hafa gefið flokkum sínum nýja ímynd. Fólki finnst, að þeir hafi eitthvað nýtt fram að færa, þótt það sé meira í orði en á borði. Það verður hins vegar ekki sagt um vinstra bandalagið. Þar er ekki einu sinni gerð til- raun til að skapa hinu sameiginlega fram- boði nýja ímynd. Ef hægt er að tala um breytta ímynd er hún kannski fyrst og fremst sú, að stefnubreyting Alþýðuflokks- ins á fyrri hluta þessa áratugar virðist vera horfín að langmestu leyti en gamaldags sjónarmið Alþýðubandalags og Kvennalista hafi orðið ofan á í stefnumörkun kosninga- bandalagsins. Hið eina sem segja má að standi eftir af stefnu Alþýðuflokksins er að kosninga- bandalagið tekur ákveðna afstöðu með veiðileyfagjaldi þó með ákveðnum fyrirvara að því leyti, að það virðist takmarkast að mestu við þann kostnað, sem þjóðin ber í dag af nýtingu auðlinda. Miðað við fyrri stefnu Aiþýðubandalagsins í þessum mál- um er þetta breyting, en að vísu hefur stefna flokksins smátt og smátt verið að breytast í þessa átt á síðustu misserum eft- ir að Margrét Frímannsdóttir tók við for- mennsku. Að öðru leyti virðist Alþýðuflokkurinn hafa fórnað fjölmörgum stefnumálum und- anfarinna ára í samningaviðræðum við vinstri flokkana. Hin afdráttarlausa afstaða flokksins til aðildar að ESB heyrir gi-eini- lega til liðinni tíð. Ki'afan um að gera inn- flutning á t.d. búvörum frjálsari er horfin og svo mætti lengi telja. Fjármálaráðherra Aiþýðuflokksins hafði á sínum tíma forystu um staðgreiðslukerfi skatta og eitt skatt- þrep. Þeirri stefnu er varpað fyrir róða. Heilbrigðisráðherra Alþýðuflokksins beitti sér á sínum tíma fyrir margvíslegum breyt- ingum í heilbrigðiskerfinu. Sú afstaða sést ekki í málefnaskránni. Til marks um þann skort á nýrri hugsun, sem einkennir málefnaskrá vinstra banda- lagsins er sú afstaða, sem fram kemur til tekjutengingar. Það skín í gegn, að höfund- ar málefnaskrárinnar kunna ekki að meta tekjutengingu. En hver er hugsunin á bak við þá tekjutengingu í velferðarkerfinu, sem upp var tekin í upphafi þessa áratug- ar? Hún er sú, að peningar tryggingakerf- isins verði ekki notaðh’ til þess að greiða hátekjumönnum og stóreignamönnum bæt- ur heldur til að hækka bætur til þeirra, sem raunverulega þurfa á þeim að halda. Tekju- tenginguna má gagmýna fyrst og fremst á þeirri forsendu, að tekjumörkin, sem við er miðað eru alltof lág. En rétt framkvæmd tekjutenging stuðlar að auknum jöfnuði í samfélaginu. Þetta virðast forystumenn vinstra bandalagsins ekki skilja. Annað dæmi um gamaldags stefnu vinstra bandalagsins er sú afstaða sem fram kemur til menntamála. Þar er öllum hugmyndum um skólagjöld hafnað. Þó er veraleikinn sá, að skólagjöld ryðja sér til rúms um allt menntakerfið og fólki þykir það sjálfsagt enda geta nemendur þá gert meiri kröfur á hendur viðkomandi skóla og kennurum. Einn helzti vandi menntakerfis- ins nú er skortur á hæfum kennurum. Það er ekki skortur á kennurum með góða menntun í landinu. En þeir starfa ekki sem kennarar vegna lakra launakjara. Kennara- stéttin er nú í þeirri aðstöðu að það er meiri eftirspurn en framboð eftir hæfum kennur- um. Þessi staða mun leiða til þess, að sveit- arfélögin fara smátt og smátt að bjóða kennurum, sem þau sækjast eftir betri kjör og þá munu fleiri hæfir kennarar koma fram á sjónarsviðið. Á þetta grundvallarat- riði er ekki minnzt í málefnaskrá vinstri flokkanna áreiðanlega vegna þess, að kenn- arasamtökin eru af óskiljanlegum ástæðum andsnúin því augljósa hagsmunamáli fé- lagsmanna sinna, að samkeppni skapist á milli sveitarfélaga um hæfustu kennarana. Málefnaskrá, sem er bersýnilega gegn- sýrð af gamalli vinstri pólitík bendir óneit- anlega til þess, að forystumenn vinstra bandalagsins hafi svo miklar áhyggjur af Morgunblaðið/Ásdís TEIKNAÐ við Ægisíðu stofnun nýs vinstri flokks undir forystu þeirra Stcingríms J. Sigfússonar, Ogmund- ar Jónassonar og Hjörleifs Guttormssonar að þeir hafi talið sér nauðsynlegt að teygja sig eins langt til vinstri og kostur væri. En um leið og þeir gera það hafa þeir skapað meira svigrúm fyrir Sjálfstæðisflokkinn - og ný tækifæri. Tækifæri Sjálfstæðis- flokksins FYRIR NOKKRU birti Gallup niður- stöður skoðana- könnunar, sem benti ótvírætt til þess að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði í fyrsta skipti í sögu sinni möguleika á að ná meiri- hluta á Alþingi, ef einungis væru þrjú framboð til þings, þ.e. Framsóknarflokk- ur, vinstra bandalagið og Sjálfstæðisflokk- ur. í gær, föstudag, gerðust þau tíðindi, að Gallup sendi frá sér tilkynningu þess efn- is, að úrvinnsla þessarar könnunar hefði verið röng og að í stað þess, að Sjálfstæð- isflokkur hefði haft yfir 50% fylgi hefði flokkurinn verið með tæplega 47% fylgi í könnuninni en að vinstra bandalagið hefði verið með rúmlega 39% fylgi í stað rúm- lega 32% fylgis. Þetta eru auðvitað alger- lega óviðunandi vinnubrögð hjá Gallup og dugar ekki að kenna um „mannlegum mis- tökum“. Morgunblaðið tók mark á niður- stöðum Gallup og fjallaði um þær í forystu- grein. Eftir þá leiðréttingu, sem Gallup sendi frá sér í gær er augljóst, að langur tími mun líða þar til blaðið telur, að hægt verði að treysta niðurstöðum Gallup á þann veg, að þær gefi tilefni til umfjöllunar í for- ystugreinum blaðsins. En hvað sem því líður er augljóst, að hin nýja málefnaskrá vinstri flokkanna opnar þá möguleika fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem hin ranga könnun Gallup benti til fyrir skömmu að gætu verið til staðar. Með þess- ari málefnaskrá er Alþýðuflokkurinn ekki lengur í samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn um ákveðið fylgi á miðju stjórnmálanna. Það er kunn staðreynd, að töluverð hreyf- ing hefur verið á fylgi á milli Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Það hefur fyrst og fremst tíðkazt í borgarstjórnarkosningum, að kjósendur Alþýðuflokks í þingkosning- um hafi kosið Sjálfstæðisflokk til borgar- stjórnar. En dæmi eru um, að Alþýðu- flokknum hafi tekizt að ná til sín töluverðu fylgi frá Sjálfstæðisflokknum á höfuðborg- arsvæðinu m.a. með því að reka ákveðna landbúnaðarpólitík, sem höfðað hefur til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum. Skýrt dæmi um þetta voru alþingiskosningarnar 1967, þegar Alþýðuflokkurinn, sem þá var í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn náði fylgi frá samstarfsflokki sínum m.a. með þeim baráttuaðferð. Það blasir við, að stórir hópar kjósenda Alþýðuflokksins, sem hafa ekki síður verið einarðir í afstöðu sinni til Atlantshafs- bandalagsins og varnarsamningsins við Bandaríkin en Sjálfstæðismenn muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum vegna þeirrar loðnu afstöðu, sem fram kemur til þessara gi-undvallarmála í mál- efnaski’á vinstri flokkanna. Áður en þessi málefnaskrá leit dagsins ljós fór ekki á milli mála, að það mundi gerast af öðrum ástæð- um, þ.e. að ákveðinn hópur kjósenda Al- þýðuflokks mundi leita til Sjálfstæðisflokks m.a. vegna þess, að þeir gætu ekki hugsað sér að kjósa lista hins sameiginlega vinstra framboðs með aðalleiðtoga sósíalista á Is- landi, Svavar Gestsson, í öruggu sæti á list- anum. Eftir að málefnaskráin er fram kom- in fer ekki á milli mála, að þessi hópur kjós- enda Aiþýðuflokks verður mun stæiTÍ. Og þess vegna kann svo að fara, að tækifæri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verði meh’i af þessum sökum en ætla mátti fyrirfram. Hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að nýta sér þau tækifæri fer svo að sjálfsögðu eftir því hver afstaða flokksins verður á öðrum sviðum eins og t.d. í sjávar- útvegsmálum. I þeim éfnum er hins vegar margt sem bendir til, að flokkurinn búi sig undir sanngjarna málamiðlun og má í því sambandi m.a. vísa til athyglisverðrar ræðu Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær, föstudag. Nú liggur auðvitað ekkert fyrir um það, hvort einungis þrír aðilar bjóði fram til al- þingiskosninga. Skipulega er unnið að því að stofna nýjan vinstri flokk til vinstri við kosningabandalagið. Þau stjórnmálasam- tök eiga hins vegar eftir að opinbera sína stefnuskrá og menn bíða í ofvæni eftir því hver verður sameiginleg sjávarútvegs- stefna þeirra Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar. Að auki hefur Sverrir Hermannsson lýst því yfir að hann hyggist stofna stjórnmálasamtök, sem bjóði fram í næstu þingkosningum. Harkan í baráttu á milli tveggja fylk- inga, Sjálfstæðisflokks og vinstra banda- lags, getur hins vegar gert það að verkum, að það verði ekki einungis erfitt fyrir nýja aðila að lifa af heldur geti Framsóknar- flokkurinn verið í ákveðinni hættu, eins og raunar skoðanakannanir benda til. Það getur hins vegar enn aukið möguleika Sjálfstæðisflokksins í kosningunum, að margir hefðbundnir kjósendur Aiþýðu- flokks geti ekki hugsað sér, að Framsókn- arflokkurinn komizt í oddaaðstöðu og muni af þeim ástæðum einnig leita til Sjálfstæð- isflokks. Þetta er athyglisverð og óvenjuleg staða, sem kannski er til marks um, að meiri gerj- un sé nú í íslenzkum stjórnmálum undir lok aldarinnar en við höfum kynnzt í áratugi. „Þekkingarleysið og- ábyrgðarleysið í utanríkis- og öryggismálum í málefnaskrá vinstri flokkanna kom satt að segja mjög á óvart en þó ekki síður sú staðreynd, að það örlar hvergi á nýrri hugsun í innanlands- málum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.