Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 39 ASGEIR RAGNAR ÞORSTEINSSON + Ásgeir Ragnar Þorsteinsson fæddist í Eyrardal í Álftafirði við Djúp þann 5.9. 1908. Hann lést á dvalar- heimilinu Hrafnistu í Hafnarfírði þann 9. . september sl. Foreldrar hans voru Þorsteinn Mikael Ásgeirsson f. 16.2. 1877 d. 1.5. 1950, og Rebekka Bjarna- dóttir, f. 15.11. 1885. d. 11.5. 1981. Ragnar var elstur 10 systkina sem eru: Pálína Salóme Þorsteinsdóttir, f. 1.11. 1909, d. 1.12. 1993, Kristjana Jóna Þorsteinsdóttir, f. 8.4. 1912, Sigríður Guðrún Þor- steinsdóttir, f. 4.8. 1913, Lárus Sigurvin Þorsteinsson, f. 14.4. 1916, d. 26.6.,1978, Bjarni Þor- steinsson, f. 26.4. 1918, Guðjón Kristinn Þorsteinsson, f. 3.11. 1921, Þórir Sveinn Þorsteins- son, f. 9.5. 1923, Höskuldur Andrés Þorsteinsson, f. 8.9. 1925, d. 18.1. 1966, og Sigurður Þorsteinsson, f. 23.3. 1929. Ragnar kvæntist 11.11. 1933 Guðrúnu Lilju Gísladóttur, f. 23.7. 1909, og eignuðust þau 6 börnt Reyni f. 16.1. 1934, kvænt- ur Edith Dam, Þorstein Viðar, f. 1.10. 1936, kvæntur Ernu Elías- dóttur, Valdísi, f. 26.10. 1939, var gift Eysteini F. Arasyni, Björk, f. 17.5. 1944, d. 6.7. 1963, Guðrúnu Saióme, f. 23.7. 1945, gift Herði Davíðssyni, og Inu Sóley, f. 24.5. 1947, gift Guð- mundi Bogasyni. Alls eru barna- börnin 21 og barnabarnabörnin orðin 37. Ragnar og Guðrún skildu árið 1969. Hann giftist skömmu síð- ar Matthildi Eðvaldínu Edwald, f. 16.3. 1909, d. 22.8. 1975. Gift- ist síðar Önnu Soffíu Hákonar- Mig langar að minnast fóður míns, það er þó langt frá því auð- velt, af mörgu að taka, sem erfitt er að koma fyrir í einni lítilli grein. Ég ætla því að reyna að segja frá honum sem uppalanda og föður, en uppeldisaðferðir hans voru í mörgu held ég frábrugðnar því sem al- mennt gerðist. Foreldrar mínir bjuggu í vesturbænum í Reykjavík þar til ég var níu ára gamall. Á þeim tíma var faðir minn sjómaður og oftast skipstjóri á ýmsum fiski- bátum eða togurum. Ég sá hann því sjaldan en það voru alltaf gleði- stundir þegar hann kom í land, oft úr siglingum með ýmisleg fram- andi leikföng. Áhyggjumar vora þó oft ofarlega í sinni, því að heims- styrjöldin var í algleymingi og sí- fellt að koma fréttir í útvarpinu af íslenskum skipum sem hafði verið sökkt og áhöfnin farist. Ég minnist þess þegar ég átta ára fór að bera út Morgunblaðið. Það tókst ekki betur til á öðrum degi í hvassviðri að hluti af blöðunum fauk út í veð- ur og vind. Faðir minn sá þetta úr eldhúsglugganum og þaut út til þess að hjálpa mér að safna saman blöðunum. Það var fullt af her- mönnum á götunni og höfðu sumir þeirra gripið blöðin og voru að skoða þau. Faðir minn var ekkert að útskýra málin við hermennina heldur hljóp að þeim og þreif af þeim blöðin, síðan gekk hann með mér frá Kaplaskjólsveginum og niður í afgreiðslu Morgunblaðsins og keypti þar um 30 blöð og afhenti mér. Hann hefði sjálfsagt getað út- skýrt málið og fengið blöðin ókeyp- is, en þetta var hans háttur til þess að kenna mér að bera ábyrgð í starfi mínu. Það hefur sjálfsagt verið draumur margra sjómanna sem unnu við ógnir stríðsins á þessum árum, að setjast að uppi í sveit og njóta sveitasælunnar, sem þeir sáu oft í hyllingum. Pabbi hætti sjómennsku og keypti jörð- dóttur en þau skildu. Síðustu 9 ár- in var hann í sam- búð með Helgu Pálsdóttur í Hnífs- dal. Ragnar lést á Hrafnistu eftir 6 mánaða dvöl þar. Ragnar gerðist sjó- maður 13 ára gam- all og Iauk fiski- mannaprófi hinu meira frá stýri- mannaskólanum 1930, tuttugu og tveggja ára. Ragn- ar var síðan stýri- maður og skipstjóri á ýmsum skipum til ársins 1943 þegar hann söðlaði um og keypti jörð- ina Höfðabrekku í Mýrdal og gerðist bóndi. Ragnar bjó á Höfðabrekku í 26 ár en stundaði jafnframt ýmis störf. Hann var formaður björgunarsveitar SVFÍ í tuttugu ár, sat í yfir- skattanefnd í 10 ár, formaður Hvammsdeildar Kaupfélags Skaftfellinga og formaður Framsóknarfélags V-Skaftfell- inga í fjölda ára. Stundaði einnig barnakennslu í 6 vetur. Ragnar flutti í Kópavoginn þeg- ar hann brá búi og stundaði þá störf hjá Seðalabankanum þar til um sjötugt. Keypti þá trillu og réri á henni frá ýmsum höfn- um á Vesturlandi. Ragnar hefur skrifað á annan tug bóka, þar af eina ævisögu, skáldsögur, ævi- þætti og unglingabækur. Þá er að koma út ævisaga hans „Rist í mar og mold“, sem hann hafði nýlokið við. Ragnar var sæmdur afreksbikar sjómannadagsins árið 1962 ásamt björgunarsveit- inni Víkveija í Vík, fyrir björg- un áhafnarinnar á mb. Hafþóri. Bálför Ragnars fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. ina Höfðabrekku í Mýrdal árið 1943. Ég held að hann hafi þó ekki haft þá eiginleika sem þurfti til þess að geta talist góður bóndi, en hann hafði meiri tíma til þess að ala okkur systkinin upp og það á sinn hátt. Hann sagði aldrei við okkur börnin þið megið ekki reykja, eða þið eigið ekki að gera þetta eða hitt. Hann var áskrifandi að ýmsum fræðitímaritum eins og Úrvali, heilsuvernd og heimspeki- ritum og við matarborðið eða á kvöldum var hann óþreytandi við að segja okkur frá ýmsum rann- sóknum sem höfðu verið gerðar og sýndu fram á skaðsemi tóbaks eða víns og í hvers þágu væri verið að auglýsa og selja slíka vöru. Hann var sjálfum sér samkvæmur og reyndi ekki að innprenta okkur eitthvað sem hann fór ekki eftir sjálfur, Hann reykti ekki, drakk ekki vín og yfir höfuð neytti ekki þess sem hann hafði lesið um að væri heilsuspillandi. Hann drakk til dæmis ekki kaffi eða borðaði hveitibrauð úr hvítu hveiti. Hann var einn af stofnendum Náttúru- lækningafélagsins og við bömin fengum fræðilega íyrirlestra á ár- unum 1945-1955 um skaðsemi og óhollustu ýmissa fæðutegunda og af hverju þær væru óhollar. Stað- reyndir sem sumir eru fyrst að við- urkenna í dag. Hann lét ekki þar við sitja og auglýsti og hélt fyrir- lestur í Vík um ágæti náttúrulegr- ar fæðu og studdi mál sitt með nið- urstöðum fjölda rannsókna. Fyrir um 40 árum sagði hann okkur frá tilraunum með safnhauga til þess að brjóta niður fæðuúrgang og gera úr honum lífrænan áburð og spara með því tilbúinn áburð á tún. Málefni sem fyrst núna eru á byrj- unarstigi með lífrænni og vist- vænni ræktun í landbúnaði. Hann var einn af stofnendum svifflugfé- lags Islands og vann ásamt fleirum að smíði fyrstu svifflugunnar, en það áhugamál datt upp fyrir þegar hann flutti frá Reykjavík. Hann hóf búskap sinn alls ófróður um slíkt og er mér ekki grunlaust um að margur nágrannabóndinn hafi brosað að þeim búskaparháttum, en hann reyndi að bæta sér það upp með lestri og ýmsum nýjung- um sem hann var mjög opinn fyrir. Hann var annar bóndinn í sveitinni sem kom sér upp súgþurrkun og annar bóndinn sem eignaðist Fai-mall dráttarvél. Þá er mér minnisstætt að um ár- ið 1947 pantaði hann sérstaklega smárafræ til þess að blanda í fræ sem hann sáði í nýrækt en smárinn átti að vinna köfnunarefni fyrir hinar plönturnar. Þá uppgötvaði hann það áður en sáð var að smára- fræið hafði ekki verið smitað af sérstökum rótarbakteríum sem til þurfti til þess að smárinn gæti unn- ið köfnunarefnið úr jarðveginum og loftinu. Sáningin var stöðvuð og pantað- ar þessar bakteriur, sem tókst að fá fljótlega, en margir urðu forviða á þessu tiltæki. Mér er minnisstætt þegar við bræðurnir 10 og 12 ára báðum um leyfi til þess að fá að fara í útilegu að Heiðarvatni, liggja þar við í tjaldi og reyna að veiða en við gátum fengið afnot af lítilli skektu. Pabbi tók ekki illa í þetta en sagði að það kæmi ekki til greina fyrr en við gætum sýnt hon- um að við værum færir um að synda í köldu vatni. Skömmu síðar vorum við staddir allir þrír við litla tjörn í frekar hráslagalegu veðri og þá var minnst skilyrðanna fyrir úti- legunni og okkur sagt að ef við vildum fara í þessa útilegu yrðum við að synda yfir og þetta gerðum við að sjálfsögðu. Þá vil ég minnast aðeins á göngurnar á haustin. Pabbi var léttur á sér og hefði sjálfsgat verið efni í þolhlaupara hefði hann æft slíkt. Höfðabrekku- afrétt þurfti að smala fótgangandi og gangan upp á afréttinn upp úr ÞakgiU varð ávallt kappganga, þar sem hann fór fyrstur, Sigurjón frá Bólstað annar en við hinir smalarn- ir reyndum að fylgja þeim eftir. Ég fann oft að þessari brjálæðislegu göngu því að þegar upp var komið voru allir orðnir kófsveittir og þurftu að bíða í kalsaveðri eftir öðrum göngumönnum, þar til öll- um var orðið hrollkalt en þetta var hans lífsstíll og í raun og veru vann hann aldrei svo með öðrum mönn- um að hann væri ekki að keppast við þá á einhvern hátt. Þá var eitt vopn, eða meðal sem pabbi hafði umfram flesta menn sem ég hef þekkt þegar á bjátaði og má kalla það lof eða löst eftir því hveraig það var notað, en það var skapið. Pabbi var það sem kallað er skap- bráður maður og þegar illa gekk eða taka þurfti rösklega til hend- inni þá flóði adrenalínið óhindrað og það svo að hann var varla ein- hamur. Eftir erfiða smalamennsku daglangt gangandi og hlaupandi og féð allt að sleppa þegar að rétt kom og flestir orðnir uppgefnir, þá geystist pabbi eins og vígahnöttur á eftir fénu langt inn á heiðar og oft voru aðrir gengnir til náða þeg- ar hann kom til baka með féð. Þó að oft fyki í föður minn og hann léti þá margt fjúka og fengi þá margt tilsvarið til baka þá rann honum fljótt bræðin og aldrei varð ég var við að hann erfði það eða bæri kala til nokkurs manns og ætíð var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd eða Uðsinni ef til hans var leitað og var þá ekki farið í manngreinarálit. Reynir Ragnarsson. Faðir okkar, Ragnar Þorsteins- son, er látinn. Við dætur hans, sem eftir lifum, söknum samverustunda, en sam- gleðjumst honum engu að síður. Hann hefur lokið langri viðburða- ríkri göngu, áorkað miklu og kveð- ur sáttur þennan heim. Hvað skilur maður eftir? Hér eru engir veraldlegir hlutir fyrir okkur erfingjana að bítast um. Hver er þá arfurinn? Hann er kannski sá að við börnin hans Ragnars erum meðvituð um að „hlutir“ skipta ekki öllu máli. Fyrir hann var sælla að gefa en þiggja. Þess munum við minnast. Það má lengi skipta litlu. Lífið er ferðalag og veröldin undralandið. Hann sagði okkur ekki að við ættum að ferðast eða að betra væri að borða holla fæðu, né heldur að hann elskaði okkur. En fróðleiksfýsn hans um ókunnar þjóðir og lönd, aðra hnetti og sól- kerfi vakti forvitni okkar. Krúskað sem eldað var alla morgna bernsku okkar vakti okkur til umhugsunar um að maðurinn er það sem hann etur. Við máttum vita að hann elskaði okkur. Öll höfum við átt þá stund að við þyrftum einhvern stuðning. Hann var fúslega veittur. Engin predikun. Við fórum okkar leiðir. Okkar veganesti var sú fyrirmynd sem foreldrar okkar gáfu okkur. Ung- um var okkur treyst, var þá stund- um mikið álag á ungum herðum. Oft mættust stálin stinn, því atork- an var mikil og skapið stórt. Á langri ævi eru mörg skeið og breytileg. Áhugi á andlegum mál- efnum var okkur sameiginlegur og varð af umræða þar sem meira er um spurningar en svör. En víst er að leitin heldur áfram. Takist okkur að rækta það fræ sem hann sáði með viðhorfi sínu til lífsins, þá er það mikill arfur. Bókunum hafði hann þegar ráðstafað til afkomend- anna. Það eina veraldlega, sem við eigum eftii' hann, auk þeiraa, og hann safnaði af ástríðu, eru steinar. Steinar frá öllum heimshornum sem oft vógu þungt í yfírvigt. Það var í samræmi við skapgerð hans og persónuleika að hafa dálæti á því, sem er óforgengilegt í aldanna rás. Við kveðjum hann með ástúð og þakklæti og óskum honum góðrar heimferðar. Valdís, Salóme og ína Sóley. Mig langar að minnast afa míns sem nú er horfinn til betri heim- kynna, með fáeinum orðum á blaði. Reyndar gætu þau eflaust fyllt bækur, ef ég hefði sömu frásagnar- gáfu og afi. Allt frá því að ég var lítill dreng- ur í húsum hans, fann ég hjá honum hlýju, sem mér þótti einstaklega góð. Oft minnist ég gjafanna og þréfanna sem hann skrifaði mér og lýstu áhuga hans á því sem ég tók mér fyrir hendur, eða reynslusagna hans af svipuðum verkefnum og hvatningarorða til mín. Fyrir nokkrum árum fannst mér líf mitt oft erfiðara en ég réð við og harla lítils virði. Reyndist afi þá minn besti vinur og hughreysti mig og stappaði í mig stálinu á sinn hátt. Síðustu árin hans urðum við nánari og áttum ófáar samræður um lífið sjálft og starfsvettvang okkar beggja þ.e.a.s. sjóinn. Oft hringdi ég í hann í veiðiferðum og sagði honum frá gangi mála. í stað- inn fékk ég góð ráð og tilsagnir sem mér þótti vænt um. Stundum finnst mér hann nálægur og styðja mig í mínum verkum. Nú eiga börnin mín von á ljúfum sögustundum af Ragnari afa sem er hjá guði og líður vel. Guð geymi þig, afi minn, og veri með ástvinum þínum. Dóttursonur og fjölskylda, Þórir Bjartmar, Ólafía Ósk, Aníta Sóley, Runólfur Georg og Ragna Salóme. SVEINN SVANUR JÓNSSON + Sveinn Svanur Jónsson fæddist á Stóra-Seli í Vest- urbænum 11. nóv- ember 1922. For- eldrar hans vora Guðrún Sveinsdóttir og Jón Guðmunds- son. Systkini hans eru: Ánna Maack sem ér á lífi, en Sig- ríður, Guðmundur, Magnús og Ester eru látin. Fyrri kona Sveins var Hildur Hulda Þorfinnsdóttir, hún er Iátin. Þeirra börn eru Guðrún, Magnús, Hulda og Samúel en hann lést aðeins tvítugur. Fyrir átti Hildur Hulda dóttur, Krist- ínu Herbertsdóttur. Seinni kona Sveins var Gerður Gunnarsdóttir og áttu þau einn son, Gunnar, sem er bú- settur í Svíþjóð. Þau slitu samvistum. Eftirlifandi sam- býliskona Sveins er Hanna Fríða Kragh. Hennar synir eru Garðar og Agnar sem eru búsettir í Svíþjóð, og dóttir, Kristín, búsett í Nor- egi. Útför Sveins fer fram frá Seljakirkju á morgun, mánudag- inn 21. september, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var mjög mikil sorg að kveðja elsku afa okkar. Við áttum ekki von á því að hann færi svona fljótt frá okkur. Hann hafði ekki verið veikur það lengi að okkur fannst að hann myndi vera miklu lengur með okkur. Afi var í okkar augum frekar rólegur maður en mjög mikill grínisti, hann kom manni alltaf til að brosa eða hlæja. Einnig var hann afi ákveðinn og góður maður. Við hefðum viljað að hann hefði kynnst Klöru Maríu, bamabamabami sínu betur og líka barnabarnabarninu sínu sem er rétt ókomið í þennan heim. Það verður ábyggilega alltaf skrítið að heimsækja elsku Hönnu, sambýlis- konu afa, og enginn afi er þar, en þá hugsum við um það að hann sé hjá okkur í huganum eða að hann sé á meðal okkar. Við Hanna eigum eftir að eiga góðar stundir saman, og munum við þá alltaf hugsa til afa. Einnig viljum við segja það sama um bömin hans afa, Guðrúnu móður okkar, Huldu og Magga. Elsku afi okkar, við eigum eftir að sakna þín sárt. Við vonum að þú hafir það sem allra best og öll hitt- umst við einhvem tímann aftur. I voða, vanda og þraut vel ég þig fórunaut. Yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi í friði með fógru engla liði. (HaUgr.Pét.) Þín bamaböm, María Guðrún Sveinsdóttir og Samúel Sveinsson. Elsku afi og langafi. Það er með nokkrum hlýjum orðum sem okkur feðgana langar til að kveðja þig og við vonum að þér líði sem þest þar sem þú ert núna. Við minnumst þín með þakk- læti og hlýhug yfir því að hafa fengið að kynnast þér. Blessuð sé minning þín og Guð veri með þér. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökuU ber, steinar tali og allt, hvað, er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Elsku Hanna. Mikill er missir þinn. Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Ármann Þ. Guðmundsson, ísak Andri Ármannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.