Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 17
Eins og góð
heimsókn til
sálfræðings
RÍR UNGIR tónlistarmenn,
þau Sigurbjörn Bernharðs-
son, fíðluleikari, Sigurður
Bjarki Gunnarsson, sellóleikari, og
Nína-Margrét Grímsdóttir, píanó-
leikari, halda tónleika í Listasafni
Kópavogs í kvöld,sunnudagskvöld,
klukkan 20:30. Á efnisskrá tónleik-
anna eru þrjú píanótríó, Hoboken
tríóið í Es-dúi' eftir Franz Joseph
Haydn, H-dúr tríó Jóhannesar Bra-
hms og Tríó op. 67 eftir Dimitri
Sjostakovitsj. Tónleikarnir eru þeir
síðustu í bili af röð tónleika sem þau
hafa haldið hér undanfarið, en þau
ei-u öll búsett í Bandaríkjunum.
Þau Sigurbjörn, Sigurður og
Nína-Margrét eru mislangt komin á
námsbrautinni, Sigurbjörn lauk á
síðasta ári mastersgráðu í Chicago
og Nína-Margrét stundar doktors-
nám í píanóleik í New York. Sigurð-
ur hefur aftur á móti mastersnám í
Juilliard-skólanum í New York í
haust.
Þau Sigurbjörn og Nína-Margrét
hafa bæði starfað nokkuð í Banda-
ríkjunum sem lausráðnir hljóðfæra-
leikarar meðfram námi og láta vel
af verunni þar. „Það er geysilega
mikið að gerast í tónlistarlífinu í
Bandaríkjunum," segir Sigurbjörn
og Nína-Margrét tekur undir það:
„Bandarískt tónlistariíf er mjög lif-
andi og opið, ólíkt til að mynda tón-
listarlífí í Lundúnum en ég lærði
einmitt þar.“ Þau segja að það kosti
mikla vinnu að koma sér áfram í
tónlist vestan hafs, enda sé sam-
keppnin yfirgengileg. Það sé aftur á
móti vel til þess fallið til að efla
metnað og ýta við mönnum. „Það er
líka svo mikið um klíkur," segir Sig-
urbjörn, „og til þess að fá eitthvað
að gerast þarf helst að vera í ein-
hverri klíkunni." „Það kemur sér
reyndar vel að vera frá íslandi,"
segir Nína-Margi-ét, „því menn eru
enn að tala um tónleika Sinfóníunn-
ar í Carnegie Hall; menn urðu svo
undrandi yfir því hvað Islendingar
ættu góða sinfóníuhljómsveit."
Öll hafa þau síðan orð á því
hversu gott tónlistarlíf sé á Islandi;
það sé ekki minna að gerast hér á
landi, ótrúlega mikið um tónleika-
hald og mikið af góðu fólki til að
spila með. „Það er líka allt svo
miklu opnara hér á landi og tónlist-
arstefnur skarast mun frekar,“ seg-
ir Sigurbjörn, en hann og Sigurður
Bjarki eru nýkomnir úr tónleikaför
um heiminn með Björk Guðmunds-
dóttur. Aðspurðir segja þeir að það
hafi verið mjög skemmtileg lífs-
reynsla, frábær reyndar, og þeir
væru alveg til í að fara aðra eins
ferð. „Við sáum þó ekki mikið af
löndunum sem við komum til, það
var helst að við gætum skoðað lang-
ferðabíla og flugvélar að innan.“
Ollum hollt að gefa út
Þau Sigurbjöm og Nína-Margrét
hafa bæði gefið út geisladiska í sam-
vinnu við SKREF og segja það mik-
ilsverða og nauðsynlega reynslu.
„Það er öllum tónlistarmönnum
hollt að gefa út, að kynnast þvi
hvernig er að vinna í hljóðveri. I
raun er nauðsynlegt að gefa út, því
það er svo allt annað en augnablikið
sem tónleikar gefa; diskurinn lifir
áfram.“
Nína-Margrét bætir við að svo sé
diskurinn líka fyrirtaks nafnspjald
þegar verið er að leita sér að verk-
efnum, því fátt sé betra til að kynna
SIGURBJÖRN Bernharðsson, Nína-Margrét Grímsdóttir og Sigurð-
ur Bjarki Gunnarsson, en þau halda tónleika í Listasafni Kópavogs
næstkomandi sunnudag.
sig en geta rétt disk til að mynda að
hljómsveitarstjóra eða útgefanda.
Áhugi á frekara samstarfi
Eins og getið er leika þau Sigur-
björn, Sigurður Bjarki, og Nína-
Margi-ét á tónleikum í Listasafni
Kópavogs næstkomandi sunnudag,
sem verða lokatónleikar þeirra sam-
an í bili. Þau hafa þó mikinn áhuga á
frekara samstarfi, munu reyndar
leika í Bandaríkjunum undir nafn-
inu The Icelandic Trio, eða íslenska
tríóið, og flytja þá skandinavíska og
íslenska tónhst. Þau segjast einnig
hafa áhuga á að fá tónskáld til að
semja fyrir sig verk, enda sé fátt
eins lærdómsríkt fyrir tónlistar-
menn.
Efnisskrá tónleikanna í Lista-
safni Kópavogs er þrjú píanótríó frá
ólíkum tímum og ólíkrar gerðar.
Haydn segja þau að menn séu að
uppgötva upp á nýtt; undanfarið
hafi mjög aukist útgáfa á upptökum
á verkum hans. „Píanótríóið eftir
Brahms er senniiega eitt þekktasta
píanótríó tónbókmenntanna,
dramatískt verk og skemmtilegt.
Tríóið eftir Sjostakovitsj nýtur æ
meiri vinsælda og á eftir að komast
í hóp verka sem lifa þessa öld. Það
er þrungið tilfinningum og áhrifa-
mikið; eins og góð heimsókn til sál-
fræðings."
Nýjar bækur
• ÞAÐ sem enginn sér er cftir
Gunnhildi Hrólfsdóttur. Sagan er um
Benna og Laufeyju sem eru 12 og 13
ára og stríða bæði
við mótlæti. Þau
kynnast og styðja
hvort annað en til
að líf þeiiTa geti
fallið í eðlilegar
skorður á ný þarf
aðstoð fólks sem
kann til verka. Hér
er meðal annars
fjallað um kynferð-
islegt áreiti og ein-
elti og hvemig bregðast skuli við slík-
um vanda.
Bókin er 190 síður, prentuð í Sví-
þjóð og kostar 1.890 krónur. Halla
Sólveig gerði kápumynd.
0 Drengurinn sem svaf með snjö i
rúminu er eftir sænska höfundinn
Henning Mankell í íslenskri þýðingu
Gunnars Stefánssonar. Þetta er
þriðji hluti sögunnar um Jóel sem nú
er orðinn 13 ára. Nýjar kenndir bær-
ast í brjósti hans og heitast þráir
hann að verða rokkstjarna. Þetta er
þroskasögu, en sögurnar eru hver
um sig sjálfstæð lesning, segir í
fréttatilkynningu.
Bókin er215 síður, prentuð í Sví-
þjóð og kostar 1.490 krónur. Ingi-
björg Eyþörsdóttir gerði kápumynd.
0 í loftbelg yfir hafíð er eftir Mats
Wahl. Sagan er um 12 ára gamla
stráka og sumarævintýri þeirra.
Strákamir njóta sumarsins, synda í
sjónum og glettast við stelpurnar, en
margt breytist á þessum aldrí og dag
nokkurn taka málin óvænta stefnu.
Áður hafa komið út eftir Mats
Wahl þrjár bækur á íslensku, allar í
þýðingu Hilmars Hilmarssonar.
Bókin er 219 síður, prentuð í Sví-
þjóð. Verð 1.490 kr. Anna Cynthia
Leplar gerði kápumynd.
Útgefandi bókanna er Mál og
menning.
Gunnhildur
Hrólfsdóttir
Lúðar tveir og lottóvinningar
ERLEjVDAR
BÆKLR
Spennusaga
LUCKY YOU
eftir Carl Hiaasen. Pan Books 1998.
486 síður.
BANDARÍSKI spennusöguhöf-
undurinn Carl Hiaasen er með
þeim fyndnari sem fást við glæpa-
skrifin og kemur það m.a. til af því
að hann hefur ótrúlegt og óstöðv-
andi hugmyndaflug þegar hann
býr til sögupersónur sínar. Hann
er Flórídabúi eins og mörgum er
kunnugt og fyn’um blaðamaður og
sem slíkur þekkir hann vel til stað-
arins og þeirra sem þar búa, bæði
hárra og lágra. Hefur hann hæðst
að þeim mjög í bókum eins og
„Double Whammy" og „Native
Tounge" og „Strip Tease“ (það var
ekki honum að kenna að bíómyndin
með Demi Moore var ömurleg).
Sögur Hiaasens gerast undantekn-
ingarlaust á heimaslóðum hans og
hann hefur nákvæmlega ekkert álit
á þeim stað og er óspar á að láta
það í ljós í bókum sínum, ferða-
málaráði staðarins eflaust til sárr-
ar gremju.
Við sama heygarðshornið
Þær örfáu sögupersónur hans
sem eru nokkurn veginn í andlegu
jafnvægi og gegna hlutverki góðu
gæjanna, eru einasta akkeri les-
andans í sérstaklega furðulegum
undirheimum Flórída, því óþokka-
safnið í sögum Hiaasens er eitt það
skrautlegasta sem fyrirfinnst í
glæpasagnabókmennt-
unum. Bófarnir í nýj-
ustu Hiaasen-sögunni,
sem heitir „Lucky
You“ og kom nýlega út
í vasabroti, ættu ekki
að valda aðdáendum
höfundarins vonbrigð-
um. Hann er við sama
heygarðshornið og fá
m.a. öfgahægrisinnað-
ir föðurlandsvinir og
nýnasistar fylkisins
orð í eyra frá honum í
þetta skiptið. Bófamir
tilheyra þeim hópi
manna og eru sannar-
lega verðugir fulltrúar
hans.
Þeir eru tveir, Bode og Chub, og
lifa á mörkum mannlegrar greind-
ar. Bode er sá betur gefni og er
gersamlega ofsóknarbrjálaður.
Hann sér í hverju skúmaskoti sam-
særi kommúnista, svertingja, gyð-
inga og NATO og allt sem nöfnum
tjáir að nefna, gegn úi’valsfólkinu í
Ámeríku, hreinræktuðum, heiðai--
legum hvítum mönnum eins og
honum og Chub. Félagi hans,
Chub, meðtekur boðskapinn eins
og barn í sunnudagaskóla á milli
þess sem hann sniffar lím eins og
blóðhundur. Saman fá þessir heið-
ursmenn lottóvinning að upphæð
14 milljónir dala. Það dugar þeim
þó alls ekki þegar þeir fregna að
vinningurinn gæti verið 28 milljón-
ir ef ekki væri fyrir unga svert-
ingjakonu sem vill svo óheppilega
til að var með sömu lottótölur og
þeir. Bode sýnist þeir þurfa allar
28 milljónimar ef Bræðralagið, eða
hvað svosem þeir kalla sig, ætlar
að veijast innrás
kommanna í NATO og
gyðingasamsærum.
Svo þeir finna kon-
una, berja hana og fá
hana til þess að láta sig
hafa lottóseðilinn.
Þaulreyndur blaða-
maður, sem reyndar
eru á niðurleið í starfi
sínu, ætlar að taka við-
tal við hinn heppna
vinningshafa en verður
þess í stað félagi henn-
ar og saman elta þau
Bræðralagið uppi.
Hiaasen gerh- grín
að öllu sem hönd á fest-
ir eins og vanalega og
húmorinn er ekkert farinn að dala.
Hann finnur alltaf uppá einhverju
nýju til þess að gleðja með lesend-
ur. Margt er kunnuglegt úr öðrum
sögum hans. Þarna er spilltur dóm-
ari á hröðum flótta eftir fáránlegt
asnastrik, eiginkona sem neitar að
gefa eftir skilnað, ritstjóri sem
finnur frið í sálinni, svikahrappur
sem þykist fá lófasár eins og Jesús
og er að pæla í að bora í gegnum
lappirnar á sér og fleira og fleira.
Það helsta sem finna má að bók-
inni er að hún er of löng. Hiaasen
þarf miklu minna en næstum fimm
hundruð blaðsíður til þess að koma
því frá sér sem hann vill og hefur
að segja og það er ekki laust við að
hliðarsögurnar taki of mikið at-
hyglina frá aðalmálinu. Engu að
síður er hér um skemmtilestur að
ræða sem Hiaasen og lesendur
hans geta verið ánægðir með.
Arnaldur Indriðason
Carl
Hiaasen
Taum-
lausir
tónstigar
IIIM.ISI
Gerðarsafn
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Boris Guslitser lék verk eftir
Beethoven, Chopin og Liszt,
fimmtudag kl. 20.30.
BORIS Guslitser hámenntað-
m' og reyndur píanóleikai-i lék
fyrir gesti Gerðai’safns á
fimmtudagskvöldið Sónötu Beet-
hovens í f-moll ópus 57,
Appassionata sónötuna; Andante
spianato og Grand Polonaise
Brilliante eftir Chopin; Ung-
verskai' rapsódíur m’. 11 og 12 og
Mefistóvalsinn eftir Franz Liszt.
Það eni varla aðrh' en snillingar
sem hafa djörfung í að spila
svona dagskrá, - þar sem öll
verkin era bæði vinsæl og ástsæl
og búast má við að stór hluti tón-
leikagesta þekki þau og hafi
skoðun á hvernig á að leika þau.
Það leikur enginn vafi á því að
Boris Guslitser er mikill píanisti.
Hann er alinn upp í höfuðvígi
rássneska píanóskólans, hjá Pa-
vel Serebryakov, dáðum kenn-
ara og fyrrum skólastjóra snill-
ingafabrikkunnar, Tónlistarhá-
skólans í Leníngrað. Guslitser
hefur unnið til margvíslegra
verðlauna fyrir leik sinn og notið
talsverðs frama í list sinni að því
er ráða má af tónleikaskrá.
Óbrigðul tækni er eitt af höfuð-
einkennum rássneska píanóskól-
ans, og tæknikunnáttu hefur
Guslitser nóga. Hann sýndi hana
líka svo um munaði, og skalar og
brotnir hljómar í metravís þutu
hjá á nánast ólöglegum hraða og
víst er slík fimi aðdáunarverð.
En það eitt er ekki nóg.
Appassionata var leikin með
miklum bravúr, en það vantaði í
hana músíkina; því miður. Hægi
þátturinn sem þarf að vera yfir-
máta yfirvegaður og stilltur, var
órólegur og ójafn, eins og
Guslitser hefði ekki þolinmæði
til að bíða eftir súiTandi
vh’túósísku niðui'lagi verksins
þar sem hann sannarlega spilaði
eins og hann ætti lífið að leysa.
Það vantaði að píanóleikarinn
dveldi í tónlistinni; lifði hana og
andaði í henni. Það vantaði bara
að hann gæfi augnablikinu að-
eins meiri gaum. Sömu sögu var
að segja um verk Chopins, And-
ante Spianato og Grande
Polonaise Brilliante. Það var
undh’ballans í andanteþættin-
um; vinsti'i höndin of sterk á
kostnað ljóðrænnar laglínu
hægri handarinnai', sem hefði
þurft að hljóma betur í gegn.
Pólónesan var leikin hi-att og af
öryggi, en hrypjandin svo ýkt að
dansinn vai'ð grótesk.
Það sem upp úr stóð á þessum
tónleikum var leikur Boris
Guslitser á Ungverskum rap-
sódíum nr. 11 og 12 eftir Franz
Liszt. Þar lifnaði talsvert yfir
leiknum. Þar náði þessi flinki pí-
anisti að laða fram falleg blæ-
brigði, eins og til dæmis í inn-
ganginum að fyrri rapsódíunni,
þai' sem píanóið hljómaði eins og
ungverskt cimbalom, - þetta
einkennishljóðfæri ungversku
sígaunatónhstai'innai’. Það voru
líka víða afar fallega mótaðar
andstæðurnar í hægum og hi'öð-
um þáttum þeirra ungversku
dansa sem rapsódíurnar byggj-
ast á. Allt þetta sýndi meiri inni-
leika hans í túlkuninni á ung-
versku rapsódíunum en í fyrri
verkunum á efnisskránni.
Mefistóvalsinn, það mikla glæsi-
verk, vai' lokaverkið á efnis-
skránni og var leikinn með þeim
vh’túósíska stæl sem búast mátti
við af svo flinkum píanóleikara;
en það var líka allt og sumt.
Bergþóra Jónsdóttir