Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 34
y 34 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ KOMA ekki allir dagar
í einu, sagði einu sinni vitur
kona og í heimi þar sem við
viljum það sem við viljum -
núna - getur stundum verið
erfitt að þurfa að bíða,
vona, dreyma, þreyja þorr-
* ann, þrauka. Pað tekur á.
En það sem á að verða, verður -
jafnvel eftir að við hættum að bíða.
Þetta fékk ungur leikari, Dofri
Hermannsson, að reyna. Þótt hann
léki hjá Leikfélagi Akureyrar í tvö
ár eftir að hann útskrifaðist frá
Leiklistarskóla Islands, var eins og
leiklistargyðjan fylgdi honum ekki
yfir heiðina þegar hann ákvað að
flytja suður. Að minnsta kosti ekki
af heilum hug.
Dofri hætti að bíða og ákvað að
hún mætti þá bara eiga sig og sneri
sér að öðrum viðfangsefnum - en af
einhverjum ástæðum hefur allt
gengið að óskum síðan.
Fyrir stuttu var Sporlaust, kvik-
mynd Hilmars Oddssonar, frum-
sýnd og þar fer Dofri með eitt af
aðalhlutverkunum. I lok september
verður nýjasta kvikmynd Agústs
Guðmundssonar, Dansinn, frum-
sýnd og þar fer Dofri með aðalhlut-
verk. Og nú í lok ágúst, lauk tökum
á sjónvarpsmyndinni Dagurinn í
gær, sem sýnd verður í vetur og þar
fer með Dofri með aðalhlutverkið.
Um leið og tökum lauk á sjónvarps-
myndinni beið hans vinna með
Stoppleikhópnum sem írumsýnir
nýtt íslenskt verk, Vírus, í Hafnar-
■ fjarðarleikhúsinu 7. nóvember.
Dofri þarf ekki lengur að kvarta
undan atvinnuleysi.
„Ég útskrifaðist 1993. Daginn eft-
ir brá ég mér á skak vestur í
01afsvík,“ svarar hann þegar hann
er spurður hvað hafi þá beðið hans.
„Mig langaði til að komast burt úr
borginni. Ég var þar á skaki og í
hafnarvinnu í nokkrar vikur. Ég var
búinn að vera þar í nokkra daga
þegar Viðar Eggertsson hringdi í
mig, dauðsjóveikan. Þá var hann
- nýráðinn leikhússtjóri hjá Leik-
félagi Akureyrar og bauð mér fast-
an samning þar. Ég var að vísu
ennþá svo sjóveikur þegar hann
hringdi að ég sagði: „Já, já einmitt,
þakka þér fyrir, má ég svara þér
seinna." Spurði ekki einu sinni út í
verkefnaval hvað þá annað. Svo þeg-
ar sjóriðan rann af mér, hringdi ég í
hann og tók tilboðinu. En til að gera
langa sögu stutta, þá var ég á Akur-
eyri í tvö ár og það var mjög góður
tími. Ég fékk átta stór hlutverk á
tveimur árum og fékk að vinna með
góðu listafólki í sýningum eins og
Operudraugurinn, Óvænt heimsókn
og ekki síst Djöflaeyjan.
Eftir þessi tvö ár ákvað ég að
bregða undir mig betri fætinum og
flytja suður og fór þá að vinna með
Stoppleikhópnum. Við vorum fyrri
veturinn með umferðarleikrit sem
við fórum með í velflesta skóla
höfuðborgarsvæðisins og líka út á
land. Veturinn eftir var það líka
mitt aðalstarf að leika með Stopp-
leikhópnum. Við vorum með leikrit
sem heitir Skiptistöðin og fjallar
m.a. um vímuefnanotkun. Það
sýndum við 70-80 sinnum í höfuð-
borginni og vestur á fjörðum, mest
í skólum en líka fyrir foreldrafélög.
Það var mjög skemmtilegur tími og
margt skondið kom upp á. Meðal
annars stóð skólastjórinn á Selfossi
fyrir söfnun á meðal fyrirtækja til
* þess að við gætum komið þangað
og Áfengis- og tóbaksverslunin þar
lagði drjúgan skilding í söfnunina.
Þetta var nokkuð annasamur vetur.
Ég setti upp, ásamt Gunnari Gunn-
steinssyni og Björk Jakobsdóttur,
Safnarann eftir John Fowles, sem
ég hafði gert leikgerð eftir. Við fór-
um af stað með það verkefni nánast
alveg peningalaus og auðvitað kom
það niður á sýningunni. En þá var
maður líka búinn að prófa það! Auk
þess lék ég nokkur lítil hlutverk í
sýningu LR, Ó fagra veröld.
Auðvitað stóð hugur minn einnig til
stórra verka bæði þar og í Þjóðleik-
húsinu. Skrifað stendur: „Knýið
dyra og fyrir yður mun upp lokið
verða,“ en eitthvað fannst mér fólk
vera lengi að koma til dyra og eins
kalt að standa á tröppunum svo ég
fór að hugsa hvort kannski væri
kominn tími til að söðla um og
í- prófa eitthvað nýtt.“
tekið að mér að leika aðalhlutverk í
sjónvarpsmynd sem hann væri að
fara að gera í sumar. Tökum á
þeirri mynd er alveg nýlokið, svo
nú er ég enn að íhuga hvort ég eigi
að þora að hætta í iðnrekstrar-
fræðinni."
Gæti hugsað mér að leika
öll hlutverkin
Er ekki svigrúm til að taka eina
önn fram að áramótum?
Það kemur dálítið hik á Dofra,
áður en hann svarar: „Það var ætl-
unin en það mun reynast mér
svolítið erfítt vegna þess að ég er
nýbyrjaður að æfa nýtt íslenskt
verk, Vírus, sem verið var að semja
fyrir Stoppleikhópinn. Það eru þeir
Ái-mann Guðmundsson, Sævar Sig-
urgeirsson og Þorgeir Tryggvason
sem sömdu verkið. Að þessu sinni
erum við ekki með fræðsluleikhús,
heldur hádramatískt gleðispil um
íslenskt tölvufyrirtæki sem er á
barmi heimsfrægðar og milljarða
gróða.
Gunnar Helgason er leikstjóri en
er ekki búinn að skipa í hlutverk.
Við erum aðeins búin að lesa þetta
yfir. Hins vegar eru allar persón-
urnar svo skemmtilegar að ég gæti
hugsað mér að leika þær allar -
kvenpersónurnar líka. Fyrirtækið
heitir Hugdirfska og hefur hannað
h'tið forrit sem leysir 2000 vandann.
Það er grunnurinn og síðan er
þetta teygt og togað á alla enda og
kanta og alls staðar liggur fiskur
undir steini.
Niðurstaðan er sú að ég get ekki
tekið haustönnina í Tækniskólanum
og verð að slá honum á írest a.m.k.
í eitt ár.“
Hvers vegna tekurðu leiklistina
fram yfir Tækniskólann?
„Hann fer svo sem ekki neitt!
Eins og leiklistin getur nú verið
erfið í sambúð þá er líka fátt
skemmtilegra en að vera leikari
með skemmtilegt hlutverk í
skemmtilegri uppfærslu.“
Annir á hvíta
tjaldinu
Hvað með kvikmyndirnar?
„Kvikmyndavinna reynir á aðra
þætti í tækni leikarans. Það verður
allt að gerast á stundinni. Allt verð-
ur að vera hundrað prósent. Þó
verður allt að vera svo fínlegt, því
linsan er nánast óhugnanlega næm.
Undanfarið hefur mér þótt kvik-
myndavinnan skemmtilegri en nú
er ég svolítið farinn að sakna leik-
hússins og hlakka til að vinna með
Vírus-hópnum, en í honum eru, auk
mín, þau Hinrik Ólafsson, Katrín
Þorkelsdóttir, Eggert Kaaber, Jón
Stefán, Erla Rut Harðardóttir og
Björk Jakobsdóttir. Það verður
gaman að takast á við þennan blá-
kalda íslenska tölvuviðskiptaveru-
leika.“
Hlutverk Begga í Sporlaust er
fyrsta kvikmyndahlutverkið þitt.
Sporlaust hefur verið skilgreind
sem spennumynd, sakamálamynd.
Um hvað finnst þér hún vera?
„Sporlaust er fyrir mér kvik-
mynd um vináttu. Það sem bindur
hana saman, þ.e.a.s. söguþráðurinn,
gerir hana líka að spennumynd.
Þetta fjallar um fimm ólík ung-
menni sem lenda í því að loknu heil-
miklu partýi að vakna í þynnkunni
með rosamóral, því það er lík í hús-
inu - bláókunnug kona sem enginn
veit hvernig er þangað komin. Það
gruna allir alla, ef svo má segja og
þó vilja þau ekki trúa neinu mis-
jöfnu um vini sína. Þetta er samt al-
veg grafalvarlegt mál sem gæti
skaðað þau ævilangt ef upp kemst.
Þess vegna sagði ég að þetta væri
saga um vináttu, því rauði þráður-
inn í myndinni er hvernig þessi
vinatengsl þola álagið og illar grun-
semdir."
Það leið aðeins hálfur mánuður
frá því að tökum lauk á Sporlaust,
þar til vinna hófst við næstu kvik-
mynd, Dansinn, sem gerð er eftir
sögu eftir færeyska rithöfundinn,
William Heinesen. Þar leikur Dofri
aðalhlutverkið.
„Ég leik Harald, sem er ungur
stórbóndi. Hann er að fara að
kvænast sinni heittelskuðu sem
heitir Sirsa og er sýslumannsdóttir
- gott kvonfang. Hún hefur verið
orðuð við annan mann, Ivar, sem
Þegar ungt fólk útskrifast úr leiklistarskólanum með vonir um
bjarta framtíð á leiksviði, getur leiðin orðið æði torsótt. Dofri
Hermannsson, sem hefur leikið þrjú stór hlutverk í íslenskum
kvikmyndum á rúmlega einu ári, segir Súsönnu Svavarsdóttur
frá sinni skrykkjóttu leið, vinnunni við kvikmyndirnar og
ástæðunni fyrir því að leiklistin hefur alltaf forgang.
Stormasamt ástarsamband við
leiklistargyðjuna
„Leiklistin er oft tákngerð sem
Þalía. Þetta var eins og að standa í
stormasömu ástarsambandi við
leiklistargyðjuna og auðvitað er það
þannig þegar manni finnst ástin
vera meiri frá manni heldur en á
manni, þá annaðhvort sættir maður
sig við það eða ekki. Ég ákvað sem
sagt að gefa leiklistargyðjunni
langt nef og skráði mig í iðnrekstr-
arfræði í Tækniskóla Islands.
Nú, það gekk allt eftir. Ég var
varla búinn að skrá mig í iðn-
rekstrarfræðina þegar mér var
boðið að mæta í prufu fyrir hlut-
verk Begga í Sporlaust - sem ég
svo fékk. Þeirri vinnu lauk í lok
ágúst. Þá ákvað ég að gefa stóru
leikhúsunum einn sjens í viðbót,
en fékk nei á báðum stöðum. Þeg-
ar ég hins vegar kom heim, þá
biðu mín skilaboð um að Ágúst
Guðmundsson vildi hafa tal af mér
og ég hringdi í hann. Hann spurði
hvort ég gæti hugsað mér að leika
aðalhlutverk í kvikmyndinni sinni.
Ég sagði honum að ég væri
einmitt í skapi til að gera það
þessa dagana.
Tökum á þeirri mynd lauk í des-
ember en þá fór ég að hugsa, fyrst
þetta hefði gengið svona vel hjá
mér eftir að ég skráði mig í
Tækniskólann, hvort það væri verj-
andi fyrir mig sem leikara svona at-
vinnulega séð að hætta við hann.
Þannig að í byrjun janúar fór ég í
Tækniskólann og kláraði þar eina
önn með ágætum árangri.
Ég var hins vegar ekki búinn í
vorprófunum þegar Hilmar Odds-
son hringdi og spurði hvort ég gæti
Morgunblaðið/Jim Smart
DOFRI Hermannsson fer með aðalhlutverk í Dansinum, nýjustu kvikmynd Ágústs Guðmundssonar. Hann fdr
með eitt aðalhlutverka í kvikmynd Hilmars Oddssonar, Sporlaust, sem frumsýnd var í sumar. Nýlega lauk tök-
um á sjdnvarpsmyndinni Dagurinn í gær, sem sýnd verður í vetur og þar fer með Dofri með aðalhlutverkið.
Þegar listin er annars vegar eru margir kallaðir en fáir útvaldir.
Atökin við
leiklistargyðjuna