Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 37 V iðju sinnar. Synir hans af seinna hjónabandi voru kunnir athafna- menn í Reykjavík, Astmundur í Stálsmiðjunni og Sveinn í Héðni. Guðmundur bóki var skáldmæltur. Kastaði oft fram vísu ef vel lá á honum og þess þurfti. Haraldur Guðmundsson frá Háeyri, faðh' Leifs skálds Haralds- sonar og Guðmundar Haraldsson- ar, sem kunnur var hér í borg, var búsettur á Eyrarbakka. Hann átti kynbótanaut. Ljómalind, kýr Guð- mundar bóka þurfti að eiga sam- skipti við Haraldsbola, en eigand- inn var fjarverandi. Guðmundur bóki tók tarfmn traustataki. Fyrir efhi í ungan kálf úr eigu tekið þinni, Ljómalind nú sendir sjálf siífur úr pyngju minni. Ludvig Hjálmtýsson hafði hvers manns rödd. Hann gat flutt heilar ræður og mælt hvort heldur var fyrir munn séra Bjama, Jónasar frá Hriflu eða Ólafs fríkirkju- prests. Halldór Jósefsson, sonur séra Jósefs á Setbergi, var mágur Friðþjófs rakara Óskarssonar. Halldór var lengi starfsmaður Búnaðarbankans. Mensa academica var matsölu- staður stúdenta. Var stofnaður fyr- ir ötula forgöngu Ludvigs Guð- mundssonar skólastjóra. Mötu- neytið var til húsa á annarri hæð við Lækjargötu, þar sem síðar var skrifstofa Haralds Amasonar. Mensa var vinsæll og fjölsóttur samkomustaður stúdenta. Ljós- myndin er tekin á sólbjörtum degi árið 1928. Vert er að veita athygli hve fáh' bílar sjást. Eru þeir ekki tveir? Og annar virðist bilaður. Sérfræðingur minn í „fornbílum", Ki-istinn Snæland leigubifreiðar- stjóri, telur að bíllinn í Austur- stræti sé Fiat, og bendir á að BSR hafi haft afgreiðslu þar sem bíllinn er í stæði. íslandsbanki ljómar í sumarsói og er grunlaus um örlög sem bíða hans þrem misserum síð- ar. Dyrnar sunnanmegin. Lágreistu húsin vestan bankans, handan Kolasunds, em verslanir L.H. Múllers skíðakappa, föður Leifs Múllers (Býr Islendingur hér) og svo er nágranni hans, Eng- ilbert Hafberg, auglýsingastjóri Morgunblaðsins og eigandi Tóbakshússins. Arni B. Björnsson, bróðir Björns bakara og Haralds Áma- sonar kaupmanns, starfrækti gull- smíðavinnustofu og sölubúð á horni Lækjargötu og' Austur- strætis. Þar fyrir framan stendur hópur manna. Örðugt er að full- yrða um þá sem þar sjást. Líkindareikningur bendir þó til þess að dökkklæddi maðurinn með svartan hatt á höfði sé Páll Isólfs- son tónskáld. Við hlið hans er að öllum líkindum Finnur Einarsson bóksali, kunnur maður og vinsæll, síðar gjaldkeri hjá Garðari Gísla- syni, Finnur var lengi kennari við Verslunarskólann og víðar. Ég minnist Finns vel frá unglingsár- um, hann kom daglega í Utvegs- bankann í viðskiptaerindum. Hon- um fylgdi jafnan frískur og hressandi blær góðvildar og gam- ansemi. Hann fór ekki með veggj- um. Honum lá hátt rómur. Viðræða hans var góð og má ein- kenna með lífsfögnuði. Eitt hund- rað ár voru liðin frá fæðingu Finns hinn 6. september sl. Kristján borgarfógeti Kristjáns- son er hávaxinn maður með ljós- leitan hatt. Við hlið hans sýnist vera Valgeir Bjömsson verk- fræðingur. Fróðlegt væri að heyra umsagnir lesenda um þá aðra sem sjást á myndinni. „Reykjavíkurrúnturinn" á skilið að hans sé minnst. Minningar rifjaðar upp frá þeim árum, sem bifreiðar höfðu ekki drepið allt mannlíf í dróma tilgangsleysis og erindisleysu, þótt góðar séu „til síns brúks“ þegar svo ber undir. Höfundurinn erþulur haust - Teymis 1998 Pólunarmeðferð • Náttúruleg meðferð sem sameinar austrænar og vestrænar aðferðir • Stuðlar að vellíðan og jafnvægi Tímapantanir í síma 544 5560 Lísa Björg Hjaltested, APP Viðurkenndur pólunarfræðingur af APTA Auðbrékku 14, 3. hæð, Kópavogi lyúiizi'JDiut Kringlunni 8-12, sími 568 6688-. Haustráðstefna Teymis er orðin fastur liður á íslenska upplýsingatæknimarkaðnum. Alls eru 40 fyrirlestrar haldnir þessa tvo daga af 21 fyrirlesara frá 4 þjóðlöndum. Sérstök áhersla verður lögð á efni um vöruhús gagna, ákvarðanakerfi fyrir stjómendur, rafræn viðskipti og gagnaöryggi. Fyrirlestrar verða á eftirfarandi brautum: • Data Warehousing / Decision Support • Electronic Commerce • Data Security • Data Management • Oracle ServerTechnologies • Oracle Tools ÍSamhliða fyrirlestrum verður opnað stórt sýningarsvæði með lausnum frá Oracle, SAS Institute, Hewlett-Packard, Compaq, Cisco, Tæknivali hf., Legato Systems, Opnum kerfum hf., Ílntraneti ehf., Góðum lausnum ehf., Vasco Data Security Inc., Rafrænni miðlun hf., Digital á íslandi ehf., Teymi hf. o.fl. Komdu og vertu þátttakandi á athygIisverðustu ráðstefnu ársins, sem mun gefa þér innsýn í það markverðasta sem er að gerast í dag og hvernig þú getur nýtt þér þessar lausnir fyrir þig og þitt fyrirtæki. Skráning er hafin Hafðu samband við okkur strax, og við sendum þér upplýsingabækling um ráðstefnuna, ásamt skráningareyðublaði. Auk þess getur þú skoðað vefsíðu ráðstefnunnar á www.teymi.is og skráð þig þar. Síðasti skráningardagur er 2. október nk. M Haustróðstefna Teymis 1998 Styrktaraðilar ráðstefnunnar: 1 d i g i|t a DIGITALÁ ÍSLANDI OPIN KERFIHF Wtin1 HEWLETT WL/ÍM PACKARD Tæknival www.taeknival.is Þátttökugjald er aðeins 17.500 kr. Fimmti hver þátttakandi frá sama fyrirtæki fær ókeypis aðgang! Frekari upplýsingar eru veittar f síma 561 8131, á www.teymi.is eða með því að senda tölvupóst á radstefna@teymi.is TEYMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.