Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vinnupöll- um stolið VINNUPÖLLUM sem stóðu við bensínstöð Olís við Háaleitisbraut í Reykjavík þar sem verktakinn Stál- bær ehf. hefur unnið að uppsetningu skyggnisbita var stolið aðfaranótt fóstudags. Pallarnir eru frá palla- leigunni Stoð og eru nýlegir. Sveinn Pálmason verktaki segir að annaðhvort hafí þjófarnir tekið pallana sundur og sett á bíl eða híft þá með krana á vörubíl til að flytja hann burt. Verkið hljóti því að hafa tekið nokkurn tíma og biður hann þá sem kynnu að hafa séð menn við stöðina aðfaranótt föstudags að láta sig eða lögreglu vita. Sveinn sagðist í sjálfu sér þakklát- ur þjófunum fyrir að hafa ekki stolið pöllunum íyrr en nú að verkinu væri svo gott sem lokið. Morgunblaðið/Júlíus Nýr slökkvibíll tekinn í notkun SLÖKKVILH) Reykjavíkur hefur fengið nýjan slökkvibíl til umráða og tók borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hann formlega í notkun í fyrradag. Bfllinn er af gerðinni MAN, með 400 hestafla vél, sjálfskiptur og með drifí á báðum hásingum. Síðast fékk Slökkviliðið nýjan bfl árið 1991 og hefur liðið nú yfir átta bfl- um að ráða. Vatnstankur bflsins tekur 2.000 lítra og froðutankur 100 lítra. Auk þess hefur hann ýms- an búnað, svo sem 10 metra bruna- stiga, ljósamastur, 60 metra slöng- ur og háþrýstibyssur. HEFURÞÚ SPURNINGAR VARÐANDI FJÁRFESTINGAR ogLÍFEYRISMÁL? RÁÐCIAFAROKKAR SVARASPURNiNGUM Á VERÐBRÉFADÖGUM 23.-25. SEPTIMBER (ÚTIBÚI BÚNADARBANKANS A egilsstOoum. FAGRADALSBRAUT11. SÍMI471 1203 VERIÐ VELKOMIN! ^HÁUIIRIIVftlKI VERDSflEF MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað um verðbréfadaga Búnaðarbankans á Egilsstöðum 23.-25. september, frá Verðbréfa- deild Búnaðarbankans. (Auglýs- ingablaðinu er dreift á Austfjörðum, norður frá Bakkafírði í norðri að Höfn í Hornafirði í suðri). MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Sinfóníuhljóm- sveit íslands þar sem dagskrá Sin- fóníuhljómsveitarinnar er kynnt starfsárið ‘98—’99. (Auglýsingablað- inu er dreift á höfuðborgarsvæðinu, Suðumesjum, Selfossi, Hveragerði, Akranesi og Borgamesi). FRETTIR Skemmdir á útveggjum Dómkirkjunnar og Alþingishiissins HÉR má sjá gulu múrsteinana fyrir innan íslenska grásteinninn í Dómkirkjunni, en múrsteinarnir þola illa frost og eru því víða famir að láta á sjá. Stefnt að umfangs- miklum viðgerðum KIRKJUTURNINN hallar að- eins til austurs og er verið að greina hvað vaidi því og hvort það eigi að rétta hann við. Morgunblaðið/Kristinn VÍÐA hefur myndast rifa milli sementsmúrsins og grásteinsins í Al- þingishúsinu, eins og Hjalti Sigmundsson bendir á á þessari mynd. Hann segir einnig að grásteinninn hafi veðrast sums staðar og flagnað inn fyrir sementsmúrinn. STEINHLEÐSLUR í útveggjum Dómkh-kjunnar hafa víða orðið fyrir skemmdum og rifa hefnr á mörgum stöðum myndast milli hleðslusteina og sementsmúrs í útveggjum Alþing- ishússins. Verkfræði- og ráðgjafar- fyrirtækið Línuhönnun hefur því ver- ið fengið til að rannsaka hvernig best sé að gera við útveggi Dómkirkjunn- ar og viðhalda steinlími og sements- múr eða svokallaðri sementsfúgu Al- þingishússins. Einnig er verið að fara í gegnum það hvernig best sé að lagfæra kirkjuturn kirkjunnar, til dæmis hvort rétta eigi turninn sem hallar aðeins til austurs, að sögn Hjalta Sig- mundssonar, byggingatæknifræð- ings hjá Línuhönnun. Hann vinnur að verkinu ásamt Flosa Ólafssyni múrarameistara og Ríkharði Krist- jánssyni verkfræðingi. Hjalti segir að enn sé ekki ákveðið hvenær hafíst verði handa við lagfæringarnar en miðað sé við að það verði á næsta ári. Hjalti segir að neðri hluti Dóm- kirkjunnar sé hlaðinn úr íslenskum grásteini og að efri hlutinn sé hlaðinn með dönskum gulum múrsteini sem sé orðinn mjög lélegur og víða illa far- inn vegna þess að hann er ekki frost- þolinn. Þann hluta þarf að laga en að sögn Hjalta er verið að reyna að fínna bestu aðferðina til þess. í þeim til- gangi er meðal annars notast við gamlar heimildir um viðgerðir á kirkjunni og reynt að finna út hvernig þær hafi staðist tímans tönn. „Við er- um búin að sjá gamlar viðgerðir sem hafa staðið sig býsna vel og þær fel- ast í þvi að fjarlægja ysta hlutann af gamla múrsteininum og setja íslensk- an grástein í staðinn. Þessi aðferð var notuð þegar gert var við kirkjuna 1879 og hefur reynst vel, en það er samt ekki búið að ákveða hvort sú leið verði farin,“ segir Hjalti. Hann segir einnig að grásteins- og múrhleðslurnar í Dómkirkjunni séu múrhúðaðar að utan og að áður fyrr hafi línur verið dregnar í þá múrhúð til þess að líkja eftir steinhleðslu. Þessar línur hafí hins vegar máðst með tímanum og þegar gert hafí ver- ið við kirkjuna í gegnum tíðina, en ætlunin sé að draga aftur slíkar línur í múrhúðina þannig að útlit veggj- anna verði sem upprunalegast eftir lagfæringarnar. Hjalti segir að Verkfí-æði- og ráð- gjafarfyrirtækið Línuhönnun muni einnig sjá um að lagfæra glugga Dómkirkjunnar, en þeir eru margir hverjir orðnir ryðgaðir. Þá á að lag- færa klæðningu og mála kirkjutum- inn, setja á hann nýjan veðurvita, gera við úrskífumar og festa aftur upp tréskildi með skjaldarmerki Danakonungs á vesturhlið tumsins og flöttum þorskum á suður- og norð- urhlið. „Reyndar er það svo að kirkjutuminn er siginn til austurs. Það er hins vegar hvorki búið að greina ástæðuna né ákveða hvort yf- irleitt eigi að rétta turninn frekar en skakka turninn í Pisa,“ segir Hjalti. Skemmdir inni í Alþingishúsinu Á Alþingishúsinu eru víða skemmdir milli hleðslusteina út- veggjanna sem lýsa sér þannig að rifa hefur myndast á milli steinanna og sementsmúrsins. Þá hefur grá- steinninn í útveggjunum veðrast og flagnað inn fyrir sementsmúrinn. Sums staðar lekur því rigningai'vatn á milli steinanna og hefur það valdið skemmdum inni í húsinu og á vegg- hleðslu þess. „Steinamir í vegg húss- ins eru lagðir saman á steinlím, sem er að mestu kalk og sandur, en ysti hlutinn af líminu er skafínn í burtu aðeins inn á milli steinanna og í stað- inn settur sementsmúr, sem er mót- aður þannig að hann myndi falleg strik, sem stendur aðeins út fyrir steininn," segir Hjalti, þegar hann lýsir því hvernig veggir Alþingis- hússins eru hlaðnir. Hann segir að vandinn sé að fínna út hvemig farið sé að því að láta sementsfúguna standa út fyrir flötinn, sérstaklega þar sem hann sé ósléttur eins og á Alþingishúsinu. Einnig sé vandi að finna heppileg efni, sand, kalk og sement, í endurgerð fúgunnar. „Við erum að reyna að grafast fyrir um það hvernig þetta vai- gert og erum að vonast til þess að þetta handverk sé enn þekkt í Evrópu, þannig að við þurfum ekki að þróa aðferðina upp á nýtt,“ segir hann. Vinnan við úttektina á kirkjunni fer fram í samráði við Þorstein Gunn- arsson arkitekt en á Alþingishúsinu fer hún fram í samvinnu við Samúel Guðmundsson arkitekt hjá teikni- stofu Halldórs Guðmundssonar. A ► 1-64 Hold og blóð íslend- Inga á vogarskálum ►Rætt við Bernhard Pálsson pró- fessor um rekstur líftæknifyrir- tækjaogerfðarannsóknir. /10 IMýtt fjölskylduveldi ►Synir George Bush, fyrrum for- seta, láta nú mjög til sín taka í bandarískum stjómmálum. /13 Sjáiðtindinn, þarna fór ég! ►Esjan hefur margbreytilega ásýnd og flókna innviðu. /22 Sátt við að vera skilin eftir ►Aðalheiður Eyjólfsdóttur var skilin eftir þegar Ijölskylda hennar fór til Vesturheims. /26 Stofnaði Tanna frekar en verða ólétt eða fara ískóla ►í Viðskiptum/Atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Guðrúnu B. Tryggvadóttur og Guðjón Ó. Sigurbiartsson í Tanna ehf./30 B______________________ ► 1-12 Landið og orkan ►Á að ráðast í frekari fram- kvæmdir við beislun vatnsorku eða á að gefa náttúrunni grið? /Bl-2, C Á hjara veraldar ►Lífið á Svalbarða er með dálítið óvenjulegum blæ, enda er byggðin þar sú nyrsta í heimi. /6 Saga stórsveita og söngvara rifjuð upp ►Sæbjöm Jónsson stofnaði Stór- sveit Reykjavíkur 1992 og hefur verið aðalstjórnandi hennar. /8 C ► 1-4 Landið og orkan FERÐALÖG ►1-4 Heilbrigð aukning ferðamanna ►Ferðakaupstefnan Vestnorden var nú haldin hér á landi. /1 Byggðasaf nið á Dalvík ►Sjömílnaskór og hattur sem gleypir höfuð. /4 E BÍLAR________________ ► 1-4 Fyrsti fjölorkubíllinn til íslands ►TOYOTA Prius kemur til íslands um miðjan nóvember. /1 Ný Hyundai Sonata ►Ný kynslóð af Hyundai Sonata var kynnt á miðju sumri. /4 Fatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-16 Tilraunaverkefni RB ►Verður Súl-Pak steypa framtíð- arinnar? / 1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids - 50 Leiðari 32 Stjömuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréí 32 Fólk í fréttum 54 Skoðun 38 Útv./sjónv. 52,62 Minningar 39 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. llb Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. lOb ídag 50 INNLENDAR FRETTIR: 2-4-8-BAK ERLENDÁR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.