Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 53 *.
Safnaðarstarf
Hálf milljón
á Alfa-biblíu-
námskeiði
SÍÐASTLIÐINN vetur fór hálf
milljón Breta á svokallað Alfa-bibl-
íunámskeið. Þetta er algjört eins-
dæmi a.m.k. á síðustu áratugum
hvað varðar áhuga almennings á að
fræðast um Biblíuna og boðskap
hennar.
Margir halda að það sé leiðinlegt
á biblíunámskeiðum og að þau hafi
ekkert hagnýtt að kenna fólki.
Reynsla margra kirkna í Bretlandi
er allt önnur. Námskeiðin byrjuðu
fyrir nokkrum árum í Holy Trinity-
kirkjunni, en hún stendur við
Brompton-veg í suðaustur Lundún-
um, skammt frá Harrods-verslun-
inni sem margir Islendingar þekkja.
Fyrsta námskeiðið sótti aðeins lítill
hópur fólks. En fljótt spurðist út að
hér væri um frábært námskeið að
ræða og þá tók þátttakendafjöldinn
stökk upp á við. Hugmyndin að baki
Alfa-námskeiðinu var sá grunur
prestanna í Holy Trinity að fjöldi
fólks hefði áhuga á kristinni trú, en
hefði lítinn áhuga á hefðbundnum
messum og fyndist kirkjurnar frá-
hrindandi af ýmsum ástæðum. Þeim
datt þá í hug að „búa til“ námskeið
sem væri aðlaðandi, spennandi og
jafnframt hagnýtt fyrir fólk sem
væri leitandi eða trúað og vildi auka
þekkingu sína. Þannig varð Alfa-
námskeiðið til.
Nú er farið að halda Alfa-nám-
skeiðin í mörgum löndum utan
Bretlands, m.a. í Bandaríkjunum,
meginlandi Evrópu og á Norður-
löndum. Útlit er fyrir að hundruð
þúsunda eða yfir milljón manns
muni sækja Alfa nú í haust víðs veg-
ar um heim.
En hvað er svona sérstakt við
Alfa-námskeiðin sem útskýrir vin-
sældir þeirra? Áhersla er á að þau
séu notaleg og að fólki líði vel.
Kennt er eitt kvöld í viku í 10 vikur.
Hvert kvöld hefst rnéð léttum máls-
verði, þá er kennt í tæpa klukku-
stund, eftir það er skipt upp í um-
ræðuhópa og fyrirspurnir leyfðar.
Fólk fær tækifæri til að ræða efni
kvöldsins og/eða annað sem því
kemur í hug varðandi trúna. Um-
ræður eru líflegar og frjálslegar.
Framsetning efnisins er auðskilin
og án formlegheita. Markmiðið er
að kvöldið verði skemmtilegt og
hagnýtt. Ef litið er á vinsældir Alfa-
námskeiðanna hafa þau mætt trúar-
legri þörf mjög margra og hjálpað
fólki til að vaxa andlega.
Islenska Rristskirkjan, sem er ný
lúthersk fríkirkja hér í Reykjavík,
stofnuð 4. okt. sl. býður nú öðru
sinni upp á Alfa-námskeið. Nám-
skeiðið er eins í sniðum og að inni-
haldi og það í Holy Trinity í Lund-
únum. Námskeiðið hefst miðviku-
dagskvöldið 23. október nk. kl 7 í
húsnæði Islensku Kristskirkjunnar,
Bíldshöfða 10. Skráning fer fram á
skrifstofu kirkjunnar og í ' síma
567 8800 kl. 13-17 alla virka daga
nema mánudaga (símsvari á öðrum
tímum). Námskeiðið kostar 3.500
kr. - matur og kennslugögn innifal-
in. Enn er hægt að bæta við
nokkrum nemendum.
Innritun ferm-
ingarbarna í
Hallgrímskirkju
ÞEIM börnum í Hallgrímssókn sem
ætla að fermast næsta vor er boðið
að koma til innritunar miðvikudags-
kvöldið 23. september kl. 20.30,
ásamt foreldrum sínum. Þar verður
gerð grein fyi'ir tilhögun fermingar-
fræðslunnar, rætt um fermingar-
daga, æskulýðsstarf kirkjunnar
kynnt, boðið upp á léttar veitingar
o.fl.
Nánari upplýsingar er að fá hjá
starfsfólki kirkjunnar í síma
510 1000.
Æskulýðsfélag
stofnað
á Akranesi
KIRKJUSKÓLI eldri bama, 7-9
ára, hefst á morgun, mánudag, kl.
17.30. Um kvöldið kl. 20 verður svo
Æskulýðsfélag kirkjunnar, í sam-
Bókhaldsná
Bókhald
; 'sm.
■
2
Þetta námskeið er framhaldsnámskeið í
bókfærslu og er fyrir þá sem hafa áhuga
á bókhaldi og þá sem þurfa á því að halda
að færa og vinna bókhald til uppgjörs.
Lýsing
Þjálfun í færslu dagbókar. Reikningum fjölgað og
færðar nokkuð flóknar færslur. Reikningsjöfnuður
kynntur og farið verður í lokafærslur. Með þessu
eru tekin raunhæf verkefni úr atvinnulífinu sem
samhliða eru unnin i tölvubókhaldi og bókfærslu.
Reikningslyklar verða búnir til og settir upp.
Nemendur vinna með þessu raunhæft verkefni úr
bókfærslunni þar sem þeir verða að forvinna, færa
og gera ársreikning.
Námskröfur og námsmat
Þátttakendur þurfa að hafa bókhaldsþekkingu fyrir
námskeiðið. Námsmat miðast við 80% mætingu.
Kennslufyrirkomulag
Kennt er mánudaga og fimmtudaga frá kl. 18:30-
21:30. Námskeiðið hefst
28. september og þvi lýkur 17. desember. Námiö
er 96 kennslutímar.
Verð
Námskeiðið kostar kr. 82.000. Innifalin í verði eru
öll námsgögn. Gert er ráð fyrir að þátttakendur
gangi frá kr. 10.000 staðfestingargjaldi til að
staðfesta þátttöku. Skólinn býður upp á að hægt
sé að borga námskeiðið með Visa/Euro
raðgreiðslum í allt að 24 mánuði. Ef námskeiðið
er staðgreitt er gefinn 5% staðgreiðsluafsláttur.
VIÐSKIPTA- OG
TÖLVUSKÓLINN
Faxafeni 10 ■ Framtíðin • 108 Reykjavík
Sími: 588 5810 • Bréfasími 588 5822
starfi við KFUM og K, stofnað í
Safnaðarheimilinu Vinaminni. Er
það ætlað unglingum á aldrinum
13-16 ára. Guðrún Karlsdóttir mun
leiða æskulýðsfélagið ásamt Haraldi
Guðjónssyni frá KFUM. Unglingar
á Akranesi eru hvattir til þess að
taka þátt í spennandi og skemmti-
legu starfi og gerast stofnfélagar.
Sóknarprestur.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í há-
degi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn
mánudag kl. 10-12.
Neskirkja. Fótsnyrting á vegum
Kvenfélags Neskirkju mánudag kl.
13-16. Uppl. í síma 551 1079.
Mömmumorgunn miðvikudag kl.
10-12. Ungar mæður og feður vel-
komnir. Kaffi og spjall.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
9-10 ára drengi kl. 17.30. Bæna-
stund og fyrirbænir mánudaga kl.
18. Tekið á móti bænarefnum í
kirkjunni.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í kirkj-
unni alla daga frá kl. 9-17.
Hjallakirkja. Predikunarklúbbur
presta í Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra er á þriðjudögum kl.
9.15-10.30.
Seljakirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Æskulýðsfundur í safnaðarheimili
Landakirkju kl. 20. Messufall vegna
héraðsfundar okkar á Álftapesi.
Sóknarprestur.
KFUM og K við Holtaveg: Sam-
koma kl. 17. Ritningarlestur og
bæn. Ingibjartur Jónsson. Bryn-
hildur Bjarnadóttir segir frá sam-
verum fyrir börn úr Vatnaskógi og
Vindáshlíð í sumar. Einsöngur: Þor-
valdur Halldórsson. Ræðumaður:
Þórarinn Björnsson, guðfræðingur.
Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaður Vörður L. Traustason.
Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu-
maður Vörður L. Traustason. Lof-
gjörðarhópur Fíladelfíu syngur. All-
ir hjartanlega velkomnir.
RAN6E R0VER vouge. Árgerð ‘88. Himinblár. Innfluttur
nýr af umboði. Sérpantaður sjálfskiptur með topplúgu og
aircondition. Einn eigandi frá upphafi. Ekinn 142 þús. Til sýnis
og sölu hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum s. 575 1230
bmdurmrsakm vm&m*
Við stimdum meðþér
Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem [ er sett rör sem
inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlað til að auövelda fólki að j
hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki
fleiri en 12 á dag í a.m.k. 3 mánuöi og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi.
Nicorette® innsogslyf getur valdiö aukaverkunum eins og hósta, ertingu í
munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviöi, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi
í hálsi, nefstífla og blöörur í munni geta einnig komiö fram. Við samtímis
inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og við reykingar, veriö
aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdiö bráöum eitrunum hjá
börnum og er efniö því alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í
samráöi viö lækni. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og
æðasjúkdóma. ÞungaÖar konur og konur með bam á brjósti ættu ekki aö |
nota lyfið nema í samráöi við lækni.
Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins.
Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk.
Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær.