Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ komast að í Brautargengi. Vonlaust er að fara af stað í rekstur og vita t.d. ekkert um bókhald. Það er ekki hægt að vera með rassvasabókhald þótt það hafi kannski gengið fyrir 20 árum.“ Guðjón blandar sér í umræðuna og segir: „Það var algjör himna- sending fyrir Guðrúnu að komast í Brautargengi. Sannkallaður happ- drættisvinningur.“ Hann starfar hjá Vista, einsog að framan gi’einir, sem er til húsa að Höfðabakka 9 eins og Tanni. Guðjón hefur yfirumsjón með bókhaldi og tölvumálum Tanna. Ekki nóg þó hugmynd kvikni „Viðskiptaáætlun er mitt hjart- ans mál,“ segir Guðrún. „Aður fannst mér að fyrirtækjarekstur væri mest í hjartanu; það atriði verður að vera í lagi en áætlanir og stefnumótum skipta líka mjög miklu máli. Það er ekki nóg að fá góða hug- mynd heldur verður að setjast niður og reikna út hvort dæmið gangi upp. En bankar eru lengi að taka við sér. Það dugar ekki að sýna þeim áætlun fyrir næstu ár og að vel hafi gengið síðustu ár. Að rekst- urinn sé í lagi. Auðvitað ættu þeir að veita fyrirgreiðslu út á það en alltof mikið er um að einhver amma úti í bæ sem á einbýlishús ski-ifi upp á lán. Eins og kerfið er í dag skiptir það bankann engu máli hvort fyrir- tækið gengur vel eða illa - hann fær sitt veð í einbýlishúsinu ef illa geng- ur - en þjóðarbúið tapar á því. Bankar ættu að segja: gott og vel, þú hefur rekið þitt fyrirtæki vel, við erum tilbúnir að styðja þig. Það á ekki að einungis að hugsa um veð í steypu. Það þarf að taka bankakerf- ið í gegn, ekki bara laxveiðimálin." Þrennt er í föstu starfi í Tanna ehf. Guðrún, Sigurbjartur Guðjóns- son tengdafaðir hennar og Orri Baldursson, sem sér um bókhald og Hugmyndin var upphaf- lega su að við yrðum með fyrirtækið heima og ég sinnti því hálfan dag- inn, en nú vinnur maður frá átta á morgnana til hálftólf á kvöldin! tölvumál í samvinnu við Guðjón. Orri hóf störf í fyrirtækinu viku áð- ur en Þórður lést. „Mig vantaði ein- hvern kláran meðan Þórður var í fríi en Orri hélt svo áfram. Hann er snjall knattspyrnumaður og ég varð að gjöra svo vel að lána hann í allt sumar! Hann lék með Hvöt og seldi um leið fyrir okkur fyrir norðan, en það varð til þess að ég komst ekki í sumarfrí!" segir Guðrún. „Tengdapabbi minn, sem er áttræð- ur, er gamall kartöfiubóndi úr Þykkvabæ. Hann var reyndar odd- viti í Þykkvabæ í áratugi, frá því hann var 25 ára til 72 ára aldurs, orgelleikari í kirkjunni og stjórnaði kirkjukórnum. Það var orðið of erfitt fyrir hann að stunda kartöflu- rækt, hann flutti því í bæinn þegar við stofnuðum fyrirtækið og vinnur hér fulla vinnu. Keyrir út vörur; hann hafði aldrei keyrt í Reykjavík fyrr en hann flutti hingað, en sá að með þessu móti gerði hann mest gagn í fyrirtækinu, beit því á jaxlinn og fór af stað!“ Guðjón segir fyrirtækið hafa breytt miklu í lífi þeirra hjóna. „Við eigum lítil frí um helgar og á kvöld- in og lítið hefur verið um sumarfrí. Eg hugsaði stundum með mér að það væri ef til vill ekki gott fyrir samband okkar að fara út í þetta en þróunin hefur verið þveröfug. Fyr- irtækið hefur styrkt samband okkar Guð- ránar og því reynst okkur mjög gott.“ Guðrún segir: „Við erum með tvær stelp- ur heima, reynum að skipuleggja tímann vel og svo er amman í kjallaranum." For- eldrar Guðjóns búa sem sagt í sama húsi. „Sú litla hefur oft sofið hér í hillum eða hvílt sig og sú stóra kemur með vinkon- urnar þegar t.d. er vörutalning og þess háttar. Við hjálpumst því öll að.“ Hagnaður hefur verið á rekstri Tanna frá upphafi, einsog fyrr greinir, nema í fyn-a en „þetta hef- ur ekki verið glimrandi gróðafyrir- tæki. Tíðustu gjaldþrotin eru í heildverslun og mikil samkeppni í þessari grein,“ segir Guðjón. „Þetta eru því engin uppgrip. Ef svo væri væru allir í þessu og þá gengi dæm- ið auðvitað ekki upp. Eg heyrði ein- hvem tíma að í ljós kæmi eftir sjö ár hvort fyrirtæki gangi; lifði það enn eftir sjö ár gæti það dafnað, og hef oft hugleitt þetta undanfarið." Sjö ár verða einmitt á næsta ári frá stofnun Tanna. Hann minntist áður á að fyrirtækið hefði styrkt sam- band þeirra hjóna, og segir nú að Guðrán hafi aldrei gleymt heimil- inu, „einsog sumir gera, þó mikið hafi verið að gera í fyrirtækinu. Hún passar upp á sín böm og sitt heimili." Guðrún bendir á að það sé spurning um skipulag, og bætir síð- ar við að eiginmaðurinn sé duglegur heima fyrir. „Hann vinnur helming húsverkanna. Það er líka mitt hobbí að vinna heima; ég hef gam- an af því að baka, búa til sultu og slátur og elda mat. Það er hvíld í því fyrir mig frá fyrirtækinu og rosalega gaman.“ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 31 Súreíiii svörur Kariii Herzog • vinna gegn öldrunareinkennum ; • enduruppbyggja húðina • vúma á appelsínuhúð og sliti • vinna á unglingahólum • viðhalda ferskleika húðariimar • Þœr eru ferskir vindur í umhirðu húðar • SÖLUSTAÐIR: WORLD CLASS - REYKJAVÍK OG AKUREYRI SIGURBOGINN - LAUGAVEGI CLARA - KRINGLUNNI SANDRA, SMÁRATORGI SNYRTIHÖLLIN - GARÐATORGI NEGLUR OG FEGURÐ - EIÐISTORGI HÁALEITISAPÓTEK. HOLTSAPÓTEK - GLÆSIBÆ HRINGBRAUTARAPÓTEK SNYRTI-OG NUDDSTOFAN PARADÍS ENGLAKROPPAR - STÓRHÖFÐA 17 SÓL OG SÆLA - FJARÐARGÖTU 11 ÞITT MÁL- HEILSUSTÚDÍO - GARÐATORGI HVERAGERÐISAPÓTEK - HVERAGERÐl SELFOSSAPÓTEK - KJARNANUM, SELFOSSI HEILSUSTÚDÍÓ VÖXTUR - ÓLAFSVÍK BETRI LÍNUR - VESTMANNÁÉYJUM BORGARNESAPÓTEK KEFLAVÍKURAPÓTEK " ' SAUÐÁRKRÓKSAPÓTEK Dreifing: Solvín, box 9184,129 Reykjavík, sími 899 2947 Upplifðu óviðjafnanlega aksturseiginleika BMW 3-línan Það hefur alltaf verið aðalsmerki BMW að tvinna frábærlega saman glæsileika, þægindi og öryggi. Nýr BMW 3 státar m.a. af spólvörn og stöðugleikastýringu, sem færir hemlaaflið á afturhjól þegar hemlað er í beygju. Hann er einnig fáanlegur með fullkominni tölvustýrðri sjálfskiptingu sem gerir aksturinn þýðan og þægilegan. Komdu í reynsluakstur og upplifðu óviðjafnanlega aksturstilfinningu. - engum líkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.