Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 2 7
efu ára. Ég sá mikið eftir því. Það
átti að ferma elstu dóttur okkar
þetta vor en fermingarkjóllinn brann
inni með öllu öðru, svo fermingunni
var frestað og við byggðum nýtt hús.
Sturlaugur var sjómaður og vann til-
fallandi verkamannavinnu. Sjálf var
ég heima með börnin sem urðu
fimm. Tvö þeirra eru nú látin.“
Var ólýsanlega spennt að
hitta systkini mín
„Börnin mín gáfu mér fyrir far-
gjaldinu þegar ég fór til Kanada ár-
ið 1962 til þess að hitta systkini mín
fjögur sem ég hafði þá aldrei séð.
Ég fór með hópferð hjá Guðna í
Sunnu og þetta var yndisleg ferð.
Ég var ólýsanlega sgennt meðan ég
var á leiðinni út. Ég hefði þekkt
Botníu systur þótt hún hefði ekki
verið með neitt tákn til að veifa -
svo lík var hún móðursystur okkar
henni Guðrúnu. Ég var í Ameríku í
þrjá mánuði og leiddist á endanum
svo mikið að ég var alveg að verða
vitlaus. Ég hef oft lofað Guð íyrir að
hafa ekki verið send til Ameríku á
sínum tíma, en sjaldan eins og þá.
Margt var þarna langt á eftir tíman-
um miðað við hér. Hjá sumu kunn-
ingjafólki sem ég heimsótti með
systkinum mínum var ekki einu
sinni útikamar; svo fnimstætt var
lífið þarna. Ég hugsaði oft til
mömmu, hún skipti ábyggilega
mjög til hins verra er hún fór út. Eg
fór víða um Bandaríkin til þess að
heimsækja systkini mín. Mér geðj-
aðist mjög vel að þeim öllum. Botnía
var mér nákomnust, hún skildi
aldrei við mig þennan tíma, fór með
mér hvert sem ég fór. Systkini mín
höfðu öll komið sér vel fyrir, það
gladdi mig að sjá.
Mér fannst einkum undarlegt að
hitta Magnús bróður minn, mér
fannst ég sjá sjálfa mig í spegli, svo
lík þótt mér við vera. Hinir bræð-
urnir voru ekki líkir mér. Ekkert
af systkinum mínum hafði komið til
íslands þegar þetta var, en komu
hingað síðar. Botnía kom hingað
þrisvar. Hún lést fyrir þremur ár-
um. Tveir af bræðrunum komu -
Ragnar tvisvar og Ágúst einu
sinni. Magnús kom aldrei, hann var
dálítið brjóstveikur og þorði ekki
að koma hingað, hann hélt að það
væri svo mikið rok á Islandi. Af
bræðrum mínum lifir nú Ágúst
einn. Ég hafði hrósað Islandi mikið
í eyru systkina minna og talaði oft
um hve einstaklega fallegt væri á
íslandi. Þegar við vorum að keyra
Ágúst bróður suður í Þorlákshöfn
AÐALHEIÐUR ellefu ára, myndin er
tekin um sama leyti og pakkinn með
sirsefninu og bláa skartgripaskríninu
kom frá Ameríku.
AÐALHEIÐUR og systkini hennar árið 1977
er þau hittust öll saman í fyrsta skipti. F.v.
Magnús, Ragnar og Ágúst. Siljandi eru f.v.
Botnía og Aðalheiður.
AÐALHEIÐUR, t.v., átján ára á Stokkseyri að fara á
ball með vinkonu sinni Guðrúnu Sæmundsdóttur.
EYJÓLFUR Eyjólfsson og Guðrún Magnúsdóttur fáum
dögum áður en þau Iögðu upp í Ameríkuferðina. F.v.
eru synir þeirra Ragnar, Magnús og Ágúst. Guðrún
gekk þarna með yngsta barnið sem fæddist á skipsfjöl
og hlaut nafnið Botnia eftir skipinu sem flutti þau vest-
ur um haf. Eyjólfur dó mánuði eftir að hann kom til
fyrirheitna landsins.
AÐALHEIÐUR þriggja ára. „Það var
alltaf verið að taka af mér myndir til
að senda út til mömmu í Ameríku."
horfði hann út um bílgluggann yfir
sandana og tautaði aftur og aftur
fyrir munni sér í stríðnisrómi:
„Fagurt land - fallegt land“. Hann
talaði mjög góða íslensku og systk-
ini mín öll. Það var líka eins gott
því ég talaði ekki orð í ensku.
Ragnar bróðir söng fyrir mig ís-
lensk kvæði sem hann lærði áður
en hann fór út. Hann sagði mér að
mamma hefði gert hann að sínum
trúnaðarvini. Honum sagði hún all-
ar sorgir sínar. Henni leið oft illa.
Þegar ég var úti varð mér enn bet-
ur ljóst en ella hve illa henni hlýtur
að hafa liðið. Hún þráði alla sína
ævi að komast aftur heim til ís-
lands en sú ósk rættist ekki.
Árni Björnsson, sem mamma var
ráðskona hjá, bauð mér og Stur-
laugi manni mínum að koma út til
sín í vinnu. Mig vildi hann fá sem
ráðskonu en Sturlaug vildi hann
láta vinna á jörðinni en við vildum
ekki fara. Ég er sannarlega ekki
ósátt við að hafa verið skilin eftir
þegar fjölskylda mín fór til Amer-
íku. Það hefur aldrei flökrað að mér
þótt ég hafi saknað fjölskyldu minn-
ar. Ég ásaka móður mína ekki fyrir
að hafa skilið mig eftir, hún gat ekki
annað - kringumstæðurnar voru
slíkar. Og svo dó pabbi og þá þurfti
hún að láta tvö börn í viðbót - ekki
gat hún tekið mig til sín við þær að-
stæður blessunin."
Aðalheiður og Sturlaugur fluttu
til Reykjavíkur árið 1953. Stur-
laugur hafði þá misst vinnu sína á
verkstæði Kaupfélags Árnesinga,
en það var flutt á Selfoss og íbúar
þar gengu fyrir með vinnu. „Enga
atvinnu var að fá á Stokkseyri svo
við urðum að flytja suður,“ segir
Aðalheiður. Eftir það bjuggu þau
hjón í Reykjavík þar til Sturlaugur
dó árið 1985. Nú býr Aðalheiður að
Norðurbrún 1 í Reykjavík og held-
ur sér vel þrátt fyrir nokkuð háan
aldur. „Þegar ég var ung kona
fannst mér stundum að ég ætti
varla neina fjölskyldu. Nú ræð ég
varla við þá fjölskyldu sem ég á.
Afkomendur okkar hjóna eru
fimmtíu talsins."
Þegar ég horfí á Aðalheiði og
skoða myndir af börnum hennar og
barnabörnum þá get ég ekki annað
en glaðst yfir því að Island skyldi
ekki missa allt þetta fólk frá sér. Og
þegar ég hugsa til systkina hennar
og allra annarra sem fóru til Vest-
urheims verður mér ljósara en ella
hver blóðtaka brottför alls þessa
fólks hefur verið íslensku þjóðlífi á
sínum tíma. ►
NYR&BETRI
t.-’Meiri kraftur____________________________
^Minni eyðsla_____________________________
O'Aflstýri___________________________________
'O'Hreyfiltengd þjófnaðarvörn________________
OÚtvarp/segulband, 2 hátalarar og loftnet á þaki
<0 Plasthús með hurðum_________
OAfturhurðir opnast i 180°
QFestilykkjur á palli__________
p Burðargeta 605 kg án húss
og 575 kg með húsi.
< ’ Flutningsrými 2,41 rúmmetrar
< Rými fyrir Euro bretti
<jýVerð með virðisaukaskatti
www.hekla.is
HEKLA
simi 569 5500
SKODA FELICIA PICK-UP
meö plasthúsi kostar aðeins kr.