Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sjáið tindiim, þarna fór ég\ Fátt þykir Reykvíkingum betra en að hafa óskert útsýni yfír Esjuna. Anna G. Olafs- ddttir grófst fyrir um hin ólíku svipbrigði fjallsins í spjalli við Ingvar Birgi Friðleifs- son, jarðfræðing og skólastjóra Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna. Ingvar Birgir þekkir Esjuna manna best því hann skrif- aði doktorsritgerð um jarðfræði fjallsins fyrir aldarfjórðungi. Snið A-B- B m 800 600 400 200 0 fleiri Reykvíking- ar geta tekið sér orð borgarskálds- ins Tómasar Guð- mundssonar „Sjá- ið tindinn, þama fór ég!“ í munn og litið stoltir í átt til Esjunnar í norðri. Reykvíkingur er varla nema hálfur Reykvíkingur án þess að hafa klifið Esjuna minnst einu sinni. Esj- an er í tísku og spræk- ustu íþróttamenn hafa lagt af sprikl í yfírfull- um íþróttasölum til að geta sveigt ki-oppinn og andað að sér fersku lofti í Esjuhlíðum. Langalgengast ér að lagt sé upp frá Skóg- rækt ríkisins við Mógilsá og fetað eftir gönguslóða upp hlíðina með stefinu á Þverfells- hom í norðri. Göngu- leiðin er falleg og hefur þann ótvíræða kost að vera flestum fær. Engu að síður er ekki nema eðlilegt að eftir nokkrar ferðir upp og niður svipaða leið vakni áhugi á nánari kynnum við Esjuna enda sé fortíð fjallsins margbrotnari en í fyrstu virðist. Einna nánust kynni við Esjuna hefur haft Ingvar Birgir Friðleifs- son, skólastjóri Jarðhitaskóla Sa- meinuðu þjóðanna, en hann skrifaði doktorsritgerð um jarðfræði Esj- unnar árin 1970 til 1973. Ingvar Birgir segist hafa dvalist nánast öll- um stundum þegar veður leyfði í Esjunni í þrjú sumur. Hann leynir ekki aðdáun sinni á fjallinu og við- urkennir með fjarrænt blik í augum að tilfinningin fyrir því að koma aft- ur á fallegan reit í Esjunni eftir 25 ára fjarvem sé að mörgu leyti eins og að hitta aftur gamla kærustu. Blaðamaður getur ekki orða bund- ist og spyr hvort að hann geti greint breytingar í fjallinu á þessu tíma- bili. Ekki stendur á svarinu hjá Ingvari Birgi. „Esjan breytist miklu hægar en kærustumar en samt finnast ailtaf á henni nýjar hliðar.“ EinB og maðurinn er landið nefni- lega lifandi og tekur breytingum í tímans rás. Esjan er þar engin und- antekning og veitir með fjölbreyti- leika sínum ágæta innsýn í stór- brotna jarðfræði Islands. Ef grafist er fyrir um fortíð Esj- unnar er eðlilegt að byrja á því að rifja upp hvemig eins konar flekai- mynda jarðskorpuna. Ein af höfuð- flekamótunum á Atlantshafs- hryggnum kljúfa Island frá suð- vestri til norðausturs. Flekana rekur til vest- urs og austurs frá flekamótunum og er rekhraðinn að jafnaði talinn vera um einn sm á ári í hvora átt. Þó þarf ekki að óttast að landið klofni í tvo eða fleiri hluta því að við gos á gosbeltinu á flekamót- unum fylla gosefni í skarðið. A norðanverðu iandinu fara flekamótin í gegnum Þingeyjar- sýslu og valda því að sýslan tútnar smám saman út. A sunnan- verðu landinu hoi'fir svoh'tið öðruvísi við því að flekaskilin klofna í tvær kvíslar: að vestan- verðu í Gullbringusýslu og Ámessýslu og austanverðu í Rangárvallasýslu og Austur-Skafta- fellssýslu. Uppruninn á Þingvöllum Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbelti því sem nú liggur frá Reykjanestá um Þing- vallasveit og norður í Langjökul. Esjan myndaðist vestan til í gos- beltinu og hefur mjakast í takt við rekhraðann í átt til vesturs. Elsti hluti Esjunnar að vestanverðu er 2,8 milljóna ára gamall og hefur því ferðast tæplega 30 km frá Þingvöll- um. Einn yngsti hluti íjallsins er Móskarðshnúkar, um 1,8 mílijóna ára gamlir, en þá hefur rekið um 18 km frá gosbeltinu í Þingvallavatni. Á sama tíma og landið rak til vesturs hélt gosvirknin áfram inni í sjálfu gosbeltinu á flekamótunum. Vestan við gosbeltið er röð af meg- ineldstöðvum sem hafa myndast í því. Fyrst er að telja eldstöðvai' í Hafnarfjalli og Skarðsheiði en þær voru virkar fyrir um 4,6 milljónum ára. Hvalfjarðareldstöðin aðeins austar tók svo við fyrir um 3 millj- ónum ára. Smám saman dó vii-knin þar út og Kjalameseldstöðin tók við og átti stóran þátt í myndun Esj- unnar. Kjalameseldstöðin var virk í um hálfa milljón ár þar til landrekið olli því að virknin dofnaði. Stardal- seldstöðin tók því næst við og Hengillinn með háhitasvæði allt um kring er megineldstöð í gosbeltinu í dag. Esjan myndaðist í rauninni við stöðuga eidvirkni í um milijón ár fyrir 2 til 3 milljónum ára. Mótunin var hins vegar langt frá því að vera lokið fyrir um tveimur milijónum ára. Jökulskeið koma á um 100.000 ára fresti og áttu eftir að marka landslagið með ýmsum hætti. Alfra stærstu jöklarnír skófu út Hval- ijörðinn, sundin og fjalllendið á höf- uðborgarsvæðinu. Minni jöklar skófu ofan af sjálfu fjallinu og minnstu jöklamir skófu út dali í íjallið eins og verið væri að taka með óskipulögðum hætti tertu- sneiðar af stóm lagköku. Ingvar Birgir segir að til að ein- falda jarðsöguna líki hann mótun Esjunnar stundum við æviskeið konu um sjötugt. „Bamvöxtinn tek- ur hún út á Kjalamesi, um ferm- ingu gengur yfír merkilegt vaxtar- skeið með kvikuhlaupum og háhita- virkni í Skrauthólum og Þverfelli. Hátindi líkamlegs þroska nær hún liðlega tvítug með myndun Mó- skarðshnúka en þá er hún bústin og heit. Æskublóminn fer því næst að dvína, holdin tálgast utan af henni hér og þar, þó háhitavirknin í Star- dalsöskjunni endist nokkuð lengi. Hún eldist illa og varta sprettur út úr henni á Mosfelli um sextugt. Önnur sprettur svo upp í Sandfelli í Kjós nokkrum áram síðar.“ Spennandi gönguleiðir Eins og áður segir heíjast Esju- göngur gjaman við Mógilsá. Ingv- ar Birgir segir ágætt að megin- straumurinn fari þar um. „Þama hefur verið komið til móts við al- menning með ágætis bílastæði og stigum yfir girðingar landeiganda á leiðinni upp á Þverfellshorn. Göngugarpar taka gjarnan eftir hvítu bergi í sprangum í gilinu og upp með Mógilsánni. Hvíta bergið er kalk og þarna var kalk tekið í fyrstu sementsgerðina á íslandi. Kalkið var flutt á bátum yfír til borgarinnar og heitir Kalkofnsveg- ur, þar sem Seðlabankinn og bíla- geymslan undir honum eru nú, eft- ir kalkgerðinni. Eins hafa niðurstöður rannsókna gefið til kynna að þama sé að finna vott af gulli og er í björtu veðri hægt að sjá glampa á steina í fjall- inu. Þar glittir hins vegar því miður aðallega í glópagull. Gangan tekur dálítið á en er nánast öllum fær langleiðina upp á Þveifellshom eða INGVAR Birgir þekkir Esjuna manna best enda skrifaði hann doktorsritgerð um jarðfræði fjallsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.