Morgunblaðið - 20.09.1998, Page 22

Morgunblaðið - 20.09.1998, Page 22
22 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sjáið tindiim, þarna fór ég\ Fátt þykir Reykvíkingum betra en að hafa óskert útsýni yfír Esjuna. Anna G. Olafs- ddttir grófst fyrir um hin ólíku svipbrigði fjallsins í spjalli við Ingvar Birgi Friðleifs- son, jarðfræðing og skólastjóra Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna. Ingvar Birgir þekkir Esjuna manna best því hann skrif- aði doktorsritgerð um jarðfræði fjallsins fyrir aldarfjórðungi. Snið A-B- B m 800 600 400 200 0 fleiri Reykvíking- ar geta tekið sér orð borgarskálds- ins Tómasar Guð- mundssonar „Sjá- ið tindinn, þama fór ég!“ í munn og litið stoltir í átt til Esjunnar í norðri. Reykvíkingur er varla nema hálfur Reykvíkingur án þess að hafa klifið Esjuna minnst einu sinni. Esj- an er í tísku og spræk- ustu íþróttamenn hafa lagt af sprikl í yfírfull- um íþróttasölum til að geta sveigt ki-oppinn og andað að sér fersku lofti í Esjuhlíðum. Langalgengast ér að lagt sé upp frá Skóg- rækt ríkisins við Mógilsá og fetað eftir gönguslóða upp hlíðina með stefinu á Þverfells- hom í norðri. Göngu- leiðin er falleg og hefur þann ótvíræða kost að vera flestum fær. Engu að síður er ekki nema eðlilegt að eftir nokkrar ferðir upp og niður svipaða leið vakni áhugi á nánari kynnum við Esjuna enda sé fortíð fjallsins margbrotnari en í fyrstu virðist. Einna nánust kynni við Esjuna hefur haft Ingvar Birgir Friðleifs- son, skólastjóri Jarðhitaskóla Sa- meinuðu þjóðanna, en hann skrifaði doktorsritgerð um jarðfræði Esj- unnar árin 1970 til 1973. Ingvar Birgir segist hafa dvalist nánast öll- um stundum þegar veður leyfði í Esjunni í þrjú sumur. Hann leynir ekki aðdáun sinni á fjallinu og við- urkennir með fjarrænt blik í augum að tilfinningin fyrir því að koma aft- ur á fallegan reit í Esjunni eftir 25 ára fjarvem sé að mörgu leyti eins og að hitta aftur gamla kærustu. Blaðamaður getur ekki orða bund- ist og spyr hvort að hann geti greint breytingar í fjallinu á þessu tíma- bili. Ekki stendur á svarinu hjá Ingvari Birgi. „Esjan breytist miklu hægar en kærustumar en samt finnast ailtaf á henni nýjar hliðar.“ EinB og maðurinn er landið nefni- lega lifandi og tekur breytingum í tímans rás. Esjan er þar engin und- antekning og veitir með fjölbreyti- leika sínum ágæta innsýn í stór- brotna jarðfræði Islands. Ef grafist er fyrir um fortíð Esj- unnar er eðlilegt að byrja á því að rifja upp hvemig eins konar flekai- mynda jarðskorpuna. Ein af höfuð- flekamótunum á Atlantshafs- hryggnum kljúfa Island frá suð- vestri til norðausturs. Flekana rekur til vest- urs og austurs frá flekamótunum og er rekhraðinn að jafnaði talinn vera um einn sm á ári í hvora átt. Þó þarf ekki að óttast að landið klofni í tvo eða fleiri hluta því að við gos á gosbeltinu á flekamót- unum fylla gosefni í skarðið. A norðanverðu iandinu fara flekamótin í gegnum Þingeyjar- sýslu og valda því að sýslan tútnar smám saman út. A sunnan- verðu landinu hoi'fir svoh'tið öðruvísi við því að flekaskilin klofna í tvær kvíslar: að vestan- verðu í Gullbringusýslu og Ámessýslu og austanverðu í Rangárvallasýslu og Austur-Skafta- fellssýslu. Uppruninn á Þingvöllum Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbelti því sem nú liggur frá Reykjanestá um Þing- vallasveit og norður í Langjökul. Esjan myndaðist vestan til í gos- beltinu og hefur mjakast í takt við rekhraðann í átt til vesturs. Elsti hluti Esjunnar að vestanverðu er 2,8 milljóna ára gamall og hefur því ferðast tæplega 30 km frá Þingvöll- um. Einn yngsti hluti íjallsins er Móskarðshnúkar, um 1,8 mílijóna ára gamlir, en þá hefur rekið um 18 km frá gosbeltinu í Þingvallavatni. Á sama tíma og landið rak til vesturs hélt gosvirknin áfram inni í sjálfu gosbeltinu á flekamótunum. Vestan við gosbeltið er röð af meg- ineldstöðvum sem hafa myndast í því. Fyrst er að telja eldstöðvai' í Hafnarfjalli og Skarðsheiði en þær voru virkar fyrir um 4,6 milljónum ára. Hvalfjarðareldstöðin aðeins austar tók svo við fyrir um 3 millj- ónum ára. Smám saman dó vii-knin þar út og Kjalameseldstöðin tók við og átti stóran þátt í myndun Esj- unnar. Kjalameseldstöðin var virk í um hálfa milljón ár þar til landrekið olli því að virknin dofnaði. Stardal- seldstöðin tók því næst við og Hengillinn með háhitasvæði allt um kring er megineldstöð í gosbeltinu í dag. Esjan myndaðist í rauninni við stöðuga eidvirkni í um milijón ár fyrir 2 til 3 milljónum ára. Mótunin var hins vegar langt frá því að vera lokið fyrir um tveimur milijónum ára. Jökulskeið koma á um 100.000 ára fresti og áttu eftir að marka landslagið með ýmsum hætti. Alfra stærstu jöklarnír skófu út Hval- ijörðinn, sundin og fjalllendið á höf- uðborgarsvæðinu. Minni jöklar skófu ofan af sjálfu fjallinu og minnstu jöklamir skófu út dali í íjallið eins og verið væri að taka með óskipulögðum hætti tertu- sneiðar af stóm lagköku. Ingvar Birgir segir að til að ein- falda jarðsöguna líki hann mótun Esjunnar stundum við æviskeið konu um sjötugt. „Bamvöxtinn tek- ur hún út á Kjalamesi, um ferm- ingu gengur yfír merkilegt vaxtar- skeið með kvikuhlaupum og háhita- virkni í Skrauthólum og Þverfelli. Hátindi líkamlegs þroska nær hún liðlega tvítug með myndun Mó- skarðshnúka en þá er hún bústin og heit. Æskublóminn fer því næst að dvína, holdin tálgast utan af henni hér og þar, þó háhitavirknin í Star- dalsöskjunni endist nokkuð lengi. Hún eldist illa og varta sprettur út úr henni á Mosfelli um sextugt. Önnur sprettur svo upp í Sandfelli í Kjós nokkrum áram síðar.“ Spennandi gönguleiðir Eins og áður segir heíjast Esju- göngur gjaman við Mógilsá. Ingv- ar Birgir segir ágætt að megin- straumurinn fari þar um. „Þama hefur verið komið til móts við al- menning með ágætis bílastæði og stigum yfir girðingar landeiganda á leiðinni upp á Þverfellshorn. Göngugarpar taka gjarnan eftir hvítu bergi í sprangum í gilinu og upp með Mógilsánni. Hvíta bergið er kalk og þarna var kalk tekið í fyrstu sementsgerðina á íslandi. Kalkið var flutt á bátum yfír til borgarinnar og heitir Kalkofnsveg- ur, þar sem Seðlabankinn og bíla- geymslan undir honum eru nú, eft- ir kalkgerðinni. Eins hafa niðurstöður rannsókna gefið til kynna að þama sé að finna vott af gulli og er í björtu veðri hægt að sjá glampa á steina í fjall- inu. Þar glittir hins vegar því miður aðallega í glópagull. Gangan tekur dálítið á en er nánast öllum fær langleiðina upp á Þveifellshom eða INGVAR Birgir þekkir Esjuna manna best enda skrifaði hann doktorsritgerð um jarðfræði fjallsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.