Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BRETINN Warren Ellis hefur á undanfomum ámm öðlast mikla virðingu í teiknimyndasögu- heiminum. Hann er einn þeirra höfunda sem markvisst hafa brotið niður þann múr misskilnings að teiknimyndasögur séu aðeins fyrir börn og óþroskaða lesendur. Undanfarnar vikur hefur Ellis ásamt konu sinni og dóttur ferðast um Norðurlöndin að kynna verk sitt Transmetropolitan. Island er síðasti áfangastaðurinn og ætluðu Ottó Geir Borg og Björn Þór Vil- hjálmsson að hitta hann að máli á fyrsta degi dvalar hans hér á landi. Ellis hafði hins vegar orðið fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hann kom á Hótel Sögu þar sem hann hélt að hann myndi dveljast. Ohapp hafði orðið með pöntun hans og ekkert herbergi var laust nema þetta eina kvöld og eftir það yrði hann á götunni. Skilst blaðamönn- um að hann hafí bmgðist ókvæða við og að lokum verið kominn í mikinn ham. Það leið u.þ.b. klukkustund áður en Ellis kom niður af herbergi sínu og virtist honum þá mnn- in reiðin og var hann tilbúinn að svara öllum þeim spuming- Teiknimyndin góður miðill - Hefur líf þitt tekið breytingum með velgengni Transmetropolitan? „Aðeins að því leyti að nú er ég með umboðsmann í HoOywood og lögfræðing sem sérhæfir sig í skemmtanaiðnaðinum - sem er allt að því óhugnanleg reynsla. Eg er líka langt kominn með kvikmynda- handrit byggt á Transmet og hefur því verið sýndur mikill áhugi.“ - Hvern vildir þú sjá leika Spider? Það er breskur leikari sem heitir Tim Roth sem ég held að væri full- kominn í hlutverkið. - Það var velgengni sem hrakti Spider í sjálfskipaða útlegð og þurrjós hann allri andgift. Ein- hverjar áhyggjur af að sömu örlög bíði þín? „0 nei, ekki eins og hlutirnir eru í dag. Velgengni Transmetropolit- an er ekki slík að ég þurfi að hafa áhyggjur af þess konar örlögum.“ Ótrúlegasta fólk les blaðið - Hvemig viðbrögð hefur Trans- metropolitan fengið? „Fólk sem les blaðið myndar sér sterka skoðun um það og ég hef rekið mig á að ótrúlegasta fólk les það. Kunningi minn, sem rekur verslunina Comics Experience í San Francisco, sendi mér tölvupóst um að leikarinn Robin Williams hefði keypt öll eintök af blaðinu sem hann sá. Transmet á sér líka dyggan hóp kvenkyns lesenda, sem að hluta til samanstendur af, og ég vona að enginn móðgist, konum sem vilja sofa hjá Spider Jerusal- em!“ - Þú virðist undrandi, sérðu sem sagt Spider ekki fyrirþér sem kyn- tákn? „I guðanna bænum! Þessar kon- ur vilja augljóslega bara láta pynta sig.“ - Finnst þér lesendur Transmet móttækilegir fyrir því sem þú vilt koma á framfæri? „Það er það sem ég elska við að skrifa blaðið, fólk er með á nótun- um. Stærsti hluti lesendahópsins skilur það sem ég er að reyna að segja og er fær um að hugsa sjálf- stætt. Ef blaðið hefur boðskap þá er hann einmitt að fólk eigi að um, sem varpað var að honum, af stakri ljúfmennsku. - Hvemig var ferðin? „Flugið var fínt. Flugleiðir stóðu sig með prýði jafnvel þó nokkrar mínútur til lendingar hafi verið hálftími, ferðin tO Reykjavíkur var skemmtileg, allt var í góðu lagi þangað til ég kom á þetta skítahót- el. Næsta spurning." Blaðamaður gerist einsetumaður - Um hvað er Transmetropolit- an? „Blaðið fjallar um Spider Jerusalem sem er blaðamaður og starfar í borg framtíðarinnar. Hann varð mjög, mjög frægur, of frægur til að geta sinnt starfi sínu svo hann stingur af úr hringiðu stórborgarinnar og gerist einsetu- maður í fjalli nokkru þar sem hann veiðir sér til matar, stundar kynlíf með því sem hann veiðir og stend- ur í stríði við nágranna sína með hátæknivopnum. Fimm árum síðar er hann kvaddur til borgarinnar á ný að takast á við sitt gamla starf - leit að sannleikanum er það sem drífur Spider áfram í öllu sem hann gerir.“ - Hvers vegna valdir þú teiknimyndasöguna sem þitt listform? „Það er mjög einfalt. Teiknimyndasögur eru að- eins orð og myndir. Þú get- ur gert hvað sem þig lystir með orðum og myndum. Möguleikarnir eru enda- lausir og þú getur gert hluti sem eru ómögulegir í öðrum miðlum. Teikni- myndasögur eru líka ódýrar í framleiðslu og sölu og að mínu mati eru þær aðgengileg- asta leiðin inn í nútíma menn- ingu.“ WARREN ELLIS A ISLANDI hugsa sjálfstætt. Það er það eina sem ég vil í raun koma á framfæri, að fólk láti ekki aðra hugsa fyrir sig.“ - Eitt af því sem einkennir Spider Jemsalem er reiði. Er reiði skapandi afl? „Að sjálfsögðu. Heldur betur. Reiði, hatur, fyrirOtning, morð - allir eru þessir hlutir af hinu góða, þeir gefa lífinu lit. Og já, ég er reið- ur þegar ég skrifa Transmet, ef ég væri ekki reiður hefði blaðið aldrei orðið til. - „Eg hata það hér“ heitir dálk- urinn sem Spider skrifar. Er það þín afstaða til lífsins? Nei, ekki misskilja mig. Eg nýt lífsins en það breytir ekki því sem ég sé þegar ég horfí í kringum mig. Pólitík sem sjónvarpsafþreying -1 lesendadálki Transmet lýsir þú stjórnmálum sem afþreyingar- efni tíunda áratugarins, gætir þú fjallað nánar um þessa staðhæf- ingu? í dag eru stjórnmál lítið annað en afþreying sem sniðin er að kröf- um sjónvarpsins. Eg veit ekki hvernig það er hérna en þannig er það í Bandaríkjunum og í vaxandi mæli í Bretlandi. Fréttabútar úr bandarískri stjórnmálaumræðu ár- ið 1970 voru 120 sekúndur, það samsvarar heilli málsgrein. Arið 1996 var meðallengd fréttabúta 7 sekúndur. Þeim er slengt inn á miOi auglýsinga. Pólitík er soðin niður fyrir sjónvarp. Stjómmála- umræðan er eins og súmó glíma, henni er lokið á 15 sekúndum." - Ein spuming að lokum, er eitt- hvað sem þú vildir segja við Islend- inga? Já, það er nokkuð sem ég vil segja. Samkvæmt öllu sem ég hef lesið era Islandingar einstök bók- menntaþjóð, ein best lesna þjóð á hnettinum og sem ennfremur býr að mikilli sagnahefð. Það eina sem ég get sagt er að ég óska þess að það væra fleiri eins og þið. Eg ber mikla virðingu fyrir landinu og að þeim skítseiðum sem ég hef þurft að kljást við hérna á hótelinu frá- töldum þá er það mér sannur heið- ur að vera hér. Að lokum má geta þess að War- ren Ellis heldur fyrirlestur um teiknimyndasögur í hátíðarsal Há- skóla íslands á morgun, mánudag- inn 21. september, klukkan 17.15. Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur alla réttu takkana Titlar og afrek þú Leikmenn og frammistaða þeirra Saga félaganna Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki www.mbl.is/boltinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.