Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 226. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skýrsla Annans um það hvort Serbar hafí uppfyllt kröfur öryggisráðsins Sérsveitir Milosevics at- hafna sig enn í Kosovo New York, Moskvu, Belgrad, Brussel. Reuters. Richard Holbrooke og Javier Solana ítreka hótanir um loftárásir NATO Vonbrigði með G7- fund valda lækkunum VONBRIGÐI yfir rýrum árangri af fundi fjármálaráð- herra og seðlabankastjóra sjö helztu iðnríkja heims (G7-hóps- ins) í Washington um helgina ollu áframhaldandi óróleika á fjármálamörkuðum heimsins í gær. Gengi hlutabréfa í kauphöll- inni í Tókýó var við lok við- skipta í gær lægra en það hef- ur verið í tólf ár. Nikkei-vísital- an féll um 2% yfir daginn og endaði í 12.948 stigum. Hang- Seng-vísitalan í Hong Kong féll um heil 4%. I Evrópu varð líka lækkun. Franska CAC-40-vísitalan féll um tæp 2% og þýzka X-DAX- vísitalan um 1,2%. FTSE-vísi- tala kauphallarinnar í London lækkaði um 1,57%. Við upphaf viðskipta á Wall Street lækkaði Dow Jones-vísi- talan snögglega, en eftir sveiílukennd viðskipti yfir dag- inn endaði hún í 7.726 stigum, sem er 58,7 stiga lækkun. ■ Varað við/22 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær öryggissveitir Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands, bera meginábyrgðina á þeim hörmungum sem dunið hafa yfir Kosovo-hérað. Sagði hann sérsveit- ir vopnaðrar lögi'eglu enn vera að athafna sig í héraðinu, þegar nærri tvær vikur eru liðnar frá því örygg- isráð SÞ samþykkti áskorun um vopnahlé. I skriflegri skýrslu sem Annan skilaði öryggisráðinu í gær komst hann ekki að neinni endanlegri nið- urstöðu um það að hve miklu leyti stjórnvöld í Belgrad hefðu uppfyllt þær kröfur sem getið var um í ályktun ráðsins frá 23. september. I henni var þess krafizt, að tafarlaust yrði bundinn endi á vopnuð átök í Kosovo, hætt yrði kúgunaraðgerð- um gegn óbreyttum borgurum - sem flestir eru af albönskum ættum - og að hefja skyldi friðai’viðræður. Að þeim mun skýrari niðurstöðu komust Javier Solana, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, og fleiri leiðtogar Vestur- landa. Sagði Solana það fullljóst, að Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seti hefði ekki farið að þeim fyrir- mælum sem kveðið hefði verið á um í ályktun öryggisráðsins. James Foley, talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, sagði það „deg- inum ljósara“ að Milosevic hefði hunzað kröfur SÞ. Richard Holbrooke, samninga- maður Bandaríkjastjórnar, gerði Milosevic skýra grein fyrii- því á fundi þeirra í Belgrad í gær, að loft- árásir NATO væru óumflýjanlegar nema hann virti til hins ýtrasta þann frest sem honum hefði verið gefinn til að binda enda á ofbeldið í Kosovo. Milosevic svaraði því til, að léti NATO verða af loftárásum gerði það sig sekt um „glæpsam- legt athæfi". Rússar leggja að Milosevic en hafa í hótunum við Vesturlönd En Momir Bulatovic, forsætis- ráðherra Belgrad-stjórnarinnar, greindi þá frá þvi í þingræðu, að sendinefnd Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) væri vel- komið að koma og sannreyna sjálf hvaða upplýsingar væru réttar varðandi liðsflutninga frá Kosovo. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hældi sér af því í gær, að hafa talið Júgóslavíustjóm á að stíga þetta skref, en áður hafði hún meinað sendinefnd ÖSE að koma. I því skyni að koma í veg fyrir að NATO-ríkin láti til skarar skríða gegn Serbum lá Jeltsín í símanum í gær og talaði við helztu leiðtoga Vesturlanda sem og Kofi Annan um Kosovo-málið. Rússneskir ráðamenn skófu á sama tíma ekkert utan af því í gagnrýni á framgöngu Vestur- veldanna í málinu. Haft var eftir Igor Sergejev varnarmálaráð- herra að loftárásir NATO gegn Serbum myndu hafa í för með sér upphaf nýs „kaldastríðs"; þær myndu grafa undan samráðs- samningi Rússlands og NATO um öryggismál, sem undirritaður var í fyrra. Gennadíj Zjúganov, leiðtogi kommúnista á rússneska þinginu, sagði að Vesturlönd myndu leysa nýtt stríð úr læðingi í Evrópu ef þau hrintu áformum sínum í fram- kvæmd. ■ Segjast staðráðnir/22 Dómsmálanefnd Bandaríkjaþings klofnar eftir flokkslínum í máli Clintons Málsókn samþykkt Washington. Reuters. DÓMSMÁLANEFND fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings samþykkti skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi að íslenzkum tíma að leggja til að haf- in skyldi málsókn til embættismissis gegn Bill Clinton forseta vegna meintra lögbrota hans í tengslum við sam- band hans við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta hús- inu. Eins og búizt hafði verið við féllu atkvæði stranglega eftir flokks- línum. Þar sem repú- blikanar ráða yfir 21 atkvæði í nefndinni en demókratar aðeins 16 þótti fyrirfram Ijóst hver niðurstað- an yrði. Ef fulltrúadeildin öll samþykkir tillögu dómsmálanefndarinnar verð- ur hafin þriðja málsóknin til emb- ættismissis forseta sem um getur í sögu Bandaríkjanna og sú fyrsta frá því Richard Nixon var ákærður í kjölfar Watergate-hneykslisins árið 1974. Tillögur demókrata felldar Aður en sjálf tillagan um að lagt skyldi til við fulltrúadeildina í heild að málsóknin yrði hafin var tekin á dagskrá, voru greidd atkvæði um tillögur demókrata, sem miðuðu að þvi að takmarka annars vegar umfang ákæruatriðanna sem málsóknin næði til og hins vegar að henni yrði settur ákveðinn frestur, innan hvers ljúka yrði málinu með öllu. Flokkslínur réðu ferðinni í öllum at- kvæðagreiðslum, svo að þessar tillögur demó- krata voru felldar. Það var því tillaga repúblikana sem sam- þykkt var, en sam- kvæmt henni á málsóknin að ná til allra þeirra atriða sem hægt er að tengja málinu og að þingið skuli hafa víðtæka heimild til að rannsaka hvem þann þátt málsins sem því sýn- ist eins nákvæmlega og því sýnist. „Við erum ekki hér til að ákveða hvort Bill Clinton skuli segja af sér eða ekki. Við erum ekki hér til að fella dóm yfir einum né neinum,“ sagði Henry Hyde, formaður dóms- málanefndarinnar, við upphaf fund- ar hennar í gær. „Við erum hér í dag til að svara þessari einu spurningu - á grundvelli þess sem við vitum - er- um við skuldbundnir til að kafa dýpra eða að líta undan?“ Henry Hyde Gerry Adams segist sann- færður um friðarvilja ETA Bilbao. Reuters. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjóramálaarms írska lýð- veldishersins (IRA), hvatti spænsk stjórnvöld í gær til þess að standa ekki í vegi friðarumleitana í Baskalandi, en stjórnvöld í Madrid þykja hafa tekið vopnahlésyfirlýs- ingu ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, frá 16. september með mikilli varúð og vilja að ETA sanni orð sín í verki. Adams, sem í gær heimsótti Baskaland í boði Herri Batasuna, stjórnmálaarms ETA, benti hins vegar á að á rík- isstjórninni hvfldi sú ábyrgð að tefja hvorki friðarumleitanir né búa til hindranir. Hér kyssir basknesk kona hönd Adams er hann kom til Basauri-fangelsisins í Bilbao í gær, en þar hitti hann að máli einn af leiðtogum Herri Batasuna. Adams, sem heldur upp á fimm- tugsafmæli sitt í dag, sagði fyrir- sjáanlegt að menn væru hikandi nú þegar ný staða væri komin upp en hann kvaðst jafnframt sann- færður um að friðarvilji ETA væri sannur. „Eg er of upptekinn af því að glíma við þau vandamál sem að steðja heima og hefði ekki komið hingað ef ég tryði því ekki að ETA vildi frið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.