Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Alla þessa viku verður kynning á hættum sem körlum stafar af krabbameini
Mikilvægt að þekkja einkenni
krabbameina í karlmönnum
Morgunblaðið/Arni Sæberg
ÞAU sem kynntu fræðsluátakið Karlar og krabbamein voru (fv.) Þórarinn Sveinsson, Sveinn Magnússon,
Ingibjörg Pálmadóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Hrafn Tulinius og Eiríkur Jónsson.
KARLAR og krabbamein er heiti
íræðsluherferðar sem Krabbameins-
félagið og heilbrigðisráðuneytið sam-
einast um og stendur fram á helgina.
Er hún hluti af átakinu „Evrópa
gegn krabbameini“ sem Evrópusam-
bandið og lönd innan Evrópska efna-
hagssvæðisins standa að. Markmiðið
er að fá karla á öllum aldri til að
kynna sér einkenni krabbameina.
Læknar sem kynntu fræðsluátak-
ið sögðu mikilvægt að þekkja þessi
einkenni og bregðast við þeim vari
þau lengur en tvær til þrjár vikur og
ef meðferð með sýklalyfjum dugar
ekki. Ymis einkenni, svo sem hósti
og þvagtregða, bentu ekki alltaf til
alvarlegs sjúkdóms en gætu verið
einkenni um krabbamein. Læknarn-
ir sögðu að kæmi fram blóð í þvagi
eða hráka skyldu menn ekki draga
það að leita læknis.
„Það er jafnan ánægjulegt að eiga
samstarf við Krabbameinsfélagið
sem hefur staðið fyrir árangursríkri
krabbameinsleit hjá konum,“ sagði
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra er átakið var kynnt í gær.
„Það er þarft að koma á framfæri
upplýsingum um krabbamein karla
og í því skyni er gott að geta leitað
til þeirra fjölmörgu karlaklúbba til
að koma fræðslunni á framfæri,"
sagði ráðherra enn fremur.
TUraunir með krabbameinsleit
Þessar árlegu Evrópuherferðir
hófust fyrir átta árum en Island var
með í fyrsta sinn í fyrra. Var þá ijall-
að um konur og krabbameinsleit.
Hrafn Tulinius, yfirlæknir krabba-
meinsskrárinnar, sagði tilraunir hafa
verið gerðar að leit krabbameins í
ristli hjá körlum en þær ekki taldar
gefa nógu góðan árangur. Áfram yrði
kannað hvort leit að krabbameinum í
körlum væri fýsilegur kostur. Hrafri
minnti á noklöu- einkenni sem gætu
verið merki um krabbamein, svo sem
þrálátur hósti, óþægindi frá maga eða
ristli, blóð í þvagi, erfiðleikar við
þvaglát, hnútur í eista eða pung og
hnútar eða þykkildi á líkamanum.
Hvatti hann menn til að leita læknis
ef þessi einkenni kæmu fram.
Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á
þvagfæraskurðdeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, og Sveinn Magnússon,
læknir og deildarstjóri í heilbrigðis-
ráðuneytinu, sögðu þá spumingu
karla ekki óeðlilega af hverju ekki
mætti t.d. leita blöðruhálskrabba-
meins, sem væri það algengasta
meðal karla, þegar menn vissu um
góðan árangur af krabbameinsleit
meðal kvenna. Leit að krabbamein-
um í körlum hefði hins vegar ekki
skilað nógu góðum árangri og leit að
krabbameini í blöðruhálskirtli væri
ýmsum erfiðleikum bundin.
Þórarinn Sveinsson, forstöðu-
læknir krabbameinslækningadeildar
Landspítala, sagði leit meðal ein-
kennalausra karlmanna ekki hafa
reynst árangursríka. Guðrún Agn-
arsdóttir, forstjóri Krabbameinsfé-
lags Islands, sagði marga ná háum
aldri þrátt fyrir að þeir gengju með
krabbamein í blöðruhálskirtli og
gætu lifað án óþæginda. Aðrir fengju
illvígan sjúkdóm sem legði þá að velli
og enn aðra væri hægt að lækna. Sp-
urning væri hins vegar um lífsgæði
og hvort fylgikvillar meðferðar
rýrðu þessi lífsgæði. Því væri hópleit
vandkvæðum bundin þar sem erfitt
gæti verið um úrræði.
Nýgengið hefur fjórfaldast
Undir það tók Eiríkur Jónsson og
sagði að yrði hópleit beitt væri erfið-
leikum bundið að greina á milli
þeirra sjúkdómsgerða sem þyrftu
meðferðar við og hinna sem mættu
liggja óhreyfðar. Skurð- og geisla-
meðferð gætu rýrt fyrir körlum get-
una til kynlífs og stjóm þvagláta og
því þyrftu sjúklingar og læknar að
meta í hveiju einstöku tilviki hvaða
úrræði væru heppilegust. Hann
sagði meðalaldur karla með krabba-
mein í blöðruhálskirtli 74 ár. Hann
sagði tvo þriðju hópsins lifa ágætu
lífi og oft deyja af völdum annarra
sjúkdóma. Fundist hefði við krufn-
ingsrannsóknir að stór hópur karla
hefði merki um krabbamein í blöðru-
hálskirtli en dánarorsök þó verið
önnur.
Árlega greinast hérlendis um 125
karlar með krabbamein í blöðruháls-
kirtli og um 40 látast úr sjúkdómn-
um. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur hjá
körlum undir fimmtugu. Nýgengi
sjúkdómsins hefur fjórfaldast á síð-
ustu fjórum áratugum m.a. vegna
bættra greiningaraðferða. Nýgengi
magakrabbameins hefur hins vegar
lækkað úr 69,4 á hverja þúsund árin
1956 til 1960 niður í 17,6 árin 1991 til
1995.
I tengslum við átakið Karlar og
krabbamein hefur verið gefinn út
bæklingur þar sem greint er frá
helstu einkennum krabbameina sem
karlar geta fengið. Bæklingnum er
dreift gegnum heilsugæslustöðvar og
lyfjaverslanir en einnig hafa Lions-,
Kiwanis-, Oddfellow- og Rotary-
klúbbar verið fengnir til að dreifa
bæklingnum innan vébanda sinna og
forráðamenn þeirra hvattir til að fá
lækna í heimsókn með erindi.
Bilun
leiddi til
bflveltu
UNGUR ökumaður velti bif-
reið sinni út af veginum við
bæinn Vatn í Hofshreppi sl.
laugardagsvöld. Hann var
fluttur á Sjúkrahús Sauðár-
króks og síðan á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, en
fékk að fara heim daginn eftir.
Talið er að bilun í hjólabúnaði
bifreiðarinnar hafi valdið
útafakstrinum. Ökuhraðinn var
ekki mikill að sögn lögreglunn-
ar á Sauðárkróki og ekki um
ölvun að ræða.
Skagfirðingar réttuðu í
Laufskálarétt á laugardaginn
og sagði lögreglan að á þriðja
þúsund manns hefðu verið í
réttunum. Skemmtanahald í
kjölfarið fór friðsamlega fram.
Kærðir fyrir
hraðakstur
LÖGREGLAN í Reykjavík
stöðvaði um helgina 38 öku-
menn vegna hraðaksturs. Öku-
maður var stöðvaður á Vestur-
landsvegi við Höfðabakka eftir
að hafa mælst aka bifreið sinni
á 124 lon hraða. Annar öku-
maður var stöðvaður eftir að
hafa mælst aka bifreið á 140
km hraða á Vesturlandsvegi.
TAL lækkar
verð á GSM-
símum
TAL hf. hefur ákveðið að bjóða
þeim sem gerast áskrifendur
að Tímatals-þjónustuleið Tals
GSM-síma á lægra verði. Sem
dæmi má nefna að Motorola-
sími, sem kostar 9.900 kr., er
boðinn á 3.900 kr. Nokia 5110-
sími er boðinn á 13.900 kr., en
almennt verð á símanum er
27.800 kr. Að sögn forsvars-
manna Tals er þetta tilboðs-
verð sambærilegt við það sem
gerist í Svíþjóð, Noregi og
Danmörku.
Landsvirkjun heldur eftir greiðslum til rússneska fyrirtækisins Technopromexport
Stéttarfélög íhuga
að stefna verði
laun ekki greidd
LANDSVIRKJUN tilkynnti rússneska fyrir-
tækinu Technopromexport bréfleiðis í gær að
fyrirtækið myndi halda eftir greiðslum til
þess í nægilegum mæli til að tryggja hags-
muni starfsmanna, en félagsmálaráðherra rit-
aði Landsvirkjun bréf í gær þar sem hann fór
þess á leit að fyrirtækið beitti slíkum aðgerð-
um. ASÍ og önnur stéttarfélög sem að málinu
koma hafa til athugunar að stefna
Technopromexport og/eða Landsvirkjun, fái
starfsmennimir ekki laun sín greidd að fúllu.
Tveir rússneskir starfsmenn Technopromex-
port fóru úr landi á sunnudagsmorgun en þrír
starfsmenn sem senda átti úr landi hafa gerst
félagsmenn í Félagi járniðnaðarmanna og
dvelja hér á landi á ábyrgð félagsins.
Gripið til nauðsynlegra úrræða
Páll Pétursson félagsmálaráðherra sendi
Landsvirkjun bréf í gær þar sem hann fór þess
á leit við fyrirtækið að það héldi eftir greiðslum
til Technopromexport í nægilegum mæli til
þess að starfsmenn fyrirtækisins fengju greidd
laun samkvæmt samningum. Landsvirkjun
sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í gær
þar sem íyrirtækið segist, með hliðsjón af ósk-
um félagsmálaráðherra um úrbætur, hafa gert
kröfu til Technopromexport að íyrirtækið
gerði fullnægjandi ráðstafanir til úrbóta. Seg-
ist Landsvirkjun gera ki-öfu um þetta í kjölfar
þess að hafa fengið staðfestingu á því að
Technopromexport hafði ekki greitt starfs-
mönnum sínum við Búrfellslínu 3A laun í fullu
samræmi við hlutaðeigandi kjarasamninga.
í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir:
„Landsvirkjun hefur því í bréfi til verktakans
í dag gert kröfu til þess að hann geri fullnægj-
andi ráðstafanir til úrbóta og muni Lands-
virkjun halda eftir greiðslum til hans í nægi-
legum mæli til að tryggja hagsmuni starfs-
mannanna þar til verktakinn hefur sýnt fram
á að fullnægjandi uppgjör hafi farið fram við
hlutaðeigandi starfsmenn samkvæmt kjara-
samningum."
Landsvirkjun hyggur á frekari viðræður
við fulltrúa Technopromexport síðar í vikunni
og mun fyrirtækið þá tilkynna verktakanum
að fáist ekki viðunandi niðurstaða í málinu
muni Landsvirkjun grípa til þeirra úrræða
sem nauðsynleg kunna að teljast og tiltæk eru
til að tryggja framgang verksins og hagsmuni
starfsmanna.
Upplýsingum um skattareglur
ber ekki saman
Að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráð-
herra hefur tvísköttunarsamningur milli
Rússlands og íslands ekki tekið gildi og
greiða starfsmenn Technopromexport því
tvöfalda skatta af þeim launum sem þeir fá
hérlendis. Samningurinn er á lokastigi og er
búist við að hann taki gildi á næstu mánuð-
um.
Að sögn Páls hefur utanríkisráðuneytið
verið að grafast fyrir um skattareglur í Rúss-
landi að hans beiðni, og komist að því að þeim
upplýsingum, sem fengist hafa frá Rússlandi,
ber ekki saman við þær upplýsingar sem
fengist hafa frá Technopromexport, og mun
verða farið nánar ofan í það.
Tveir starfsmenn farnir úr landi
Að sögn Arnar Friðrikssonar formanns
Félags járniðnaðarmanna fóru tveir starfs-
menn af þeim fimm sem senda átti úr landi,
til Rússlands á sunnudagsmorgun. Þeir hafi
sjálfir ákveðið að hag þeirra væri betur
borgið með því að fara heim, því töluverð
áhætta fælist í því að vera áfram hérlendis,
bæði hvað varðaði áframhaldandi störf
þeirra hjá fyrirtækinu og atvinnuöryggi
þeirra almennt. „Hinir þrír sem senda átti úr
landi gerðust félagsmenn í Félagi járniðnað-
armanna á sunnudag og hafa falið félaginu
að fara með öll sín mál varðandi launa-
greiðslur, hvort sem það er gagnvart Lands-
virkjun, stjórnvöldum eða Technopromex-
port. Við höfum í framhaldi ki-afið Lands-
virkjun, Technopromexport og félagsmála-
ráðuneytið um að skila þegar í stað til félags-
ins þeim gögnum sem nauðsynleg eru til að
fara yfir þeirra launamál svo hægt sé að
reikna laun þeirra út. Þeir hafa fulla heimild
til að vera hér þangað til uppsagnarfrestur
og atvinnuleyfi þeirra rennur út,“ sagði Örn
Friðriksson formaður Félags járniðnaðar-
manna í samtali við Morgunblaðið í gær.
Sagði hann ennfremur að félagið hefði gert
kröfu til þess að mennimir gætu verið hér í
landinu, a.m.k. þar til þeir hefðu fengið það
fullnaðaruppgjör sem þeir eigi rétt á. „Dragist
það þá vilja þeir mjög gjaman fai-a að vinna
hjá öðram fyriilækjum hér á landi og það sem
íyrst. Þó að þeir séu formlega á okkar ábyrgð
þá er það bæði Rafiðnaðarsambandið, Verka-
lýðsfélagið Þór á Selfossi og reyndar öll verka-
lýðshreyfingin sem vinnur að þessum málum
fjTÍr alla erlendu starfsmennina," sagði Öm.
ASÍ stendur vörð um að starfsmennirnir
fái launin greidd að fullu
Ástráður Haraldsson lögmaður ASÍ segir
að sambandið hafi til skoðunar að stefna fyrir-
tækjunum Landsvirkjun og Teehnopromex-
port vegna vanskila á launum til rússnesku
starfsmannanna við Búrfellslínu.
„Við eram með það í skoðun, en það er alls
ekki víst að það þurfi að stefna einum eða
neinum eftir þá yfirlýsingu sem Landsvirkjun
gaf út í hádeginu [í gær] um að fyrirtækið
myndi halda eftir þeim fjármunum sem þurfi
til að greiða mönnunum laun. Ef að það geng-
ur eftir þá þarf ekki að stefna neinum. Málið
er til skoðunar hjá Alþýðusambandinu og
þeim stéttarfélögum sem að málinu koma, og
meðal annars höfum við verið að skoða mögu-
leikana á því að stefna Technopromexport til
greiðslu á fullnaðarlaunum, og eftir atvikum
að fá kyrrsettar samningsgreiðslur frá
Landsvirkjun til Technopromexport til að
dekka þennan mun. Uppgjörið verður skoðað
þegar þar að kemur og ef eitthvað stendur út-
af þá munu stéttarfélögin og Alþýðusamband-
ið annast það að mennirnir fái launin sín
greidd að fullu,“ sagði Ástráður í samtali við
Morgunblaðið síðdegis í gær.