Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 11 FRÉTTIR Prófkjör sjálfstæðismanna á Reykjanesi Of fáar konur í framboði Morgunblaðið/Kristinn KARLKYNIÐ var ráðandi á fundi frambjóðenda í prófkjöri sjálf- stæðismanna á Reykjanesi fyrir komandi Alþingiskosningar. Frá vinstri til hægri eru Markús Möller, Sigríður Anna Þórðardóttir, Gunnar Birgisson, Kristján Pálsson, Árni Mathiesen, Stefán Tómas- son, Jón Gunnarsson og Árni R. Árnason. SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir al- þingismaður er eina konan sem hef- ur tilkynnt þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Reykjanesi fyr- ir komandi Alþingiskosningar. Hún stefnir á fyrsta sætið og etur þar kappi við Árna Mathiesen þing- mann og Gunnar Birgisson, oddvita Sjálfstæðismanna í Kópavogi, Um annað sætið berjast þingmennirnir Ái’ni R. Ái'nason og Kristján Páls- son og Markús Möiler hagfræðing- ur. Stefán Tómasson býður sig fram í 3.-4. sæti og Jón Gunnarsson í það fjórða. Þátttakendurnir eru allir sammála um að fleiri konur vanti í prófkjörið. Frambjóðendurnir telja einnig all- ir að kominn sé tími til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn taki við stjórn heil- brigðismála í landinu, og að ekki hafi vel verið haldið á þeim málum frá því að flokkurinn hafði þau síðast með höndum. Þeir eru allir, að undanskildum Markúsi Möller, í aðalatriðum hlynntir núverandi fískveiðistjórnun- arkerfi. Þeh' eru sammála um það að einkavæða eigi Rás 2 með einum eða öðrum hætti, og flestir telja að eins eigi að fara að með Rás 1. Gunnar Birgisson sagði þó að fara ætti sér hægt varðandi sölu Rásar 1 og Markús Möller sagði að þá sérstöku þjónustu sem hún innti af hendi mætti bjóða út. Allir, að undanskild- um Sigríði Önnu Þórðardóttur og Árna Mathiesen, sögðust hlynntir því að samkynhneigðir hefðu sama rétt og aðrir til ættleiðingar bai-na. Lítið fór fyrir sérstökum kjör- dæmismálum á fundi fí-ambjóðend- anna sem haldinn var að viðstöddum um þrjátíu áheyrendum í kjölfar þings Sambands ungra Sjálfstæðis- manna í Garðaskóla í Garðabæ á sunnudaginn. Umræðuefnin réðust nokkuð af þvi sem hafði verið efst á baugi á þinginu. Ilvetja fleiri konur til þátttöku Nokkuð var þó rætt um breikkun eða tvöföldun Reykjanesbrautarinn- ar. Frambjóðendurnh’ voru sammála um að það væri brýnt verkefni, en vildu helst að féð til þess kæmi ann- ars staðar en úr ríkissjóði. Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, sem sjálf vai- lengi orðuð við þátttöku í prófkjörinu, spurði frambjóðenduma hvort ekki væri vandamál að aðeins ein kona væri i hópi þeirra. Allir voru þeh' sammála um það, og hvöttu fleiri konur til að blanda sér í slaginn, enda væri frestur til þátt- töku ekki útrunninn. Markús Möller taldi að gæfu ekki fleiri konur kost á sér kæmi til greina að láta prófkjörið aðeins ná til fjögurra efstu sætanna, en stilla upp í 5. og 6. sæti framboðs- lista sjálfstæðismanna til að auka hlut kvenna. Heilbrigðisráðuneytið einna siakast ráðuneytanna Gagnrýnin á stjórn heilbrigðis- mála á undanförnum áram var hörð. „Miðað við það fólk sem hefur stýrt heilbrigðisráðuneytinu síðastliðin 12 ár er ekki von á að staðan sé góð,“ sagði Gunnar Birgisson. Árni R. Árnason sagði að staða heilbrigðisráðuneytisins væri einna slökust af öllum ráðuneytunum, en svo hefði ekki verið meðan það var undir stjórn sjálfstæðismanna. Greinilegt var að Ingibjörg Pálmadóttir, núverandi heilbrigðis- ráðherra, var ekki undanskilin í gagnrýni frambjóðendanna, en Markús var þó sá eini sem nefndi nafn hennar beint í þessu sambandi. Lítill tími gafst til svara um afstöðu manna til séreignar eða sameingar á auðlindum landsins, sérstakiega fisk- inum. Ljóst var þó að allir aðrir en Markús voru hlynntir núverandi kvótakerfi í meginatriðum, en vildu þó laga ákveðna agnúa á því. Stefán Tómasson og Jón Gunnarsson nefndu í því sambandi sérstaklega þá eigna- myndun sem yrði til þegar menn færðu sig úr úr útveginum. Markús sagði að meginstefna hlyti að vera sú að hagur þjóðarinnar allr- ar yrði sem mestur af nýtingu auð- iinda sjávarins. Hann sagðist vilja að kerfí það sem Pétur Blöndal alþing- ismaður hefur lagt til yrði reynt. Það felst í því að öllum landsmönnum er úthlutað leigubréfum með rétti til hluta kvótans á hverju ári. Málefnaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna Foreldrar fái lengra orlof í FJÖLSKYLDUÁLYKTUN mál- efnaþings Sambands ungra sjálf- stæðismanna er því fagnað að feður hafí fengið sjálfstæðan rétt til fæð- ingarorlofs en jafnframt er lagt til að hvort foreldri um sig eigi rétt á þriggja mánaða sjálfstæðu fæðing- arorlofl og að auki rétt á þriggja mánaða sameiginlegu orlofi til við- bótar, sem foreldrar ráði hvernig þeir skipta á milli sín. Að sögn Ás- dísar Höllu Bragadóttur, formanns SUS, var þetta eina tillagan sem samþykkt var á þinginu sem kallar á aukin útgjöld ríkissjóðs. Prófkjör sjálfstæðis- manna á Reykjanesi Markús stefn- ir á 2. sæti MARKÚS Möller, hagfræðing- ur hjá Seðlabanka Islands, hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og stefnir hann á annað sæti á framboðs- lista flokksins þar í komandi Alþingiskosningum. Markús situr í stjóm full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ auk þess sem hann á sæti í stjóm landbúnaðamefnd- ar flokksins. Hann er einnig í stjóm Neytendasamtakanna. í stjórnmálaályktun þingsins er fagnað þeim árangri sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur náð í efna- hagsmálum. Bent er á að enn séu umsvif hins opinbera of mikii og því hvetur SUS alþingismenn til að draga úr þeirri útgjaldaaukningu, sem fjárlagafrumvarp ársins 1999 boðar. Með því móti verði hægt að lækka skatta og auka frelsi einstak- lings þannig að hann fái að njóta sín sjálfum sér og öðrum til heilla. SUS beinir þeim eindregnu til- mælum til menntamálaráðherra að hann láti af fyrirætlun um bygg- ingu tónlistarhúss fyrir opinbert fé. Eru hann og aðrir þingmenn flokksins hvattir til að sýna ábyrgð í meðferð almannafjár í þessu máli sem öðrum. Ef svigrúm sé í ríkis- fjármálum til að auka útgjöld um milljarða króna beri fremur að greiða erlendar skuldir. I ályktun- inni er tilkomu íslenskrar erfða- greiningar fagnað og telur SUS eðlilegt að einu fyrirtæki verði veitt tímabundið einkaleyfi á mið- lægum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði að því gefnu að vernd per- sónuupplýsinga sé tryggð. Frábær söluturn Vorum að fá í sölu frábæran söluturn með veltu upp á 6—7 millj. á mán. Bílalúgur, mikil sala í pylsum og skyndibitum. Einnig góð íssala. Er með myndbönd, þau nýjustu. Staðsettur miðsvæð- is í Rvík. Einstakt tækifæri fyrir duglega aðila að eignast framtíð- arfyrirvinnu. Mikil arðsemi. Höfum aldrei haft jafnmikið úrval af jafngóðum söluturnum og núna. Bílasala Til sölu bílasala upp á Höfða. Góður innisalur og gott útisvæði. Þekkt fyrirtæki. Einstaklega hagstætt verð. Mikil viðskipti. Allt tölvuvætt. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni, komið og flettið söluskránni. F.YRIRTÆKIASAlAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755. REVNIR ÞORGRÍMSSON. FRETTIR atsreiðvarm RAIUNO varpinu Það er góð tilfinning að geta fylgst með heims- fréttunum á fleiri víg- stöðvum en íslenskum fjölmiðlum. Breiðvarpið býður upp á mjög fjölbreytilegan frétta- flutning á ensku, þýsku, frönsku og ítölsku. Auk hinna vinsælu fréttastöðva CNN og Sky News, bjóðast áskrifendum Breiðvarpsins evrópskar stöðvar eins og Pro Sieben, ARD, TV5, CNBC Europe og RAIUNO. Síðast en ekki síst býður The Computer Channel upp á fræðandi dagskrá tengda tölvuheiminum. TV5 cömjóufer 20.000 KSIMILI EIGA ÞBSS NÚ KOST AÐ TENGJAST BKEISBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDIR HEIMILA BÆTAST VIÐ A NÆSTU MÁNUDUM. Hrhmgdu strax OO KYHINTD ÞÉR MÁUDl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.