Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 12

Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR •• Oryrkjabandalagið telur bág kjör örorkulífeyrisþega brjóta gegn Mannréttindayfirlýsingu SÞ Morgunblaðið/Kiistinn ORYRKJAR báru kyndla fyrir utau Alþingi þegar stefnuræða forsætisráðherra var þar til umræðu á fimmtudag. Aðskilnaðarstefnu viðhaldið með bágtim kjörum Oryrkjar hafa að hámarki 63.000 krónur á mánuði til þess að framfleyta sér. Stöðugt fleiri hafa leitað á náðir Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins undanfarin ár. Guðjón Guðmunds- son skoðaði þessi mál og ræddi við forsvarsmenn öryrkja og Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem hafa hvatt ráðamenn til að bæta net almannatrygginga. FRAMLÖG til velferðarmála eru lægst á Islandi af öllum Norðurlönd- unum og munar mest 21,5 prósentu- stigum af vergi-i landsframleiðslu milli íslands og Svíþjóðar árið 1995. Garðar Sverrisson, hjá Öryrkja- bandalagi Islands, segir að stjórn- völd viðhaldi í raun aðskilnaðar- stefnu hérlendis með bágum kjörum öi-yrkja. Oryrkjar ekki orðið útundan Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að öryrkjar hafí ekki orðið út- undan í góðærinu; þeir hafí notið góðs af auknum kaupmætti vegna hærri bóta og lágrar verðbóigu þótt þeir hafí ekki hlotið sömu hækkanir og þeir hópar sem mest hafa borið úr býtum vegna launaskriðs. Forsætisráðherra sagði að heil- brigðisráðheiTa hefði lýst því yfír að það væri til skoðunar að draga úr eða afnema skerðingu á bótum til ör- yrkja vegna tekna maka. Ef af yrði mundi það kosta um 200 milljónir króna. Þá sagði hann að tryggingayf- irlæknir hefði minnt á að mun fleiri væru á örorkubótum hér á landi en í nágrannalöndunum. Mikill fjöldi ör- yrkja og mikill fjöldi manna á ör- orkubótum gæti leitt til þess að bæt- ur væru lægri en annars gæti orðið. Davíð sagði að öryrkjai' væru ekki ofhaldnir af sínum kjörum og það hefði vakið athygli þegar þeir minntu á sig með myndarlegum hætti við þingsetninguna á dögun- um. 38.000 kr. að meðaltali á mánuði 1995 Garðar Sverrisson, talsmaður Ör- yrkjabandalagsins, segir að um 7.500 manns séu örorkulífeyrisþegar hér á landi, sem er innan við 3% þjóðar- innar, og þetta hlutfall sé mun hærra hjá nágrannaþjóðunum, að Dan- mörku undanskilinni. Hann bendir á að upphæðir á hvern öryrkja séu um helmingi lægri hér á landi en á öðr- um Norðurlöndum. Öryrkjar séu að meðaltali yngri hér á landi og eigi þess vegna síður kost á greiðslum úr lífeyrissjóðum. Öryrkjar í sambúð eða í hjónabandi fá að hámarki 43.000 kr. í örorkubætur á mánuði. Einstaklingar fá að hámarki 63.000 kr. „Þjóðir sem við berum okkur sam- an við gapa í forundran yfir þessum upphæðum. Þrátt fyrir þetta er fs- land dýrtíðarland en hefur um leið verið í fímmta sæti yfír þjóðartekjur innan OECD-ríkjanna. Samkvæmt norrænni skýrslu fyrir árið 1995 voru greiddar að meðaltali rúmar 38.000 kr. til hvers öryrkja á íslandi á mánuði. Upphæðin er ekki hærri vegna þess að skerðingarnar eru svo miklar og svo víða, svo sem vegna tekna maka o.s.frv. Greiðslur í Dan- mörku og Finnlandi voru um tvöfalt hærri á hvern einstakling og um 50% hærri í Noregi og Svíþjóð,“ segir Garðar. Garðai' segir að það sé alveg ljóst að einstaklingur sem fær 63.000 kr. á mánuði til þess að framfleyta sér geti ekki tekið þátt í menningu og mannlífí samfélagsins, eins og allir einstaklingar eiga rétt á, samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. „Sá maður má teljast heppinn sem tekst að láta þessa upphæð hrökkva fyrir húsaleigu og fæði. En þá er eft- ir að gera ráð fyrir ýmsum öðrum reikningum, svo sem bifreiðakostn- aði, en óþarft er að fara mörgum oi'ðum um tómstundaiðkun, bækur, blöð, leikhús og þess háttar. Eigi hann börn geta þau alla jafna ekki tekið þátt í íþróttum, stundað tónlist- arnám eða annað sem kostar pen- inga. Hann getur m.ö.o. ekki sinnt skyldum sínum gagnvart börnum sínum. Þetta er í rauninni ekkert annað en aðskilnaðarstefna. Það er verið að taka út úr samfélaginu fólk, sem hefur verið svo óheppið að verða fyrir veikindum eða slysum og hefur ekki verkfallsrétt, og misnota sér veika vígstöðu þess með því að út- hluta því kjörum sem eru fyrir neðan allra aumustu laun sem finnast í landinu hverju sinni,“ segir Garðar. Hann bendir á rannsóknir land- læknis um heilsufarsleg áhrif skammtíma atvinnuleysis. Þær sýni að slíkt ástand leysi úr læðingi sjúk- dóma. „Hvað gerist þá þegar ástand af slíku tagi varir jafnvel alla ævi. Öryrkjar sem ekki eru þátttakendur í þjóðfélaginu verða fyrir þessum áhrifum. Fjölmargir sjúkdómar versna, einkum ónæmiskerfís- og geðsjúkdómar, og ástandið skapar gríðarleg félagsleg vandamál því ör- yrkjar eru ekki færir um að veita bömum sínum nokkurn hlut. Þetta kerfí viðheldur örorku manna vegna þess að það heldur fólki frá vinnu- markaði og fjölskyldulífi. Það er ekki heilbrigt þjóðfélag sem svona býr um hnúta.“ Garðar segir að öryrkjar séu í langflestum tilvikum fátækt fólk. Þefr peningar sem fátækt fólk fengi til viðbótar færu auðvitað til neyslu. „Rúmur helmingur af bótahækkun, sumir segja að minnsta kosti tveir þriðju hlutar, kæmu beint til baka í ríkiskassann í formi beinna og óbeinna skatta og afgangurinn beint út í þjóðfélagið á einn eða annan hátt. Með því að hækka bæturnar væri verið að spara á mörgum víg- stöðvum, fjárhagsáhyggjum og sjúk- dómsbyrði væri létt af fólki og ef dæmið er reiknað í heild dreg ég stórlega í efa að aukin útgjöld hlyt- ust af hækkun bóta.“ Garðar segir að hækka þyrfti ör- orkubætur verulega og miða þær að lágmarki við 100.000 kr. á mánuði. Hann segir að ekki líði dagui' án þess að fjölskylduharmleikir, skiln- aðir og niðurbrot einstaklinga berist inn á boi'ð hjá Öryrkjabandalaginu. Úr 10-20 umsóknum á ári í 1.300-1.400 Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kh'kjunnar, segir að í skipulagsskrá Hjálpar- stofnunar sé kveðið á um að stofnun- in eigi að sinna hjálparstai-fi innan- lands og utanlands. Það veiti henni sérstöðu miðað við systurstofnanir á Norðurlöndum sem sinni eingöngu hjálparstarfí erlendis. Jónas segh' að umfang starfsem- innar innanlands hafí aukist mikið á síðustu árum, eða frá 10-20 umsókn- um á ári í 1.300-1.400 umsóknir á ári undanfarin tvö ár. Hjálparstofnun réð starfsmann í hálft starf eingöngu til þess að sinna þessum málum. 50% þeirra sem leita til Hjálpar- stofnunar innanlands eru öryrkjar. Stór hluti er ellilífeyrisþegar og at- vinnulausir. Hann segir að umsókn- um atvinnulausra hafí heldur fækkað en ekkert hafí dregið úr þörf öryrkja fyrir aðstoð. Jónas segir að mikil neyð ríki hjá mörgum sem leita ásjái' hjá stofnuninni. Margir eigi vart til hnífs og skeiðar og hefur Hjálpar- stofnun leyst út lyf fyrir suma. „Ég held að þetta sé hlið á íslandi sem geti komið mörgum á óvart og margir hafa kannski lokað augunum fyrir í öllu talinu um góðærið. Þetta er hlið á Islandi sem ekki nægilega RAGNAR Aðalsteinsson, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Is- lands, fjallaði um Mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og rétt minnihlutahópa á málþingi um stöðu heyrnarlausra sem haldið var í Há- skólabíói síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum Hafdísar Gísladóttur, framkvæmdastjóra Fé- lags heyrnarlausra, kom m.a. fram í erindi Ragnars að hann liti á heyrn- arlausa sem hóp fatlaðra en ekki sem málminnihlutahóp á meðan þeim væru ekki tryggð í framkvæmd réttindi sem lúta að notkun tákn- máls. Lagði hann áherslu á að hver einstaklingur ætti kröfu á félagslegu öryggi og ákveðnum réttindum og sagði að heymarlausir yrðu að byggja á kröfunni um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg mann- réttindi. Ragnai' fjallaði einnig um mál heyrnai’lauss einstaklings sem var synjað um táknmálstúlkun hjá sýslu- mannsembætti hér á landi og sagðist ekki trúa öðru en dómsmálaráðu- neytið felldi þann úrskurð að sýslu- margir, sem geta haft eitthvað um málið að segja, leiða hugann að,“ segir Jónas. Harpa Njáls, félagsfræðingur hjá Hjálparstofnun kirkjunnai', hefur gert rannsókn á fátækt í velferðar- samfélögum. Hún segii' að Islending- ar hafí hægt og bítandi dregist afger- andi aftui- úr öðrum Norðui'landa- þjóðum í framlögum til velferðarmála þegar miðað er við opinber útgjöld. Hún segir að um miðja öld hafi fram- lögin verið sambærileg við fi'amlög annars staðai' á Norðurlöndum en síðan hafi sigið á ógæfuhliðina. „Það eru sömu hópar sem eiga undh' högg að sækja í lok þessarar aldai', í upphafi aldarinnar og um mannsembættinu bæri að greiða fyr- ir táknmálstúlk. Einnig ávörpuðu Berglind Stefáns- dóttir, fonnaður Félags heyrnar- lausra, Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður og Camilla Mirja Björnsdótth' menntaskólanemi þing- miðbik hennar. í upphafi aldar voru það aldraðir, heilsubilaðir og bama- fólk sem voru í fátækt. 7,8% þjóðar- innai' töldust til þessara hópa og þáðu opinbera aðstoð. Um miðja öld voru þetta sömu hópar nema at- vinnulausir voru þar til viðbótar. I lok aldarinnar eru það enn sömu hópar sem eru í sömu stöðu og um 10% þjóðarinnar greinast undir fá- tækramörkum, ef miðað er við úttekt N orrænu ráðherranefndarinnar, sem bh't var 1996,“ segir Harpa. Hún segir að ástæða þess að upp- sveiflan í efnahagsmálum þjóðarinn- ar skili sér ekki til öryrkja liggi helst í því að hið opinbera ákvarðar hvaða bætur þeir fái. Öryrkjar hafi ekki viðsemjendur og fá aðeins það sem þeim er rétt. „Ég held að mikilvægt sé að skoð- að verði í fullri alvöru hvað það kosti þjóðfélagið að hækka bætur svo þeir sem minna megi sín lifi mannsæm- andi,“ segir Harpa. Arið 1993 voru velferðarútgjöld í Noregi 30,8% af vergri landsfram- leiðslu, 32,9% í Danmörku, 36,4% í Finnlandi og 40,4% í Svíþjóð. Á ís- landi var þetta hlutfall 18,9% og seg- ir Harpa að litlar breytingar hafí orðið á þessu hlutfalli á síðustu ár- um. Harpa segir að í lögum um félags- þjónustu sveitarfélaga segi að veita eigi fólki aðstoð og fyrirbyggja fé- lagslegan vanda. „Við sjáum að fólk fær ekki þá þjónustu sem lögin segja til um. Lögin eru rammi sem settur er af Alþingi og það er ekki unnið samkvæmt þeim.“ Hún segir að það sé ekki mark- miðið með innanlandsaðstoð Hjálp- arstofnunar að koma til aðstoðar við félagsmálayfu'völd. Markmiðið sé að veita neyðaraðstoð en ekki að taka við því sem opinber velferðarforsjá ætti að sjá um. „Fólk kemur til mín sem segir að það hafí ekki fengið fyrirgreiðslu hjá F élagsmálastofnun og hafi verið bent að leita til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Ég hef líka fengið form- lega beiðni frá Félagsmálastofnun um aðstoð við fólk. Það er mjög um- hugsunarvert hvert þróunin stefnir. Undir hverju ætlum við að standa hjá Hjálparstofnun? Við ætlum ekki að standa undir opinberri velferðar- forsjá. Okkar hlutverk er að bregð- ast við neyðartilfellum en ég sé að hingað koma sífellt fleiri sem ná ekki endum saman vegna lágra bóta og einnig að æ fleiri erfið mál koma inn á okkar borð sem ættu að fá af- greiðslu og úrlausn hjá Félagsmála- stofnun. Fötluð kona sem á fatlaðan mann sagði við mig nýlega að hún vildi frekar að þau fengju að deyja en að þurfa að lifa svona á sníkjum. Ég held að þetta segi mikið um þær aðstæður sem fólk er njörvað niður í,“ segir Harpa. ið. Af óviðráðanlegum orsökum komst Liisa Kauppinen, foimaður Heimssamtaka heyrnarlausra, hins vegar ekki til þingsins eins og til hafði staðið. Berglind Sefánsdótth' flutti þó ræðu hennai', sem fjallaði um stöðu heyrnarlausra í heiminum í dag. Heyrnarlausum ber fé- lagsleg mannréttindi Morgunblaðið/Kristinn RAGNAR Aðalsteinsson lögmaður flytur erindi sitt á málþingi um stöðu heyrnarlausra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.