Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 17
VIÐSKIPTI
VIÐMIÐUNARVERÐ A HRAOLIU 1998
18,00
Hráolía af Brent-svæðinu í Norðursjó, dollarar hver tunna
11,00
Jan. Feb. Mars
Júni Júlí Ágúst Sept.
Byggt á gögnum frá Reuters
VERÐ 95 okt. BENSINS A ISLANDI 1998
Uppsett smásöluverð stóru olíufélaganna, krónur hver lítri
80,00
78,00
76,00
Vegna hækkunar á ve
samkv. ákv. fjármálaráðuheytis
Jan. Feb. Mars April Maí Júní Júlí Ágúst Sept.
Silfurtún selur vélar
fyrir 500 milljónir
SILFURTUN hf. hefur gengið frá
samningum um sölu á pappírsend-
urvinnsluvélum til tveggja landa,
Frakklands og Ástralíu, fyrir rúm-
ar 500 milljónir króna. Endur-
skipulagning félagsins er nú vel á
veg komin. Hlutafé félagsins var
aukið íyrir skömmu um 130 millj-
ónir ki-óna að söluvirði og var það
selt til tveggja fjárfesta, Hartog
AS í Noregi og Nýsköpunarsjóðs
atvinnulífsins.
Sölusamningamir eru mikilvæg-
ir fyrir íyrirtækið, segir í fréttatil-
kynningu, en undanfama 15 mán-
uði hefur félagið verið að þróa nýja
alhliða, hátæknilega vélalínu. Allar
vélamar verða afhentar á næsta
ári.
í lok ágúst síðastliðins var undir-
ritaður samningur við framleiðslu-
íyrirtæki í Ástralíu um sölu á fjór-
um pappírsendurvinnsluvélum,
tveimur stórum og tveimur minni.
Hér er um að ræða vélar til fram-
leiðslu á eggjabökkum og eggja-
öskjum úr endurunnum pappír.
Ástralska fyrirtækið mun einnig
framleiða aðrar vörur úr endurunn-
um pappír. Samningsupphæðin er
um 255 milljónir króna. Áður hafði
Silfurtún gert samning við einn af
stærstu matvælaframleiðendum
Frakklands um sölu á tveimur
pappírsendurvinnsluvélum til sömu
framleiðslu, íyrir svipaða fjárhæð.
Nýsköpunarsjóður og Búnaðar-
banki Islands hf. komu að fjár-
Samtök iðnaðarins um samkeppnisstöðu hugbúnaðarfyrirtækj a
VEGNA athugasemdar frá Sam-
keppnisstofnun, sem birt var í Morg-
unblaðinu í síðustu viku, um tafir
sem urðu á svari við upprunalegu er-
indi Samtaka iðnaðarins til Sam-
keppnisstofnunar er varðar beiðni
SI til Samkeppnisstofnunar um að
skoðuð verði samkeppnisleg staða
hugbúnaðarfyrirtækja gagnvart
Reiknistofu bankanna í þjónustu við
íjármálastofnanir, segir Guðmundur
Ásmundsson hjá SI að SI hafi túlkað
svarbréf Samkeppnisstofnunar frá
17. ágúst 1995 svo að það verði ekki
skilið á annan hátt en þann að Sam-
keppnisstoftiun hafi ætlað að vinna í
málinu þegar henni gæfist tími til en
ekki leggja málið til hliðar, þrátt fyr-
ir að hún óskaði eftir nánar sldl-
Ekki um nein
dæmi að ræða
greindum dæmum um það sem kraf-
ist var úrskurðar um.
í frétt í Morgunblaðinu á fimmtu-
dag kom það meðal annars fram að í
nágrannalöndunum eru 30-40% af
veltu hugbúnaðarfyrirtækja þjón-
usta við fjármálastofnanir, en hér á
landi er hún hverfandi.
Guðmundur segir að þar sem
ekki hafi verið við nein sérstök
dæmi að styðjast árið 1995, ekki
frekar en núna, hafi ekki verið sent
nýtt bréf með nánar skilgreindum
dæmum til Samkeppnisstofnunar.
Hann sagði að í bréfi þeirra til Sam-
keppnisstofnunar frá 18. apríl 1995
hafi verið vísað til Reiknistofu
bankanna og Tölvumiðstöðvar
sparisjóðanna. „Einkarekin hug-
búnaðarfyrirtæki fengu engin verk-
efni fyrir opinberar fjármálastofn-
anir þá frekar en nú, þannig að ekki
er um nein nánari dæmi að ræða,“
sagði Guðmundur í samtali við
Morgunblaðið.
I bréfi Samkeppnisstofnunar til
Samtaka iðnaðarins frá 17. ágúst
1995, sem Guðmundur vísar hér til,
segir m.a.: „Samkeppnisyfirvöld
hafa enn sem komið er ekki hafið
athugun á samkeppnisstöðu hug-
búnaðarfyrirtækja með hliðsjón af
því sem hér segir í bréfi Samtaka
iðnaðarins frá 18. apríl sl. Sé þess
óskað að hraðað verði slíkri athug-
un þurfa samkeppnisyfirvöld að fá
nánar skilgreind dæmi um meinta
samkeppnislega mismunun á þeim
markaði sem um ræðir.“
Verðbréfaþing
Islands
Hlutabréf
lækkuðu
í verði
VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís-
lands í gær námu alls 780 milljón-
um króna, mest með bankavíxla,
497 milljónir króna. Viðskipti með
hlutabréf námu 80 m.kr. mest með
bréf Samherja 22 m.kr., Flugleiða
7 m.kr. og Granda og íslands-
banka, u.þ.b. 6 m.kr. með bréf
hvors félags.
Verð hlutabréfa lækkaði almennt
í gær. Mest lækkaði verð bréfa
Básafells, um 15,8%, Skeljungs um
6,2% og SR-Mjöls um 5,1%. Þá
lækkaði úrvalsvísitala Aðallista um
2,37% í gær.
Seðlabanki Islands
Gjaldeyrisforði minnk-
ar um hálfan milljarð
GJALDEYRISFORÐI Seðla-
banka Islands minnkaði um 535
milljónir í september og nam í lok
mánaðarins 28,7 milljörðum kr.
eða jafnvirði 414 milljóna Banda-
ríkjadala. Gjaldeyrisforðinn hefur
aukist um 883 milljónir kr. frá ára-
mótum.
Erlendar skuidir jukust
Erlendar skammtímaskuldir
bankans jukust í mánuðinum um 2
milljarða króna og voru í mánaðar-
lok 3,3 milljarðar kr., að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
Seðlabankanum.
Á gjaldeyrismarkaði voru hrein
gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans
neikvæð um 1,7 milljarða kr. í
september. Gengi íslensku krón-
unnar, mælt með vísitölu gengis-
skráningar, lækkaði um hálft pró-
sent.
Heildareign minnkar
Heildareign Seðlabankans í
markaðsskráðum verðbréfum
minnkaði í september um 3,1 millj-
arð kr. miðað við markaðsverð,
mest vegna sölu á spariskírteinum
ríkissjóðs. I lok mánaðarins nam
spariskírteinaeign bankans um 5
milljörðum kr. en hún var um 8
milljarðar í byrjun mánaðarins.
VANTARMGVOG
VOGIR
EINFALDAR 0G ÓDÝRAR
KRÓK-.
BORO- -
GÓLF- ■
FÓLKS- -
NÁKVÆMIS-^
BllA-
BRAUTAR-'
VIOGERÐIROG ÞJÓNUSTA
Leitið tipplvsiiiga
ÓLAFmeíSLASON&COHF
SUmBORGí SÍMI5684800 M5685056
www.mbl.is
mögnun þessara útflutningssamn-
inga.
Auknir möguleikar á
samstarfsverkefnum
Hlutafé félagsins hefur verið
aukið um 130 milljónir kr. að sölu-
verði. Nýja hlutaféð skiptist jafnt
milli Nýsköpunarsjóðs og Hartog
AS. Nýsköpunarsjóður á nú 8,3% í
félaginu en Hartog AS á 10,7%, en
átti 2,4% fyrir. Báðir aðilar hafa
mann i stjóm félagsins.
Eigendur Hartog AS, sem er
fjárfestingarfélag, eru ennfremur
eigendur að norska umbúðafyrir-
tækinu Elopak AS, sem meðal ann-
ars framleiðir vélar og umbúðir
fyrir ýmiss konar drykkjarvörur á
Islandi. Að mati stjómenda Silfur-
túns er mikilvægt fyrir fyrirtækið
að fá að félaginu iðnaðarfjárfesta
eins og Hartog AS þar sem það
veitir nýja og aukna möguleika á
samstarfsverkefnum við þróun og
nýsköpun, auk aðgangs að nýjum
mörkuðum.
Samstarf við Elopak
Silfurtún er nú þegar í samstarfi
við Elopak Inc. í New Hudson í
Michigan í Bandaríkjunum um
þróun vélar sem framleiða á há-
gæða iðnaðarpakkningar. Þessu
verkefni er stýrt af tæknideild Silf-
urtúns en það er unnið að flestu
öðm leyti ytra. Fyrstu vélamar
eru væntanlegar fyrir mitt næsta
ár og verða þær markaðssettar á
helstu mörkuðum félagsins í Evr-
ódu og Norður-Ameríku.
SMIÐI
ÞJONUSTA^
VIÐGERÐIR
= HÉÐINN =
SMIÐJA
Stórási 6 »210 Garöabæ
sími 565 2921 • fax 565 2927
I keppni þeirra bestu er fullkDmin samhæfing allra þátta lykillinn að velgengni.
Aptiva ijölskyldan irá IBM iullnœgir öllum kröium nútimu
margmiðlunar. Fullkominn hljað- ng myndbúnaður ásamt
fjarskiptamöguieikum færa þér úendanlega möguleika.
SZ:....SSL JSS Hvert sem hugurinn stefnir, veitir Aptiva þér
_ tækifæri til að kanna óravfddir heimsins. NÝHERJI
Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700
http://www.nyherji.is