Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 23

Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 23 Sanieining'ii fagnað í Hannover Þjóðverjar fögnuðu sameiningu Þýska- lands í áttunda sinn á laugardag. Þórarinn Stefánsson fylgdist með hátíðarhöldun- um í Hannover. Morgunblaðið/Pórarinn Stefánsson. MIKILL fjölcli fólks tók þátt í hátíðarhöldunum í miðbæ Hannover þótt veður væri heldur leiðinlegt. Samið um stjórn í Svíþjóð TALSMAÐUR sænsku stjórn- arinnar sagði í gær, að jafnað- armenn hefðu náð samstarfs- samkomulagi við Vinstriflokk- inn og græningja. Kemur það einnig fram í sameiginlegri til- kynningu flokksleiðtoganna en þar segir, að samvinnan taki til efnahags-, atvinnu-, dóms-, jafnréttis- og umhverfísmála. Litlar líkur virðast því á því, að vantrauststillaga Hægriflokks- ins, sem hann ætlar að leggja fram á þingi í dag, verði sam- þykkt. Þjóðarsorg- í Mongólíu ALLIR þingflokkar á mongólska þinginu komu sér saman um að lýsa yfír þjóðar- sorg frá og með morgundegin- um vegna morðsins á Sanjaasureg- iin Zorig en hann fór á sín- um tíma fremstur í flokki þeirra, sem bundu enda á stjórn kommúnista og komu á lýðræði í Mongólíu. Zorig fannst látinn á heimili sínu og hafði hann verið stunginn og höggvinn til bana með öxi. Stjórnarkreppa er í landinu en helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, fyrrver- andi kommúnistar, neitar að sitja þingfundi og krefst nýrra kosninga. Hefur hann fjórum sinnum hafnað tillögu um nýj- an forsætisráðherra en talið var líklegt, að hann myndi hugsanlega fallast á Zorig. Ekki er vitað hverjir bana- menn hans eru en margir telja, að dauði hans tengist með ein- hverjum hætti ástandinu í stjórnmálunum. Skemmdir í trjám Á EINUM áratug hefur þeim trjám, sem eru skemmd af völdum mengunar og þurrka eða af öðrum ástæðum, fjölgað um helming í Evrópu. Kemur þetta fram í árlegri skýrslu um ástand evrópsku skóganna en þar segir, að 40% trjánna sýni einhver merki um skemmdir en 35% engin. Kemur þessi skýrsla á hæla annarri skýrslu frá Evrópusambandinu þar sem lögð er áhersla á mikil- vægi skógarins við að vinna gegn gróðurhúsaástandi í and- rúmsloftinu. Kjarnorku- kafbátur fyrir smjör FYRIR nokkrum árum gátu Rússar ekki greitt fyi-ir inn- flutning á smjöri og mjólkuraf- urðum frá Nýja Sjálandi og buðust þá til að láta kjarn- orkukafbát upp í skuldina. Kemur þetta fram í endur- minningum Jim Bolgers, fyrrv. forsætisráðheiTa, og segir hann, að tilboðið hafi vakið nokkra furðu og jafnvel hlátur því að Nýsjálendingar eru þeir einu, sem hafa bannað kjarn- orkuknúin skip innan sinnar lögsögu. LAUGARDAGINN 3. október héldu Þjóðverjar upp á fall Berlín- armúrsins í áttunda sinn. Þann sama dag árið 1990 lauk opinber- lega 28 ára aðskilnaði þýsku ríkj- anna. Aðalhátíðahöld dagsins fóru að þessu sinni fram í Hannover, höf- uðborg Neðra-Saxlands þar sem Gerhard Schröder verðandi kansl- ari Þýskalands er núverandi forsæt- isráðherra. Allir helstu valdamenn Þýska- lands voru viðstaddir hátíðahöldin þar á meðal Roman Herzog forseti og Helmut Kohl kanslari ásamt Gerhard Schröder en fráfarandi og verðandi kanslari komu fram fyrir alþjóð í fyrsta sinn opinberlega af þessu tilefni. Fulltrúar allra sam- bandsríkja Þýskalands komu saman í Hannover að Bæjaralandi undan- skildu. Stjórnin í Múnchen ákvað að hundsa hátíðahöldin í Hannover vegna tónverks sem flutt var við lokaða hátíðarathöfn og samið í til- efni hátíðahaldanna. I tónverkinu er þjóðsöng Þýskalands blandað sam- an við gamla þjóðsöng fyrrverandi Austur- Þýskalands. Verkið olli miklu fjaðrafoki og kom róti á til- fínningar margra hátt settra ráða- manna en aðeins bæverjar sátu heima í mótmælaskyni. Kohl þökkuð hollustan I ræðu sinni sagði gestgjafinn, Gerhard Schröder, meðal annars að FORYSTUMENN þeiiTa stjóm- málaflokka, sem komu bezt út úr þingkosningunum í Lettlandi um helgina, hófu þegar í gær þreifingar um stjórnarmyndun. Talsmenn miðjuflokksins „Fyrir Lettland" sögðust hafa samið við einn litlu flokkanna á þingi um stuðning en þar með telja þeir sig hafa náð for- skoti á aðalkeppinautinn, Þjóðar- flokkinn, sem einnig vill mynda stjórn. Sex flokkar náðu inn á þing að þessu sinni, mun færri en í kosn- ingunum 1995. Þjóðarflokkurinn, undir forystu forsætisráðheri-ans fyrrverandi Andris Shkele, kom út úr kosning- unum sem stærsti flokkurinn en þó með aðeins litlu forskoti á helzta keppinautinn, „Fyrir Lettland". Þjóðarflokkurinn hlaut 24 af þeim 100 þingsætum sem til skiptanna voru, en „Fyrir Lettland" 21. Búizt hafði verið við því að þessir tveir stærstu flokkar myndu sameinast um að mynda nýja ríkisstjórn, en forystumenn „Fyrh• Lettland" höfðu átt í illdeilum við Andris Shkele þeg- ar sá flokkur átti aðild að ríkisstjórn sem Shkele fór fyrir og var við völd áður en fráfarandi stjórn Guntars Krasts komst til valda. „Fyrir Lettland" hóf strax í gær að reyna að koma saman sam- aðaláherslumál sitt og nýrrar stjórnar væri að ráða niðurlögum atvinnuleysis. Schröder beindi einnig orðum sínum til Helmuts Kohls og þakkaði honum hollustu við Þýskaland, „þýska þjóðin mun aldrei gleyma því,“ sagði Schröder og sagðist jafnframt viss um að stjóm sín héldi áfram þar sem for- veri sinn í embætti hefði skilið við í málefnum Evrópu. Helmut Kohl talaði ekki við hátíðarathöfnina en í opinberu ávai’pi sem birtist daginn áður lagði hann áherslu á að ljúka sem fyrst sameiningu þýsku ríkj- anna. „Sá árangur sem náðst hefur á síðustu átta áram á sér enga hlið- stæðu í sögunni", sagði Kohl enn- fremur. Aðalræðumaður dagsins var Vaclav Havel forseti Tékklands. Hann talaði um málefni sameinaðr- ar Evrópu og sagði Þýskaland dags- ins í dag vera „tilraunastofu fyrir þróun mála í Evrópu". Táknrænn múr reistur Hátíðahöldin í miðbænum þóttu takast einkar vel og var engu til sparað. 210 metra langur múr sem táknaði mannvirkið gráa sem um áratuga skeið skildi að þýsku þjóð- irnar tvær var reistur fyrir framan óperuhúsið í Hannover. Listaverk- um var komið fyrir við múrinn, eitt verk fyrir hvert ár frá lokum seinni Heimsstyrjaldarinnar til ársins 2000 en þá verður Heimssýningin steypustjórn sem Þjóðarflokkurinn ætti ekki aðild að og að sögn for- ystumanna „Fyrir Lettland" á Vilis Ki-ishtopans, fráfarandi samgöngu- ráðherra, að verða forsætisráðherra nýju stjórnarinnar. Svo virtist í gær sem flestir hinna flokkanna sem komust inn á þing séu sammála um þetta; að óæskilegt sé að Shkele komist aftur í forsætis- ráðherrastólinn. Kristiana Libane, þingflokksformaður „Fyrir Lett- land“, tjáði fréttamönnum í gær að viðræður um myndun stjórnar und- ir forsæti Krishtopans við „Nýja flokkinn“, sem ræður yfir átta þing- sætum, hefðu gengið vel. Þetta var í þriðja sinn sem al- mennar kosningar fara fram í Lett- landi frá því landið endurheimti sjálfstæði sitt árið 1991. Samhliða kosningunum fór fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um umdeildar breyt- ingar á lögum um lettneskan ríkis- borgararétt. Allgóður meirihluti Letta (53%) samþykkti breyting- arnar, sem þingið hafði áður sam- þykkt en andstæðingar þeirra sáu til að bornar yrðu undir þjóðarat- kvæði. Nýju reglurnar gera 650.000 rússneskumælandi íbúum landsins auðveldara að öðlast lettneskan rík- isborgararétt en hægt var sam- kvæmt gömlu reglunum, sem lög- haldin í Hannover. Verkin túlkuðu sögulega atburði, tæknilega þróun eða jafnvel tíðaranda hvers árs, 1961 - bygging Berlínarmúrsins, 1968 - blómabörnin, 1977 - hryðju- verk RAF, 1982 - fyrsti geislaspil- arinn, 2000 - hliðið að framtíð sam- einaðs Þýskalands innan Evrópu á nnrri öld. Frá árinu 1961 til 1989 voru sett upp tvö verk fyrir hvert ár en á því tímabili var Berlínar- múrinn tákn aðskilnaðar austurs og vesturs. Hliðin sem sneri til ,vesturs“ var ski-eytt veggjakroti leiddar voru strax eftir endurreisn sjálfstæðisins. Föðurlandsflokkur Guntars Krasts, fráfarandi forsætisráð- herra, var eini flokkurinn sem beitti sér opinskátt gegn því að breyting- amar yrðu samþykktar. Hann hlaut 17 þingsæti í kosningunum. Á óvart kom að vinstriöfgaflokkurinn „Ein- drægni", með fyrrverandi kommún- istaleiðtogann Alfreds Rubiks fremstan í flokki, náði 16 þingsæt- um í sinn hlut. Niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar vel tekið Talsmenn rússneski-a stjórnvalda sem og Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu fögnuðu niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, en deilan um ríkisborgararéttindi rúss- neska minnihlutans í Lettlandi hef- ur varpað skugga á samskipti Lett- lands við Rússland, en jafnframt bakað Lettum gagnrýni vestrænna ríkja og stofnana á þeim forsendum að mannréttindi væru brotin á því fólki sem byggi ríkisfangslaust í landinu. Búizt er við því að samþykkt breytinganna á ríkisborgararéttar- löggjöfinni færi Lettland skrefi nær því að fá að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu. en sú til ,austurs“ var máluð gráum lit. Þrátt fyrir kulda og vætu, fjöl- mepntu borgarbúar í miðbæinn til að fagna deginum og minnast liðins tíma. Gestgjafinn sjálfur, Gerhard Schröder og kona hans, Doris Köpf- Schröder, ávörpuðu mannfjöldann örstutt í miðbænum en Hannover- búar fógnuðu verðandi kanslara og konu hans í fyrsta sinn eftir sögu- legan kosningasigur flokks Schröders SPD. Hannover var höf- uðborg Þýskalands í einn dag. Stj órnarkr eppa á Italíu Prodi ræðir við þingið Róm. Reuters. ROMANO Prodi, forsætisráð- heraa Ítalíu, ætlar að ávarpa þingið á morgun vegna yfirvof- andi stjórnarkreppu í landinu en Kommúníski endurreisnar- flokkurinn hefur ákveðið að hætta stuðningi við stjórnina. Hefur Prodi ráðfært sig við Oscar Luigi Scalfaro, forseta Italíu, en ekki nefnt afsögn enn sem komið er. Kommúníski endurreisnar- flokkurinn ákvað sl. sunnudag að hafna fjárlagaframvarpi ríkisstjórnainnnar og hætta þar með stuðningi við hana í neðri deild þingsins en í efri deildinni eða öldungadeildinni hefur stjórnin öruggan meiri- hluta. Stjórnarkreppan á Ítalíu hefur haft neikvæð áhrif á verðbréfamarkaðinn í landinu og einkum vegna þess, að hún talin munu tefja fyrir vaxta- lækkun. Prodi á nú aðeins tveggja kosta völ. Annars vegar að fara fram á traustsyfirlýsingu þingsins í von um, að einhverj- ir komi stjórninni til bjargar eða afhenda Scalfaro afsagnar- beiðni. Miðjuflokkar koma bezt út úr þingkosningunum í Lettlandi Þreifingar hafnar um stjórnarmyndun Riga. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.