Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 25

Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 25 Það er ekki nóg að hafa allar upplýs- ingar á einum stað, ef það þýðir háan stafla pappírsgagna, sem mönnum er ofviða að hafa yfirsýn yfir. Morgunblaðið/Ásdís ALLAR sjúkraskýrslur, 30 ára og eldri, eru varðveittar á Þjóð- skjalasafninu, þar á meðal skýrslur frá Holdsveikraspítal- anum í Laugarnesi. mun betur að þessum öryggisþætti en stærri stofurnar og krefjist skriflegs umboðs frá sjúklingi áður en rannsóknamiðurstöður eru gefn- ar upp. Erfitt að fá yfirsýn Þegar ekki er um samræmt upp- lýsingakerfí að ræða á heilbrigðis- stofnunum gefur augaleið að erfitt er að fá yfírsýn yfir sjúkraskrár, enda eru innlagnir á sjúkrahús um 50 til 60 þúsund talsins hér á landi á ári og áætlað að samskipti við heilsugæslulækna og sérfræðinga séu um hálf önnur milljón árlega. Hjá heilsugæslustöðvum og sér- fræðingum virðast þvi mestir mögu- leikar á söfnun upplýsinga, en þar sem tölvukerfi þessara aðila hafa ekki verið samræmd og sumir eru jafnvel mjög skammt á veg komnir með tölvuvæðingu er langt í land þar til þær upplýsingar nýtast. Nú samanstendur sjúkraskrá ein- staklings af ýmsum upplýsingum í tölvutæku formi og ýmsum útfyllt- um eyðublöðum, sem getur verið að fínna vítt og breitt um heilbrigðis- kerfið. Þessar upplýsingar væru miklu meira virði, ef þær væru allar á sama stað og gæfu þannig tæm- andi upplýsingar um hvern einstak- ling. Þá þarf einnig að endurskoða upplýsingar um hvem sjúkling, t.d. þegar í ljós kemur að verkurinn sem kvartað var undan reyndist botnlangabólga, bakverkurinn var ekki tognun heldur brjósklos o.s.frv. Læknar þurfa að geta rakið sig aftur á bak með þessum hætti, til að öðlast vitneskju um byrjunar- einkenni sjúkdóma, svo hægt sé að grípa íyrr inn í sjúkraferilinn. Sam- anburðurinn getur sýnt fram á að óljós einkenni í byrjun enda á sama hátt í sjúkdómi. Það er ekki nóg að hafa allar upp- lýsingar á einum stað, ef það þýðir háan stafla pappírsgagna, sem mönnum er ofriða að hafa yfírsýn yfír. Ef slík gögn er að fínna í tölvu- tæku formi er annað upp á teningn- um, því þá er t.d. fljótlegt að fá yfír- lit yfir allar rannsóknir sem sjúk- lingur hefur farið í. Læknir gæti hins vegar setið heilan dag yfir eyðublaðastaflanum til að reyna að fá sömu niðurstöðu. Sama á við um lyfjagjöf og áhrif hennar, þar leysir tölvan verkefnin margfalt hraðar en maðurinn. Læknar eru flestir á þeirri skoðun að setja þurfi upplýs- ingar sem þeir vinna með í kerfí, til að tryggja að þeim dyljist ekki mik- ilvægt samhengi í sjúkrasögu ein- staklings. Góða og markrissa þjón- ustu sé ekki hægt að tryggja nema með áreiðanlegum upplýsingum. Læknar benda á, að það sé oft undir mati viðkomandi lækna komið hvaða upplýsingar fylgi sjúklingum, til dæmis af einu sjúkrahúsi á ann- að, þar sem upplýsingar liggi ekki á einum stað og því verði að taka ákvörðun um hvaða plögg séu lík- legust til að koma kollegum að gagni. Þetta bjóði heim hættunni á að rannsóknir verði endurteknar að óþörfu, en tölvuvæðing sjúkrahús- anna auðveldi slíkt mat mjög. Til dæmis hafi læknar stundum hand- skrifað læknabréf, til að flýta rinnslu þeirra svo þau geti fylgt sjúklingi strax, en tölvuvæðingin geri vinnslu þeirra miklu fljótlegri en ella. Umfang sjúkraskráa Ekki er ljóst hve miklar og ítar- legar upplýsingar verða hugsanlega færðar í miðlægan gagnagrunn. Þá er engin tæmandi úttekt til á því hvaða upplýsingar eru til og hvert umfang þeirra er, enda eru núver- andi upplýsingasöfn dreifð um land allt og misjafnt hversu vel þau eru flokkuð. Stefán Ingólfsson verkfræðingur mat hugsanlegan stofnkostnað gagnagrunns á heilbrigðrisviði fyrir heilbrigðisráðuneytið. í skýrslu hans frá 24. september sl. er leitast við að varpa ljósi á umfang sjúkra- skráa. Þar segir, að lausleg áætlun bendi til að aðeins í söfnum sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva liggi um 1.150 þúsund sjúkraskrár einstak- linga. Þá segir: „Sjúkraskráin er í vörslu þeirrar stofnunar þar sem hún er færð svo margar sjúkra- skrár eru þess vegna til um hvern landsmann. í áðumefndu magni eru þó ekki talin gögn sem verða til á slysadeildum en lauslega metið eru á landinu ekki færri en 3 milljónir „gagna“ um komur á slysadeild eft- ir 1977. Auk sjúki-ahúsa og heilsu- gæslustöðva eru mikil gögn hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Sjúkraskrár sérfræðinga eru varla fæmi en 500 þúsund. Þá eru enn ótalin dvalarheimili og hliðstæðar stofnanir og aðrar sjúkrastofnanir. Mikil gögn eru til sem varða látna einstaklinga. Lauslega áætlað er ekki færri en 260 þúsund sjúkra- skrár látinna að finna á sjúkrahús- um. Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja nú er ekki raunhæft að áætla magn annarra sögulegra gagna." I skýrslunni tekur Stefán dæmi af þeim vanda, sem blasir við þegar færa á gífurlegt magn upplýsinga í tölvutækt form. „Við skráningu upplýsinga af skjölum á tölvutækt form skiptir miklu máli hvemig staðið verður að verki. Hið mikla gagnasafn skapar eitt sér ýmis framkvæmdaleg vandamál. Til að útskýra nánar hvað hér er átt við má taka dæmi. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru nú 107 þúsund sjúkraskrármöppur varðveittar með skipulegum hætti í skjalasafni sjúkrahússins, sem er vel skipulagt. Enn er verið að bæta við gögnum og skrám og gætu möppur af legu- deildum þess vegna orðið um 185 þúsund þegar allar sjúkraskrár hafa verið settar í skjalasafnið. Skjalasafnið verður þá væntanlega yfir 1.250 hillumetrar. Væri safninu skipað í eina hillu í beinni röð næði hún neðan frá Lækjartorgi og inn fyiir Hlemm. (Þá eru reyndar ótaldar möppur látins fólks sem bæta mundu 450 metrum við, gögn göngudeilda (300 metrar) og gögn frá slysadeild.) Yfirferð á þessum gögnum til skráningar mundi laus- lega áætlað taka 220 mannár. Væri safnið skráð á þremur árum þyrftu 73 starfsmenn að vinna stöðugt við verkefnið. Þeir þyrftu ekki minna en 1.100 m2 húsnæði til starfsem- innar svo flytja þyrfti skjölin á milli húsa til skráningar, 1.200 möppur á riku. Það eru 30 stórir pappakassar. Til að mæta þessu er líklegt að skjöl væru ekki ílutt úr skjalasafni held- ur skönnuð á segulmiðla, ljósrituð eða míkrómynduð og síðan unnið með afritunum. Afrita þyrfti þá á skjalasafninu varla minna en 240 möppur á dag. í þeim gætu verið 10-15 þúsund skjöl eða 50-80 kg af pappír." Stefán áætlaði fjölda sjúkraskráa á landinu út frá fjöldanum á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og kemst að þeirri niðurstöðu að á legudeildum sjúkra- húsa séu 690 þúsund gögn með sjúkraupplýsingum, á heilsugæsl- unni 270 þúsund, á göngudeildum sjúkrahúsa 200 þúsund og hjá sér- fræðingum 500 þúsund gögn, eða samtals 1.660 þúsund. Við þetta má svo bæta upplýsingum um látna, 260 þúsund gögn, 100 þúsund öðr- um sögulegum gögnum og 3 millj- ónum mappa á slysadeildum. I skýrslunni bendir Stefán einnig á, að ekki hafí verið metið hve um- fangsmiklar þær upplýsingar eru, sem þegar eru til í tölvutæku formi hjá heilsugæslunni. Þá hafi rann- sóknadeildir sjúkrahúsa lengi notað tölvukerfi, Borgarspítalinn til dæm- is frá 1970. Þörf á verulegu átaki I byrjun þessa árs mótaði heil- brigðisráðuneytið stefnu í upplýs- ingamálum innan heilbrigðiskerfis- ins fram til ársins 2010 og gaf út bækling þar sem markmiðum og leiðum var lýst. Þar var bent á, að heilsugæslustöðvar væru í þann veginn að taka upp samræmt upp- lýsingakerfi (Sögu-kerfið) en lítið samráð hefði verið milli sjúkrahúsa um uppbyggingu kerfa og þau væru mislangt á veg komin. Verulegt átak þyrfti til að koma upp viðun- andi upplýsingakerfum í heilbrigð- iskerfinu öllu. Stefna heilbrigðis- ráðuneytisins væri því að byggð yrðu upp samhæfð upplýsingakerfi fyrir stofnanir heilbrigðisþjónust- unnar, með áherslu á gæði, sveigj- anleika og góða nýtingu fjármagns. Heimilis- læknirinn Á HEILSUGÆSLUSTÖÐVUM er líklega heildstæðasta sjúkraskrá hvers einstaklings. Til að gefa mynd af hvernig sú sjúkraskrá er byggð upp er hér tekið raunveru- legt dæmi af 38 ára sjúklingi. Tölvusjúkraskrá sjúklingsins, eða tölvudagbók læknisins, byrjar í febrúar 1994, en ýmis eldri og yngri gögn eru til í pappírsskrá, eins og nánar verður vikið að. I febrúar 1994 kemur fram, að hcimilislæknirinn hefur fengið sent læknabréf frá nafngreindum sérfræðingi í meltingarsjúkdóm- um, en þangað sendi heimilis- læknir sjúklinginn vegna bijóst- sviða, bakflæðis í vélinda og ann- arra óþæginda. Fram kemur hvaða lyf sjúklingurinn þarf að fá vegna þessa. Læknabréfið sjálft er í pappírsmöppunni. Næsta færsla er í júní sama ár og kemur þar fram að sjúklingur- inn hefur óskað eftir astma-lyfj- um. Nánari skýringu á þessu get- ur læknirinn fundið í pappírs- skránni, þar sem upplýsingar er að finna um greiningu sérfræð- ings á astma mörgum árum fyrr og lyfjagjöf vegna þess. Fátt ber til tíðinda næstu mán- uði, sjúklingurinn endurnýjar astma-lyf og lyf vegna vélinda- vandamálanna, auk þess sem reglulega er ávísað á lyf vegna starfsemi skjaldkirtils. Orsök þessa kemur ekki fram í dagbók- inni, en í pappírsgögnum kemur fram að sjúklingurinn gekkst undir aðgerð 1991, þar sem hálf- ur skjaldkirtill var fjarlægður. Ferðamannabólusetning er skráð í dagbókina haustið 1994 og kemur fram hvaða lyf eru gefin. Óbreytt ástand næstu mánuði, sömu lyf og einstaka kvartanir vegna kvefpestar og annarra smámáia og tilraun gerð til að draga úr ofnæmiseinkennum með nefúða og töflum. Meltingarsérfræðingurinn ákveður aðgerð vegna vélinda- vandans í febrúar 1995 og upplýs- ingar um aðgerðina eru færðar inn í dagbókina. Læknabréf frá skurðdeild Borgarspítala er í pappírsgögnum. Til þessa dags eru ekki aðrar upplýsingar en um venjubundna lyflagjöf. Skrár á spítölum og hjá sérfræðingum Hvernig verða upplýsingar til? HEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN safn- ar viðamiklum upplýsingum um ein- staklinga og koma margir að þeirri söfnun. I grein, sem Haraldur Briem sóttvarnalæknm ritaði í tímaritið Ulfljót í ágúst í fyrra rekur hann hvemig slíkar upplýsingar verða tU, þ.á m. á sjúkrahúsum. Haraldur segir að þegar sjúkling- ur leiti tU heUbrigðisþjónustunnar vegna einhverra heUsufarsvanda- mála leiði hann trúlega sjaldnast hugann að því með hvaða hætti gögnum sé safnað og þau varðveitt og unnin. „Sá sem sjúklingur mætir oftast fyrst er ritari sem innritar sjúkling og eru þær upplýsingar síð- an sendar sjúklingabókhaldi. Þessu næst hittir sjúklingur alla jafna lækni sem framkvæmir skoðun, met- ur ástand sjúklings og skrifar um það greinargerð sem verður hluti af sjúkraskrá. Venjan er sú að ritari færir sjúkraski’ána eftir skriflegum eða munnlegum fyrirmælum lækn- is.“ Haraldur segir að ef sjúklingur sé lagður inn komi margir aðilar að honum. „Hjúkrunarfræðingar eða ljósmæður skrá ýmsai’ upplýsingar sem fengnar em frá sjúklingi og það ræðst eftir ástandi sjúklings hvaða aðilar aðrir koma að. Það geta verið ráðgefandi læknar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar, næringarráðgjafar og jafnvel fleiri aðilar. Geri þeir skýrslu um ástand og þarfir sjúkl- ings er hún færð í sjúkraskrá." „í langflestum tilvikum biður læknir um blóðrannsókn,“ segir Haraldur. „Meinatæknir framkvæm- ir rannsóknina á blóðmeinafræði- deild eða sýkladeild undir stjórn lækna. Rannsóknai-niðurstöðurnar eru síðan sendar til læknis sem setur þær í sjúkraskrá. Jafnframt þessu er rannsóknarniðurstöðum safnað á rannsóknadeild til varðveislu og stundum til ýmiss konar tölfræði- legrar úrvinnslu. Læknar eða röntgenlæknar taka röntgenmyndir og eru myndirnar túlkaðai’ af röntgenlæknum. Myndir þessar eru geymdar í 10 ár sam- kvæmt reglugerð. Niðurstöður eru sendar skriflega til læknis sem færir þær í sjúkraskrá en jafnframt geym- ir röntgendeild skriflegar upplýsing- ar um rannsóknir þær sem þar eru gerðar. Rannsókn og greining getur leitt til þess að sjúklingur fari í skurðað- gerð og þá eru yfirleitt tekin vefja- sýni sem send eru til greiningar, oft- ast á Rannsóknastofu Háskólans en þar eru sýnin jafnframt geymd. Nið- urstöður þeirrar rannsóknar eru sendar lækni sem varðveitir þær í sjúkraskrá og jafnframt eru skrif- legar niðurstöður geymdar á rann- sóknastofunni. Þá eru oft kvaddir til ráðgefandi sérfróðir læknar sem rannsaka sjúkling, skrifa greinargerð og senda lækni sem varðveitir hana í sjúkra- skrá. Jafnframt geymii’ ráðgefandi sérfræðingur yfirleitt upplýsingai’ um þá rannsókn sem hann hefur framkvæmt. Þegar sjúklingur út- skrifast eru upplýsingar um það sendar til sjúklingabókhaldsins. Ef um utanspítalasjúkling er að ræða eru reikningar sendir til Trygginga- stofnunarinnai’ með persónuein- kennum." Allar skrár á Þjóðskjalasafn Haraldur segir í grein sinni að á lækningastofu varðveiti læknir sjúkraskrár svo lengi sem hann starfi þar. „Ef um heilsugæslustöð eða sjúkrahús er að ræða eru sjúkra- skrái’ varðveittar á stofnununum.“ Þá segh’ Haraldur að heilbrigðis- stofnun afhendi Þjóðskjalasafni sjúkraskrár til varðveislu þegar þær hætti starfsemi eða 30 ár eru liðin frá því að gögn urðu til. Ef læknir með einkastofu hættir störfum eru sjúkraskrár afhentar landlækni sem ráðstafar þeim í samráði við þjóð- skjalavörð. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Ás- geirssonar þjóðskjalavarðar geymh- Þjóðskjalasafn sjúkraskrár allt frá dögum Bjarna Pálssonai’ landlæknis, eða frá 1760 og til okkar daga. Að því er þessi skjólstæðingur heilsugæslustöðvarinnar best man vantar ekkert upp á upplýsingar heimilislæknisins. Hann hefur að vísu enga þrautagöngu í heil- brigðiskerfinu að baki, en í slík- um tilfellum verður sagan sjálf- sagt fljótt fiókin og erfitt að henda reiður á gögnum. Um þennan sjúkling eru þó til upplýs- ingar á nokkrum stöðum, á Land- spítala þar sem aðgerð á skjald- kirtli var gerð, á Borgarspítala þar sem vélinda var kippt í lag og að auki hjá sérfræðingunum, sem komu við sögu, sem og á Vífils- staðaspítala, þar sem astminn var greindur á árum áður. Krabba- meinsfélagið á einnig upplýsing- ar, sem sjúklingur hefur gefið við skoðanir og rannsóknir þar og sjúkraþjálfari skráði hjá sér upp- lýsingar um verki í hægra hné. Um heilsu sjúklingsins að öðru leyti er það að segja, að tannheils- an er skráð á spjöld á tannlækna- stofu í Reykjavík og sjónin hefúr nokkrum sinnurn verið mæld, hjá augnlæknum og sjóntækjafræð- ingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.