Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HVAR ERU
UPPLÝSINGAR?
EKKI er ljóst hvaða upplýsingar
yrðu færðar í miðlægan gagna-
grunn og virðist það ekki munu
skýrast fyrr en með reglugerð eftir
lagasetningu og samningum rekstr-
araðila gagnagrunns við heilbrigðis-
stofnanir. Fjölmargir aðilar innan
heilbrigðiskerfísins búa yfir heilsu-
farsupplýsingum og upplýsingar
um ættfræði og erfðir er víða að
finna.
Heilsugæslan á landsbyggðinni
og í Reykjavík. Skráir tilefni komu,
greiningu og meðferð. Misjafnt er
eftir kerfum hvort bréfaskipti
lækna á milli eru skráð, lyfjagjöf
o.s.frv. Sums staðar eru upplýsing-
ar í tölvukerfum.
Sjálfstætt starfandi læknar um
land allt. Upplýsingar svipaðs eðlis
og hjá heilsugæslustöðvum.
Sjúkrahús Reykjavíkur, t.d.
slysadeild, öldninardeild, geðdeild
og endurhæfíng. Nýtt tölvuskrán-
ingarkerfí var nýlega tekið í notkun
á slysadeild, norræna kerfið
Nomesco. Það er sama kódunar-
kerfi og á heilsugæslustöðvum og
er hluti af Sögu-kerfi Gagnalindar.
Þar með verður ísland fyrsta land í
heimi með samræmdan slysagagna-
gi-unn. Öll kerfin bjóða upp á
skráningu samkvæmt kennitölu, en
úrvinnslan á aldrei að vera kenni-
tölutengd.
Ríkisspítalar. Þar eni yfírgrips-
miklar skráningar sjúkraskýrslna,
rannsóknamiðurstaðna og annarra
heilsufarsupplýsinga, en hugmynd
stuðningsmanna miðlægs gagna-
grunns er að gögn, sem ekki voru
færð í tölvur fyrir 20-30 árum og
fyrr, verði nú sett í tölvutækt form.
A Landspítala eru lyf- og hand-
lækningadeildir, barnadeildir,
kvennadeild, sem býr yfír upplýs-
ingum um fæðingar, tæknifrjóvgan-
ir, kynfrumugjöf og grunnupplýs-
ingum um fóstureyðingar (ná-
kvæmari skrá er hjá embætti land-
læknis), geðdeildir, endurhæfingar-
deildir og rannsóknastofur, sem
hafa upplýsingar um blóðmeina- og
meinefnafræði, veirufræði, sýking-
ar og krufningar. Af hálfu geðdeild-
anna hefur því að vísu verið lýst yf-
ir að upplýsingar þaðan skuli aldrei
í miðlægan gagnagrunn.
Stóru sjúkrahúsin tvö, Landspít-
alinn og Sjúki-ahús Reykjavíkur,
eru að mati lækna með mestar
heilsufarsupplýsingar undir hönd-
um.
Upplýsingar frá öðrum heilbrigð-
isstofnunum og rannsóknastofum
gætu einnig farið inn í miðlægan
grunn, s.s. upplýsingar um starf-
semi dvalarheimila aldraðra, með-
ferðastofnana, meðferðarheimila
íyrir börn og unglinga og rann-
sóknastofu í lyfjafræði.
Krabbameinsfélag íslands býr
yfir miklum upplýsingum af leitar-
stöð, úr krabbameinsskrá og í
erfða- og frumulíffræði.
Hjartavernd hefur einnig góðan
grunn vegna áratuga hóprannsókna
og þar er einnig rekin erfðafræði-
rannsóknarstofa.
Frumvarp til laga um gagna-
grunn á heilbrigðissviði gerir ráð
fyrir að Krabbameinsfélagið og
Hjaitavemd geti haldið rannsókn-
um sínum áfram hér eftir sem hing-
að til, þótt upplýsingar þessara
stofnana færu inn í gagnagrunn
sem annar aðili hefði leyfi til að
reka.
Ættfræðiupplýsingar er að finna í
hundruðum rita hér á landi og á
tölvutæku formi og þær eru ein
ástæða þess hve fýsilegur kostur ís-
lenska þjóðin telst vera við rann-
sóknir í erfðafræði.
Ýmis gögn stjórnvalda gætu
komið til viðbótar heilsufarsupplýs-
ingum, t.d. upplýsingar Trygginga-
stofnunar, sem hefur byggt upp
gagnagrunna um örorkumat, fé-
lagslega aðstoð, lyfseðla o.fl. Þá er
ýmsar upplýsingar að fínna hjá
heilbrigðisráðuneytinu, embætti
landlæknis og lyfjanefnd, svo dæmi
séu nefnd. Hins vegar er þar ekki
um frumgögn að ræða, heldur safna
þessar stofnanir upplýsingum héð-
an og þaðan úr heilbrigðiskerfínu.
Embætti landlæknis býr til dæmis
yfir ýmsum heilbrigðisupplýsing-
um, en samkvæmt upplýsingum
embættisins er aðeins einn gagna-
banki tengdur kennitölu. Það er
banki sem ætlaður er til að fylgjast
með lyfjagjöfum lækna. Hann er
settur saman t.d. einu sinni á ári og
teknar stikkprufur úr honum.
m/
Upplýsingakerfi
heilbrigðisstofnana
samræmd
FYRIRTÆKIÐ Gagnalind vinnur
að því að samræma upplýsingakerfí
heilbrigðisstofnana og notar til þess
kerfíð Sögu, sem leysir af hólmi
nokkur eldri kerfi. Saga hefur þegar
verið tekin í notkun á stærstu
sjúkrahúsunum, Sjúkrahúsi Reykja-
víkur og Landspítalanum. Talsmenn
Gagnalindar segja að gögn í tölvu-
kerfí séu varin með aðgangstak-
mörkunum og með því að ávallt sé
hægt að rekja hverjir hafí skoðað
þau. Þau séu því betur varin en þeg-
ar þau liggja í möppum í hillum
stofnana. Sögukerfið samræmir upp-
lýsingalindir stofnana og getur hver
stofnun nálgast upplýsingar innan
sinna veggja, en kerfið er ekki sam-
tengt á milli stofnana, þótt slíkt væri
mögulegt.
Þrátt fyrir að fyrirtækið Gagna-
lind hafi verið stofnað árið 1992 er
stutt síðan Sögukerfið var tekið í
notkun. Samruni hugbúnaðarfyrir-
tækja á heilbrigðissviði tók sinn tíma
og kom fjöldi manns að undirbúningi
málsins, starfsmenn heilbrigðisráðu-
neytisins, læknar, hjúkrunarfræð-
ingar, ritarar og stjórnendur heil-
brigðisstofnana. Helsta markmiðið
var að samræma skráningu gagna,
en slík samræming hefur ekki verið
fyrir hendi áður og í raun hverri
heilsugæslustöð og sjúkrastofnun í
sjálfsvald sett hvernig staðið var að
söfnun upplýsinga. Þá þótti ljóst, að
töluvert myndi sparast við að hanna
eitt kerfi, þar sem allir fengju sömu
þjálfun og þjónustu. Vísaði heilbrigð-
isráðuneytið m.a. til þess, að kannan-
ir, bæði hér á landi og í Bandaríkjun-
um, hefðu sýnt fram á að um þriðj-
ungur af vinnu í heilbrigðisþjónustu
lægi í umsýslu á pappír og að stærsti
hluti þeirrar vinnu væri leit að gögn-
um og endurritun þeirra. Ef hægt er
að ganga að upplýsingunum vísum í
tölvum sparast því mikill tími og
auðvelt er að bæta við skrár, án þess
að þurfa að endurrita fyrri plögg.
Um leið gefst kostur á að geyma
fleiri og ítarlegri upplýsingar en áð-
ur, samræmingin mun, þegar fram
líða stundir, auðvelda samskipti milli
deilda og stofnana, þar sem allir tala
þá sama „tungumálið" í upplýsinga-
miðlun og reiknað er með að kerfið
skili hagræðingu fyrir það eitt að
veita betri yfirsýn. Auðveldara verð-
ur að fylgjast með árangri stofnana
og nákvæmar upplýsingar koma í
1975: Fyrsta tölvukerfi á heilsu-
gæslustöð var tekió í notkun á
Egilsstöðum. Það skráði grunn-
upplýsingar á samskiptaseöli,
sem iæknir útfyllti um sjúkling
sinn, dagsetningu heimsóknar
sjúklings, erindi hans, sjúk-
dómsgreiningu, rannsóknir og
meöferö.
1985: Tölvukerfiö Medicus var
tekið í notkun á nokkrum
heilsugæslustöðvum. Grunn-
upplýsingar úr sjúkraskrá eru
færðar í tölvutækt form. Lækn-
ar hafa tölvur á boröum sínum
og færa upplýsingar beint inn
og tölvurnar eru samtengdar á
hverri heilsugæslustöð. Med-
icus-kerfiö hefur einnig verið í
notkun í Svíþjóð.
1986: Tölvukerfiö Starri kom til
skjalanna. Svipað Medicus.
1990: Heilbrigðisráðuneytið
kynnti sjúkraskrárkerfi fyrir
Macintosh-tölvur.
1992: Heilbrigðisráðuneytið
þrýsti á aö hin ólíku kerfi yrðu
sameinuö í eitt. Fyrirtækið
Gagnalind var stofnað. Þróunar-
félag íslands á 40% hlut í fyrir-
tækinu, Skýrr á 9,45%, Þor-
steinn Ingi Víglundsson fram-
kvæmdastjóri og fleiri eiga um
20% og hópur lækna á rúm
30%. Hluthafar eru alls 38 og
hlutafé er 34,5 milljónir króna.
Kerfi Gagnalindar, SAGA, var
hannað sem alhæft kerfi fýrir
heilbrigðisþjónustuna.
1997: Slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur varð fyrst til að taka
Sögu-kerfið í notkun. í kjölfarið
fýlgdu heilsugæslustöðvarnar f
Fossvogi og á Selfossi, lækna-
stöðin í Glæsibæ, bæklunar-
deild og geödeild Ríkisspítal-
anna.
1998: 18 heilbrigðisstofnanir
nota Sögu og 10 hafa ákveöiö
að taka kerfiö upp á næstunni.
Notendur á heilsugæslustööv-
um verða 700, en 90% heilsu-
gæslustöðva hafa þegar ákveð-
ið að taka kerfið upp. Saga
veröur heildarsjúkraskrárkerfi
Ríkisspítalanna. Eldri kerfi eru
enn víöa í notkun.
wmmmammmmammmmmmms
veg fyrir óþarfa tvítekningu starfa,
svo dæmi sé tekið.
Saga á sjúkrahúsum og skóium
Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur reið á vaðið í byrjun síðasta árs og
tók Sögukerfið í notkun. Heilsu-
gæslustöðvar fylgdu í kjölfarið, en
formlega var upplýsinga- og sjúkra-
skrárkerfið tekið í notkun í mars á
þessu ári. Þá var gengið frá samn-
ingi Gagnalindar og Ríkisspítalanna
í maí sl., eftir eins árs tilraunaverk-
efni. í samningnum er kveðið á um
að Sögu-kerfið verði tekið í notkun á
öllum deildum Ríkisspítala, en núna
er það í notkun á geðdeild og bækl-
unarskurðdeild.
Þá má geta þess, að Sögukeifið
verður sett upp í 30 skólum í Reykja-
vík fyrir skólahjúkrunarfræðinga.
Eini aðgangur þeirra verður að
svokölluðu skólaskráningarblaði,
með upplýsingum um nemendur.
Sögukerfið gerir ekki ráð fyrir að
upplýsingar á einu sjúkrahúsi séu
opnar öllum starfsmönnum þar,
heldur hafa starfsmenn hverrar
deildar aðeins aðgang að upplýsing-
um sem hana snerta og aðgangur
þeirra er mismikill. Ekki er hægt að
komast í upplýsingar um aðrar
deildir nema í þeim tilvikum þar sem
ákveðið er að senda upplýsingar frá
einni deild yfh' á aðra, til dæmis af
bæklunarskurðdeild yfir á geðdeild.
Gagnabanki sjúkrahússins skiptist
því í hólf og kemst hver deild aðeins
að sínu hólfi.
I raun er Sögukerfið að byggja
upp marga gagnagrunna, einn á
hverjum stað, en starfsleyfi Gagna-
lindar gerir ráð fyrir að sækja þurfi
um leyfi til Tölvunefndai', eigi að
samtengja grunnana á einhvern
hátt. Gagnalind er ekki í því hlut-
verki að miðla upplýsingunum, held-
ur búa til kerfí fyrir heilbrigðisstofn-
anir og þjónusta það.
Rngrafar í kerfinu
Sögukerfið skráir allar aðgerðir,
svo hægt er að rekja þær til hvers
starfsmanns. Þegar starfsmaður á
deild sjúkrahúss notar tölvu byrjar
hann á því að skrá inn persónulegt
notendanafn og lykilorð. Um leið og
hann ritar skjal, breytir því á ein-
hvern hátt eða les það kemur fram
hver er þar að verki. Ollum aðgerð-
um í kerfinu fylgir þannig skráning á
df ÉMÉ í j ö foo É íljjTfl
ÉTú i»i~ó □ cTO é~~5ú 6 ðo 6 jr c>,¥íir 6 o <> é ójTð "jTió ó<k II c-i • <5¥oé o Z ó 'á"éra m 6 6i5ó á~5 i ðo á ó « é ■ áiÉ ÉT& iTé ■ '0~á ðo á>öá o áo_