Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 35
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
4"
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TAL OG
SAMKEPPNIN
SAMKEPPNISYFIRVÖLD höfnuðu á föstudag
kröfu Tals hf., þar sem farið var fram á að lækkun
Landssíma íslands hf. á GSM-símtölum yrði aftur-
kölluð. Tal hf. telur að Landssíminn beini samkeppnis-
hamlandi markaðsaðgerðum gegn sér og fór fram á að
Landssíminn yrði látinn greiða sekt samkvæmt sam-
keppnislögum og lækkun á verði GSM-símaþjónustu
Landssímans yrði tekin til baka. Samkeppnisstofnun
mæltist hins vegar til þess að Landsíminn lækkaði ekki
GSM-þjónustu sína á meðan rannsókn færi fram.
Tal hf., sem hóf rekstur á þessu ári, rekur GSM-
símakerfi. Forráðamenn fyrirtækisins komu inn á
markaðinn með góð orð um að hefja kröftuga sam-
keppni við einokunarrisann á þessu sviði, Landssíma
íslands. Miklar vonir voru bundnar við aukna sam-
keppni og allir bjuggust við, að verð á símaþjónustu
myndi lækka til mikilla muna.
Landssíminn lækkaði GSM-taxta sinn um 15% á
þremur númerum að vali viðskiptavinarins hinn 1. sept-
ember síðastliðinn. Tal hf. tilkynnti að frá og með miðj-
um september mundi félagið lækka mínútutaxta milli
tveggja Talsíma í 10 krónur. Aftur lækkaði Landssím-
inn almennan GSM-taxta í 20 krónur mínútuna 17. sept-
ember. Þannig hefur allt virzt ganga sem vera ber í
eðlilegri samkeppni.
Viðbrögð Tals hf. nú við samkeppninni og lækkun
Landssímans vekja hins vegar furðu. Það var ekki til-
gangurinn með því að veita Tali hf. rekstrarleyfí á
markaðnum hér að koma í veg fyrir lækkun á GSM-
símagjöldum. Þvert á móti var markmiðið að tryggja
lækkun til neytenda.
Tilmæli Samkeppnisstofnunar til Landssímans um að
ekki verði frekari lækkanir á GSM-símagjöldum á með-
an frekari rannsókn fari fram á málavöxtum er ekki í
þágu neytenda. Og óskir Tals hf. þess efnis eru áreiðan-
lega ekki skynsamleg markaðsstefna af hálfu fyrirtæk-
isins.
MÁLEFN ALEGAR
UMRÆÐUR
SÍÐUSTU vikur hafa birzt í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins greinar um þau svæði á hálendi íslands,
sem hugmyndir hafa verið um að leggja undir virkjun-
arframkvæmdir. Ljósmyndari Morgunblaðsins og
blaðamaður hafa ferðast um þessi svæði og auk mynda
og texta hafa verið unnar sérstakar samanburðarmynd-
ir, sem sýna, hvernig þessi svæði mundu líta út ef virkj-
unaráform yrðu að veruleika. I umræðum um stefn-
uræðu forsætisráðherra á Alþingi í síðustu viku hafði
Kristín Halldórsdóttir alþingismaður orð á því, sem hún
kallaði „vandaða umfjöllun Morgunblaðsins“ um þetta
mikilvæga mál.
Sl. sunnudag hófst hér í blaðinu birting á greina-
flokki um erfðir og upplýsingar. Fjórir blaðamenn
Morgunblaðsins hafa undanfarnar vikur unnið að upp-
lýsingasöfnun um þau álitamál, sem upp koma í tengsl-
um við áform um miðlægan gagnagrunn með upplýsing-
um um heilsufar fólks. Greinar þessar munu birtast
daglega í blaðinu fram í næstu viku.
I báðum tilvikum, með umíjöllun um hálendismálin
og um gagnagrunninn og mál honum tengd, er markmið
Morgunblaðsins að tryggja lesendum sínum aðgang að
svo nákvæmum og ítarlegum upplýsingum um mikils-
verð mál, sem til umræðu eru og ákvarðanir þarf að
taka um, að þeir geti myndað sér sjálfstæða skoðun um
þau.
I þjóðfélagi nútímans á hinn almenni borgari að geta
haft aðgang að jafn góðum upplýsingum um þau
málefni, sem eru á döfinni, og kjörnir fulltrúar hans á
Alþingi eða í sveitarstjórnum. Upplýstar umræður
fólksins í landinu eru forsenda lýðræðislegra stjórnar-
hátta. Þess vegna leggur Morgunblaðið slíka áherzlu á
að opna fólki aðgang að upplýsingum, sem fyrrnefndir
greinaflokkar bera vitni um.
Sjálfstæðisflokkur
.9:
37,1%
20
Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1
og í skoðanakönnunum síðan
Spurt í nóv. 1995 til sept. 1998: Hvað myndu menn kjósa í aiþingiskosningum nú?
Jafnaðarmannaflokkur - Samfylking jafnaðarmanna
995
Skoðanakönnun vonbrigði
fyrir samfylkingarsinna
Niðurstaða skoðanakönnunar Félags-
vísindastofnunar hlýtur að hafa valdið
forystumönnum samfylkingar jafnaðar-
*
manna vonbrigðum, skrifar Olafur Þ.
Stephensen. Málefnaskráin virðist ekki
hafa skilað þeim nýju fylgi.
RFITT er að meta styrk
hinnar nýju samfylkingar
jafnaðarmanna út frá niður-
stöðum skoðanakönnunar
þeirrar, sem Félagsvísindastofnun
Háskóla Islands gerði fýrir Morgun-
blaðið seinni hluta síðasta mánaðar og
greint var frá í blaðinu um helgina.
Astæðan er sú að þótt nú sé orðið
næsta öruggt að Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag og Kvennalisti bjóði
fram sameiginlega í komandi kosning-
um, nefna allmargir kjósendur þessa
flokka sjálfa, fremur en samfylking-
una, þegar þeir eru spurðir hvaða
flokk þeir myndu kjósa ef alþingis-
kosningar yrðu haldnar nú.
Spurningin er hvort túlka eigi þetta
sem svo að þessir kjósendur nefni
flokkana af gömlum vana en séu
öruggir kjósendur samfylkingarinnar
eða hvort þeir nefni flokkana vegna
þess að þeir séu á móti því að þeir
rugli saman reytum sínum og vilji
fremur að þeir haldi áfram að bjóða
fram í eigin nafni.
30% fylgi telst tæplega
viðunandi árangur
Hvað sem því líður, er ljóst að for-
ystumenn samfylkingarinnar hljóta
að hafa orðið fyrir vonbrigðum með
skoðanakönnunina. Gerð hennar hófst
tveimur dögum eftir að
málefnaskrá A-flokkanna
og Kvennalistans var gerð
opinber, en sá viðburður,
þótt teljast megi til
stórtíðinda í pólitík, virðist ekki hafa
skilað samfylkingunni neinni fylgis-
skriðu. Rúmlega 22% segjast myndu
kjósa samfylkinguna ef gengið yrði til
kosninga nú. Að því gefnu að allir,
sem nefna flokkana sem að samfylk-
ingunni standa, myndu kjósa hana, er
fylgið 30,1%. Slíkt kjörfylgi þætti
tæplega viðunandi, í ljósi fyrri yfirlýs-
inga samfylkingarsinna.
Sækja ekki fylgi inn
á niiðjuna
I síðustu þingkosningum fengu
núverandi stjómarandstöðuflokkar
37,8% fylgi. Ef gert er ráð fyrir að
hópur úr Alþýðubandalaginu, sem
svarar til 3-4% kjósenda, muni styðja
framboð yzt til vinstri - hópur, sem
aldrei hefur getað talizt til líklegra
kjósenda samfylkingarinnar - þýða
því niðurstöður skoðanakönnunarinn-
ar fylgistap jafnaðarmanna, hvort
sem litið er á kosningarnar eða síð-
ustu skoðanakönnun Félagsvísinda-
stofnunar. Og ekki má gleyma því að
krataflokkurinn í Svíþjóð, sem sam-
fylkingin ber sig gjarnan
saman við eins og aðra
norræna krataflokka, leit á
36,6% kjörfylgi í síðasta
mánuði sem ósigur.
Þá hljóta forystumenn samfylking-
arinnar að hafa áhyggjur af því
hversu dræmar undirtektir þeir fá hjá
yngstu kjósendunum. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu á sunnudag fær
samfylkingin og flokkarnir, sem að
henni standa, aðeins um 15% fylgi á
meðal 18-24 ára gamalla kjósenda. Þá
kemur í ljós, þegar niðurstöður
skoðanakönnunar Félagsvísindastofn-
unar eru sundurgreindar eftir því
hvað fólk kaus í síðustu kosningum,
að stuðningsmenn samfylkingarinnar
virðast einkum vera gamlir kjósendur
flokkanna, sem að henni standa, en
ekki fólk, sem áður hefur stutt aðra
stjórnmálaflokka. Til dæmis má nefna
að af þeim, sem kusu Sjálfstæðis-
flokkinn í síðustu kosningum, ætla
82% að kjósa hann aftur en aðeins 2%
samfylkinguna. í könnun, sem gerð
var í nóvember í fyrra, sögðust hins
vegar 12% af kjósendum sjálfstæðis-
manna frá 1995 ætla að kjósa sameig-
inlegt framboð jafnaðarmanna, sem
þá var mjög komið til umræðu. Nú lít-
ur því út fyrir að þótt samfylkingin sé
að verða áþreifanlegri
kostur, ætli henni ekki að
takast að blanda sér mjög í
slaginn um miðjufylgið.
En þá að áhyggju- eða
fagnaðarefnum annarra flokka, sem
lesa má út úr niðurstöðum könnunar-
innar. Framsóknai-flokkurinn nær
aðeins að rétta úr kútnum eftir langt
tímabil, sem fylgi flokksins hefur ver-
ið í kringum 17% í könnunum Félags-
vísindastofnunar og hlýtur það að
vera framsóknarmönnum nokkur létt-
ir. Þeir standa jafnframt sterkt í
yngsta aldurshópnum, með um 30%
fylgi. Lítið fylgi flokksins í Reykjavík
vekur hins vegar athygli; það er nú
aðeins tæplega 7% en í síðustu þing-
kosningum fékk Framsóknarflokkur-
inn tæplega 15% fylgi í höfuðborginni.
Þessi útkoma er varla gott veganesti
fyrir Finn Ingólfsson, iðnað-
arráðherra og efsta mann á lista
Framsóknai-flokksins í Reykjavík, í
baráttunni um varaformannsstól
flokksins síðar í haust.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur
sterkri stöðu sinni, þótt fylgið minnki
lítið eitt frá síðustu könnun. Flokkur-
inn hefur helmingsfylgi í Reykjavík
og einnig á meðal kjósenda á aldrin-
um 18-34 ára. Hins vegar hljóta sjálf-
stæðismenn að hafa áhyggjur af því
hversu illa gengur að tryggja fylgi
kvenna við flokkinn; 46,8% karla segj-
ast styðja Sjálfstæðisflokkinn en
38,3% kvenna. Athyglisvert verður að
sjá hvernig flokkurinn bregzt við
þessu í stefnumótun sinni og vali
framboðslista á næstu mánuðum.
Þriggja flokka kerfí
á næstu grösum?
Áhyggjur þeirra, sem hyggjast
standa að framboði lengst til vinstri á
komandi vori, hljóta að
vera þær sömu og Sverris
Hermannssonar og félaga
hans í Frjálslynda flokkn-
um; niðurstöður skoðana-
könnunarinnar benda ekki til að þeir
komi fulltrúa á þing. Enn getur
auðvitað margt breytzt, en gangi nið-
urstöður skoðanakönnunarinnar eftir,
gæti komizt á þriggja flokka kei'fi eft-
ir næstu kosningar. Það væru
auðvitað veraleg tíðindi.
Óvissa um
styrk samfylk-
ingarinnar
Sjálfstæðis-
flokkur veikur
meðal kvenna
Ágóða af sölu K-lykils verður varið til endurbóta á nýju húsnæði Geðhjálpar
Geðhjálp afhent
Túngata sjö að
gjöf frá riltinu
GEÐHJÁLP, félagasamtök fólks með
geðsjúkdóma, aðstandendur þeirra og
áhugafólk um geðheilbrigðismál, hef-
ur fengið nýtt húsnæði að gjöf frá rík-
inu fyrir starfsemi sína við Túngötu 7.
Áætlaður kostnaður við endurbætur á
húsinu er 20-30 millj. og mun Kiwan-
is-hreyfingin verja öllum ágóða af sölu
K-lykilsins, sem seldur verður dagana
8.-10 október nk. til endurbótanna.
Túngata 7 er um 540 fermetrar að
stærð. Húsið teiknaði Einar Erlends-
son, arkitekt, en Gísli J. Johnsen
konsúll byggði húsið á árunum
1946-47. Ríkið eignaðist húsið við lát
Önnu E.Ó. Johnsen, síðari konu Gísla,
sem gaf það í minningu hans. Við lát
hennar átti heilbrigðisyfirvöldum að
afhendast húsið til ráðstöfunar. Ríkis-
sjóður hefur nú afhent Geðhjálp húsið
til eignar og þar með hefur Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra efnt
loforð sem gefið var á alþjóða geðheil-
brigðisdeginum fyrir ári.
I frétt frá samtökunum kemur fram
að félagið hafi frá upphafi rekið
félagsmiðstöð og skrifstofu og lagt
ríka áherslu á fræðslustarf með út-
gáfustarfsemi, fræðslufundum, nám-
skeiðum og sjálfshjálparhópum. Auk
þess hafa samtökin frá 1994 annast
lögboðna þjónustu við 30 manns með
langvinna geðsjúkdóma í kjölfar
þjónustusamnings við félagsmál-
aráðuneytið og Svæðisskrifstofu
fatlaða. Síðastliðið vor var einnig
gerður þjónustusamningur við
Félagsmálastofnun Reykjavíkur um
Morgunblaðið/Árni Sæberg
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Páll Pétursson félags-
málaráðherra tóku til hendinni þegar Túngata 7 var formlega aflient
Geðhjálp og fjarlægðu málningu og veggfóður af einum vegg.
liðveislu og félagslega heimaþjónustu
við geðfatlaða.
Gert er ráð fyrir að í nýju húsa-
kynnunum við Túngötu verði öflug
starfsemi með félagsmiðstöð, mötu-
neyti, vinnustofu, skrifstofu,
+
verkstæði, listasmiðju auk aðstöðu til
iðjuþjálfunar, kennslu, námskeiða- og
fundahalda. Einnig verða innréttuð
herbergi sem m.a. eru ætluð fólki ut-
an af landi sem dvelja þarf í borginni
vegna geðrænna veikinda.
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 35 *
Afreka íslenskra björgunarmanna minnst
Sameiningar-
tákn þjóðanna
a,fhjúpað við
Orlygshöfn
Minnisvarði, sem reistur var að Hnjóti
í Örlygshöfn til minningar um afrek
íslenskra björgunarmanna, var afhjúpaður
við hátíðlega athöfn á laugardaginn.
Örlygur Steinn Sigurjónsson fylgdist
með athöfninni, sem fram fór að viðstöddu
margmenni í blíðskaparveðri.
HINN 1. desember nk. verður hálf öld liðin síðan togarinn Sargon fórst und-
an Hafnarmúla. Fred Collins, t.v., er eini núlifandi sex skipverja sem komust
lífs af þar sem ellefu fórust. Egill Ólafsson, t.h., var meðal björgunarmanna.
ÞJÓÐFÁNAR íslendinga og
Breta höfðu verið dregnir að
húni þegar prúðbúna gesti
bar að garði að Hnjóti.
Meðal þeirra voru Fred Collins, sem
bjargaðist af togaranum Sargon árið
1948 undan Hafnarmúla, Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra, Jim
McCulloch sendiherra Breta á Is-
landi, Þórólfur Halldórsspn sýslumað-
ur Barðastrandarsýslu, Ólafur Hanni-
balsson verkefnisstjóri, Einar K.
Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vest-
firðinga, og Jón Gunnar Stefánsson,
bæjarstjóri Vesturbyggðar.
I minnisvarðanum, sem sýnir skip í
öldufaldi með kross á stefni sameinast
á táknrænan hátt þjóðirnar, sem á
fyrri helmingi aldarinnar voru sam-
eiginlega áminntar óþyrmilega um
ægivald náttúruaflanna. Sjö ensk
fiskiskip fórust undan Vestfjörðum
frá 1914 til 1948 og auðnaðist íslensk-
um björgunai-mönnum að bjarga skip-
verjum úr áhöfn þriggja þeirra.
Síðasta skipið var togarinn Sargon frá
Grimsby, sem fórst undan Hafnar-
múla hinn 1. desember árið 1948.
Meðal björgunarmanna var Egill
Ólafsson, safnstjóri minjasafnsins að
Hnjóti, sem átti upphaflega hugmynd-
ina um að reisa varðann. Honum
tókst, ásamt félögum sínum, að bjarga
sex skipverjum af sautján úr áhöfn
Sargons. Fred Collins, sem þá var
átján ára að aldri, kom til íslands í
boði ríkisstjórnarinnar ásamt eigin-
konu sinni Mary og var viðstaddur af-
hjúpun minnisvarðans. Bauð utan-
ríkisráðherra Fred og konu hans sér-
staklega velkomin, nú þegar 50 ár eru
liðin frá björgun Sargons.
Öðluðust reynslu í íslenskum
veðurham
„Englendingar voru fyrstir fram-
andi þjóða til að nýta sér ómælisauð
Islandsmiða og öðluðust í íslenskum
veðurham reynslu til stórræða annars
staðar á úthafinu. Um aldamótin 1500
er talið að Englendingar hafi átt á
fimmta hundrað hafskipa, en um hálft
annað hundrað af þessum skipum hélt
á hverju ári á íslandsmið, verslaði hér
og stundaði fiskveiðar. Mörg þessara
ensku skipa og skip annarra fisk-
veiðiþjóða er hér stunduðu veiðar
lentu hér í sjávarháska og fórust.
Stundum varð mannbjörg, en oftar en
ekki hafa sjómenn ekki átt afturhvarf
til síns heima og hlotið vota sjávar-
gröf,“ sagði ráðherra I
ræðu sinni. Fór ráðherra
orðum um stofnun Slysa-
varnafélags Islands árið
1928 og sagði sögu þess
Morgunblaðið/Örlygur Steinn Siguijónsson
EGILL Ólafsson, safnvörður minjasafnsins að Hnjóti, flytur ríkisstjórn íslands þakkarorð.
Skírskotun
til sjávar-
háskans
félags og annarra íslenskra björgun-
armanna verða skráða gullnu letri í
sögu Islands, því hetjuskapur og
árangur þeirra hefði verið einstakur.
„Orðstír íslenskra björgunarmanna
hefur sennilega ekki borist víðar en
þegar björgunardeildin Bræðraband-
ið í Rauðasandshreppi bjargaði skip-
brotsmönnum af breska togaranum
Dhoon þegar hann strandaði við
Látrabjarg í desember 1947,“ sagði
ráðherra.
Að lokinni ræðu sinni afhjúpaði
ráðherra minnisvarðann ásamt Agli
Ólafssyni og blessaði síðan sóknar-
prestur Tálknfirðinga, séra Sveinn
Valgeirsson, varðann og las úr 107.
Davíðssálmi. Á minnisvarðanum
stendur: Ríkisstjórn Islands lét reisa
þennan minnisvarða 1998 til að minn-
ast afreka íslenskra björgunarmanna
við björgun innlendra og erlendra sjó-
manna úr sjávarháska og til minning-
ar um þá sem ekki varð bjargað.
Tvær þjóðir sameinast
í veglegu verki
Um minnisvarðann sagði Egill, að
þar sameinuðust tvær þjóðir í veglegu
verki. „Listaverkið minnir á lífið og
tilveruna, vonina, bænina og hefur
Krist að leiðarljósi," sagði hann í
þakkarorðum sínum til ríkisstjórnar-
innar. Var á viðstöddum að heyra að
verkið væri vel gagnsætt og auðskilið.
Minnisvarðann gerði Bjarni Jónsson
listmálari eftir hugmynd, sem hann
útfærði, frá Kristni Þór Egilssyni og
Sigmundi Hansen.
„Það er geysilega mikil meining á
bak við þetta listaverk og það hefur
mikið gildi fyrir þjóðina alla,“ bætti
Egill við.
Reynir Hjálmtýsson frá Vélsmiðj-
unni Orra og Ólafur Þor-
varðarson smíðuðu
varðann, en skildina sem
eru á teignum við hann
hannaði Anna Th. Rögn-
valdsdóttir. Þeir eru hugsaðir sem
sjálfstæð minning um skipin sjö, sem
fórust við Vestfirði á öldinni.
Sterk skírskotun til
sjávarháskans
Fred Collins sjómaður, sem er eini
núlifandi skipbrotsmanna af Sargon
hætti á sjónum árið 1981 eftir áratuga
sjómennsku. Eftir að honum hafði
MINNISVARÐANN gerði Bjarni
Jónsson eftir hugmynd Kristins
Egilssonar og Sigmundar Hansen.
verið bjargað af Sargon, lá hann
nokkra daga á sjúkrabeði á Efri-
Tungu og var hann leystur út með
gjöf að lokinni heimsókninni að þessu
sinni. Hann sagði að minn-
isvarðinn hefði sterka skír-
skotun til sjávarháskans,
sem hann lenti í og hann
væri mjög lýsandi fyrir i
það sem gerist á slíkri ögurstundu að
svo miklu leyti sem hann þekkti til.
Hann man vel eftir kuldanum daginn
sem skipið fórst, enda fékk hann
kalsár á fæturna.
„Við vissum ekkert hvar við vorum
og höfðum ekkert skyggni fyrir bál-
hvössum og koldimmum éljunum,"
sagði Fred. Áhöfnin dvaldi í hálfan
sólarhring í flakinu í aftakaveðri áður
Til minnis um
afrek björgun-
armanna
en hjálp barst. „Margir skipverjanna
dóu um borð úr kulda og vosbúð áður
en björgunarmennimir komu. Veðrið
versnaði eftir því sem á leið og við
urðum frá okkur numdir þegar björg-
unarmennirnir komu og björguðu
okkur.“ Þá hafði frostið og veðurofs-
inn tekið sinn toll því ellefu menn
voru látnir. Atburðurinn mun aldrei
h'ða Fred úr minni og sagðist hann
aldrei hafa lent í viðlíka háska á löng-
um sjómannsferli sínum. Hann fór
heim til Englands með konu sinni á
sunnudag, og hafði verið gefin gæra
af Emmu Kristjánsdóttur frá Efri-
Tungu, en hún var barn að aldri þegar
skipbrotsmaðurinn dvaldi á bænum
sér til hressingar. Birna Mjöll Atla-
dóttir ski-eytti gæruna.
Aðdáun breska sjávarútvegs-
ráðherrans
í kaffisamsæti, sem konur úr
Bræðrabandinu, Slysavarnafélagi
Rauðasandshrepps, sáu um, voru flutt
nokkur þakkarávörp. Fred Collins
þakkaði viðstöddum og breski sendi-
herrann flutti gestum hlýjar kveðjur
frá Elliot Morley, breska sjávarút-
vegsráðherranum, sem sagðist dást
að minnisvarðanum eftir að hafa séð
mynd af honum og lýsti aðdáun sinni
á íslenskri lund.
Einar K. Guðfinnsson sagði í sínu
ávarpi að hér væru menn
staddir á merkilegum
tímamótum þar sem
minnst væri atburða sem
■...... mörkuðu djúp spor í sam-
skiptum Breta og Islendinga. Ólafur
Hannibalsson þakkaði öllum þeim
fjölmörgu, sem hjálpað hefðu til við að
vinna hugmyndinni brautargengi, og
Björg Baldursdóttir lagði fyrir hönd
Bræðrabandsins orð í belg og sagði að
lokum að minnisvarðinn myndi draga
ættingja látinna sjómanna til sín og
þeim yrði mikil huggun að þessum
sóma.