Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 39 Krabbamein hjá íslenskum körlum FRÁ ÞVÍ að Krabbameinsskrá ís- lands tók til starfa á ár- inu 1955 hafa öll ný krabbameinstilfelli hér- lendis verið ski'áð og þannig reynst unnt að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á nýgengi hinna ýmsu krabbameina, þ.e.a.s. árlegum fjölda nýrra la-abbameinstil- vika miðað við 100.000 íbúa. Á þessu tímabili hef- ur árleg aukning krabbameinstilfella á íslandi verið um 1% og greinast hér nú rúmlega 900 krabbameinstilfelli árlega, en nýgengið hefur nánast verið það sama í báðum kynjum. Ef þróun þessi helst óbreytt benda tölur þessar til að af þeim ís- lendingum sem ná þroska á fyrri hluta næstu aldar, muni u.þ.b. þriðji hver fá krabbamein einhvern tíma á æviferli sínum. Ki-abbamein hjá körlum getur myndast á öllum ævistigum, en er þó einkum sjúkdómur efri ald- ursára, þar sem um það bil helming- ur þeirra íslensku karla er krabba- mein fá eru tæplega 70 ára eða eldri. íslenska þjóðin er ung og er hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri það lægsta á Norðurlöndum, eða aðeins um 11,5% þjóðarinnar. Hópur aldraðra á eftir að stækka hlutfallslega á næstu áratugum og er álitið að um tvöföldun verði að ræða fyrir árið 2030. Samhliða þess- ari fjölgun má því bú- ast við verulegri aukn- ingu í nýgengi krabba- meina hjá íslenskum körlum á fyrstu ára- tugum nýtrar aldar. Við upphaf krabba- meinsskráningar hér- lendis var krabbamein í maga langalgengasti krabbameinssjúkdóm- urinn hjá íslenskum körlum. Greindust þá u.þ.b. 70 nýir sjúkling- ar árlega miðað við 100.000 karla, en á ár- unum 1991-1995 eða tæpum 40 árum síðar var nýgengi fallið niður í 17 (sjá mymd). Á sama tíma hefur nýgengi blöðruháls-kirtilskrabbameins hækkað úr 15 við upphaf skráning- Krabbamein í blöðru- hálskirtli er fylgifiskur hækkandi aldurs, segir Þórarinn Sveinsson í greinaflokki um karla og krabbamein. ar í rétt 70 nú og er sú krabbamein- stegund nú langalgengust hjá ís- lenskum körlum. Nýgengi lungna- krabbameins, sem nú er annar al- gengasti krabbameinssjúkdómur- inn hjá íslenskum körlum, hefur hækkað úr 12 við byrjun skráningar í 32, eða tæplega þrefaldast á þeim stutta tíma sem liðinn er frá upphafí skráningar. Endurspegla þessar miklu breytingar sem orðið hafa á nýgengi fyrrnefndra sjúkdóma þær lífsháttarbreytingar sem urðu á Is- landi í framhaldi síðari heimsstyrj- aldar, m.a, með nýjum geymsluhátt- um matvæla, vaxandi sígarett- ureykingum og auknu langlífi ís- lenskra karla, en krabbamein í blöðruhálskirtli er fylgifískur hækk- andi aldurs. Hvað meðferð og lækningar krabbameina varðar hafa framfarir verið stöðugar og læknast nú um 40% þeirra karla er krabbamein fá, en skilgreining lækningar er að við- komandi sé á lífí 5 árum frá grein- ingu krabbameinssjúkdóms síns. Nokkuð má bæta þennan árangur með markvissari meðferð, þótt ljóst sé að vegna hárrar tíðni krabba- meina meðal aldraðra mun mörgum þeirra er krabbamein fá ekki ætlað- ur 5 ára lifitími vegna hás aldurs við greiningu sjúkdómsins. Dagana 5.-10. október nk. munu heilbrigðisráðuneytið og Krabba- meinsfélagið standa fyrir fræðslu til íslenskra karla m.a. með blaðaskrif- um og útgáfu bæklingsins „Karlar og krabbamein". í bæklingnum verða m.a. dregin fram nokkur ein- kenni algengustu ki-abbameina hjá körlum, en í því sambandi er þó rétt að taka fram að mörg þessara ein- kenna eru jafnframt fylgifiskar létt- vægra sjúkdóma eins og kvefs og magakveisu. Lagist hins vegar þessi almennu einkenni ekki á tiltölulega stuttum tíma eða við hefðbundna Þórarinn Sveinsson Krabbamein hjá körlum Aldursstaðlaö nýgengi miðað við 100.000 Blöðru- háls- kirtill Lungu Magi 63 - 68 - 73 78 83 M - 88 meðferð, ber að taka þau alvarlega með markvissri skoðun m.a. til út- lokunar á því að hér geti verið um krabbameinssjúkdóm að ræða. Hvet ég íslenska karlmenn að kynna sér vel þá fræðslu sem í hönd fer og bregðast við henni á réttan hátt, þar sem eitt þeirra atriða er miklu máli skipta hvað meðferðar- árangur varðar er að krabbameins- sjúkdómurinn greinist á viðráðan- legu stigi. Höfundur er forstöðulæknir krabbameinslækningadeildar Landspítalans. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur & Vettvangur fólKs í fasteignaleit G 'd m} y+J www.rabl.is/fasteignir gríy
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.