Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 42
* 42 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Samtök ferða- Það var ekki aðalfund- ur SVG sem ákvað þjónustunnar í Morgunblaðinu 1. október sl. birtist grein undir heitinu „Samtök fyrirtækja í ferðaþjón- ustu“ eftir Pétur Rafnsson, formann Ferðamálasamtaka Is- iands. Þar reifar Pétur hugmyndir sínar um heildarskipulag í ferðaþjónustu. í grein sinni gætir nokkurs misskilnings sem rétt er að leiðrétta. Fyrir þá sem ekki þekkja forsögu málsins er eðlilegt að segja hana í stuttu máli. Eft- ir áralangar umræður um nauðsyn þess að stofna hags- munasamtök fyrirtækja í ferðaþjón- ustu var undirbúningsnefnd sett á laggirnar í upphafl ársins 1998 og skipuðu fyrirtæki og samtök fyrir- tækja í ferðaþjónustu 11 fulltrúa í hana. Fulltrúarnir koma frá Sam- bandi veitinga- og gistihúsa, Félagi ferðaskrifstofa, Bílaleigusamband- inu, Félagi hópferðaleyfíshafa, 'Félagi sérleyfishafa, Flugleiðum, öðrum flugfélögum og fyrirtækjum í afþreyingu. Það var því strax í upphafi ljóst að þessi hagsmuna- samtök yrðu eingöngu fyrir fyrir- tæki í ferðaþjónustu, bæði stór og smá, og fljótlega var tekin sú ákvörðun að stofna þau á grunni Sambands veitinga- og gistihúsa þar sem skipulag og aðstaða er til staðar. Hinn 4. júní sl. boðaði undirbúnings- nefndin fyrirtæki í ferðaþjónustu til kynn- ingarfundar í Reykja- vík og voru þar lögð fram drög að lögum fyrir samtökin. A fund- inn mættu u.þ.b. 140 manns og reyndist mikill áhugi á að geng- ið yrði til stofnunar samtakanna sem fyrst. Á þeim fundi gerði undirbúningsnefndin skoðanakönnun á því hvaða nafn fundar- menn vildu hafa á samtökunum og voru þrjú nöfn lögð fram. Það er skemmst frá því að segja að nafnið sem valið var, „Samtök ferðaþjónustunnar", fékk helmingi fleiri atkvæði en það nafn sem varð nr. 2 í röðinni og tók undirbúnings- nefndin að sjálfsögðu þann kost að verða við vilja meirihlutans. Hinn 24. september sl. hélt Sam- band veitinga- og gistihúsa aðalfund sinn þar sem lagadrög undirbún- ingsnefndarinnar voru lögð fyrir félagsmenn og var þar samþykkt einróma að þau kæmu í stað laga SVG og tækju gildi 11. nóvember nk., en þá verður stofnfundur SAF haldinn. Pétur segir í grein sinni að það Erna Hauksdóttir nafnið á samtökin, seg- ir Erna Hauksdóttir, það var meirihluti þeirra sem sóttu kynn- ingarfundinn fjölsótta. lýsi hroka að aðalfundur SVG skuli hafa samþykkt þetta nafn og „skítt með alla aðra aðila í ferðaþjónustu á íslandi og hvað þeim finnst“ eins og hann tekur til orða. Félagsmönnum Sambands veitinga- og gistihúsa þykir illt að sitja undir því að kallast hrokafulhr svo og ósmekklegu ámæli um að taka ekki tillit til ann- arra í ferðaþjónustu og því viljum við koma því á framfæri að það var ekki aðalfundur SVG sem ákvað nafnið á samtökin, það var meiri- hluti þeirra sem sóttu kynningar- fundinn fjölsótta, það voru fulltrúar fyrirtækja alls staðar að úr ferðaþjónustunni. Þrátt fyrir að aðild að Samtökum ferðaþjónustunnar takmarkist við fyrirtæki skal það tekið fram að það er á verkefnaskrá samtakanna að standa að markaðssamstai'fi þar sem allir hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu komi að s.s. ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, samtök og aðrir þeir sem telja sig hafa hag af því að leggja til markaðsmála og taka þátt í þeirri auknu og sam- ræmdu markaðssókn sem svo lengi hefur verið stefnt að. Höfundur er frmnkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. BUSETI Búseturéttur til sölu umsóknarfrestur til 13. október 2ja herb. Birkihlíö 2a , Hafnarfiröi 67m2 íbúð, m Félagsl.lán Búseturéttur kr. 700.107 Búsetugjald kr. 30.023 Skólav.stigur 20, Reykjavík 65m2 íbúð,302 Almennt lán Búseturéttur kr. 1.190.400 Búsetugjald kr. 41.093 Miöholt 13, Mosfellsbæ 70m2 íbúð,202 Félagsl.lán Búseturéttur kr. 1.091.546 Búsetugjald kr. 29.967 3ja herb. Skólatún 2, Álftanesi 93m2 íbúð, 121 Almennt lán Búseturéttur kr. 1.252.394 Búsetugjald kr. 48.075 Breiðavík 9, Reykjavík 77m2 íbúð,303 Almennt lán Búseturéttur kr. 862.973 Búsetugjald kr.46.679 Breiðavík 7, Reykjavík 77m2 íbúð,20i Almennt lán Búseturéttur kr. 862.973 Búsetugjald kr.46.679 Krókamýri 78, Garðabæ 97m2 íbúðir, 102 Almennt lán Búseturéttur kr. 1.260.245 Búsetugjald kr. 47.592 3ja herb. Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð. 305,502 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.045.245 Búsetugjald kr. 38.255 Skólatún 2, Álftanesi 93m2íbúð,i3i Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.252.394 Búsetugjald kr. 33.149 Miðholt 3, HafnarFirði 90m2 íbúð, 302 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 920.638 Búsetugjald kr.37.188 Garðhús 4, Reykjavík 92m2 íbúð.,101 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.532.798 Búsetugjald kr. 36.251 Frostafold 20, Reykjavík 88m2 íbúðir.,301,406,601,606 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.132.249 Búsetugjald kr. 42.429 Öruggt húsnæði, vandaðar íbúðir. Nýir félagsmenn velkomnir. 4ra herb. Miðholt 5, Mosfellsbæ 94m2 íbúð.,103 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.463.888 Búsetugjald kr. 40.242 Skólatún 4, Álftanesi 114m2 íbúð,20i Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.528.266 Búsetugjald kr. 40.291 Miðholt 3, Hafnarfirði 94m2 íbúð.,301 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.035.719 Búsetugjald kr. 41.634 Berjarimi 1, Reykjavík 114m2 íbúð,202 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.494.788 Búsetugjald kr. 44.087 5 herb. NYTT HUS! Gautavík 29, Reykjavík 120m2 íbúð,302 Almennt lán Búseturéttur kr. 995.584 Búsetugjald kr. 54.543 3ja herb. Akranes Lerkigrund 5, Reykjavík 80m2 íbúð,30i Félagslegt lán Búseturéttur kr. 951.579 Búsetugjald kr. 34.383 Nánari upplýsingar á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá 8.30 til 15.30. nema miðvikudaga: 8.30 til 12.00 Umsóknarfrestur til 13 október kl. 15,30, íbúðirnar eru til sýnis eftir samkomulagi. Með umsóknum þarf að skila skattframtölum síðustu þriggja ára, staðfestum af skattstjóra, ásamt ljölskylduvottorði frá Hagstofunni. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 14 október kl. 12 að SKEIFUNNI 19,3.HÆÐ, umsækjendur verða að mæta til að staðfesta úthlutun! Búseti hsf. Skeifunni 19 Sími 520-5788 www.buseti.is Sagan endur- tekur sig FYRIR um það bil eitt hundrað árum voru vaskir menn að reyna að skjóta fleiri stoðum undh’ atvinnulíf lands- manna. Þeir töldu að mörg vannýtt tækifæri leyndust í sjávarútvegi og rétt væri að fara að dæmi margra annarra þjóða og hefja hér út- gerð og fiskvinnslu með bestu tækjum og að- ferðum sem þá þekkt- ust. Allt þyrfti að gera til að efla atvinnulífið enda sáu þeir fram á stöðnun og að Islend- ingar drægjust aftm’ úr öðrum þjóðum ef ekki yrði að gert. Þessir eldhugar fengu heldur kaldar kveðjur frá mörgum talsmönnum bænda, sem bentu á að landbúnaður hefði verið undistöðu- Leggja verður af þann búralega hugsunarhátt, segir Brynjar Haralds- son, að ein atvinnu- grein sé annarri æðri. atvinnugrein landsmanna um aldar- aðir og yrði það áfram ef skyrisemin og þjóðerniskenndin ætti að þrífast áfram í landinu. Allt hjal um tækifæri í útgerð og glannaskapur með stóreflingu hennar byði heim röskun á ríkjandi ástandi, sem hefði verið traust og farsælt um árabil - a.m.k. fyrir þá sjálfa. Leikreglur at- vinnulífsins yrðu því áfram að lúta hagsmunum landbúnaðarins og aðr- ar atvinnugreinar að laga sig að því eða láta undan síga. Landbúnaður yrði áfram, undirstaða alls at- vinnulífs á Islandi og um það yrði séð í öllum valdastofnunum þjóðar- innar. Frumherjar hurfu Sem betur fór brutust frumherj- ar sjávarútvegsins út úr þessari sjálfheldu þrátt fyrir mikið and- streymi og hófu veg þessarar at- vinnugreinar til vegs og virðingar, landi og þjóð til hagsældar. En eins og sagan endurtekur sig sífellt þá er nú komin upp svipuð staða nema að í stað bændanna, sem töldu að aðrar atvinnugreinar ættu að vera aftar í röðinni vegna þess að land- búnaður væri mikilvægust allra at- vinnugreina, þá eru nú komnir arf- takar frumherjanna í sjávarútvegin- um, sem setja sig á háan hest ef á þá er yrt og tala með lítilsvirðingu um aðrar atvinnugreinar; þær eigi allt sitt undir útgerðinni og eigi bara að þakka fyrir sig og taka þegjandi við öllum fullyrðingum sem þaðan koma um röðun atvinnu- greina í einhvern ímyndaðan virðingarstiga. Hótanir í stað umræðu Þessir menn hafa ekki, frekar en talsmenn bændanna fyrir hundrað árum, nokkurn áhuga á að ræða af skynsamlegu viti um forsendur, sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að svara kalli tímans um fjöl- breyttara atvinnulíf. Þeir tönglast sífellt á þvl að sjávarútvegur- inn hafi verið og verði áfram undirstöðuat- vinnugrein. Allt tal um að færa leikreglur að einhverju leyti að hagsmunum annarra atvinnugi’eina er ekki eingöngu talið til marks um skilnings- leysi á meintum undir- stöðuatvinnuvegi held- ur skilgreint sem árás á hann og brugðist við í samræmi við það með ótrúlegum fyrirgangi og hroka. Jafnvel gengur svo langt að einstakir út- gerðarmenn hafa haft í hótunum um að skipta ekki við íslenskan iðnað ef einhver úr hans röðum kvartar yfir þeim erfiðleikum sem fylgja því að stunda samkeppn- isiðnað við hliðina á sjávarútvegin- um. Þetta segja þeir sem fá afla- heimildir upp í hendurnar frá okkur hinum fyrir ekki neitt og láta okkur auk þess borga fyrir sig hluta launa- greiðslna sinna með sjómannaaf- slættinum. Bændur báðu þó ekki aðra að greiða hjúum sínum kaupið. Samkeppnisiðnaði fórnað Við sem erum að reyna að reka iðnfyrirtæki í samkeppni við inn- fiutta vöru, og einnig hinir sem flytja afurðir sínar út, finnum vel fyrir nálægð sjávarútvegsins. Hann fær aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna fyrir ekki neitt, honum er ílvilnað með sjómannaaf- slættinum og hann hefur síðustu mánuði notið mikilla hækkana á mörkuðum. Þetta þýðir að atvinnu- greinin þolir hærra raungengi en ella. Eftir standa samkeppnisiðn- greinar og fá í engu varist því ekk- ert af því sem upp var talið nær til þeirra: Þær verða að kaupa sitt hráefni á markaðsverði, þær láta ekki aðra taka þátt í launagreiðslum sínum. Þær fá ekki hækkanir á af- urðum og allra síst er skráning ís- lensku krónunnar miðuð við þarfir þeirra. Sú undarlega þversögn hef- ur líka verið staðfest að því verr sem gengur í sjávanítvegi því betur vegnar íslenskum samkeppn- isiðnaði. Þetta stafar af því að þá er raungengi krónunnar í einhverju samræmi við framleiðslukostnað fyrirtækjanna. Ný hugsun - ný tækifæri Nú eru flestir hugsandi menn sammála um að sjávarútvegurinn geti ekki tekið við öllu fleira fólki í vinnu á næstu árum og áratugum. Fjölgun landsmanna er jöfn og þétt og því sé mikil nauðsyn að efla aðr- ar arðbærar atvinnugreinar og búa þeim eðlileg skilyrði við hlið sjávarútvegsins en ekki einhvers staðar þar fyrir aftan. Leggja verð- ur af þann búralega hugsunarhátt að ein atvinnugrein sé annarri æðri enda erum við nú að nálgast 21. öld- ina. Þá er tímabært að láta af hugs- unarhætti bændaforingjanna frá 19. öldinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Frostverks ehf. Brynjar Haraldsson Ert þú EINMANA? Við erum til staðar! VINALÍNAN vinur í raun SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðunto tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.