Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 43
BREYTTIR TIMAR
í SJÁVARÚTVEGI
JÓN Sigurðsson
liðsmaður Frjálslynda
flokksins hefur lengi
skrifað greinar um
sjávarútvegsmál í
Morgunblaðið. Ég hef
stundum haft nokkurt
gaman af greinum
hans þótt okkur greini
mikið á. í síðustu grein
kýs hann þó að beita
persónulegum árásum,
sem ég leiði hjá mér.
Ég hyggst ekki deila
við Jón Sigurðsson um
mína persónu en ég vil
þess í stað leitast við
að svara hinum efnis-
legu atriðum greinar
hans.
Sjávarútvegur hefur allt frá 19.
öld verið sú undirstaða sem ís-
lenskt efnahagslíf hefur hvílt á. Þá
tók að þróast hér innlend þilskipa-
útgerð sem varð, ásamt öðru, til
þess að íslenskt þjóðfélag tók að
rétta úr kútnum eftir margra alda
stöðnun. Með innlendri togaraút-
gerð á fyrstu áratugum 20. aldar
og síðar öflugri bátaútgerð jukust
tekjur landsmanna af sjávarútveg-
inum og þær sköpuðu jgrundvöll
margháttaðra framfara. Islending-
um tókst loks að ná fullum yfirráð-
um yfir auðlindinni umhverfis land-
ið. A síðustu áratugum hefur þessi
ávinningur gert Islendingum kleift
að skapa hér öflugt velferðarsam-
félag og komast í hóp þeirra ríkja
heims sem njóta einna mestrar
efnahagslegrar velferðar. Grund-
völlur þessa velferðarsamfélags er
fyrst og fremst þær tekjur sem
sjávarútvegurinn hefur skapað.
Þetta eru sögulegar staðreyndir
sem ekki verður á móti mælt.
Margfeldisáhrif sjávarútvegs
Við Jón erum sammála um að út-
gerðin hefur margfeldisáhrif sem
skila sér út um gervallt þjóðfélagið.
Þessi margfeldisáhrif eru með
tvennum hætti. Annars vegar skil-
ar arðurinn af sjávarútveginum sér
út í þjóðfélagið í bættri afkomu
allra Islendinga, en útvegurinn
starfar einnig náið með öðrum at-
vinnugreinum og njóta hvorir
tveggja nálægðarinnar.
Forsætisráðherra sagði í stefnu-
ræðu sinni að það væri engin tilvilj-
un að Islendingar njóti ríflegs
kaupmáttarbata á sama tíma og
sjávarútvegurinn er í sókn. For-
sætisráðherra er hygginn maður
og sér það í rekstri sinnar þjóðar-
skútu þegar vel gengur í útvegin-
um. Hann veit að stjórnun fisk-
veiða er hér sú hagkvæmasta sem
þekkist og að útvegurinn hefur
tekið jákvæðum breytingum
þannig að hann býr nú við nútíma-
legt viðskiptaumhverfi ef undan
eru skilin kvótaþingsólögin. For-
sætisráðherra veit það jafn vel og
við Jón að það eru fleiri þættir sem
hafa haft áhrif á kaupmáttaraukn-
ingu landsmanna. Svokallaðir þjóð-
arsáttarsamningar voru gerðir árið
1990, frjálsræði í efnahagsmálum,
bönd á ríkisfjármálin og erlend
fjárfesting í álverum skipa einnig
stórt hlutverk í kaupmáttaraukn-
ingunni. En uppúr stendur að það
er sjávarútvegurinn, undirstöðuat-
vinnugreinin, sem skapar langmest
verðmæti fyrir þjóðarbúið. Þessi
langmikilvægasta atvinnugrein
þjóðarinnar hefur lagt grunninn að
því að hægt var að ná kaupmáttar-
aukningunni.
Hagsmunir sjávarútvegs
og iðnaðar fara saman
Sjávarútvegurinn hefur staðið
undir margháttaðri nýsköpun í ís-
lensku atvinnulífi, sem hefur verið
að skila sér í auknum
útflutningstekjum
annarra atvinnu-
greina. Margir gera
sér til dæmis ekki
grein fyrir að sjávar-
útvegurinn hefur stað-
ið undir fiestu því sem
til mestrar nýsköpun-
ar horfir í íslenskum
útflutningsiðnaði.
Búnaður sem íslensk
iðnfyrirtæki hafa þró-
að fyrir íslenskan
sjávarútveg hefur ver-
ið að vinna sér sess
sem það besta sem völ
er á í heiminum. Iðn-
fyrirtæki í tengslum
við stöðugan sjávarútveg hafa
sprottið upp og eflst. Mörg fyrir-
tæki, þeirra á meðal Marel,
Sæplast, J. Hinriksson og Hamp-
iðjan, hafa sótt á erlenda markaði
og náð þar fótfestu. Hugbúnaðar-
fyrirtæki hafa einnig notið sam-
búðarinnar við sjávarútveg, en al-
mennt má segja að hagsmunir iðn-
aðar og sjávarútvegs fari saman
hérlendis eftir að stjórnkerfi físk-
veiðanna komst í lag. Jón Sigurðs-
son hittir því naglann á höfuðið
þegar hann segir frá því að margir
þurfi að koma að því að skapa verð-
mæti úr auðlindum hafsins. Út-
gerðin stæði vissulega illa að vígi ef
ekki kæmu til góðar vinnslustöðv-
Þegar hinn mikli ár-
angur af núverandi
fiskveiðistj órnunarkerfi
blasir við, segir Krist-
ján Ragnarsson, þá
megum við ekki hverfa
aftur til kerfis hand- og
sóknarstýringar, sem
einkenndist af offjár-
festingum og ofveiði.
ar, öfiugar veiðarfæragerðir og
framsækin markaðsfyrirtæki. Með
sama hætti gætu þessi fyrirtæki
ekki þrifíst án öflugrar útgerðar.
Án hennar hefðu þau aldrei orðið
til.
Sífellt fleiri fjárfesta
í útvegsfyrirtækjum
Arangurinn af kvótakei'finu er
ótvíræður. Okkur hefur tekist að
nútímavæða íslenskan sjávarútveg.
Endurnýjun hefur gengið vel, fyr-
irtæki eru að rétta úr kútnum en
þurfa svigrúm til þess að vaxa og
dafna. Vísbendingar eru um að upp
séu að koma árgangar mikilvægra
fiskistofna sem eru hinir sterkustu
í háa herrans tíð. A sama tíma er
auðlindin að skila mikilli hag-
kvæmni og árangri fyrir þjóðarbú-
ið í heild. Kvótakerfið hefur hlotið
viðurkenningar margra mætra
manna hér á landi og erlendis.
Fram hefur komið hjá forstjóra
Þjóðhagsstofnunar að hann teldi
fískveiðistjórnunarkerfið hag-
kvæmt og að heildartekjur þjóðar-
búsins verði hámarkaðar með því.
Hin dreifða eignaraðild skilar æ
fleirum beinum hagnaði af nýtingu
auðlindanna þar sem sparnaður
landsmanna stendur undir öflugum
útvegsfyrirtækjum og treystir á
þau. Þeir sem hugsa til framtíðar
sjá að það er bjart framundan. Þeir
eru ekki fastir í viðjum þeirrar for-
tíðar þegar kerfið var undir hæl
stjórnmálamanna sem ýttu undir
offjárfestingar og óhagkvæmni.
Fræðsluátak á ári hafsins
Afkoma íslendinga byggist á
fiskveiðum. Útvegsmenn telja það
mikilvægt að landsmenn hafi
glögga mynd af viðfangsefnum
sjávarútvegs, möguleikum hans og
þýðingu fyrir þjóðarbúið. Okkur
þykir það miklu varða að lands-
menn hafi þekkingu á því með
hvaða hætti verðmætasköpun í út-
veginum verður til í veiðum og
vinnslu og við hvaða aðstæður ís-
lensk útvegsfyrirtæki búa með til-
liti til alþjóðlegrar samkeppni. Að
auki er mikilvægt að kynna hvern-
ig veiðum er stjórnað til þess að
tryggja skynsamlega og hag-
kvæma nýtingu mikilvægustu auð-
lindar islensku þjóðarinnar. Til
þess að sinna þessum markmiðum
munum við, á ári hafsins, meðal
annars birta fræðsluauglýsingar í
Morgunblaðinu og víðar og gefa út
bækling sem dreift verður á öll
heimili í landinu. Við höfum opnað
heimasíðu á netinu og bjóðum
landsmönnum um borð í skip okkar
til þess að sjá hvernig útvegurinn
starfar.
Verðmæti á diski neytandans
Þegar horft er til framtíðar er
ljóst að áfram verða gerðar kröfur
til útvegsmanna um bætt lífskjör í
landinu. Því miður eru engin teikn
á lofti um að aðrar atvinnugreinar
létti af okkur þeim kröfum. Við
munum því eflast til þess að gera
betur. Til þess þurfum við öfluga
fiskistofna og fiskveiðistjórnunar-
kerfi sem skilar árangri. Það höf-
um við í dag. Markaðssvæði ís-
lenskra sjávarafurða er allur heim-
urinn og auðlindin er hafið. Þeir
fiskar sem við veiðum í hafinu
verða ekki að verðmæti fyrr en á
diski neytandans. íslenskur sjávar-
útvegur er orðinn alþjóðlegur og
því verður hann að njóta sambæri-
legra tækifæra og keppinautarnir
búa við. Sérstök skattlagning á
sjávarútveginn mun skerða sam-
keppnisStöðu hans og þar með lífs-
kjör á Islandi.
Ekki afturhvarf til úreltra tíma
Af öllum þeim stói-yrðum sem
Jón Sigurðsson hefur látið frá sér
fara hef ég undrast mest afstöðu
hans til vísindamanna Hafrann-
sóknastofnunarinnar og hvernig
hann hefur reynt að gera lítið úr
vitneskju þeirra. Hann hefur ítrek-
að látið að því liggja að ástæðu-
laust sé að fara að ráðum þeirra því
þekking þeirra sé takmörkuð. Ég
leyfi mér að setja samasemmerki
milli þessarar afstöðu hans og af-
stöðu til fiskveiðistjórnunar, því
hann veit að hún hefur tryggt við-
gang fiskistofnanna. Sá árangur
þjónar hins vegar ekki sjónarmið-
um hans til stjórnunar fiskveiða.
Þegar hinn mikli árangur af nú-
verandi fiskveiðistjórnunarkerfi
blasir við, þá megum við ekki
hverfa aftur til kerfis hand- og
sóknarstýringar, sem einkenndist
af offjárfestingum og ofveiði. Nú
þegar okkur hefur tekist að byggja
upp okkar mikilvægasta fiskistofn,
þorskstofninn, þá höfum við alls
ekki efni á því að leyfa óhefta sókn
sem myndi tortíma fiskistofnunum
við landið. Háværir menn hrópa á
afturhvarf til úreltra tíma þegar
handstýring stjórnmálamanna réði
ríkjum. Málflutningur þessara
manna sem kenna sig við frjáls-
lyndi er afar varasamur fyrir fram-
tíð íslensku þjóðarinnar.
Höfundur er formaður Landssam-
bands íslenskra útregsmanna.
Kristján
Ragnarsson
Þau vítamín og næringarefni sem mjólkin hefur að geyma
gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar alla ævi.
Látum aldrei vanta mjólk á okkar heimili.
Skíðaveisla
Heimsferða til
Austurríkis
frá kr. 29.630
Heimsferðir bjóða nú glæsilegt úr-
val skíðaferða til bestu skíðastaða
Austurríkis með beinu flugi til
Miinchen, vikulega frá 30. janúar
1999. Við höfum valið Zell am
See og Saalbach-Hinterglemm sem
okkar aðal áfangastaði. Þeir sam-
eina stórkostlegt úrval skíða-
brekkna við allra hæfi, afbragðs
gististaði og síðast en ekki síst
feiknarlega skemmtilegt mannlíf á
kvöldin, mikið úrval góðra veit-
inga- og skemmtistaða. Hér getur
þú valið um yfir 60 lyftur á hverju
svæði, snjóbrettasvæði og yfir 100
km af skíðagöngubrautum. Og að
sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjón-
ustu fararstjóra Heimsferða allan
tímann.
Verð kr.
29.630
Flugsæti á mann til Miinchen m.v.
hjón með 2 böm, 2-11 ára.
Verð kr.
48.930
Flug, hótel og flugvallarskattar m.v.
hjón m. 2 börn, vika, 30. janúar,
Pinzgauer Hof.
Verð kr.
56.960
Flug, hótel og flugvallarskattur m.v.
2 í herbergi, 30. janúar.
20.000 kr.
afsláttur
fyrir fiölskylduna
5.000,- kr. afsláttur á
mann, fyrstu 200 sætin
Beint
morgunflug
til Miinchen
Brottför kl. 8.30
á iaugardögum
30. janúar
6. fcbrúar
13. febrúar
20. febrúar
27. febrúar
6. ntars
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is