Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 44

Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 44
.+ 44 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Siggeir Vil- hjálmsson fædd- ist í Hafnarfirði 15. júní 1912. Hann lést í Seljahlíð, Reykja- vík, 29. september síðastliðinn. Guð- mundur Siggeir var sonur hjónanna Jónínu Jónsdóttur, f. 26.3. 1880, d. 1.3. 1964, dóttur Jóns Þórðarsonar, út- vegsbónda og Val- gerðar Gamalíels- dóttur að Þorkötlu- stöðum í Grindavík og Vilhjálms Geirs Gestssonar, sjómanns, f. 20.9. 1872, d. 16.10. 1933, sonar Gests Gamalíelson- ar bónda að Skúfslæk í Fióa, f. 1837, d. 6.3. 1892 og konu hans Kristínar Jónsdóttur, á Syðra- Seli, f. 10.7. 1840. Siggeir átti eina systur, Jónu, f. 26.5. 1907 er lést 13.5.1930, en hún hafði lokið hússtjórnarnámi. Siggeir kvæntist 30.4. 1949 eftirlifandi konu sinni, Sigríði Hansdóttur, f. 6. júlí 1916. Foreldrar hennar ^ voru María Helga Guðmunds- dóttir, f. 19.4. 1889, d. 12.12. 1937 frá Gelti við Súgandafjörð og Hans Kristjánsson forsljóri, f. 22.5.1891, d. 1.8.1952 frá Suð- ureyri við Súgandafjörð, stofn- andi Sjóklæðagerðar Islands h.f. Börn Sig- geirs og Sigríðar eru: 1) Hanna María, lyf- sali í Vestmannaeyj- um, f. 6.8. 1950, gift Erlendi Jónssyni, prófessor. Þeirra börn eru: Jón Helgi, nemi, f. 28.2. 1982 og Guðbergur Geir, f. 22.3. 1986. 2) Vil- hjálmur Geir, f. 8.9. 1951, viðskiptafræð- ingur, kvæntur Krist- ínu Guðmundsdóttur, tölvukennara. Þeirra börn eru: Siggeir, kerfisfræðing- ur, f. 4.12. 1975, Sesselja Guð- munda, f. 30.6. 1985 og Melkorka Þöll, f. 17.12. 1990. 3) Jóna Sig- geirsdóttir, f. 10.6. 1953, hjúkr- unarfræðingur, gift Þórólfi Þór- lindssyni, prófessor. Þeirra börn eru: Þórlindur Rúnar, nemi, f. 24.2. 1982 og Sigríður Þóra, f. 2.5. 1989. 4) Siggeir, f. 30.9. 1959, rafeindavirki, kvæntur Auði Þór- hallsdóttur, kennara. Þeirra börn eru: Sigríður Rún, f. 15.9. 1985, Þórhallur, f. 4.3. 1987 og Vil- hjálmur, f. 4.5. 1991. Siggeir gekk í Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði og útskrifaðist þaðan 1930. Hann lauk verslun- arprófi frá Verslunarskóla Is- lands 1933. Eftir próf úr Versl- unarskólanum fór hann til Þingeyrar og var þar kennari og undirbjó nemendur undir nám í Verslunarskólann. Vorið 1934 réðst hann til Pöntunarfé- lags Verkamannafélagsins Hlíf- ar í Hafnarfírði og veitti því forstöðu þar til það sameinaðist K.R.O.N. árið 1938, en þar vann hann fram til ársins 1940. Það ár réð Siggeir sig til Alþýðu- biaðsins sem bókari og auglýs- ingastjóri. Um tíina starfaði hann með þeim hjónum Aslaugu og Helga Sívertsen við fyrir- tæki þeirra Sporthúfugerðina. Árið 1941 hóf Siggeir sjálfstæð- an atvinnurekstur og stofnaði eigið innflutningsfyrirtæki, Sig- geir Vilhjálmsson hf. og starf- aði hann við það flest sín æviár frá þeim tíma, en umsvif höfðu minnkað mikið síðari ár er ald- urinn færðist yfir. Siggeir tók virkan þátt í félagsstarfi á árum áður m.a. með stofnun og starf- rækslu Skíða- og skautafélags Ilafnarfjarðar. Hann söng um tíma með Karlakórnum Þröst- um í Hafnarfirði. Hann liafði áhuga á útivist, ferðalögum og ljósmyndun. Hann var félagi í Akoges í Reykjavík, en hann gekk / þann félagsskap árið 1953 og var formaður og ritari stjórnar um tíma og sat í ýms- um nefndum á vegum félagsins. Utför Siggeirs Vilhjálmsson- ar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. SIGGEIR VILHJÁLMSSON Fyrstu kynni mín af Siggeiri Vil- hjálmssyni áttu sér stað fyrir 18 ár- um, í þrítugsafmæli dóttur hans sem síðar átti eftir að verða eigin- kona mín. Hann var alveg eins og ég hafði ímyndað mér hinn dæmi- gerða heildsala, stór og með „vel- ' megunarístru“, gekk í fínum fötum og reykti stóran vindil. Frá því í æsku hafði skapast hið innra með mér, eflaust vegna tals fullorðna fólksins eða afstöðu, óljós tor- tryggni en jafnframt óttablandin virðing fyrir sérstakri stétt manna, er kallaðir voru „heildsalar", þeir höfðu aldrei verið í mínu nánasta umhverfi. Þessi afstaða gagnvart Siggeiri átti þó brátt eftir að breyt- ast er við kynntumst nánar og kom- SuðurlandsbrauflO 108 Reykjavík * Símí 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar iyrir öli tilefni. ur mínar á heimili þeirra hjóna urðu tíðari. Eg átti aldrei síðar eftir að hugsa mér hann sem hinn „dæmi- gerða heildsala", hvað sem það nú er. Til dæmis komst ég að því, að hann reykti alls ekki vindil nema einu sinni til tvisvar á ári, kannski á jólunum eða gamlárskvöld, þá að- eins til að fá „góða lykt í húsið“. Siggeir var alinn upp við kröpp kjör, en með mikilli vinnu, útsjónar- semi og reglusemi tókst honum að komast til efna og sjá fjölskyldu sinni farborða með miklum glæsi- brag. Hann var mjög sérstakur maður og svipmikill, sterkur per- sónuleiki, en léttur í lund og skemmtilegur. Hann hafði verið „ungkarl“ tiltölulega lengi og því orðið að sjá um sig sjálfur, matreiða sjálfur og strauja skyrtumar sínar, og eftir að hann giftist hélt hann áfram að hafa yndi af matreiðslu af öllu tæi. Hann töfraði fram hvern réttinn á fætur öðrum, ilmandi risa- afmæliskringlur, girnilegar skorpu- steikur, vínarsnitsel, svínasultu og annað góðgæti, sem er mjög sér- stakt fyrir karlmann af hans kyn- slóð. Mér hefur verið sagt að hann H H H H H H H H H H Erfidrykkjur u Sími 562 0200 . fiiiiiiiiiii: hafi frekar viljað elda sjálfur ofan í börnin sín þrjú og sjá um öll önnur heimilisstörf á meðan Sigríður kona hans lá á sæng en að klæða þau upp og láta annast um þau annars stað- ar. Siggeir hafði mikla ánægju af því að bjóða fjölskyldu sinni í mat um helgar og á stórhátíðum og var þá ævinlega veitt af höfðingsskap. Hann var sannkallaður „fjölskyldu- faðir“, pater familias, sem hafði gaman af að hafa fjölskyldu sína í kringum sig, bæði á eigin heimili og einnig naut hann þess að heimsækja fjölskyldur bama sinna og ræða við barnabörnin er urðu sífellt fleiri. Þau hjón höfðu sérstakt lag á börn- um á öllum aldri og mikla ánægju af að hafa barnabörn sín hjá sér og passa við ýmis tækifæri. Eg man að Siggeir hafði einhvern tímann orð á því að hann hafi langað til að verða listmálari er hann var ungur, og hefði látið þann draum rætast ef hann hefði séð fram á að geta lifað af því. Hann hafði mjög næmt auga fyrir myndrænni fegurð og sam- ræmi, enda bar heimili þeirra hjóna vitni um það. Málverkasafnið sem prýddi stofuveggina sýndi að hann var stakur smekkmaður á myndlist, sérstaklega hafði hann ánægju af landslagsmyndum stóru meistar- anna. Hið næma sjónskyn hans kom meira að segja fram í uppsetningu myndanna og tilfinningu fyrir réttri afstöðu þeirra og stærðarhlutföll- um. Annað helsta áhugamál Sig- geirs var útivist, hann hafði yndi af göngutúrum, fyrst gjarnan með börnum sínum og síðar með barna- börnunum, meðan hann hafði heilsu til, en einkum nutu þau hjónin þess að dvelja í sumarbústað sínum við Elliðavatn, þar sagði Siggeir að loft- ið væri sérstaklega „sterkt". Þar LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Ig S.HELGASON HF g 11STEINSMIÐJA 1 ' »* / ‘‘a ' SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP .,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla._ Sverrir Olsen, Svemr Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ dvöldu þau oft langdvölum, rækt- uðu garðinn sinn, ólu upp börn sín og nutu náttúrunnar. Nokkrum sinnum fórum við með honum í bfltúr í „Fjörðinn“, sem var honum sérstaklega kær, honum fannst gaman að skoða gömlu húsin og hann ljómaði ef hann hitti einhvern gamlan Hafnfirðing er hann kann- aðist við frá fyrri tíð. Siggeir var lengi félagi í Ferðafé- lagi Islands, og hafði mikinn áhuga á myndatöku af óbyggðum landsins. Hann átti stórt skyggnumyndasafn sem hann hafði ánægju af að sýna er fjölskyldan kom saman. I mynda- tökunum komu saman tveir stórir þættir í lífi hans, útivist og næmt auga fyrir sjónfegurð. Auk ferða- laga innanlands hafði Siggeir áhuga á að kynnast öðrum löndum, bæði landslagi þeirra og menningu. Þau hjónin gerður óvenju víðreist fyrir þeiwa kynslóð, og ferðuðust til margi-a landa Evrópu. Með Siggeiri er gengin stórbrotin og litrík persóna, einn af hinum sönnu Islendingum sem hafa byggt upp íslenskt þjóðfélag og menningu. Hann var tiltölulega sáttur við líf sitt og störf, en við kveðjum hann með söknuði og þakklæti. Erlendur Jónsson. Siggeir var athyglisverður maður sem setti sinn einstaka persónulega stfl á hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fylgdi sjaldan forskriftum eða hefðbundnum skoð- unum en fór sínar eigin leiðir í stóru og smáu. Skipti þá engu hvort hann fékkst við bakstur heima fyrir eða var í viðskiptum. Siggeir var alla tíð mikill bóka- maður. Hann var sérstaklega áhugasamur um íslenskar bók- menntir og þjóðlegan fróðleik. Hann gerði sér far um að lesa sem mest af því sem kom út eftir ís- lenska höfunda og fylgdist með allri umfjöllun um íslenskar bókmenntir af brennandi áhuga. Hann hafði gaman af að ræða efnistök og inni- hald en þó var eins og áhugi hans væri mestur fyrir málfari og stfl. Að hans áliti var góður texti aldrei of mikils metinn. Siggeir var áhugasamur bóka- safnari og átti afar gott bókasafn, einkum um þjóðlegan fróðleik og Is- landssögu. Þá hafði hann mikinn áhuga á fræðiritum um íslenska náttúru. Á yngri árum var mesta yndi hans að ferðast um landið og var þekking hans á óbyggðum landsins afar traust. En það var málaralistin sem átti hvað sterkust ítök í Siggeiri. Ungur hafði hann verið efnilegur listmálari en aðstæður höguðu því þannig að hann ræktaði aldrei þá gáfu. En frá unglingsárum fylgdist hann með ís- lenskum málurum og myndlist og þreyttist aldrei á að sækja myndlist- arsýningar og ræða um myndlist. Siggeir var í hópi þeirra athafna- manna sem settu svip á miðbæinn um miðja öldina. Þeir voru áberandi í bæjarlífinu og ræddu landsins gagn og nauðsynjar og áttu stóran þátt í því að skipa málum þjóðarinn- ar á þann veg sem nú er. Siggeir Vilhjálmsson átti ættir að rekja til Grindavíkur og Árnessýslu og var saga forfeðranna og umhugs- un um lífsbaráttu þeirra Siggeiri mikilvægt veganesti. En Siggeir var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og alla tíð voru menn og málefni Hafn- arfjarðar honum hugleikin. Lífsviðhorf Siggeirs mótaðist m.a. af því að hann upplifði bæði krepp- una og stríðsárin. Hann taldi mikil- vægustu lífsgæðin að vera frjáls og óháður og lifði með það í huga. Siggeir hélt stíl sínum alveg til hins síðasta og skilaði ævistai-finu með sóma og oft með glæsibrag á þeim 86 árum sem hann lifði. Eg þakka skemmtileg og góð kynni og sakna persónulegs stfls og hand- bragðs Siggeirs sem einkenndi fjöl- skyldulífið á Austurbrún. Ekki síst munu Þórlindur Rúnar og Sign'ður Þóra sakna afa síns. Þórólfur Þórlindsson. Meðan náttúran skartar sínum feg- urstu haustlitum kvaddir þú þennan heim. Þú varst orðinn þreyttur og þjáður og ég veit að hvfldin var þér kærkomin. Eg gleymi ekki haustlitaferð á Þingvöll sem við Siggeir fórum með ykkur Siggu fyrir 15 árum. Eftir þá ferð var eins og þú hefðir vakið mig af værum blundi. Hrifning þín yfir litadýrð náttúrunnar og fallegum fjallahringnum hreif mig með og eft- ir þessa ferð hefur haustið verið lit- n'kara og annað í mínum huga. En þetta varst þú, þú sást fegurð í svo mörgu smáu og litir voru þitt uppá- hald. Hvort sem það voru litirnir í málverkunum sem þú safnaðir, háls- bindunum þínum eða nú síðari ár þegar þú sast og valdir saman þína eigin liti í teppin sem þú saumaðir var smekkvísin í fyrirrúmi. Það var heimsborgarabragur á þér, enda hafðir þú farið víða um heiminn bæði vegna viðskipta og í einkalífi. Það kom mér því á óvart hvað þú varst einstaklega myndar- legur við eldhúsverkin. Öll matar- gerð lék í höndunum á þér hvort sem það var að útbúa fínar steikur, baka brauð eða kökur, gera rúllupylsur eða gera bestu „afa- kæfu“ í heimi, allt var jafn lystilega gott og smekklega fram borið. Ógleymanlegar eru stundirnar með þér þegar við Siggeir bjuggum í kjallaranum hjá ykkur. í hádeginu á sunnudögum var alltaf búið að leggja á borð fyrir okkur líka. Hvít- ur dúkur, sparistell, steik og kerta- ljós og þú í jakkafótunum og í góða skapinu, það var yndislegur tími. Þú vannst alltaf mikið heima og hafið þið hjónin verið einstaklega samrýnd. Þú stjómaðir heimilinu af einstakri röggsemi svo við fyrstu kynni fannst mér nóg um. En svona hafði þetta eflaust alltaf verið alveg frá því þið kynntust í rjúpnaveisl- unni hjá Dídí vinkonu ykkar fyrir tæplega 50 árum og þið Sigga voruð sæl og hamingjusöm með þetta fyr- irkomulag. Um daginn fórum við með þig í bfltúr á æskuslóðirnar í Hafnarfirði, þar sem þú þekktir svo vel til. Við keyrðum m.a. fram hjá húsinu sem þú bjóst í sem ungur maður á Hverfisgötunni og þú ljómaðir af ánægju og vissir að þetta var eflaust síðasta ferðin í „Fjörðinn þinn“ sem var þér svo kær. Okkur til mikillar gleði varst þú ákveðinn í að koma heim til okkar í afmælið hennar Sigríðar Rúnar fyr- ir hálfum mánuði. Það var orðið erfitt um vik enda upp stiga að fara, en þú ætlaðir að koma, það verður okkur fjölskyldunni ógleymanlegt í minningunni. Elsku tengdapabbi, þakka þér samfylgdina og allan þann stuðning sem þú hefur veitt okkur Siggeiri og bömunum. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Auður Þórhallsdóttir. Elsku afi minn. Mikið finnst okk- ur bræðrunum undarlegt að þú skulir vera farinn frá okkur. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér og ömmu fyrir hvað þið vorað alltaf góð við okkur. Þakka þér og ömmu fyrir að hafa alltaf passað mig og Guð- berg þegar mamma þurfti að útrétta í Reykjavík, þegar við vorum minni og stundum ansi pirraðir á því að fá ekki að fara með. Það var alltaf gaman að koma til ykkar, þó að ég hafi ekki alltaf látið þannig. Svo var líka frábært að fá ykkur í heimsókn, bæði vestur í Hólm og út í Eyjar. Þú hafðir alltaf svo gaman af því að fylgjast með því sem við vorum að gera. Ég man alltaf þegar þú varst að kenna mér að hjóla á tvíhjóli vestur í Stykkishólmi. Það gekk brösulega í fyrstu, en þú dreifst mig stað og það hafðist að lokum. Alltaf áttuð þið amma heimagerða kæfu og rúllupylsu að ógleymdum flatkökun- um, sem þú varst meistari í að baka, og hjá ykkur var eini staðurinn þar sem ég fékk að drekka te. Þú ert besti kokkur sem ég hef fyrir hitt og aldrei brást svínasnitselið hjá þér eða önnur sunnudagssteik. Mér fannst alltaf áhöld um það hvort ykkar væri meira í eldhúsinu, þú eða amma, þegar við vorum í heimsókn. Það var alltaf gaman að spjalla við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.