Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 46
4 46 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, SIGRÚN PÁLSDÓTTIR kennari, Fýlshólum 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, á morg- un, miðvikudaginn 7. október kl. 13.30. Páll Jóhannsson, Magnús E. Jóhannsson, Gunnar Jóhannsson, Skúli Jóhannsson, Erlendur Jóhannsson, Gunnhildur Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Hólmfríður Pálsdóttir, Judith Taylor Jóhannsson, Hrönn Jóhannsdóttir, Ásta Friðjónsdóttir, + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, GUÐMUNDAR E. SIGURÐSSONAR öryggisfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, Óðinsvöllum 16, Keflavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 7-A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun, Sveinbjörg Eygló Jensdóttir, Sólveig Á. Guðmundsdóttir, Friðjón Einarsson, Helga Kr. Guðmundsdóttir, Eyjólfur Sverrisson, Sonja Guðmundsdóttir Danoy, Eric Danoy, Guðmundur J. Guðmundsson, Björk Þorsteinsdóttir, Ásgeir F. Guðmundsson, Ólafía Vilhjálmsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR GUÐNASONAR, Fögruhlíð. Sigurlaug Guðjónsdóttir, Ingilaug Guðmundsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Svavar Guðlaugsson, Theodór Guðmundsson, Brynja Bergsveinsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Ágústa Guðjónsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. + Þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð á útfarardaginn 3. október vegna ÞÓRÐAR KRISTJÁNS RUNÓLFSSONAR, Haga í Skorradal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi og Sjúkrahúss Akraness fyrir alla umönnun. Öðrum þeim fjær og nær sem minnst hafa hans á ýmsan hátt, þökkum við og sendum ykkur öllum hlýjar kveðjur. Dóra Þórðardóttir, Óskar Þórðarson og aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa RAGNARS ÞORSTEINSSONAR. Reynir Ragnarsson, Þorsteinn V. Ragnarsson, Valdís Ragnarsdóttir, Salóme Ragnarsdóttir, ína Sóley Ragnarsdóttir, Edith Dam Ragnarsson, Erna Elíasdóttir, Hörður Davíðsson, Guðmundur Bogason og afabörn. ADOLF THORARENSEN + Adolf Thoraren- sen fæddist í Reykjavík hinn 27. september 1948. Hann Iést á Land- spítalanum 26. sept- ember síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Arnes- kirkju í Trékyllisvík 3. október. Þú lást á bakinu í rúminu og varst að reyna að sofna en gast það ekki. Síðan settist þú upp og fram á rúmbríkina. Ég gekk til þín og strauk þér yfir ennið og niður vangann og spurði: „Getur þú ekki sofnað, Adolf minn?“ Þú svaraðir mér svo þreyttur og með nokkurs konar uppgjafartón: „Æji nei!“ Svo lagðist þú aftur útaf og sofnaðir næni því strax. Ég vissi að þú værir búinn að ná því að sofna því það kom svo mikil værð og ró yfir þig. Þá fór ég út úr herberginu. Skömmu síðar vaknaði ég og vissi að ég myndi fá einhverjar fréttir af þér þann daginn, en fréttin sem ég fékk var sú að þú værir sofnaður svefninum langa. Hvílíkur harmur og sorg! Hvað verður nú? Lífæðin okkar hreppsbúa, flugið, var í mjög svo góðum og öruggum höndum þínum. Alltaf var hægt að treysta því að allt væri í lagi með völlinn og þú værir til taks ef eitt- hvað óvænt kæmi uppá. Mér finnst erfitt að sjá Árnes- hrepp íyrir mér án þín, en ég veit að þú verður hjá okkur og passar upp á flugið fyrir okkur, þó svo að við sjáum þig ekki. Það er einmanalegt að koma núna út á Gjögur. Enginn Adolf, ekkert líf, allt tómt! Kvöldið áður en þú veiktist hringdir þú til að biðja mig um að klippa þig og urðum við ásátt um að klára það fyrir hádegi daginn eftir því göngurnar voru framundan, en þú komst aldrei né hringdir um morguninn. Það fannst mér ein- kennilegt, því aldrei hafði ég orðið vör við að þú værir gleyminn mað- ur. Eitthvað hlaut að hafa komið fyrir, sem síðar kom svo í ljós. Síðast þegar ég klippti þig, varstu svo ánægður. Strax daginn eftir fórstu suður til að fara í óvissuferð með samstarfsfólki þínu hjá Is- landsflugi. Léstu mjög vel af þeirri ferð, en við göntuðumst með að þú hefðir bara farið suður til að láta laga klippinguna eftir mig! Ég verð bara að reyna að gera betur þegar við hittumst næst. Elsku Jóhanna mín, Pétur og aðrir aðstand- endur. Ykkur sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið góðan Guð um að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Að lokum vil ég þakka Adolfi samfylgd- ina síðustu tæp níu ár og taka undir orð stjúpfoður _ míns og votta öllum íbúum Ái-neshrepps samúð mína við fráfall Adolfs Thorarensen. Þar er genginn drengur góður og megi minningin um hann lifa sem lengst. Jóhanna Osk Krisljánsdóttir, Arnesi II. Mig langar hér á eftir að minn- ast þessa sveitunga míns með nokkrum fátæklegum orðum. Við hrukkum illa við, sveitungar hans, þegar við fréttum miðviku- daginn 16. september sl. að Adolf hefði veikst alvarlega þá um nótt- ina. Þar sem Adolf bjó einn var ekki ljóst hvernig komið var, fyrr en komið var fram á dag, að ná- grannar hans fóru að huga að hon- um, hann lá máttvana og rænulaus í íbúð sinni, það segir fátt af einum. Strax varð Ijóst, að veikindin voru þess eðlis að lítil von var um bata. Enda kom það á daginn, hann lést laugardaginn 26. september sl. Jafnframt brast hlekkur í því mannlífi sem er í Ámeshreppi. Adolf Thorarensen fæddist á Gjögri 27. september 1948 og þar ól hann allan sinn aldur. Foreldrar hans voru Hildur Pálsdóttir og Valdemar Thorarensen. Hildur var aðkomin í sveitina, ættuð frá Kálfs- hamarsvík á Skaga. Faðir hans var fæddur og uppalinn á Gjögri og stóðu að honum sterkar ættir hér í Ameshreppi. I föðurætt frá Reykj- arfjarðarkaupstað og í móðurætt frá Kjós, hvort tveggja hér í sveit. Þegar Adolf fæddist var nokkuð fjölmennt á Gjögri, einar sex til sjö fjölskyldur, og að líkindum þrjátíu til fjörutíu manns. Staðnum fylgdi andblær liðins tíma, sem kominn var frá þeim atvinnuháttum sem stundaðar höfðu verið á Gjögri, og áttu sér aldalanga hefð, og var nokkuð sérstæð í byggðarlaginu. Þarna á ég við sjávarútveginn, sem + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför bróður okkar, HREINS JÓHANNESSONAR, frá Súgandafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 33-C og 14-G, Landsþítala, fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Hansína Jóhannesdóttír, Herdís Guðrún Jóhannesdóttir og fjölskyldur þeirra. var meiri, en annars staðar tíðkað- ist í byggðarlaginu. Á Gjögri var aðaltekjuöflun manna frá sjónum, þótt smávegis búskapur væri stundaður með. Þetta var hörð lífs- barátta kynslóðanna, en stundum gjöful, en stundum ekki, þeir sem þama lifðu lærðu það öðruin frem- ur hvað það var að takast á við mis- gjöfula náttúra. Og hvort fiskaðist vel eða illa var jafnsjálfsagt. Adolf ólst upp við þessa lífshætti undangenginna kynslóða, að sækja sjó frá Gjögri, og fást einnig við bú- skap. Hvort tveggja varð honum snemma hugleikið, og batt hann við heimahagana. Hann naut ekki skólagöngu í æsku fram yfir bama- skólanám, en hann aflaði sér menntunar með lestri bóka, og þekking hans á fiugmálum og flug- öryggismálum var með ólíkindum. Þetta sýndi að maðurinn var nátt- úragreindur. Fyrir tuttugu og fimm áram eða svo hófst áætlunar- flug milh Reykjavíkur og Gjögurs, fyrst í stað var það faðir hans, sem sá um þjónustu við flugið, en fljót- lega tók Adolf við þessu starfi, og þegar við minnumst hans, er það fyrst og fremst fyrir óeigingjamt framlag hans, að þessum mikil- væga þætti samgangna okkar. Fyi-stu árin var þetta flug stundað við mjög framstæðar aðstæður, flugvöllurinn slæmur, öryggismál- um á flugvellinum hafði ekki verið sinnt og svo var einnig með aðbún- að fyrir farþega. Þetta var virki- lega framstætt, sem vænta mátti. Þetta mál má segja, að Adolf hafi tekið upp á sína arma, öll þau ár sem hann var við þetta var hann óþreytandi að tala fyrir umbótum á þessu sviði, hann varð talsmaður okkar, við þennan þátt samgangn- anna, og engum datt í hug, að það yrði betur gert, eða betur haldið á málum. Hann sótti þessi umbóta- mál af fyrirhyggju, festu og þekk- ingu. Öll öryggismál, er þetta vörð- uðu vora honum ákaflega ofarlega í huga og um þau talaði hann oft. Nokkur undanfarin ár var ljóst, að flugbrautin á Gjögri þyrfti vera- legra endurbóta við. Rætt hafði verið um að koma þessu í fram- kvæmd, en þó að góður vilji sé fyr- ir hlutunum verður ekki af fram- kvæmdum fyr en fjármunir era til. í þetta var svo ráðist nú að áliðnu sumri. Adolf var sæll og glaður með þennan áfanga, og taldi öryggi flugvéla sem um völlinn færa nú betur tryggt en áður. Þótt Adolf sæktist ekki eftir þátttöku í félagsmálum, var það svo að til hans var leitað, hann sat tuttugu ár í hreppsnefnd Árnes- hrepps og naut ávallt til þess víð- tæks stuðnings sveitunga sinna. Þar var gott að vinna með Adolf, hann sagði skoðanir sínar umbúða- laust og var hreinskiptinn í sam- skiptum við fólk og aldrei skildi það eftir þykkju. Hann kom víðar við, meðal annars var hann alllengi fiskmatsmaður, meðan saltfiskur var verkaður bæði á Gjögi'i og Norðurfirði. Við þetta var hann ákaflega glöggur og hann sagði mér að aðalatriði við svona vinnu væri að hafa á takteinum rök fyrir því, sem hann væri að gera, og hann hafði alltaf á hraðbergi rök fyrir sínum gerðum í þessu efni og þeir, sem eftirlitshlutverki gegndu treystu á glöggskyggni hans. Ádolf gekk ekki heill til skógar, á unglingsáram bilaðist hann á fæti og ofan á það bættist að hann varð + Þökkum innilega veitta samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR JAKOBS MAGNÚSSONAR, Skólabraut 12, Seltjarnarnesi. Guð blessi ykkur öll. Brynhildur Hjálmarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. , v/Nybylaveg SÓLSTEINAR 564 4566 egsteinar Lundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.