Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 48
^48 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Morgunblaðið/'V aldimar Kristinsson
ÞEGAR Hreinn í Helgadal
samkvæmt beiðni reif und-
an verðlaunuðum keppnis-
hesti reyndust maðkar
vera í mysunni í formi
blýþynginga um 150
grömm á hvonmi framfæti.
Oft helgar tilgang-
urinn meðalið
Undan-
rifsákvæðið
sannar
gildi sitt
' W7 \ íM P 1- m B T 1
J'T/Sg í <íb»»* Æ' Wl C f ■
'isí H , ■* **' § * i, / i fcjj ‘ W ~
MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson
EVE Barmettler hafnaði í Qórða sæti í 250 metra keppninni, Hinrik varð þriðji, Marianna Tschappu önnur og Angantýr með sigurlaunin, sigrar nú í
fyrsta skipti í 250 metra keppni en hefur þrisvar borið sigur ur býtum í 150 metra keppninni.
FYRIR tveimur árum var sett í
reglur um gæðingakeppni að
rifið skyldi undan einum þeirra
hesta sem þátt tæki í úrslitum
A- og B-flokks á fjórðungs- og
landsmótum og kannað hvað
leyndist milli plastbotns og
hófs. Öðru hvoru heyrast radd-
ir um að ýmsir „kappsamir og
metnaðarfullir" knapar eigi það
til að setja blýþynnur þar á
milli og fylla síðan upp með sfli-
koni eða öðru fylliefni og sú
virðist vera raunin.
Nýlega var Hreinn Ólafsson
bóndi í Helgadal í Mosfellsbæ
beðinn að rífa undan hesti sem
notaður hefur verið í keppni í
•2 sumar. Hesturinn var á plast-
botnum að framan og með sfli-
konfyllingu og þegar rifið var
undan kom í ljós fjöldi
blýþynna eins og notaðar eru
til að jafnvægisstilla hjólbarða
á bflum. Þegar búið var að týna
blýið úr reyndist „yfirþyngdin"
vera um 150 grömm á hvorum
fæti. Til samanburðar má geta
þess að þetta er 3/5 af leyfilegri
hámarksþyngd hófhlífa í
keppni. Hesturinn sem hér um
ræðir var í verðlaunasæti í
áhugamannaflokki á Suður-
landsmóti á Gaddstaðaflötum
og eins á Lokaspretti Harðar á
Varmárbökkum í ágúst.
Það virðist því ljóst að full
** þörf var á setningu þessa
ákvæðis en ekki verður betur
séð en rík ástæða sé til að nota
þetta ákvæði í mun ríkari mæli
en gert hefur verið. Eftir því
sem næst verður komist hefur
þessu ákvæði einvörðungu ver-
ið beitt á lands- og fjórðungs-
mótum.
Tilgangur með þyngingu
framfóta sýningarhrossa er
tvíþættur, annarsvegar til að
auka fótaburð hrossanna
þannig þau lyfti fótum hærra
og taki lengri skref og hinsveg-
ar til að leiðrétta takt töltsins
úr skeiðtölti yfir á hreint tölt.
Skeiðmeistarakeppnin
A
Islenskur sigur í
báðum greinum
HINRIK Bragason mættur til leiks á ný og byijar
á toppnum eins og honum er tamt.
HESTAR
Li|tperthuf,
Þýskalandi
ALÞJÓÐLEGA
SKEIÐMEISTARAMÓTIÐ
Skeiðmeistaramótin eru haldin á
haustin, annað hvert ár í Þýskalandi
en hin árin í nærliggjandi löndum.
Það er Alþjóðiega skeiðmannafélagið
sem stendur fyrir þessum mótum,
sem hafa verið mjög vinsæl. Fram
til þessa hafa mötin verið haldin
um miðjan október en verið flýtt
og verða framvegis haldin seinni-
partinn í september.
HÁPUNKTUR þessara móta er
að sjálfsögðu skeiðmeistarakeppnin
sem mótin draga nafn sitt af. Er nú
keppt í bæði 250 metrum og 150
metrum. Fyrir þá sem ekki vita út á
hvað keppnin gengur þá tryggja
fjórh- fljótustu hestar og knapar í
þessum vegalengdum sér þátttök-
urétt. Farnir era fjórir sprettir og
höfð hestaskipti eftir hvem sprett og
þannig situr hver knapi hvern hest
einu sinni. Fyrsta sætið gefur 5 stig,
annað gefur 3 og þriðja gefur 1 stig
en fjórða sætið gefur ekkert stig
þótt hesturinn liggi sprettinn á enda.
Liggi hestar ekki fást engin stig.
Skeiðmeistarakóngnrinn
í 150 metrunum
Meðal þeirra sem tryggðu sér rétt
í 150 metranum var Claas Dutilh frá
Hollandi, sem var með sinn marg-
reynda stóðhest Trausta frá Hall
sem er 17 vetra gamall og hefur
tekið oftar þátt í skeiðmeistaramóti
en nokkur annar hestur og víst má
telja að enginn hestur hafi halað inn
eins mörg stig fyrir knapa sinn. Með
honum voru Hólmgeir Jónsson með
Dropa frá Hraukbæ, Hinrik Braga-
son með Viljar frá Möðruvöllum og
Angantýr Þórðarson með Stóra-Jarp
frá Akureyri, sem hefur einnig góða
reynslu í þessum keppnum.
Skemmst er frá því að segja að
Trausti færði þremur knöpum fyrsta
sætið og fimm stig hverjum en á ein-
hvern óskiljanlegan hátt mistókst
Angantý að láta hann liggja síðasta
sprettinn. Claas sigraði fyrsta sprett
og Hinrik varð annar á Viljari en
hinir lágu ekki. I öðrum spretti vann
Hólmgeii' á Trausta, Hinrik varð
annar á Stóra-Jarpi og Angantýr
þriðji á Viljari.
Þar með var Hinrik efstur með 6
stig, Claas og Hólmgeir jafnfr með 5
stig og Angantýr með 3 stig og tveir
sprettir eftir. Hinrik varð fyrstur á
Trausta, Angantýr annar á Dropa og
Claas þriðji á Viljari. Hinrik var þai'
með kominn með afgerandi forystu,
11 stig, Claas annar með 6, Hólmgeir
með 5 og Angantýr með 4. Góð staða
hjá Hinriki, því Claas gat aðeins
unnið með því að verða fyrstur í
síðasta spretti og Hinrik síðastur eða
þá að ekki lægi hjá honum. Það gekk
ekki eftir því Hinrik vann á Dropa
og Claas varð annar á Stóra-Jai-pi.
Niðurstaðan varð því glæsilegur sig-
ur hjá Hinriki, sem nú var að keppa í
fyrsta sinn eftir að keppnisbanni
hans lauk og ekki í fyrsta skipti sem
hann sigrar í þessari keppni.
Hestarnir vora á mjög góðum
tíma í keppninni þegar þeir lágu á
annað borð. Hólmgeir náði besta
tímanum, 13,84 sekúndum, á gamla
biýninu Trausta og Hinrik náði
14,20 á honum. Á þessu má sjá að
gott sog hefur verið á vekringunum,
enda brautin mjög góð og allar
aðstæður.
Sigur í tveimur sprettum
Hinrik var einnig í slagnum í 250
metranum með Eitil sinn frá Akur-
eyri sem hann eignaðist nýlega.
POTTÞÉTT gæti Hinrik hugsað í
síðasta sprettinum þegar ljóst er að
sigurinn er hans.
KONUNGUR skeiðmeistarakeppninnar er án efa hinn sautján vetra Trausti frá Hall í eigu Claas Dutilh sem
situr hestinn hér á leið í verðlaunaafhendingu. Enginn hestur hefur skilað jafnmörgum stigum í skeiðmeist-
arakeppnum undangenginna ára og Trausti, sem skeiðaði 150 metrana undir gildandi heimsmetstíma.
Andstæðingar hans voru Angantýr
Þórðarson með Ægi frá Störtal,
Marianna Tschappu frá Sviss á
Gammi frá Ingveldarstöðum og Eve
Barmettler frá Sviss með Eirík
rauða frá Hólum. Marianne tók for-
ystuna í fyrsta spretti, Gammur var
sá eini sem lá. Segja má að Hinrik
hafi farið illa að ráði sínu að ná ekki
Eitli niður í þessum spretti, en hann
lagaði stöðuna á Gammi í næsta
spretti þegar keppinautarnir fóru á
stökki. I þriðja spretti var Angantýr
með Gamm og allt fór á sama veg;
hann lá einn hesta og spennan því í
algleymingi fyrir síðasta sprett. Allir
keppendur höfðu í raun möguleika á
að sigra.
Eve var nú með Gamm og ef hann
lægi áfram einn hesta yrðu allir jafn-
ir með 5 stig, kynleg staða það. En
ekki fór það svo, því nú lágu þrír
hestar og nú var það Angantýr sem
tryggði sér sigurinn með því að ná
Eitli niður og tryggja sér fyrsta sæt-
ið. Eve varð önnm* á Gammi og
Marianne þriðja á Eiríki rauða, en
Ægir hljóp hjá Hinriki sem sagði að
keppni lokinni að það hefði orðið sér
dýrkeypt að klúðra fyrsta sprettin-
um á Eitli. Þótt ekki hafí 250 metra
keppnin verið reisnarmikil var hún
spennandi. Líklega í fyrsta skiptið
sem skeiðmeistarakeppnin vinnst á
tveimur sprettum.
Sigurvegararnir nú, þeir Hinrik
og Angantýr, hafa áður komist í
kynni við verðlaunagripina sem þeir
fengu, því báðir hafa þeir með þess-
um sigrum sigrað þrisvar í 150
metra skeiðmeistarakeppni og einu
sinni í 250 metra keppninni.
Spennandi en vandasöm
keppni
Allir geta verið sammála um að
skeiðmeistarakeppni býður upp á
geysilega spennu en hinu er ekki að
leyna að ávallt koma fram vangavelt-
ur í þá átt hvort ekki sé verið að
leggja of mikið á hrossin á of stutt-
um tíma. Framkvæmd skeiðmeist-
arakeppni er vandasamt verkefni og
liggur kúnstin í því að tryggja næga
hvfld milli spretta en þó ekki svo
langan tíma að spennufall verði.
Stundum hefur borið á því að menn
vilji ekki fara með hrossin í þessa
keppni; mönnum ekki sama hverjir
„skaka“ á hestunum þeirra eða þykir
álagið of mikið. Ljóst er að hestar
sem taka þátt í þessu þurfa að vera
vel á sig komnir líkamlega sem and-
lega; verða að þola pressuna.
Sjálfsagt er hægt að gera út af við
hesta í þessari erfíðu keppni en hitt
liggur líka ljóst fyrir að hestar kom-
ast óskemmdir frá rauninni og er
Trausti frá Hall besta dæmið þar
um. Hann hefur verið með flest árin
frá því hann var sjö vetra og engan
bilbug á honum að fmna. Fer í gegn-
um þetta spennulaust en skilar þó
fullri snerpu.
Framkvæmd skeiðmeistarakeppn-
innar á Lipperthof var vei lukkuð,
enda vanir menn sem stjórnuðu
leiknum.
Valdimar Kristinsson